Morgunblaðið - 01.03.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 01.03.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fátt finnst mér jafn skemmtilegt og að fara niður í bæ á góðum degi, horfa á ungar og fallegar mæður sem ýta á undan sér barnavögnum þar sem börnin liggja. Þau horfa upp í himininn og sperra tærnar upp í loftið. Þegar ég sé þetta, þá öðlast ég aftur trú á þessari þjóð. Þegar ég kem svo heim að kvöldi og horfi á stjórnmálamenn í sjónvarpinu, með allar sínar frjálshyggjublekkingar, verða þær væntingar sem fallegt mannlífið í bænum hefur gefið mér að engu,“ segir Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður. Litógrafíur og litrík list Á næstu vikum kemur út graf- íkmappan 6 ljóð án orða, það er sex myndir sem Tryggvi hefur unnið á síðustu vikum. Á undanförnum ár- um hefur hann helgað krafta sína gerð grafíkmynda, það er litógrafí- um eða steinþrykki eins og það var nefnt hér áður fyrr Í tímans rás hafa akrílmálverk, í sérstökum litríkum stíl, verið ein- kenni Tryggva, sem bjó í Kaup- mannahöfn í um hálfa öld. Var samt alltaf viðloðandi Ísland. Árið 2008 héldu þau Gerður Sigurðardóttir, eiginkona hans, heim eftir langa úti- vist. Þá nokkru fyrr hafði Tryggvi slasast alvarlega, hrasaði aftur fyrir sig á svölum húss í Kaupmannahöfn. Skaddaðist hann á hrygg og taugar í fótum og höndum lömuðust. Síðan þá hefur hann ekkert málað, en get- ur aðeins teiknað með hægri hendi; þ.e. teiknað upp útlínur mynda sem síðan eru fullunnar og litaðar með tölvutækni. Fimmtán þúsund kosningapésar Í fyrra hélt Tryggvi sýningu í Galleríi Fold á nokkrum grafík- myndum unnum með þeirri tækni og sex slíkar verða í möppunni góðu sem Gallerí Fold gefur út. „Vinnan við þessa útgáfu hefur verið skemmtileg. Myndirnar í möppunni eru prentaðar í Guðjón Ó, þar sem starfa miklir töframenn, Ólafur Stolzenwald smiðjustjóri, Jó- hann Kristinsson í litvinnslunni og Eiríkur Stefánsson á prentvélinni. Og listin í þessu er að hver litur inn- an þessara svörtu lína sem ég teikna upp sé hárréttur. Blár er ekki bara blár, litbrigðin geta verið hundruð. Og sjáðu til; myndirnar mínar verða prentaðar í bara 50 tölusettum ein- tökum. Slíkt prentun tekur sinn tíma, kannski jafnlangan og að prenta 15 þúsund kosningapésa sem ekkert er að marka,“ segir Tryggvi sem lýsir grafíkmyndunum sínum sem sögu úr lífinu. „Það er svo margt í mannlífinu sem hreyfir við mér og verður að myndum. Ég hef aldrei haft neina þörf fyrir að vera með boðskap. Listin er prédikun, það gera prestarnir sem stíga í stól- inn,“ sagði Tryggvi þegar blaðamað- ur hitti hann á heimili hans í Vest- urbænum í vikunni. Við eldhúsborðið þar hefur hann góða vinnuaðstöðu – og er þar með arkir, blýanta og penna. Og hug- myndabankinn er á borðinu; þykkar möppur með dagblaðaúrklippum með myndum af öllu mögulegu. „Já, blessaður vertu – hér er þetta allt. Karlar og konur, íþrótta- menn, sviðakjammar, fuglar og fisk- ar. Það er gaman að grúska í þessu, en annars trúi ég ekki á að hug- myndir komi sem einhverjar himna- sendingar þegar maður situr á steini og horfir upp í himinblámann. Sköp- un er vinna sem er sú að forma hugsun,“ segir hann. Þá hlógu pikkólóarnir Tryggvi segir slysið fyrir sex ár- um hafa haft margvísleg eftirmál. Hann fór í tvær aðgerðir auk þess sem hann þurfti að liggja á sjúkra- húsi vegna blóðtappa og „allskonar sýkinga“ eins og hann kemst að orði. Er nú kominn í hjólastól, þokkalega ferðafær og getur sótt æfingar, sund og sjúkraþjálfun fjóra daga í viku. Sú hreyfing segir Tryggvi að haldi sér á þokkalegu róli. Bætir við að nú sé hann kominn með ökuleyfi, fari víða um í hjóla- stólnum en bílpróf hefur hann aldrei haft. „Já, ég er fínn. Hef á síðustu ár- um farið til Frakklands, Austur- ríkis, Spánar og Ítalíu til að skoða sýningar, fornminjasöfn og kirkju- list. Ég fæ sennilega aldrei nóg af því að stúdera menningu Suður- Evrópu. Í þessa leiðangra hef ég farið með Gerði, konunni minni, og Ólöfu Sæmundsdóttur sjúkraliða sem er fín glerlistakona. Ólöf er hjálparhellan mín og heldur trukk- inu í karlinum. Stundum þegar við förum utan er skáldað í skörðin þar sem ég hef tvær konur til fylgdar. Sérstaklega þótti Ítölunum þetta undarlegt, en ég sagði þeim á móti að þetta væri ekkert í samanburði við Berlusconi. Þá hlógu pikkóló- arnir á hótelinu.“ Sköpun er að forma hugsun  Tryggvi Ólafsson aftur í listinni eftir langa endurhæfingu í kjölfar slyss  Mappa með grafík- myndum er væntanleg  Hugmyndir eru ekki himnasendingar  Sviðakjammar, fuglar og fiskar Morgunblaðið/Golli Listamaður Tryggvi teiknar við eldhúsborðið heima og hér sést frumgerð af einni þeirra litógrafíumynda sem verða í möppunni sem er að koma út. Hugmyndir Í möppum Tryggva eru ýmsar úrklippur og skemmtilegar myndir úr blöðunum, sem gaman er að stúdera og spinna svo þráðinn. Kirkjuviku í Akraneskirkju lýkur á morgun með hátíðartón- leikum Kórs Akraneskirkju að Kalmanns- völlum 1, þar sem áður var verslun Nettó. Þar mun kórinn flytja tónverkið Eternal Light, eft- ir breska tónskáldið Howard Goo- dall, þann sama og samdi lagið í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um Mr. Bean, sem Rowan Atk- inson leikur. Einsöngvarar með kórnum verða Björg Þórhalls- dóttir sópran, Einar Clausen tenór og Halldór Hallgrímsson tenór. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arn- ar Sæmundsson. Tónleikarnir hefj- ast kl. 17. Fyrr um daginn verður æsku- lýðssamkoma í Akraneskirkju þar sem barnakór kirkjunnar flytur m.a. söngleikritið „Við gullna hlið- ið“ eftir Svein Arnar. Flytja verk höfundar er samdi Bean-lagið Mr. Bean

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.