Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 11
Hrútarnir Engir tveir hrútar frá mæðgunum í Birch & Wool eru eins og það er að sögn Ágústu eitt það skemmtileg- asta við þá. Bæði getur ullin verið slétt eða krulluð og litaafbrigðin mjög margvísleg. Ull og birki er efniviðurinn. falleg og ég reyni að leyfa henni að njóta sín nákvæmlega eins og hún er á stóru hrútunum. Litaafbrigðin eru ótalmörg í gærunni og svo gaman að þessum fjölbreytileika. Svo getur ull- in verið slétt og hún getur líka verið krulluð og það verður náttúrlega enginn hrútur eins og annar fyrir vikið,“ segir Ágústa sem nýtur þess að skapa þessa skemmtilegu karakt- era. Verkaskiptingin er skýr hjá þeim. Jana María sér um markaðs- setningu og dreifingu en Ágústa sér að mestu um að setja þá saman. Greinar sem horn Þær mæðgur ákváðu að fara ekki út í að tálga horn á hrútana. „Heldur notum við greinarnar sem horn. Við vildum leyfa þeim að njóta sín eins og þær eru. Þess vegna erum við með greinar en köllum þetta samt hrúta,“ segir Ágústa. Útlit er fyrir að fjölbreytileiki dýraríkisins hjá Birch & Wool verði meiri á næstunni því nú eru þær að prófa sig áfram með fugl. Hann er enn á frumstigi en óskaplega sætur að sjá! „Svo er bara að sjá hvernig loka- útgáfan verður,“ segir hún um fugl- inn sem búinn er til úr sama efni og hrútarnir. Annars er það helst fram- undan hjá Birch & Wool að fara með hönnunina til útlanda og sýna hrút- unum heiminn og heiminum hrútana. Hver hrútur er seldur í sinni eigin stíu og fanga umbúðirnar gjarnan athygli ferðamanna því þær eru heimilislegar. „Hugsunin er að það fari vel um hrútana þegar ferða- langar taka þá með sér heim,“ segir Ágústa glöð í bragði. Tálgað Ekki er átt mikið við birkið en Ágústa tálgar það til. Nánari upplýsingar um framleiðsl- una er að finna á Facebook-síðu Birch & Wool sem nálgast má á slóðinni www.facebook.com/ BirchandWool DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Það er ekki galið að púsla endrum og sinnum. Eins og í spilum geta margir púslað saman þó svo að glundroði geti ríkt verði „púslarar“ of margir. Tveir sem púsla saman 500 eða 1000 bita púsl, geta haft það virkilega náðugt saman. Ekki spillir fyrir ef púslið er með ís- lenskri mynd t.d. úr íslenskri nátt- úru eða ævintýrum. Heiðurinn af markaðssetningu púslsins er gjarnan eignaður breska kortagerðarmanninum John Spils- bury en hann setti púsl á markað í kringum 1760. Í fyrri tíð voru bit- arnir úr tré en í dag er oftast not- aður stífur pappi í púsl. Algengasti bitafjöldi í púsli er 350, 500, 750 eða 1000. Þeir allra seigustu leggja í 1000 bita púsl en alls ekki er mælt með því að byrja á slíku púsli þar sem bitarnir eru smáir og verkið getur auðveldlega vaxið manni í augum. Stærsta púslið á markaðnum var gefið út af þýska risanum Ravens- burger árið 2010 en það inniheldur 32.256 bita! Það er þó aðeins fyrir lengra komna, ef svo má segja. Út eru komin púsl með ýmsum myndum úr íslenskri náttúru, bæði myndum af íslenskri flóru og fánu sem og af þekktum stöðum. Fyrir börnin eru til púsl með myndum eftir listamanninn Brian Pilkington sem myndskreytt hefur fjölda ís- lenskra barnabóka gegnum tíðina. Það að setjast niður með krökk- um og púsla getur haft ótrúlega ró- andi áhrif og er góð leið til að þjálfa einbeitingu foreldra og barna auk þess sem það getur verið gott til að fá börn til að dunda sér sjálf án þess að tækniundur á borð við spjaldtölvur eða leikjatölvur komi við sögu! Aldur: Til eru púsl sem henta börnum allt niður í tveggja ára. Verð: Frá 989 kr. Sölustaðir: Bókabúðir og stærri verslanir. Spil vikunnar: Íslensku púslin Stóísk ró fylgir púslinu » Fullbúið hótel, byggt 1977. 39 herbergi, 1.049 fm., þrjár hæðir. » Félagsheimilið Valaskjálf, 1.160 fm. » Tengibygging með eldhúsi og veitingasal, 204 fm. » Félagsheimili og tengibygging voru byggð 1966. » Hótelið er í fullum rekstri en félagsheimilið í útleigu til Fljótsdalshéraðs. » Stækkunarmöguleikar. » Hótelið er til sölu með eða án rekstrar en góðar bókanir eru fyrir sumarið 2014. Hótel Egilsstaðir til sölu Fjárfestingatækifæri í ferðaþjónustu Verð: 200 milljónir kr. Seljandi: Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans Nánari upplýsingar : Ævar Dungal Domus fasteignasölu, s: 440 6016 Hilmar Gunnlaugsson hrl. Inni fasteignasölu, s: 580 7905 Hótel Egilsstaðir ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 Gegn krabbameini í körlum living withstyle Mottumars 5% af allri mottusölu rennur til krabbameinsfélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.