Morgunblaðið - 08.03.2014, Síða 12

Morgunblaðið - 08.03.2014, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Viltu selja bílinn Kaupum allar gerðir af lítið keyrðum bílum árgerð 2007 og yngri. Til dæmis Land Rover Discovery, Toyota Land Crusier, Audi Q7, Mercedes Benz ofl. Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílnum. Sendu okkur upplýsingar í gegnum www.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð. Embætti landlæknis hefur haft til skoðunar átta nýleg mál er varða dauðsföll vegna sterkra verkjalyfja. Í flestum tilvikum er um að ræða einstaklinga í fíknivanda sem leysa lyfin upp og sprauta sig með þeim. Páll Winkel fangelsismálastjóri seg- ir að slík misnotkun sé viðvarandi vandamál. „Eftir því sem við herðum leit aukast líkurnar á því að menn leiti í efni sem eru lyktarlaus og erf- iðara að finna.“ Páll segir að fangelsismála- yfirvöld hafi lagt hald á nokkurt magn af Fentanýl-plástrum og því hafi Landlæknisembættið verið látið vita af áhyggjum þeirra. Erfitt getur verið að finna plástr- ana í leit hjá föngum. „Þessir plástr- ar, það fer ekkert fyrir þeim, þeir eru lyktarlausir og gegnsæir og gríðarlega hættulegir,“ segir Páll. „Við höfum vísað til skynsemi fang- anna því að þetta er stórhættulegt og við höfum þungar áhyggjur af þessu.“ Páll bætir við að það sé mjög erfitt fyrir einstaklinga að gera sér grein fyrir því hversu sterkt virka efnið í þessum plástrum er. Menn hafi því orðið alvarlega veikir af notkun þeirra. Hann bætir við að all- ar ólöglegar sendingar sem komi inn í fangelsin séu kærðar til lögreglu, og fái lögregla að vita hverjir séu skráðir fyrir sendingunni og sinni því rannsókn á þessu. Páll segir að helsta ráðið til að stemma stigu við vandanum sé for- varnir og upplýsingagjöf. Páll segist ánægður með Landlæknisembættið. „Við eigum gott samstarf við land- lækni um þessi mál.“ sgs@mbl.is Átta dauðsföll til skoðunar  Fentanýl leyst upp úr plástrum og sprautað innvortis  Fangelsismálayfirvöld í góðu samstarfi við landlækni Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Heilbrigðisráðuneytið hefur til- kynnt sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkt hafi verið að hefja við- ræður við sveitarfélagið um yfir- töku þess á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra segir að ráðuneytið sé reiðubúið til viðlíka viðræðna við önnur sveitarfélög. Óttast frekari niðurskurð Stefán Vagn Stefánsson, formað- ur byggðaráðs Skagafjarðar, telur að til lengri tíma litið sé þjónust- unni betur borgið hjá sveitarfé- laginu. Hann telur þetta ekki spurningu um hagræðingu heldur tryggingu á grunnþjónustu. „Til að tryggja hana teljum við betra að sveitarfélagið taki þetta yfir en ef við verðum undir Heilbrigð- isstofnun Norðurlands eins og áætl- anir gera ráð fyrir í nýrri reglu- gerð,“ segir Stefán. Hann segir Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki hafa þurft að skera hlutfallslega mest niður af öllum heilbrigðisstofnunum á landinu. „Við óttumst það að miðað við nú- verandi reiknilíkan ráðuneytisins myndi koma til enn frekari nið- urskurðar á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í dag,“ segir Stefán. Fleiri lýst yfir áhuga á yfirtöku Bæði Vestmannaeyjabær og Vesturbyggð hafa lýst yfir áhuga á að taka við rekstri heilbrigðisstofn- ana á sínu svæði. Ekki náðist í Ást- hildi Sturludóttur, sveitarstjóra Vesturbyggðar, en Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, seg- ir að bæjarfélagið hafi verið í við- ræðum um samþættingu heil- brigðis- og félagsþjónustu undir einn hatt frá árinu 2007. „Staðan í dag er óviðunandi og Heilbrigð- isstofnun Vestmannaeyja er ekki svipur hjá sjón,“ segir Elliði. Hann segir niðurstöðu tveggja skýrslna, annars vegar um sjúkrahús og heilsugæslu og hins vegar um fæð- ingarþjónustu, hafa leitt í ljós „grafalvarlega“ stöðu. „Það er búið að vinna alla forvinnuna. Núna þurfum við bara að vita sem fyrst hvort ríkið vill feta þennan stíg áfram og setjast yfir samninga. Ég hefði talið heppilegast að þetta hefði gerst nú fyrri hluta þessa árs en úr því sem komið er finnst mér að horfa ætti til þess að Vestmannaeyjabær myndi taka við rekstrinum af ríkinu fyrir 1. sept- ember,“ segir Elliði. Hann bendir á að eitt barn hafi fæðst í Vest- mannaeyjum af síðustu 28 nýbur- um. „Kostnaðurinn aukalega fyrir hverja fjölskyldu er gríðarlegur. Dæmi er um að aukalegur kostn- aður fjölskyldufólks hafi verið fjög- ur til fimm hundruð þúsund krónur bara við það eitt að eignast barnið á höfuðborgarsvæðinu.“ Sama látið yfir alla ganga „Núna er ríkið með heilbrigðis- þjónustuna, sveitarfélagið er með öldrunar- og félagsþjónustu. Við er- um því með tvöfalda yfirbyggingu. Í slíku fyrirkomulagi teljum við hættu á að veikustu hóparnir lendi á milli og fái ekki viðunandi þjón- ustu. Sérstaklega á þetta við um öldrunarþjónustuna,“ segir Elliði. Óli Björn Kárason, aðstoðar- maður Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, segir að viðlíka viðræður séu í boði fyrir önnur byggðarlög. „Það gengur það sama yfir alla,“ segir Óli Björn. Heilbrigðis- þjónusta til sveitarfélagsins  Rætt við Skagafjörð um yfirtöku heilbrigðisstofnunar  Fleiri viðræður Ljósmynd/Óli Arnar Yfirtaka? Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki í forgrunni. Heilbrigðisstofnanir » Heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt viðræður við Skaga- fjörð um að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofn- unarinnar á Sauðárkróki. » Fleiri sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á yfirtöku. » Eyjamenn hafa beðið lausna frá árinu 2007 og eru reiðu- búnir til samninga. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Stíf fundahöld voru í gær hjá rík- issáttasemjara á milli framhalds- skólakennara og ríkisins. „Það er bara verið að funda í gríð og erg,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara, í gær í stund milli stríða og vildi ekki meira um málið segja. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að fulltrúar samninganefnda Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga fundi nú tvisvar til þrisvar í viku og funda- höldin haldi áfram eftir helgi. „Við erum að hittast og að vinna í því saman að kanna hvort við eigum efni í kjarasamninga til 2017 en það er ekkert sérstakt að frétta af því í bili,“ segir Ólafur. „Það er kominn kurr í kennara og þeir vilja fara að fá svör þannig að það geta ekki verið margar vikur þangað til við semjum eða stefnum í svipaða átt og framhaldsskólakenn- arar,“ segir Ólafur og bætir við að enginn sé farinn að ræða verkfall en ekkert sé heldur útilokað. „Það er eitthvað í að það gerist ef það gerist á annað borð,“ segir Ólafur. Leikskólakennarar í viðræður Kjarasamningar Félags leik- skólakennara og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga eru lausir 30. apríl. Að sögn Haralds Freys Gísla- sonar, formanns Félags leikskóla- kennara, eru samningsaðilar búnir að undirrita viðræðuáætlun og funda næst á mánudaginn, 10. mars. „Félag leikskólakennara leggur áherslu á að laun og starfskjör leik- skólakennara séu sambærileg og samkeppnisfær við aðra sérfræð- inga á markaði,“ segir Haraldur Freyr. Ekki náðist í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, í gær. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í skólanum Enn lítur allt út fyrir að framhaldsskólakennarar fari í verkfall 17. mars næstkomandi. Fundað í gríð og erg hjá kennurum  Kominn kurr í grunnskólakennara og þeir vilja fara að fá svör Kennarasam- bandið vísaði kjaradeilum Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) og Tækni- skólans til rík- issáttasemjara í vikunni, en þeir framhalds- skólar eru einkareknir ásamt Fjölmennt og Verzlunarskóla Íslands. Kennarar í Tækniskólanum og MB hafa greitt atkvæði um hvort þeir fari í verkfall og verð- ur útkoman úr þeirri atkvæða- greiðslu ljós um hádegi í dag. Ef þeir hafa kosið með verkfalli hefst það væntanlega líka 17. mars. „Staðan er einfaldlega sú að þetta er að fara í sama í far- veg og hjá opinberu skólunum enda nákvæmlega sömu kröfur sem Kennarasambandið gerir á okkur og samningar mjög sam- bærilegir,“ segir Jón B. Stefáns- son, skólameistari Tækniskól- ans. Kjarasamningur kennara við Verzlunarskóla Íslands rennur út í lok mars að sögn Inga Ólafs- sonar skólastjóra. „Menn eru farnir að setjast aðeins niður og spjalla. En við eigum voðalega erfitt með að semja á undan hinum vegna þess að það eru kjaraviðræður við ríkisskólana sem ákvarða fjármagnið sem við fáum,“ segir Ingi. Er að fara í sama farveg EINKAREKNIR SKÓLAR Jón B. Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.