Morgunblaðið - 08.03.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 08.03.2014, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Halldór Óskar Sigurðsson hefur í mörg ár unnið með erlendum eig- endum íslenskra fyrirtækja. Hann var framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi áður en hann tók við núver- andi stöðu og áður meðal annars framkvæmdastjóri Þörungaverk- smiðjunnar á Reykhólum. „Margt er svipað en annað ólíkt. Ég er að byggja upp fyrirtæki, eins og hjá Bauhaus. Helsti munurinn er að hér er ekki verið að þjónusta viðskiptavini daglega. Umhverfið er líkara því sem var hjá Þör- ungaverksmiðjunni; bæði fyr- irtækin standa við sjóinn og fram- leiða vörur til útflutnings,“ segir Halldór. Eldisstöð Stolt Sea Farm er tæknivædd. Sjálfvirk stýring er á hita vatnsins og fóðurgjöf. Störf stjórnenda felast í því að koma öllu í verkferla. Alltaf er þó þörf fyrir at- hyglisgáfu góðs starfsfólks. Það þarf að hafa eftirlit með fiskinum og heilbrigði hans og tækjunum. Lík starfsemi og um leið ólík VINNUR MEÐ ERLENDUM FYRIRTÆKJUM Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stjórinn Halldór Óskar Sigurðsson hefur lengi unnið fyrir erlend fyrirtæki. Hitastigið er jafnt allt árið og um- hverfið hefur engin áhrif. Það er ástæða þess að áætlanir um vöxt seiðanna hafa gengið eftir og vel það. Meiri sveiflur eru í hitastigi eld- isvöka í stöðvum sem nota útiker og sjó beint úr hafinu. Halldór telur einnig að það muni hjálpa til við markaðssetningu afurð- anna að þær koma frá Íslandi. Gæða- ímynd landsins sé sterk á erlendum mörkuðum. 1,2 milljónir seiða í eldi Nú eru 1.250 þúsund seiði í stöð- inni og fer fjölgandi því fluttar eru í stöðina lirfur mánaðarlega. Lirf- urnar koma úr kynbótastöð Stolt Sea Farm á Spáni og eru aldar hér í slát- urstærð. Byggingarnar eru mismunandi að gerð. Fyrstu mánuðina eru seiðin í vönduðustu húsunum, á meðan þau þurfa mest eftirlit. Síðan fara þau í gegn um stöðina, eru stærðarflokkuð og seiði sem ekki standast gæðakröf- ur eru flokkuð frá. Sérfræðingar frá móðurfyrirtæk- inu eru eldismönnum deildarinnar á Íslandi til aðstoðar. Allt fóðrið er flutt inn. Halldór segir að lögð sé áhersla á að draga sem mest úr áhættu við eldið í upphafi. Þess vegna séu lirfurnar og fóðrið flutt að utan, öðruvísi fáist ekki nauðsyn- legur samanburður. Hann segir vel koma til greina að framleiða lirfurnar hér í framtíðinni, auðvelt sé að koma því við í stöðinni, og eins að kaupa fóður sem stenst kröfur fyrirtækisins af íslenskum fóðurstöðvum. Móðurfyrirtækið sér einnig um markaðsmálin. Þegar senegalflúran fer að nálgast 400 grömmin er henni slátrað og hún flutt fersk með flutn- ingaskipum á markað í Evrópu, mest til Beneluxlandanna en einnig til Bretlands og Frakklands. Eitthvað fer til Bandaríkjanna. Einnig er til athugunar að flytja hluta framleiðsl- unnar út með flugi. Fiskurinn er fluttur út óunninn enda vilja margir fá hann heil- steiktan á diskinn sinn. Því skiptir út- litið miklu máli. Sporðurinn þarf til dæmis að hafa rétta lögun. Stundum er slátrað minni flúru og stundum stærri, það fer eftir þörfum mark- aðarins á hverjum tíma. Áætlanir um margföldun Reiknað er með að ársframleiðslan verði yfir 500 tonn þegar fyrsti hluti stöðvarinnar verður kominn í fullan rekstur. Búið er að undirbúa þref- öldun húsakosts og þegar hann Senegalflúran dafnar vel  Slátrun á senegalflúru hefst síðla hausts  Eldisstöð Stolt Sea Farm verður stærsta flúrustöð heims og ein stærsta yfirbyggða landeldisstöð sem fyrirfinnst í heiminum  Volgt kælivatn frá Reykjanesvirkjun skapar möguleika á að ala fiskinn í hlýjum sjó allt árið hvernig sem viðrar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eldishús Fyrsti áfangi Stolt Sea Farm við Hafnir á Reykjanesi verður 22.500 fermetrar að stærð. Þegar stöðin verður fullbyggð verða um 77 þúsund fermetrar undir þaki. Hún verður stærsti framleiðandi senegalflúru. Fiskur Senegalflúran er oft heilsteikt á pönnu og því skiptir útlitið máli. SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áframeldi senegalflúru í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi gengur vel. Fiskurinn vex jafnvel betur en áætl- að var. Nú stefnir í að slátrun hefjist í októbermánuði og framleiðsla í fyrsta áfanga verði komin á fullt um áramót. Jafnframt er hugað að þróun starfseminnar og stækkun og fyr- irtækið er með í athugun að byggja aðra fiskeldisstöð hér á landi. Eldisstöð Stolt Sea Farm lætur ekki mikið yfir sér í hrauninu neðan við Reykjanesvirkjun og þeir sem þar ráða ríkjum vilja frekar tala minna og láta verkin tala. Þótt aðeins sé risinn fyrsti áfangi stöðvarinnar er hún ein stærsta yfirbyggða landeld- isstöð heims og allavega stærsta eld- isstöð senegalflúru í heiminum þegar framleiðsla hefst. Húsakosturinn í þessum áfanga er 22.500 fermetrar. Þeir sem komið hafa inn í verslun Bauhaus í Reykjavík hafa sam- anburð því húsin eru jafnstór. Góð samvinna við HS Orku Aðgangur að hreinum og góðum jarðsjó er grundvöllur eldisstöðvar eins og Stolt Sea Farm hefur byggt á Reykjanesi. Lykillinn að staðsetn- ingu þar er samvinna sem tókst við HS Orku og hefur verið til fyr- irmyndar frá upphafi, að sögn Hall- dórs Óskars Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra. Stöðin fær aðgang að volgu kælivatni sem rennur frá Reykjanesvirkjun til sjávar. Vatnið er 35 gráður og er sjálfrennandi inn í stöðina. Það er blandað með köldum jarðsjó úr borholum fyrirtækisins þannig að vatnið er 21 gráða þegar fiskurinn nýtur þess að svamla í því, en það er kjörhitastig hans í Afríku og Suður-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.