Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Nótan – uppskeruhátíð tónlistar- skóla á landsvísu, er haldin í fimmta sinn í ár og í dag verður boðið upp á svæðistónleika Nót- unnar fyrir Reykjavík annars veg- ar og höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur, Suðurnes og Suður- land, hins vegar. Þeir fyrrnefndu fara fram í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, að Rauða- gerði 27 í Reykjavík og þeir síð- arnefndu í Hásölum við Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. „Á tónleikun- um koma fram nemendur úr öllum helstu tónlistarskólum svæðisins og flytja fjölbreytt atriði sem sýna vel þá breidd sem ríkjandi er í tón- listarskólum landsins,“ segir í til- kynningu. Nótan heldur svæðistónleika víða um land ár hvert og hafa þeir verið vel sóttir. Þátttakendur eru á öllum aldri og efnisskrá tón- leikanna sýnir ólík viðfangsefni nemenda á öllum stigum tónlistar- námsins. Allir tónlistarskólar landsins geta sent fulltrúa sína á svæðistónleika og er það í höndum þriggja manna valnefndar að velja sjö atriði af hverjum tónleikum sem koma fram fyrir hönd síns tónlistarskóla á lokatónleikum há- tíðarinnar í Eldborgarsal Hörpu. Í sal FÍH hefst dagskráin kl. 11 með atriðum úr grunnnámi og opnum flokki. Kl. 12 verða tón- leikar með atriðum úr miðnámi, kl. 13.30 tónleikar með atriðum úr framhaldsnámi og kl. 15.45 fer fram lokahátíð með afhendingu verðlauna og viðurkenninga. Í Hásölum hefst dagskráin kl. 12.15 með atriðum úr grunnnámi og miðnámi, kl. 13.45 leika nem- endur í miðnámi og framhaldsnámi ásamt opnum flokki og kl. 15.15 verður lokahátíð með afhendingu verðlauna og viðurkenninga, líkt og í sal FÍH. Á hvorum tónleik- unum verða valin sjö atriði til að taka þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu sem fram fer 23. mars. Glæsileg Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts í sínu fínasta pússi. Uppskeruhátíð tónlistarskólanna  Fjöldi tónleika í sal FÍH og Hásölum Hjörleifur Stefánsson arkitekt hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis 2013 fyrir hina veglegu bók sína Af jörðu – Íslensk torfhús sem Crymo- gea gaf út. Jón Yngvi Jóhannsson veitti Hjörleifi viðurkenninguna fyr- ir hönd félagsins en verðlaunin eru ein milljón króna. Í greinargerð við- urkenningarráðs Hagþenkis 2013 segir meðal annars um ritið: Efn- ismikið og heilsteypt ritverk sem opnar augu lesandans fyrir þætti torfbæjanna í íslenskum myndlist- ararfi. Framúrskarandi rit Hagþenkir – félag höfunda fræði- rita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðl- un fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú ný- breytni að tilnefna 10 höfunda og rit sem þykja framúrskarandi og til greina koma. Viðurkenningarráð Hagþenkis er skipað fimm fé- lagsmönnum sem ákvarða tilnefn- ingarnar tíu og hvaða höfundur hlýtur að lokum viðurkenningu Hagþenkis. Í viðurkenningarráðinu eru Auður Aðalsteinsdóttir bók- menntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Ein- arsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verk- efnastýra er Friðbjörg Ingimars- dóttir. Tíu verk tilnefnd Auk Hjörleifs voru að þessu sinni tilnefnd þau Aðalsteinn Ingólfsson fyrir Karólínu Lárusdóttur, Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jó- hannesson fyrir Ferðamál á Íslandi, Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Ís- lensku teiknibókina, Guðný Hall- grímsdóttir fyrir Söguna af Guð- rúnu Ketilsdóttur, Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage fyrir Listasögu - Frá hellalist til 1900, Inga Lára Baldvinsdóttir fyrir Sigfús Eymundsson mynda- smiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar, ritstjórarnir Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason fyrir Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar, Sigrún Pálsdóttir fyrir Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga, og Þorleifur Friðriksson fyrir bókina Dagar vinnu og vona. Saga Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Hjörleifur hlaut viður- kenningu Hagþenkis  Verðlaunaður fyrir bókina Af jörðu – Íslensk torfhús Morgunblaðið/Golli Vandað verk Jón Yngri Jóhannsson afhenti Hjörleifi Stefánssyni viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í gær. EGILSHÖLLÁLFABAKKA NONSTOP KL.5:40-8-10:20 NONSTOPVIP KL.1:30-3:40-5:50-8-10:20 WINTER’STALE KL.5:30-8-10:30 I,FRANKENSTEIN KL.8:30-10:30 GAMLINGINN KL.8 ÆVINTÝRIHR.PÍBODYSOGSÉRMANNSFORSÝND ÍSLTAL2DKL.1:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.2-4:10 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1:30-3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.3-6:20-8-10:40 FROSINN ÍSLTAL2D KL.1-3:20 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.10:30 WOLFOFWALLSTREET KL.5:10 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.1:30-3:40 KRINGLUNNI PRINCEIGORÓPERA KL.17:00(LAU) NONSTOP KL.9 (11:20(LAU)) GAMLINGINNKL.5:30-8-10:30 (9:45(LAU)) (9(SUN)) THELEGOMOVIE ÍSLTAL3D KL.2-4:10 (6:20(SUN)) THELEGOMOVIE ÍSLTAL2D KL.1 (2-4:10(SUN)) 12YEARSASLAVE KL. 6:20 NONSTOP KL.5:40-8-10:20 WINTER’STALE KL.8 GAMLINGINN KL.5:35-8-10:25 I,FRANKENSTEIN KL.10:30 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.1:30-3:40 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1-3:10-5:50 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.1:30 OUTOFTHEFURNACE KL.10:20 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8 FROSINN ÍSLTAL2D KL.3:40 HR.PÍBODY&SÉRMANNFORSÝND ÍSLTAL KL.3D:1:302D:3:40 NÚMERUÐ SÆTI SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT NONSTOP KL. (9(LAU)) (8-10:20(SUN)) WINTER’STALE KL.10:30 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.3:40(SUN) THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50(SUN) RIDEALONG KL.5:50(SUN) SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM ÍSLTAL2DKL.3:40(SUN) KEFLAVÍK AKUREYRI NONSTOP KL.8-10:30 WINTER’STALE KL.10:20 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.1:30-3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.3:40-5:50 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.1:30 “HLÓGUMVANDRÆÐALEGA MIKIÐ...“ GDÓ - MBL  AFTENBLADET  SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3DEXPRESSEN  SVERIGES RADIO  SVENSKA DAGBLADED  HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK COLIN FARRELL - RUSSELL CROWE JESSICA BROWN FINDLAY ÞAÐERENGINNHARÐARIENLIAMNEESON ÍSL TAL ÍSL TAL 12 12 12 L L L L L L ÍSL TAL 6 Óskarstilnefningar 2 Golden Globe verðlaun -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 8 - 10:25 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 3D Sýnd kl. 2 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 2D Sýnd kl. 4:10 RIDE ALONG Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 ROBOCOP Sýnd kl. 10:25 THE LEGO MOVIE 3D Sýnd kl. 3:45 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 2 - 4 - 6 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 1:45 „Óvæntasta mynd sem ég hef séð lengi í bíó“ T.V. - Séð og Heyrt/ Bíóvefurinn G.D.Ó. - MBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.