Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 11
ur en að elska og virða inn í vel-
líðan?
Friðarverðlaunahafinn Móðir
Teresa sagði svo fallega; „Nei
takk, ég vel að fara ekki í kröfu-
göngu gegn stríði, en ef þú býður
mér í göngu með friði, þá er mér
ljúft að taka þátt.“
Matur er grunnþörf og mikil-
vægt er að njóta hans og að hann
verði manni að góðu. Að borða
með sektarkennd og skömm með
hugarfarinu: „Ég veit ég ætti nú
ekki …“ mætti gjarnan víkja fyrir
„Þetta er gott og fer vel í mig og
ég nýt þess …!“
Það sem við gerum með athygli
og styrkingu á hinu jákvæða er
mun vænlegra til árangurs og vel-
líðunar og kemur svolítið af sjálfu
sér; án átaks.
Verum þakklát fyrir styrk okk-
ar, eiginleika og hæfni. Meðtökum
þá staðreynd að heilbrigðir líkam-
ar eru á breiðu þyngdarbili og af
margs konar lögun og stærð.
Morgunblaðið/RAX
Friðarsúlan Spurt er hvort við getum friðmælst við okkur sjálf.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013
Morgunblaðið/Helgi Rafn Guðmu
Kolbrún og börnin í stellingum F.v. Jón Steinar, Kristmundur Gíslason, vinur, Kolbrún, Ástrós og Eyþór Ingi á dýnu.
Ástrós vildi halda áfram þar sem henni
líkaði vel.
Hættir í bardaga á toppnum
Kolbrún tók undir staðhæfinguna
með góðan félagsanda og liðsheild og
sagði vel haldið utan um íþróttina. Það
þakkaði hún helst góðum og ströngum
aga Helga Rafns Guðmundssonar, að-
alþjálfara deildarinnar, og Rutar Sig-
urðardóttur. Þessi góði agi þyrfti að
vera því formin snerust mikið til um
fullkomnun. Hver staða þyrfti að vera
kórrétt annars væri keppandi dreginn
niður í stigum og samræðurnar koma
aftur inn á mikilvægi þjálfunarinnar
heima, sér í lagi fyrir mót og beltispróf.
„Og þetta er erfitt. Það þarf gott út-
hald og góða tækni til að geta keppt í
bardaga og þar skiptir aginn mestu,“
bætti Kolbrún við og rifjaði upp fyrstu
æfinguna sem hún var lengi að jafna
sig á vegna mikilla harðsperra. „Ég
gekk ekki út af æfingunni, heldur sveif,
því álagið var svo mikið á líkamann.
Rut þjálfari átti ekki von á því að ég
myndi endast. En hún hafði ekki rétt
fyrir sér þar.“
Kolbrún varð Íslandsmeistari í
bardaga í mars sl. og ákvað í framhaldi
af því að keppa ekki meira í bardaga,
en halda áfram í tækninni. „Þetta var
áfangi sem mig langaði til að ná og
þegar ég náði honum var ég sátt við að
hætta í bardaga.“ Jón Steinar dvelur
nú sem skiptinemi í Brasilíu og er því
í fríi frá íþróttinni, en hans árangur
hefur ekki síður verið eftirtekt-
arverður. Hann hefur unnið til fjölda
verðlauna á sínum ferli, m.a. verið
bikarmeistari til margra ára, Íslands-
meistari 5 ár í röð í bardaga og hefur
tvisvar sinnum sinnum verið valinn
taekwondo-maður Keflavíkur.
Bara kostur að
hafa mömmu með
Kolbrún sagði að börnin hefðu
aldrei kvartað yfir því að mamma
þeirra væri þarna með þeim. Þvert á
móti tæku þau því fagnandi og Jón
Steinar valdi að æfa með mömmu
sinni þegar hann var orðinn ungling-
ur og Kolbrún sjálf komin með meiri
reynslu. Nú æfa þær mæðgur saman,
þó þær séu í hvor í sínum flokknum
og geta stutt hvor aðra fyrir mót og
beltispróf. Auk þess keppa þær orðið
báðar í sömu mótum svo þær geta
skipulagt sig saman.
Nú er yngsti fjölskyldumeðlim-
urinn, hinn átta ára gamli Eyþór
Ingi, einnig kominn á fullt í taek-
wondo og markmið hans var skýrt.
„Mig langaði svo að öll fjölskyldan
æfði saman.“ Hann sagðist hafa
reynt að fá pabba sinn með. „Brynjar
var svo sem alveg tilbúinn að prófa,“
sagði Kolbrún, „en það var meira að
ég treysti honum ekki í þetta, var
hrædd um að hann meiddi sig. Þetta
er mjög erfitt og því eldri sem maður
er því erfiðara.“ Eyþór sagðist hafa
prófað fyrst þegar hann var fjögurra
ára og fundist skemmtilegt á æfing-
um. „Ég held að pabba finnist þetta
ekki eins skemmtilegt.“
Úr myndasafni fjölskyldunnar
Karate Það getur sannarlega verið
gott að eiga eldri bróður í íþróttinni.
Hér leiðbeinir Jón Steinar Ástrósu í
keppni.
» Taekwondo er ein fjölmenn-
asta bardagalist heims. Hún er
upprunnin í Kóreu og er byggð á
aldagamalli sjálfsvarnarlist og
var fundin upp fyrir um tvöþús-
und árum.
» Í dag er taekwondo íþrótt þar
sem keppt er í poomse (form),
kyourgi (bardagi) og kykopa
(brot). Árið 1988 var í fyrsta
sinn keppt í taekwondo á Ól-
ympíuleikunum og frá árinu
2000 hefur íþróttin verið full-
gild á Ólympíuleikunum.
» Taekwondo er þjóðaríþrótt
Suður-Kóreu. Taekwondo er
samansett af þrem orðum:
„tae“ (fótur), „kwon“ (hnefi) og
„do“ (leið) og saman þýða þau
„fóta- og handatækni“.
» Íþróttafélagið Keflavík hefur
náð góðum árangri í íþróttinni
sem sannast best á því að af 17
landsliðsmönnum eru 13 úr
Keflavík.
Ein vinsæl-
asta íþróttin
NOKKRAR STAÐREYNDIR
UM SJÁLFSVARNARLISTINA
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Munið að slökkva
á kertunum
Látið kerti aldrei loga
innanhúss án eftirlits