Morgunblaðið - 02.12.2013, Page 15

Morgunblaðið - 02.12.2013, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg Tilboð: 2.390.000 kr. Ford Explorer Eddie Bauer 4x4 VS425 Skráður maí 2007, 4,0i bensín, sjálfskiptur Ekinn 94.000 km. Ásett verð: 2.790.000 kr. Tilboð: 4.390.000 kr. Ford Kuga Titanium SAWD TKV42 Skráður apríl 2012, 2,0TDCi dísil, sjálfskiptur Ekinn 65.000 km. Ásett verð: 4.790.000 kr. Tilboð: 3.280.000 kr. Ford Escape XLTAWD PMM87 Skráður júní 2011, 2,5i bensín, sjálfskiptur Ekinn 77.000 km. Ásett verð: 3.580.000 kr. 400.000 KR. FERÐAFJÖRNOTAÐRA BÍLA FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS Rúmgóður og öflugur sportjeppi *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 7. nóvember 2013 til ogmeð 20. desember 2013 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2013 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf fráWOWair. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna *GJAFABRÉF FRÁWOWair JEPPAR ÍGÓÐUÚRVALI Vertu með! 7manna og vel búinn Hvert myndir þú fara? Í ábyrgð Sparneytinn og sportlegur dísil jeppi ákæran sé af pólitískum rótum runnin. Suthep er 64 ára og hefur verið mjög áhrifamikill í Lýðræðis- flokknum síðustu áratugi. Hann hef- ur m.a. gegnt embættum landbún- aðarráðherra og fjarskiptaráðherra. Suthep sagði sig úr Lýðræðis- flokknum til að stjórna mótmæl- unum gegn ríkisstjórninni. Mótmæl- in hófust fyrr í mánuðinum þegar neðri deild taílenska þingsins sam- þykkti umdeilt frumvarp ríkis- stjórnarinnar um almenna sakar- uppgjöf. Andstæðingar stjórnarinnar sögðu að frumvarpið gæti orðið til þess að Thaksin kæm- ist aftur til Taílands án þess að þurfa að afplána fangelsisdóminn fyrir spillingu. Efri deild þingsins hafnaði frumvarpinu, en götumótmælin héldu samt áfram. Suthep og stuðningsmenn hans segjast ekki ætla að gefast upp fyrr en ríkisstjórn systur Thaksins hrökklist frá völdum. Markmið þeirra sé að uppræta „pólitíska vél Thaksins“ sem hafi „keypt atkvæði“ í síðustu þingkosningum með kosn- ingaloforðum sem stjórnin geti ekki staðið við án þess að stofna efnahag landsins í hættu. Stjórnarandstæðingarnir segj- ast ætla að koma á fót „þjóðarráði“ sem skipað verði fulltrúum ýmissa samfélagshópa án kosninga. Þjóðar- ráðið á að stjórna landinu á „póli- tísku breytingaskeiði“ þar til efnt verði til nýrra kosninga. Stjórnmálaskýrendur hafa látið í ljósi áhyggjur af því hversu óljósar tillögur stjórnarandstæðinganna eru um hvernig breyta eigi stjórn- skipulaginu og uppræta „pólitíska vél Thaksins“. Þeir benda enn- fremur á að lýðræðið hefur verið mjög ótryggt í Taílandi. Verði stjórninni steypt af stóli verður það nítjánda valdaránið eða valdaránstil- raunin í landinu frá árinu 1932. Sjálfur sakaður um spillingu Stjórnmálaskýrendur segja það einnig sæta furðu hversu margir virðast trúa loforðum Sutheps um að uppræta spillingu í landinu í ljósi þess að hann hefur sjálfur verið sak- aður um að vera spilltur. Suthep var til að mynda sak- aður um spillingu árið 1995 þegar hann var sagður hafa veitt ellefu auðugum fjölskyldum jarðaréttindi sem ætluð voru fátækum bændum þegar umbætur voru gerðar á land- búnaðarkerfinu. Hann neyddist einnig til að segja af sér þing- mennsku árið 2009 þegar hann var sakaður um að hafa brotið stjórnar- skrárákvæði um að enginn þingmað- ur mætti eiga hlutafé í fyrirtækjum sem nytu ívilnunar ríkisins. Taílendingar þurfa því að velja á milli tveggja fylkinga sem báðar virðast lúta stjórn spilltra stjórn- málamanna. Óttast er að ólgan komi niður á efnahag landsins líkt og fjöldamótmælin á árunum 2008 og 2010 þegar sömu fylkingum laust saman á götunum. AFP Ólga Mótmælandi dælir reyk á lögreglumenn sem vörðu skrifstofu forsætisráðherra Taílands í Bangkok í gær. Vilja uppræta „póli- tíska vél Thaksins“  Forystumenn beggja fylkinga sakaðir um spillingu Yingluck Shinawatra Suthep Thaugsuban BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Suthep Thaugsuban, fyrrverandi að- stoðarforsætisráðherra Taílands, fer fyrir stjórnarandstæðingum sem hafa efnt til götumótmæla síðustu daga til að krefjast þess að stjórn landsins fari frá völdum. Suthep var aðstoðarforsætis- ráðherra á árunum 2008-2011 í stjórn Abhisit Vejjajiva, þáverandi forsætisráðherra. Stjórnin var mynduð tveimur árum eftir að her Taílands steypti auðkýfingnum Thaksin Shinawatra af stóli for- sætisráðherra. Thaksin er nú í út- legð eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir spillingu. Thaksin komst til valda árið 2001 með miklum stuðningi verka- fólks í þéttbýli og kjósenda í norður- og austurhluta landsins þar sem lífs- kjörin eru miklu verri en í Bangkok og nágrenni. Íbúar norður- og austurhlutans telja sig hafa verið hlunnfarna í stjórnmálunum þar til Thaksin kom til sögunnar. Mikil andstaða er hins vegar við Thaksin meðal kjósenda í suður- hluta landsins, millistéttarfólks og yfirstéttarinnar í Bangkok. And- stæðingar hans saka hann um spill- ingu og segja hann vera ógn við taí- lenska konungdæmið. Sögð strengjabrúða Flokkur Thaksins sigraði í þingkosningum í júlí 2011 og yngsta systir auðkýfingsins, Yingluck Shinawatra, fetaði þá í fótspor hans og varð forsætisráðherra, fyrst kvenna í Taílandi. Fyrir þingkosn- ingarnar hafði Yingluck aldrei gegnt opinberu embætti eða verið í fram- boði. Hún hafði þá verið forstjóri AIS, fjarskiptafyrirtækis sem bróðir hennar stofnaði og eignarhalds- félags fjölskyldu þeirra. Andstæðingar Thaksins segja að systir hans sé aðeins strengja- brúða hans. Þeir benda á að hún hafði enga pólitíska reynslu áður en hún varð forsætisráðherra og segja að eina ástæða þess að hún gegnir embættinu nú sé sú að hún er systir auðkýfingsins umdeilda. Suthep Thaugsuban var að- stoðarforsætisráðherra árið 2010 þegar ríkisstjórn Abhisits Vejjajiva fyrirskipaði hernum að kveða niður götumótmæli stuðningsmanna Thaksins. Meira en 90 manns biðu bana í átökum sem stóðu í tvo mán- uði. Suthep og Abhisit eiga yfir höfði sér saksókn fyrir manndráp vegna blóðsúthellinganna en þeir segja að Að minnsta kosti fjórir biðu bana og 63 slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í Bronx í New York í gær- morgun. Ellefu voru á sjúkrahúsi og taldir í lífshættu í gærkvöldi. Lestin var að sveigja inn á lestar- stöð þegar slysið varð og fjórir vagn- ar fóru út af sporinu. Lestin var með sjö vagna og kom frá Poughkeepsie. Hún fór út af skammt frá Spuyten Duyvil-stöðinni um klukkan 7.20 að staðartíma, 12.20 að íslenskum tíma. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað gerðist en að minnsta kosti einn sjónarvottur sagði að lestin hefði far- ið of hratt og verið á miklu meiri hraða en venjulega á þessum stað. Litlu munaði að nokkrir vagnanna færu í tvær nálægar ár. Mannskætt lestar- slys í New York  Lestin sögð hafa farið of hratt AFP Slys Tveir vagna lestarinnar eftir að hún fór út af sporinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.