Morgunblaðið - 01.03.2014, Side 1

Morgunblaðið - 01.03.2014, Side 1
                               ! "#                               !           "#  $ $   $%&'(() & *+, )-.//0+/12% /%+0$' )(4,+5 3+,6' )7+,+ 6 )7+32(1 9: -.) :; 3-' <" -$(/+)-*2+ '(&?8    L A U G A R D A G U R 1. M A R S 2 0 1 4 Stofnað 1913  51. tölublað  102. árgangur  RAGNHEIÐUR OKKAR RÓM- EÓ OG JÚLÍA TRYGGVI VINNUR AÐ MÖPPU MEÐ GRAFÍKMYNDUM SKÖPUN 20FRUMSÝNING 56 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópa- vogs heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 18. til 23. febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi og fengi 42,2% atkvæða og fimm bæjarfull- trúa ef kosið yrði núna. Hann hef- ur fjóra bæjarfulltrúa og fékk 30,2% atkvæða í kosningunum árið 2010. Björt framtíð er með 17,3% fylgi og fengi tvo fulltrúa. Hún hefur ekki boðið fram áður. Fylgi við nýtt framboð Pírata mælist um 10% og ná þeir inn einum manni. Samfylkingin tapar miklu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkur- inn fengi 12,5% og einn bæjarfull- trúa, en var með 28,1% atkvæða í kosningunum 2010 og fékk þá þrjá bæjarfulltrúa kjörna. Næstbesti komst ekki á blað Samkvæmt könnuninni halda Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hvor sínum fulltrúa. Fylgi Framsóknarflokksins eykst lítil- lega og er 9,1%. Fylgi VG er 8,5% og minnkar lítillega frá því fyrir fjórum árum. Listi Kópavogsbúa sem er með einn fulltrúa í bæj- arstjórn og tekur þátt í meirihluta- samstarfinu í bæjarstjórn komst ekki á blað í könnuninni. Sama er að segja um Næstbesta flokkinn sem einnig á mann í bæjarstjórn. Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri og oddviti sjálfstæðismanna, kveðst mjög ánægður með tölurn- ar. Þær séu í samræmi við aðrar kannanir að undanförnu. Hann lít- ur svo á niðurstaða könnunarinnar feli í sér stuðning við ábyrga fjár- málastjórn sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Kópavogs. MSkoðanakönnun »22-23 Meirihlutinn heldur velli  Stóraukið fylgi Sjálfstæðisflokksins  Björt framtíð með tvo og Píratar einn Sjálfstæðisflokkurinn 42,2% Björt framtíð 17,3% Samfylkingin 12,5% Píratar 9,9% Framsóknarflokkurinn 9,1% Vinstri - græn 8,5% Annar flokkur eða listi 0,5% Fylgi flokka í bæjarstjórn Kópavogs Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 18.-23. febrúar 2014 42,2% 17,3% 12,5% 9,9% 9,1% 8,5% 0,5% Í gær voru 60 ár liðin frá því að Royal-búðingur kom í verslanir á Íslandi og af því tilefni var hann kynntur með sérstakri viðhöfn í Fjarðarkaupum. Sigurður Finnur Kristjánsson, verksmiðjustjóri John Lindsay heildverslunar, klæddi sig í kjólföt af því tilefni. Stefán Guðjohnsen forstjóri John Lindsay segir að búðingurinn hafi verið fram- leiddur allan þennan tíma á Íslandi, fyrst undir merkjum fyrirtækisins Agnar Ludvigsson ehf. Spurður hvað valdi vinsældum Royal búðings seg- ir Stefán að hann snerti streng í þjóðarsálinni. „Ef eitthvað er þá hefur hann verið að sækja í sig veðrið hvað sölu varðar síðastliðin ár,“ segir Stef- án. „Í hruninu fundum við að það var eins og fólk væri að leita til baka í upprunann. Um sig greip einhvers konar fortíðarþrá,“ segir Stefán, og að í kjölfarið hafi salan aukist. Á myndinni hér að ofan setur Sigurður búðing í skál fyrir einn viðskiptavin Fjarðarkaupa og með fylgjast þær Stefanía, dóttir Sigurðar, og vinkona hennar, Agnes Ósk Ólafsdóttir. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Haldið upp á 60 ára afmæli Royal-búðingsins „Við höfum færst nær menningu Mið- og Suður- Evrópubúa sem drekka í miðri viku án þess að fara á fyllerí en erum ekki alveg komin þangað,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. 25 ár eru liðin í dag frá því að bjórbannið var afnumið en Helgi hefur rannsakað bjór- bannið og áhrif bjórsins á íslenskt samfélag ítarlega. Hann segir suma spádóma manna um áhrif hans hafa ræst en aðra ekki. Áfengisneysla hafi aukist eins og spáð var en benda megi á að þar spili annað inn í, svo sem miklu fleiri áfengisbúðir og barir sem eru yfir þúsund í dag en voru fáeinir tugir 1980. „Það gerðist hins vegar ekki sem margir spáðu að bjórinn myndi bætast ofan á sterk- vínsneysluna sem var fyrir. Það var helsti kosturinn við afnám bjórbannsins; neyslan færðist yfir á veikari tegundir frá þeim sterkari. Ég held að fátt bendi til að ung- dómurinn í dag sé berskjaldaðri fyrir áfengi. Bjórinn virðist ekki vera hluti af vinnustaðamenningunni. Jafnvel þveröfugt þar sem það þekktist frekar áður að menn væru að sulla í sterkara víni á skrifstofunni. Slík drykkja er litin alvarlegri augum í dag. Það yrði litið á mig stórum augum ef ég gerði eins og þeir í Frakklandi eða Spáni og fengi mér rauðvín í hádeginu á vinnustað mínum, Háskóla Íslands,“ segir Helgi í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hrakspár rættust ekki  25 ár eru frá því bjórbann var afnumið  Mokþorskveiði hefur verið við Snæfellsnes undanfarið þrátt fyrir að tíðarfar hafi gert mönnum lífið leitt. Veiðin hefði getað verið enn betri ef veðrið hefði verið hagstæð- ara, að sögn Páls Stefánssonar, hafnarvarðar í Rifi. Ríkjandi A- og NA-átt hefur ver- ið frá því í desember og hafa loðnu- veiðiskip varla komist norður fyrir Snæfellsnes frá því vertíðin hófst af þeim sökum, að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, útgerðarstjóra HB Granda. »6 Hefðu veitt meira ef betur hefði viðrað Afli Kristján Kristjánsson, skipstjóri Mar- grétar SH 177, leysir frá dragnót. Morgunblaðið/Alfons Finnsson  Tillögur Egils Sæbjörnssonar myndlist- armanns um tvö varanleg úti- listaverk í Þýska- landi hafa verið valdar bestar í lokuðum sam- keppnum og verða þau bæði vígð á næstunni. Annarsvegar er um að ræða verk sem varpað er á listasafn í borginni Ahlen og hinsvegar verk við inn- gang stofnunar í Berlín. Í samtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins segir Egill frá verkunum og ræðir um listsköpun sína. Gerir tvö útilista- verk í Þýskalandi Egill Sæbjörnsson  Ingunn Björns- dóttir lyfjafræð- ingur segir mögulegt að upplýsingar um lyfjanotkun Ís- lendinga séu rangar. Hún krefst þess að fá upplýsingar um úttekt á lyfja- gagnagrunn- inum. Embætti landlæknis hefur m.a. synjað henni aðgangs að tölvu- póstum sem hún þarf til þess að greina villurnar. Hún kærði því embættið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði henni í hag. Samt sem áður hefur Embætti landlæknis ekki látið gögnin af hendi. Nú hefur Ingunn aftur kært embættið til úrskurð- arnefndar fyrir að fylgja ekki fyrri úrskurði og hindra aðgengi að gögnunum. Ingunn segir skorta gæðavöktunarkerfi hjá embættinu til að koma í veg fyrir villur. »12 Kærir Embætti landlæknis á ný Ingunn Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.