Morgunblaðið - 01.03.2014, Síða 57

Morgunblaðið - 01.03.2014, Síða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Nótan – uppskeruhátíð tónlistar- skóla á landsvísu, er haldin í fimmta sinn í ár og í dag verður boðið upp á svæðistónleika Nót- unnar fyrir Reykjavík annars veg- ar og höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur, Suðurnes og Suður- land, hins vegar. Þeir fyrrnefndu fara fram í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, að Rauða- gerði 27 í Reykjavík og þeir síð- arnefndu í Hásölum við Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. „Á tónleikun- um koma fram nemendur úr öllum helstu tónlistarskólum svæðisins og flytja fjölbreytt atriði sem sýna vel þá breidd sem ríkjandi er í tón- listarskólum landsins,“ segir í til- kynningu. Nótan heldur svæðistónleika víða um land ár hvert og hafa þeir verið vel sóttir. Þátttakendur eru á öllum aldri og efnisskrá tón- leikanna sýnir ólík viðfangsefni nemenda á öllum stigum tónlistar- námsins. Allir tónlistarskólar landsins geta sent fulltrúa sína á svæðistónleika og er það í höndum þriggja manna valnefndar að velja sjö atriði af hverjum tónleikum sem koma fram fyrir hönd síns tónlistarskóla á lokatónleikum há- tíðarinnar í Eldborgarsal Hörpu. Í sal FÍH hefst dagskráin kl. 11 með atriðum úr grunnnámi og opnum flokki. Kl. 12 verða tón- leikar með atriðum úr miðnámi, kl. 13.30 tónleikar með atriðum úr framhaldsnámi og kl. 15.45 fer fram lokahátíð með afhendingu verðlauna og viðurkenninga. Í Hásölum hefst dagskráin kl. 12.15 með atriðum úr grunnnámi og miðnámi, kl. 13.45 leika nem- endur í miðnámi og framhaldsnámi ásamt opnum flokki og kl. 15.15 verður lokahátíð með afhendingu verðlauna og viðurkenninga, líkt og í sal FÍH. Á hvorum tónleik- unum verða valin sjö atriði til að taka þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu sem fram fer 23. mars. Glæsileg Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts í sínu fínasta pússi. Uppskeruhátíð tónlistarskólanna  Fjöldi tónleika í sal FÍH og Hásölum Hjörleifur Stefánsson arkitekt hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis 2013 fyrir hina veglegu bók sína Af jörðu – Íslensk torfhús sem Crymo- gea gaf út. Jón Yngvi Jóhannsson veitti Hjörleifi viðurkenninguna fyr- ir hönd félagsins en verðlaunin eru ein milljón króna. Í greinargerð við- urkenningarráðs Hagþenkis 2013 segir meðal annars um ritið: Efn- ismikið og heilsteypt ritverk sem opnar augu lesandans fyrir þætti torfbæjanna í íslenskum myndlist- ararfi. Framúrskarandi rit Hagþenkir – félag höfunda fræði- rita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðl- un fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú ný- breytni að tilnefna 10 höfunda og rit sem þykja framúrskarandi og til greina koma. Viðurkenningarráð Hagþenkis er skipað fimm fé- lagsmönnum sem ákvarða tilnefn- ingarnar tíu og hvaða höfundur hlýtur að lokum viðurkenningu Hagþenkis. Í viðurkenningarráðinu eru Auður Aðalsteinsdóttir bók- menntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Ein- arsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verk- efnastýra er Friðbjörg Ingimars- dóttir. Tíu verk tilnefnd Auk Hjörleifs voru að þessu sinni tilnefnd þau Aðalsteinn Ingólfsson fyrir Karólínu Lárusdóttur, Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jó- hannesson fyrir Ferðamál á Íslandi, Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Ís- lensku teiknibókina, Guðný Hall- grímsdóttir fyrir Söguna af Guð- rúnu Ketilsdóttur, Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage fyrir Listasögu - Frá hellalist til 1900, Inga Lára Baldvinsdóttir fyrir Sigfús Eymundsson mynda- smiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar, ritstjórarnir Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason fyrir Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar, Sigrún Pálsdóttir fyrir Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga, og Þorleifur Friðriksson fyrir bókina Dagar vinnu og vona. Saga Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Hjörleifur hlaut viður- kenningu Hagþenkis  Verðlaunaður fyrir bókina Af jörðu – Íslensk torfhús Morgunblaðið/Golli Vandað verk Jón Yngri Jóhannsson afhenti Hjörleifi Stefánssyni viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í gær. EGILSHÖLLÁLFABAKKA NONSTOP KL.5:40-8-10:20 NONSTOPVIP KL.1:30-3:40-5:50-8-10:20 WINTER’STALE KL.5:30-8-10:30 I,FRANKENSTEIN KL.8:30-10:30 GAMLINGINN KL.8 ÆVINTÝRIHR.PÍBODYSOGSÉRMANNSFORSÝND ÍSLTAL2DKL.1:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.2-4:10 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1:30-3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.3-6:20-8-10:40 FROSINN ÍSLTAL2D KL.1-3:20 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.10:30 WOLFOFWALLSTREET KL.5:10 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.1:30-3:40 KRINGLUNNI PRINCEIGORÓPERA KL.17:00(LAU) NONSTOP KL.9 (11:20(LAU)) GAMLINGINNKL.5:30-8-10:30 (9:45(LAU)) (9(SUN)) THELEGOMOVIE ÍSLTAL3D KL.2-4:10 (6:20(SUN)) THELEGOMOVIE ÍSLTAL2D KL.1 (2-4:10(SUN)) 12YEARSASLAVE KL. 6:20 NONSTOP KL.5:40-8-10:20 WINTER’STALE KL.8 GAMLINGINN KL.5:35-8-10:25 I,FRANKENSTEIN KL.10:30 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.1:30-3:40 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1-3:10-5:50 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.1:30 OUTOFTHEFURNACE KL.10:20 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8 FROSINN ÍSLTAL2D KL.3:40 HR.PÍBODY&SÉRMANNFORSÝND ÍSLTAL KL.3D:1:302D:3:40 NÚMERUÐ SÆTI SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT NONSTOP KL. (9(LAU)) (8-10:20(SUN)) WINTER’STALE KL.10:30 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.3:40(SUN) THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50(SUN) RIDEALONG KL.5:50(SUN) SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM ÍSLTAL2DKL.3:40(SUN) KEFLAVÍK AKUREYRI NONSTOP KL.8-10:30 WINTER’STALE KL.10:20 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.1:30-3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.3:40-5:50 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.1:30 “HLÓGUMVANDRÆÐALEGA MIKIÐ...“ GDÓ - MBL  AFTENBLADET  SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3DEXPRESSEN  SVERIGES RADIO  SVENSKA DAGBLADED  HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK COLIN FARRELL - RUSSELL CROWE JESSICA BROWN FINDLAY ÞAÐERENGINNHARÐARIENLIAMNEESON ÍSL TAL ÍSL TAL 12 12 12 L L L L L L ÍSL TAL 6 Óskarstilnefningar 2 Golden Globe verðlaun -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 8 - 10:25 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 3D Sýnd kl. 2 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 2D Sýnd kl. 4:10 RIDE ALONG Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 ROBOCOP Sýnd kl. 10:25 THE LEGO MOVIE 3D Sýnd kl. 3:45 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 2 - 4 - 6 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 1:45 „Óvæntasta mynd sem ég hef séð lengi í bíó“ T.V. - Séð og Heyrt/ Bíóvefurinn G.D.Ó. - MBL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.