Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
PHILIPPE STARCK
Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man.
Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara
hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og
viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr.
Velkomin í stórglæsilegan sýningarsal
okkar að Draghálsi 14-16.
Gæði fara aldrei úr tísku
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Hagvöxtur var 3,3% á síðasta ári og
hefur ekki mælst meiri frá því árið
2007. Er þetta nokkuð meiri hag-
vöxtur en spár greinenda gerðu ráð
fyrir en Seðlabanki Íslands hafði
áætlað að vöxturinn yrði 3%. Að
raungildi er landsframleiðsla Íslands
orðin sú hin sama og á árinu 2008.
Það vekur ekki síst eftirtekt að
hagvöxturinn var fyrst og fremst
drifinn áfram af miklum utanríkis-
viðskiptum. Þannig segir í Morgun-
korni Greiningar Íslandsbanka að
hagvöxturinn hafi verið af „bestu
gerð“. Var framlag utanríkisvið-
skipta til hagvaxtar 3,2% og skýra
þau því nánast allan hagvöxt á liðnu
ári. Á árunum fram að bankahruni
2008 var hagvöxturinn hins vegar að
stærstum hluta tekinn að láni sem
endurspeglaðist í gríðarlegum við-
skiptahalla.
Einkaneysla jókst minna en
Seðlabankinn gerði ráð fyrir og
hækkaði aðeins um 1,2%. Er hún því
enn mjög lítil í sögulegu samhengi,
eða um 53,6% sem hlutfall af lands-
framleiðslu. Sé einkaneysla borin
saman við árið 2007, þegar einka-
neysla var í hæstu hæðum, þá eyðir
hver landsmaður í dag að jafnaði um
20% minna en fyrir sex árum. Þrátt
fyrir að fjárfesting hafi dregist sam-
an um 3,4% á síðasta ári þá var sam-
drátturinn lítillega minni en miðað
var við í spá Seðlabankans. Sam-
drátturinn skýrist einkum af minni
innflutningi skipa og flugvéla. Það
hefur aftur jákvæð áhrif á utanrík-
isviðskiptin þar sem það dregur út
innflutningi. Að undanskildum skip-
um og flugvélum jókst fjárfesting
um 5,8%. Var hlutfall fjárfestingar af
landsframleiðslu 13,6% á liðnu ári og
hefur þetta hlutfall haldist í sögu-
legu lágmarki allt frá hruni fjár-
málakerfisins. Sambærilegt hlutfall
fyrir OECD-ríkin í heild hefur verið
í kringum 20%.
Afgangur af undirliggjandi við-
skiptajöfnuði Íslands jókst verulega
milli ára 2012 og 2013 og nam af-
gangurinn 6,4% af landsframleiðslu,
eða sem nemur 114 milljörðum
króna. Er það mesti afgangur sem
mælst hefur frá því að gerð þjóð-
hagsreikninga hófst árið 1945. Þrátt
fyrir að viðskiptakjör Íslands hafi
versnað um 1,5% á síðasta ári þá
þýddi mikill viðsnúningur á við-
skiptajöfnuði að þjóðartekjur jukust
mun meira en sem nemur vexti
landsframleiðslu, eða um 11%. Árið
2012 jukust þjóðartekjur um 3,2%.
Utanríkisviðskipti skýra
mesta hagvöxt frá 2007
Hagvöxtur var nokkuð meiri en reiknað var með árið 2013 og mældist 3,3%
Hlutdeild einstakra liða í hagvexti Íslands
Heimild: Hagstofa Íslands
Einkaneysla Samneysla Fjárfesting Utanríkisviðskipti
2010 2011 2012 2013
4%
3%
2%
1%
0%
-1%
-2%
-3%
-4%
Landsframleiðslan 2013
» Landsframleiðsla jókst að
raungildi um 3,3% á árinu
2013. Er þetta mesti hagvöxtur
frá 2007.
» Framlag utanríkisviðskipta
til hagvaxtar var 3,2% og
skýrði því nánast allan hagvöxt
á liðnu ári.
» Einkaneysla jókst aðeins um
1,2%. Er hlutfall einkaneyslu af
landsframleiðslu 53,6% sem
er sögulega séð mjög lágt.
» Fjárfesting dróst saman um
3,4%. Skýrist það af minni inn-
flutningi skipa og flugvéla.
● Laun skrifstofufólks hækkuðu um
7,8% á milli ára í fyrra en stjórnenda
um 5,1%. Regluleg laun voru að með-
altali 0,9% hærri á fjórða ársfjórðungi í
fyrra en á þriðja ársfjórðungi. Ef horft
er til ársins í heild þá hækkuðu laun um
6% á milli ára. Hækkunin var 6,1% á al-
mennum vinnumarkaði og 5,5% hjá op-
inberum starfsmönnum, samkvæmt
frétt Hagstofunnar.
Laun hækkuðu um 6%
á milli ára í fyrra
● Starfsmönnum
Plain Vanilla hefur
fjölgað ört frá því
að QuizUp-
spurningaleikurinn
kom út í nóvember
síðastliðnum. Það
sem af er ári hafa
10 nýir starfsmenn
hafið störf hjá
fyrirtækinu. Nýju starfsmennirnir starfa
meðal annars við þjónustu við not-
endur, ritstjórn spurningabankans á
bak við leikinn og við þróun Android-
útgáfu leiksins. Nánar á mbl.is
Plain Vanilla ræður til
sín fleiri starfsmenn
● Elín Jónsdóttir kemur ný inn í stjórn
Icelandair á aðalfundi félagsins á
þriðjudag, í stað Herdísar Drafnar Fjeld-
sted, sem sat fyrir hönd Framtakssjóðs
í stjórn. Sjálfkjörið verður í stjórn.
Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Katr-
ín Olga Jóhannesdóttir, Sigurður Helga-
son og Úlfar Steindórsson verða endur-
kjörin. Því er ljóst að meirihluti stjórnar
verður áfram skipaður konum.
Konur áfram í meiri-
hluta í stjórn Icelandair