Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Vinsælu
vattjakkarnir komnir
Fallegir litir verð 19.980
St. 36-52
Orlofsnefnd húsmæðra
í Reykjavík
Í lögum um orlof húsmæðra segir svo:
„Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili
forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á
að sækja um orlof.“
Stjórnin
Orlofsferðir árið 2014
Skrifstofa Orlofsnefndar að Hver�isgötu 69 er opin
mánud.-miðvikud. kl.16:30-18 sími 551 2617
Kynningarfundur á ferðum ársins
verður haldinn á Hótel Loftleiðummiðvikudaginn
5. mars nk. kl. 20:00
Kaffiveitingar verð 2.000 kr.
Suðurland 8.-10.maí
Ítalía-Toskana 26.maí-2.júní
Bodensee 11.-16.júní
Eystrasaltið 20.-26.júní
Slóðir Sigríðar í Brattholti 28.júní
Vest�irðir 21.-24.ágúst
Prag 9. -16.október
Aðventuferð/Rínardalur 28. nóv.–1.des.
Húsmæðraorlof
Gullbringu- og Kjósarsýslu 2014
Álftanes, Garðabær, Garður, Grindavík,
Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær,
Sandgerði, Seltjarnarnes,Vogar.
Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona
sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir
það starf.
Ítalíutöfrar; Toskana, Pisa og Flórens ......................... 7. – 14. júní
Bodensee í Þýskalandi og Lichtenstein ........23. – 28. september
Aðventuferð til Innsbruck ..................................4. – 7. desember
Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum
í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum dögum frá 3.–12. mars.
Svanhvít Jónsdóttir.................................................. 565 3708
Ína Jónsdóttir........................................................... 421 2876
Guðrún Eyvindsdóttir .............................................. 422 7174
Valdís Ólafsdóttir ..................................................... 566 6635
Sigrún Jörundsdóttir................................................ 565 6551
Orlofsnefndin
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Laugavegi 63 • S: 551 4422
NÝTTFRÁ
GERRYWEBEROGTAIFUN
Skoðið Laxdal.is /Porto og san sebastian
www.laxdal.is
Nýjar túnikur
Opið 10-16 í dag
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Str. M-XXXL
kr. 8.900
„Það kom mér verulega á óvart
hvernig hægt er að gera góð híbýli
úr svona litlu rými og með þessa lög-
un. Með þessu efnisvali er einnig
hægt að gera þau hugguleg,“ segir
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í
Kópavogi. Hann var meðal þeirra
sveitarstjórnarmanna sem kynntu
sér sýningarhús PEP Housing ehf.
og Smáíbúða ehf.
Fyrirtækin kynna smáíbúðirnar
sem nýjan kost á leigumarkaði og
telja fulla þörf á. Smæstu íbúðirnar
eru 27 fermetrar að stæð. Þær eru
innréttaðir í gámaeiningum og hægt
að stafla þeim saman í fjölbýlishús.
Skammtímaúrræði
Ármann vekur athygli á því að
krafa í nýrri byggingarreglugerð um
stærð baðherbergis geri mönnum
sem vilja þróa litlar íbúðir erfitt um
vik, ásamt fleiri ákvæðum reglu-
gerðarinnar. „Ég hef trú á að núver-
andi umhverfis-
ráðherra muni
breyta þessu,
þannig að þessi
lausn verði raun-
hæfur kostur og
muni almennt
auka flóruna í
smærri og ódýr-
ari íbúðum.“
Ármann segist
vel geta séð fyrir
sér að smáíbúðirnar rísi í Kópavogi
sem skammtímaúrræði til að bregð-
ast við bráðavanda á fasteignamark-
aði. Hann nefnir að skipulögð hafi
verið atvinnusvæði til framtíðar sem
ekki sé útlit fyrir að nýtist á allra
næstu árum. Finna mætti smáíbúð-
unum stað á slíkum svæðum, við jað-
ar íbúðarbyggðar. Þar gætu þær
verið í kannski 5-10 ár, eða þangað til
þörf verði á svæðinu fyrir atvinnu-
starfsemi. helgi@mbl.is
Gætu risið í jaðri
íbúðarbyggðar
Bæjarstjóri jákvæður fyrir smáíbúðum
Ármann Kr.
Ólafsson
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hef-
ur verið ráðin leikhússtjóri Borg-
arleikhússins. Hún tekur við starf-
inu af Magnúsi Geir Þórðarsyni í
þessum mánuði. Vel á annan tug um-
sókna bárust um stöðuna en ekki
fást gefin upp nöfn umsækjenda né
nákvæmur fjöldi þeirra vegna trún-
aðar við umsækjendur.
Stjórnin samstiga
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður stjórnar Leikfélags
Reykjavíkur, segir ráðningarferli
nýs leikhússtjóra hafa verið vandað
og ítarlegt.
„Öll stjórnin tók þátt í viðtölunum
og við vorum bæði með staðlaðar
spurningar og spurningar sem
tengdust beint Borgarleikhúsinu.
Umsóknirnar voru flestar mjög góð-
ar og þetta var erfitt og krefjandi
verkefni en að sama skapi mjög
skemmtilegt. Stjórnin var mjög
samstiga í öllu ferlinu. Við leituðum
óformlega til ráðningarþjónustu
hvað varðaði verklag ráðningarinnar
og fleira í þeim dúr. Síðan lögðum
við áherslu á þætti sem tengdust
leikhúsinu og framtíðarsýn umsækj-
enda varðandi Borgarleikhúsið og
hvað væri best til þess fallið að
styrkja það. Með ráðningu Kristínar
stuðlum við að því að Borgarleik-
húsið verði áfram leiðandi á sviði
leiklistar,“ segir Þorgerður.
Engar róttækar breytingar
Kristín Eysteinsdóttir segir að
nýju fólki fylgi nýjar áherslur en að
róttækar breytingar séu ekki á döf-
inni á næstunni.
„Ég er að taka við á óvenjulegum
tíma þar sem Magnús Geir þurfti frá
að hverfa mjög hratt. Það er því búið
að stilla upp fyrir næsta leikár. Mín-
ar áherslur munu því ekki koma í
ljós strax heldur frekar árinu á eftir.
Ég ætla ekki að kollvarpa neinu
heldur má frekar búast við hægum
breytingum jafnt og þétt. Að baki
Borgarleikhúsinu stendur sterkur
hópur starfsfólks og ég hlakka til
þess að starfa með því áfram,“ segir
Kristín. Spurð um áherslur sínar í
starfi sem leikhússtjóri segist Krist-
ín leggja áherslu á fjölbreytileika og
frumsköpun.
„Ég mun halda áfram að bjóða
upp á fjölbreytt verkefnaval auk
þess sem ég mun leggja áherslu á
vandaðar leiksýningar sem munu
hafa áhrif á fólk. Ég mun leitast við
að efla íslenska leikritun, frum-
sköpun og fræðsludeildina. Mér
finnst mikilvægt að leikhúsið sé opið
öllum og fólki á að finnast það vera
velkomið hingað. Við viljum til dæm-
is opna kaffihús í forsal hússins og
bjóða upp á skoðunarferðir um leik-
húsið. Ég mun einnig leggja mikla
áherslu á að auka vandaðar sýningar
fyrir yngstu leikhúsgestina. Mik-
ilvægast er þó alltaf listin sjálf, að
vera hugrakkur og trúr og skapa
þannig sýningar sem hjálpa okkur
að skynja heiminn með nýjum hætti.
Leikhúsið okkar verður að vera lif-
andi og í stöðugu samtali við borgina
og samfélagið sem við búum í,“ segir
Kristín.
Kristín í Borgarleikhúsið
Tekur við í mars Ítarlegt ráðningarferli að baki
Ætlar ekki að kollvarpa neinu Fjölbreytt verkefni
Kristín
Eysteinsdóttir
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Mikið fannfergi er enn til fjalla víða
á Austurlandi og Vestfjörðum og
samkvæmt upplýsingum Landsnets
er hættulega stutt upp í línuleiðara
á mörgum stöðum, s.s. á Fjarð-
arheiði eystra og á norðanverðum
Vestfjörðum. Landsnet hvetur enn
og aftur útvistarfólk, sérstaklega
skíða- og vélsleðafólk sem og alla
aðra, til að fara mjög varlega nærri
háspennumannvirkjum til fjalla og
á hálendinu. Þar er nú víða minna
en mannhæðar hátt upp í há-
spennuvírana
Ljósmynd/Landsnet
Hættulegt Á Fjarðarheiði er orðið stutt
upp í háspennulínurnar vegna fannfergis.
Víða hættuástand
við háspennulínur