Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 28
Bíða Hermennirnir á
Belbek standa vörð
fyrir innan hliðið að
herstöðinni.
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Síðastliðna viku hefur Oleksandr, 27
ára gamall flugvirki, setið fastur á
herstöðinni á Balbek, herflugvellin-
um í Sevastopol á Krímskaga, fjarri
eiginkonu sinni og sex mánaða
gömlu barni. „Ég vinn venjulega frá
átta til fimm,“ segir Oleksandr þar
sem hann starir út um hliðið að her-
stöðinni en hann starfar við að setja
eldsneyti á herflugvélar úkraínska
hersins. Þegar Rússarnir komu
breyttist starfslýsingin. „Við stönd-
um vörð. Enginn veit hversu lengi
þetta mun vara. Í augnablikinu
hleypa þeir matarbirgðum í gegn,“
segir hann í samtali við AFP.
Einn morguninn birtust vel vopn-
aðir atvinnuhermenn nærri MiG-
flugskýlunum þar sem Oleksandr
vinnur. Þeir báru engin auðkenn-
ismerki en hann segist sannfærður
um að þeir hafi tilheyrt sérsveitum
rússneska hersins. Yfirmenn úkra-
ínsku hermannanna skipuðu þeim
að forðast átök og hörfa aftur í her-
skálana. „Nú eru skipanirnar þær
að standa vörð við hliðin á fjögurra
tíma vöktum,“ segir Oleksandr.
Hann hefur skothelda vestið sitt op-
ið og ekkert skothylki í Kalashni-
kov-rifflinum sem hann ber á öxl-
inni, til að gefa til kynna að hann sé
ekki reiðubúinn í átök.
Á meðan Oleksandr ræðir við
AFP flykkjast stuðningsmenn
Rússa að hliðinu. Næstæðsti yfir-
maðurinn á herstöðinni skipar úkra-
ínsku hermönnunum að raða sér
upp í þrjár raðir fyrir innan hliðið.
Enginn heldur vopnum á lofti og
sumir hermannanna standa með
hendur í vösum. „Við viljum ræða
við þann sem stjórnar!“ hrópar hvít-
hærður maður í svörtum leður-
jakka. „Afar okkar börðust hlið við
hlið í hinum dýrðlega sovéska her
og nú eruð þið að leika leik Banda-
ríkjanna,“ hrópar maðurinn í gegn-
um rimlana.
„Hugleysingjar! Skömm!“ hrópar
hópurinn. „Verið hugrakkir, ekki
spila leik NATO!“ kallar eldri kona.
Oleksandr reynir að skýla sér fyrir
kuldanum. „Báðir foreldrar mínir
vörðu Sovétríkin. Þau voru líka her-
menn,“ segir hann. „Faðir minn lést
þegar ég var strákur. Mamma var
herverkfræðingur sem reisti bygg-
ingarnar sem þú sérð þarna,“ segir
hann. „Þetta fólk mun ekki lesa yfir
mér,“ bætir hann ákveðinn við.
Spurður um líkurnar á stríði við
Rússland segir hann helmingslíkur
á því. „Það er mögulegt. Ég er dálít-
ið áhyggjufullur vegna fjölskyldu
minnar en ef við þurfum að berjast,
þá munum við berjast,“ segir hann.
Segja 30.000 hermenn í Krím
Rússnesk stjórnvöld sögðu í gær
að eftirlitssveit Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu hefði ekki
verið hleypt yfir á Krímskaga þar
sem hún hefði látið fyrirfarast að fá
formlegt boð hjá yfirvöldum í Krím.
Stofnunin sagði frá því í gær að eft-
irlitssveitin hefði verið stöðvuð við
varðstöð þegar hún reyndi að kom-
ast inn í Krím. Rússneska utanrík-
isráðuneytið sakaði ÖSE um að
horfa framhjá grundvallarreglunni
um samþykki og skoraði jafnframt á
stofnunina að fordæma ofbeldisverk
nýrra stjórnvalda í Kænugarði og
lýsa valdtöku þeirra ólögmæta.
Báðar deildir rússneska þingsins
hétu því í gær að lögfesta niðurstöð-
Standa vörð
og bíða þess
sem koma skal
Eftirlitssveit ÖSE aftur meinaður að-
gangur Hyggjast lögfesta niðurstöðuna
Héðan og þaðan
» Atlantshafsbandalagið
stendur fyrir heræfingum í
norðurhluta Noregs í mars-
mánuði, þar sem til stendur að
æfa viðbrögð við óvæntum inn-
rásum.
» Æfingarnar hafa staðið til í
langan tíma en 16.000 her-
menn taka þátt, þar af 9.000
frá Noregi og 7.000 frá öðrum
aðildarríkjum NATO.
» Alþjóðalögreglan Interpol
sagði frá því í gær að beiðni
úkraínskra stjórnvalda um al-
þjóðlega handtökuskipun til
höfuðs Viktors Janúkóvítsj,
fyrrverandi forseta Úkraínu,
væri til athugunar.
» Dýragarður í Kharkiv óskaði
í gær eftir neyðaraðstoð, ella
dræpust dýrin úr hungri á
næstu vikum.
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Golfhermir
DOUBLE EAGLE 2000
Frábær aðstaða til að spila golf.
Þú getur valið um 9 golfvelli,
St. Andrew´s, Coeurd Alene,
Firestone, Pebble Beach,
Druids Glen,
Doral Resort,Emirates.
Haltu sveiflunni
við í vetur
Tryggðu þér fastan
tíma í vetur
Hringdu núna
og bókaðu
tíma
Stjórnvöld í Kína lýstu í gær yfir
óánægju sinni vegna fundar Dalai
Lama með leiðtogum bandaríska
þingsins í Washington og skoruðu á
bandarísk stjórnvöld að hætta
leynimakki með manninum sem þau
lýsa sem aðskilnaðarsinna sem
dylst undir „möttli trúarinnar“.
Dalai Lama, andlegur leiðtogi
Tíbeta, fór með hina hefðbundnu
bæn sem farið er með við upphaf
þingfunda öldungadeildarinnar og
tjáði leiðtogum þingsins að eitt af
hans helstu markmiðum væri varð-
veisla tíbesks menningararfs.
Talsmaður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins sagði að Kína lýsti yf-
ir harðri andstöðu við fundinn.
„Hann [Dalai Lama] er pólitískur
útlagi sem hefur löngum tekið þátt í
and-kínverskum aðgerðum aðskiln-
aðarsinna undir möttli trúarinnar,“
sagði hann við fjölmiðlamenn. Hann
sagði Kína hvetja bandaríska þing-
ið til að standa við skuldbindingu
sína um að viðurkenna Tíbet sem
hluta af Kína og láta af afskiptum
af innanríkismálum landsins.
Dalai Lama átti fund með Barack
Obama Bandaríkjaforseta í síðasta
mánuði, sem vakti ekki síður reiði
kínverskra ráðamanna.
Fordæma fund þing-
manna með Dalai Lama
AFP
Handaband Dalai Lama heilsar
repúblikananum John Boehner.
Hópur japanskra sagnfræðinga hef-
ur gagnrýnt japönsk stjórnvöld fyrir
að ætla að endurskoða afsök-
unarbeiðni stjórnvalda vegna kyn-
lífsþrælkunar á stríðstímum. Þeir
segja ákvörðunina ófyrirgefanlega.
Stjórnvöld í Japan gáfu út svokall-
aða Kono-yfirlýsingu árið 1993, þar
sem þau báðust afsökunar á því að
konur víðsvegar í Asíu hefðu verið
neyddar til þess að starfa í vænd-
ishúsum fyrir herinn en ríkisstjórn
sitjandi forsætisráðherra, Shinzos
Abe, hefur sagt að vitnisburður
kvennanna, sem afsökunarbeiðnin
byggðist á, yrði endurskoðaður.
„Það er ófyrirgefanlegt að hverfa
frá Kono-yfirlýsingunni,“ segir Yos-
hiaki Yoshimi, sagnfræðiprófessor
við Chuo-háskóla. Virtir sagnfræð-
ingar segja að allt að 200.000 konur,
flestar frá Kóreu en einnig frá Kína,
Indónesíu, Filippseyjum og Taívan,
hafi verið neyddar til að starfa í
vændishúsum fyrir hermenn en
minnihluti japanskra hægrimanna
segir að herinn hafi ekki átt hlut að
máli heldur hafi konurnar verið á
eigin vegum.
Ákvörðun Japana hefur vakið
mikla reiði í Suður-Kóreu og sagði
forseti landsins, Park Geun-Hye, að
Japan ætti á hættu að einangrast ef
þarlend stjórnvöld drægju afsök-
unina til baka.
Gagnrýna ákvörðun
japanskra stjórnvalda
AFP
Stríð Sagnfræðingar segja heim-
ildir staðfesta frásagnir kvennanna.
París. AFP. | Nicolas Sarkozy, fyrr-
verandi forseti Frakklands, er grun-
aður um að hafa reynt að hafa áhrif á
dómara sem fjölluðu um spillingar-
mál gegn honum. Grunurinn byggist
á símtölum sem hann átti við lög-
mann sinn, Thierry Herzog, en dóm-
arar höfðu heimilað að símar Sarko-
zys væru hleraðir, vegna
rannsóknar á tengslum hans við
Moammar Gaddafi, fyrrverandi ein-
ræðisherra Líbíu.
Forsetinn fyrrverandi á við
ramman reip að draga en hann virð-
ist flæktur í vef spillingarmála sem
gætu kostað hann möguleikann á
pólitískri endurkomu. Auk þess að
hafa sætt rannsókn vegna gruns um
að hann hafi tekið við kosninga-
framlögum frá einræðisherranum
líbíska árið 2007, hefur Sarkozy ver-
ið sakaður um að hafa staðið fyrir
því að viðskiptajöfurinn Bernard
Tapie fékk 400 milljónir evra af op-
inberu fé í þakklætisskyni fyrir
stuðning í sömu kosningum.
Lögmaður Sarkozy sagði í gær að
símar forsetans fyrrverandi væru
líklega enn hleraðir en um væri að
ræða pólitískt samsæri gegn skjól-
stæðingi sínum. „Það var engin til-
raun gerð til að spilla gangi réttlæt-
isins og með tímanum verður leitt í
ljós að þessi umfangsmikla valdbeit-
ing var af pólitískum toga,“ sagði
Herzog.
Úrskurða um dagbækurnar
Dómstólar munu í næstu viku
skera úr um hvort yfirvöld fóru rétt
að þegar hald var lagt á dagbækur
Sarkozy. Það mál varðar fjárframlög
Lilliane Bettencourt, ríkustu konu
Frakklands, til flokks forsetans
fyrrverandi, sem er sagður hafa not-
fært sér L’Oreal-erfingjann, þegar
hún var of veikburða til að átta sig á
því hvað hún var að gera. Betten-
court er 91 árs gömul.
Ákærur gegn Sarkozy hafa reynd-
ar verið látnar niður falla í því máli
en tíu aðrir einstaklingar verða sótt-
ir til saka, þeirra á meðal fjármála-
stjóri kosningabaráttu Sarkozy, Er-
ic Woerth.
Forsetinn fyrrverandi á þó ekki
síður mikið undir hvað varðar dag-
bækurnar, þar sem málið er varðar
viðskiptajöfurinn Tapie byggist að
miklu leyti á upplýsingum úr þeim.
Sarkozy í vef
spillingarmála
Segja pólitískt samsæri í gangi