Morgunblaðið - 08.03.2014, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
Búdrýgindi efna til málþings í Ár-
sal Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri í dag, laugardaginn 8.
mars klukkan 13-16. Kaffiveit-
ingar verða í hléi á vegum kven-
félagsins 19. júní.
Dagskrárstjóri er Kolfinna Jó-
hannesdóttir, skólameistari
Menntaskólans í Borgarnesi.
Framsögumenn eru: Vilhjálmur
Egilsson, rektor á Bifröst, Dominique Pledel Jónsson, formaður Slow Fo-
od, Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís,
Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi, Davíð Freyr Jónsson
hjá Arctic Seafood og Guðrún Bjarnadóttir, meistaranemi við LBHÍ.
„Málþingið er opið öllum og vonast er til þess að sem flestir bændur láti
sjá sig og allir áhugamenn um afurðaframleiðslu í sveitum,“ segir í tilkynn-
ingu frá fundarboðendum.
Málþing um framleiðslu afurða í sveitum
Laugardaginn 8.
mars kl. 16.00
flytur Sigurjón
Vilbergsson, lyf-
og melting-
arlæknir,
fræðsluerindi um
krabbamein í
ristli og fyr-
irbyggjandi að-
gerðir gagnvart
því. Erindið
verður flutt í Safnaðarheimilinu á
Hellu við Dynskála.
Fræðslufundurinn er í boði
Lionsklúbbanna í Rangárvalla-
sýslu. Fundurinn er öllum opinn
og aðgangur er ókeypis.
Fræðsluerindi um
krabbamein í ristli
Sigurjón
Vilbergsson
Faxaflóahafnir sf. og Sjómanna-
dagsráð hafa samið við Saga Film
ehf. um undirbúning og fram-
kvæmd Hátíðar hafsins sem haldin
er árlega á Grandanum í Reykja-
víkurhöfn. Saga Film mun annast
dagskrárgerð, kynningar og aug-
lýsingar ásamt utanumhaldi sem
tengist framkvæmd hátíðarinnar.
Dagmar Haraldsdóttir, nýráðin
framkvæmdastjóri viðburðadeildar
Saga Film ehf., mun stjórna verk-
um.
Hátíð hafsins varð til þegar Sjó-
mannadagur og Hafnardagar voru
sameinaðir í eina hátíð fyrir 15 ár-
um. Í ár verður hátíðin haldin dag-
ana 31. maí og 1. júní.
Saga Film mun
stýra Hátíð hafsins
STUTT
ur og Vestmannaeyjar heyrðu undir
lögreglustjórann á Suðurlandi.
Kristín Jóhannsdóttir, ferða- og
menningarfulltrúi Vestmannaeyja-
bæjar, hefur verið ráðin safnstjóri
Eldheima sem áætlað er að opna í
vor. Þar gefst gestum tækifæri til að
kynna sér Heimaeyjargosið 1973 og
afleiðingar þess. Kristín segir þetta
spennandi verkefni og sér fyrir sér
að Eldheimar dragi að sér fjölda
ferðamanna.
Fimmtudaginn 27. febrúar voru
100 ár frá fæðingu eins af bestu son-
um Vestmannaeyja, Ástgeirs Ólafs-
sonar sem flestir þekkja sem Ása í
Bæ. Hann er þekktur fyrir lög sín og
texta og nokkrar bækur liggja eftir
hann. Þessa var minnst í Vest-
mannaeyjum með samkomu á af-
mælisdegi Ása og daginn eftir voru
tónleikar með Ásabandinu í Alþýðu-
húsinu.
Frábær árangur yngri flokk-
anna í úrslitum Coca Cola-bikarsins
í handbolta á sunnudaginn er fjöður
í hatt þeirra sem ráða ferðinni hjá
ÍBV íþróttafélagi. Þarna eignaðist
ÍBV tvo bikarmeistara og þriðja lið-
ið var hársbreidd frá því að krækja í
þriðja titilinn. Stelpurnar í fjórða
flokki og strákarnir á eldra ári í
fjórða flokki komu heim með bikara
og stelpurnar í unglingaflokki voru
hársbreidd frá því að krækja í bikar.
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt
og Ríkharður Kristjánsson verk-
fræðingur lögðu í janúar fram rót-
tækar hugmyndir um endurreisn
Landakirkju sem lokið var við að
byggja árið 1778 en hefur tekið
miklum breytingum síðan. Þeir
segja kirkjuna í góðu standi en
byggingarlistinni hafi verið ýtt til
hliðar. Niðurstaða þeirra er að örð-
ugt verði að hefja Landakirkju til
vegs og virðingar í listrænu tilliti
öðruvísi en að stöpullinn (turninn)
verði jafnaður við jörðu. Þeir eru
með ýmsar hugmyndir um klukku-
turna. Ansi róttækt, finnst mörgum
Eyjamanninum.
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Afmæli Eyjamaðurinn Árni Johnsen varð sjötugur 1. mars s.l. og bauð gestum í létta veislu daginn áður.
Framkvæmt fyrir milljarða
BÆJARLÍFIÐ
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjar
Mikið er framkvæmt í Vest-
mannaeyjum þessa dagana, svo
skiptir milljörðum. Einstaklingar
byggja yfir sig hús, sjávarútvegsfyr-
irtækin stækka og bæta við og end-
urnýja búnað. Vestmannaeyjabær
er að byggja hreinsistöð fyrir skólp,
gosminjasafnið Eldheima og nýlega
bauð Þekkingarsetur Vestmanna-
eyja út framkvæmdir við framtíð-
arhúsnæði þess á Strandvegi 30, hús
Miðstöðvarinnar. Þar verða hinar
ýmsu stofnanir á samtals 1932 fer-
metrum.
Frumvarp innanríkisráðherra til
laga um lögreglustjóra og sýslu-
mannsembætti hefur tekið breyt-
ingum. Verður lagt til að í Vest-
mannaeyjum verði bæði sýslumaður
og lögreglustjóri. Embættinu verði
skipt upp og verður skipað í hvora
stöðuna fyrir sig. Í fyrri tillögu var
gert ráð fyrir að hér yrði sýslumað-
Laugardagstilboð
– á völdum dúkum, servéttum og kertum
SE
RV
ÉT
TÚ
R
KE
RT
I
DÚ
KA
R
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
®
Ýmisservéttubrot
Sjá hér!
Opið laugardaga kl. 10-16
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Arðsemi og opnun markaðar eru skil-
greind markmið stjórnar Isavia með
forvali á verslunar- og veitingarekstri
í flugstöðinni sem verður kynnt í
þessum mánuði.
Að sögn Þórólfs
Árnasonar,
stjórnarformanns
Isavia og Fríhafn-
arinnar ehf.,
byggist gagnrýni
fyrrverandi for-
stjóra flug-
stöðvarinnar í að-
sendri grein í
Morgunblaðinu í
fyrradag því á
misskilningi.
Höskuldur Ásgeirsson, fv. forstjóri
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.,
gagnrýndi í grein sinni m.a. að um-
fang verslunarstarfsemi Fríhafnar-
innar, sem er dótturfélag opinbera
hlutafélagsins Isavia, hefði aukist
undanfarin ár. Mikilvægt væri að
stjórn Isavia skilgreindi betur hlut-
verk sitt í verslunarstarfsemi fyrir
forvalið.
Erfitt að uppfylla kröfur
Fríhöfnin hefur haft umboð fyrir
sölu á áfengi, tóbaki, sælgæti, ilm- og
snyrtivörum og vörum þeim tengd-
um. Verslun með þær vörur verður
ekki boðin út í forvalinu.
Árið 2010 tók hún hins vegar til við-
bótar yfir rekstur fataverslunar sem
Icelandair baðst undan að reka áfram
en auk þess tók hún inn nærfatnað frá
Victoria’s Secret sama ár. Áður hafði
hún haft ilm- og snyrtivörur frá fyr-
irtækinu til sölu.
Þórólfur segist búast við því að
fataverslunin verði boðin út. Hvað
varði nærfatnaðinn þá sé það vara
sem sé tengd ilm- og snyrtivörum.
Ekki sé víst hvort það fylgi í forvalinu.
Hvað varðar gagnrýni Höskuldar á
að Isavia skilgreini hlutverk sitt í
verslunarrekstri bendir Þórólfur á að
stjórn Isavia hafi samþykkt í septem-
ber tilhögun forvalsins. Þar sé mark-
miðið að opna markaðinn og efla sam-
keppni ásamt því að auka arðsemi af
verslun og þjónustu á fríhafnarsvæð-
inu.
Fríhöfnin sjálf getur tekið þátt í
forvalinu og segir Þórólfur hana
munu gera það. Það hafi reynst
rekstraraðilum erfitt að uppfylla
kröfur um þjónustustig og afgreiðslu-
tíma. Fríhöfnin sé eini aðilinn sem
hafi haft opið allan sólarhringinn.
Tekjur sem af henni hljótist nýtist
rekstri og uppbyggingu flugstöðvar-
innar.
„Ef flugfarþegar greiða lægri flug-
þjónustugjöld af því að Fríhöfnin geti
gert þetta ódýrara en aðrir þá held ég
að það sé öllum til hagsbóta,“ segir
Þórólfur.
Sjálfstæði stjórnar aukið
Höskuldur gagnrýndi einnig að
sami maðurinn gegndi stöðu for-
manns stjórnar Isavia og Fríhafnar-
innar ehf.
Þórólfur bendir hins vegar á að
sjálfstæði Fríhafnarinnar sé tryggt
með því að þrír af fimm stjórnar-
mönnum hafi engin tengsl við Isavia.
Þeim hafi verið fjölgað úr þremur í
fimm í fyrra til þess að auka sjálfstæði
dótturfélagsins.
Markmið for-
vals skilgreind
Fríhöfnin tekur sjálf þátt í forvalinu
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Fríhöfnin Dótturfélag Isavia hefur
m.a. selt áfengi og tóbak.
Þórólfur
Árnason