Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 31

Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Þorstinn slökktur Álftir fá sér sopa í gegnum snjóinn á Seltjarnarnesi. Flestar íslenskar álftir dvelja á Bretlandseyjum yfir vetrarmánuðina en um ein af hverjum tíu hefur vetursetu á Íslandi. Ómar Í aðdraganda síðustu kosninga ályktuðu flokksþing Framsókn- arflokksins og lands- fundur Sjálfstæð- isflokksins mjög ákveðið að aðild að ESB sam- ræmdist ekki hags- munum Íslands. Þessar samkomur hafa æðsta vald um stefnumótun viðkomandi flokka og ber kjörnum fulltrúum þeirra að framkvæma stefnuna eftir því sem þeim er unnt til næsta flokksþings. Í kosning- unum í fyrravor unnu þessir flokkar báðir góða sigra en fráfarandi stjórnarflokkar biðu af- hroð. Sigurvegararnir mynduðu ríkisstjórn svo sem vænta mátti og í málefnasamningi hennar var ákveðið að láta gera úttekt á stöðu Evrópu- mála. Í framhaldi af þeirri úttekt yrðu næstu skref ákveðin, hvað varð- aði aðlögunarferli Íslands að ESB. Þó yrði ekki haldið áfram aðlög- unarviðræðum, sem fyrrverandi rík- isstjórn hafði frestað, nema að und- angenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Utanríkisráðherra fól Hagfræðistofn- un Háskóla Íslands að annast fram- angreinda úttekt. Það var eðlilegt val því ekki eru margar stofnanir hér- lendis líklegri til að vera hafnar yfir gagnrýni og til að skila trúverðugri niðurstöðu. Vönduð skýrsla Nú hefur Hagfræðistofnun skilað ít- arlegri skýrslu um stöðu mála hjá ESB og horfur í aðlögunarviðræðum Íslendinga og er skýrslan aðgengileg á netinu. Í stuttu máli er það ljóst að undanþágur frá reglum ESB eru ekki fáanlegar nema þá tímabundnar. Enda segir orðrétt í skýrslunni (bls. 65): „Í samanteknu máli má því segja að erfitt geti reynst að ná fram var- anlegum undanþágum frá reglum sambandsréttar í þeirri merkingu sem hér er lögð í það orðasamband. Það á sérstaklega við á sviði fiskveiða og landbún- aðarmála þar sem stefnan er sameiginleg og Evr- ópusambandið fer að mestu leyti eitt með laga- setningarvald.“ Óhætt er að fullyrða að skýrslan er vönduð, var- færin og mjög trúverðug, greinir stöðuna af hóf- semi en með sterkum rökum. Þrátt fyrir viku- langa umræðu á Alþingi, þar sem stjórnarand- staðan beitti miklu mál- þófi, gat hún ekki borið neinar niðurstöður skýrslunnar til baka. 500 ræður um fundarstjórn Um 500 ræður voru fluttar undir liðnum fundarstjórn forseta. Það sjá það allir að einn- ar til tveggja mínútna innhlaup um fund- arstjórn felur ekki í sér málefnalega uppbyggðar ræður um eitt höfuðmál íslenskra stjórnmála. Út á fundarstjórn forseta var ekkert að setja. Þetta var málþóf. Það var mjög leitt að vikan skyldi ekki nýtast betur í málefnalegar umræður um skýrslu Hagfræðistofnunar. Það er mikilvægt að finna leiðir til að kynna hana betur fyrir þjóðinni, vegna þess að skýrslan tekur af öll tvímæli um að það er rökrétt niðurstaða að hætta við- ræðum við Evrópusambandið. Undanþágur fást ekki Það er þýðingarlaust að elta þann draum lengur, að okkur bjóðist við- unandi undanþágur eða sérlausnir vegna nauðsynja eða sérstöðu Íslands í frekari aðlögunarviðræðum. Það er því einboðið að draga til baka umsókn okk- ar að ESB eins og þingsályktun- artillaga ríkisstjórnarinnar kveður á um. Eftir Sigrúnu Magnúsdóttur » Þrátt fyrir vikulanga umræðu á Al- þingi, þar sem stjórnarand- staðan beitti miklu málþófi, gat hún ekki borið neinar niðurstöður skýrslunnar til baka. Sigrún Magnúsdóttir Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Heiðarleg skýrsla Hagfræðistofnunar Gremja stjórn- arandstöðunnar yfir úrslitum alþingiskosn- inganna, þegar þjóðin gaf fyrri ríkisstjórn langt nef, er mikil og harmagrátur þeirra á þingi og í Baugs- miðlum yfirgengileg- ur. Draumsýn krata um Gullna hliðið í Brussel er brostin og hillingar vellaunaðra embætta við ESB-hirðina að hverfa. Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu um hjart- ansmál fyrri ríkisstjórnar er í raun krafa um endurtekningu á alþing- iskosningunum. Þeir sem töpuðu neita að sætta sig við skýr skilaboð þjóðarinnar í alþingiskosning- unum. Eftir að hafa logið að þjóð- inni um aðildarskilmála Evrópu- sambandsins, logið til um aðlögunarferli stjórnarráðs og ráðuneyta, reynt á ólögmætan hátt að kollvarpa stjórnarskrá lýðveld- isins og margítrekað reynt með að- stoð ESB að koma ólögmætum Icesave-kröfum skjólstæðinga sinna á herðar landsmanna og í of- análag ástundað stærstu norna- veiðar nútímans á stjórnmála- andstæðingum, hrína kratar og Vinstri grænir í einum kór: „Kosn- ingasvik!“ Greinilega telja stjórnarand- stöðuflokkarnir heilt kjörtímabil án þess að rifna á límingunum duga til að ómerkja niðurstöður komandi alþingiskosninga. Hafi þeim í eitt skipti tekist að hanga saman út kjörtímabilið megi af- nema alþingiskosningar eftir það. Hamast er á formönnum stjórn- arflokkanna, sérstaklega á Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæð- isflokksins, rétt eins og hann hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um eina stefnumál fyrri ríkisstjórnar, sem henni tókst ekki að ljúka á fyrsta heila kjörtímabili vinstri stjórnar á Íslandi. Síðustu alþing- iskosningar urðu, hvað Evrópu- sambandið snertir, val milli flokka sem annaðhvort vildu halda áfram að ljúga að þjóðinni um „varanlegar“ und- anþágur og óskil- greint innihald í óskilgreindum pakka eða flokka sem töldu hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB. Þeir sem vildu halda blekking- arleiknum áfram biðu stærsta stjórn- málaósigur í sögu lýð- veldisins. Geta skila- boðin verið skýrari? Bjarni Benediktsson og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson vinna alfarið samkvæmt stefnu rík- isstjórnarflokkanna sem þeir leiða, þegar ríkisstjórnin leggur fram til- lögu um afturköllun umsóknar um aðild Íslands að ESB. Fyrri rík- isstjórn neitaði þjóðinni um að- komu í þessu stóra máli en sendi engu að síður án umboðs hennar umsókn fyrir hönd Íslands. Ekki var heldur haft samráð við forseta Íslands eins og stjórnarskráin mælir fyrir um (16. grein). Þetta er siður Evrópusambandssinna að nota völdin til að færa fólk á bak við ljósið og síðan á að „leyfa“ því að taka afstöðu, þegar búið er að aðlaga stjórnskipun og stjórn- arskrá samfélagsins að stjórn Evr- ópusambandsins og einungis form- leg staðfesting eftir. Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéð- insson og Steingrímur Sigfússon vilja öll komast á blað búrókrat- anna í Brussel og skiptir engu, þótt fórna megi þjóðinni fyrir það. Össur Skarphéðinsson, fv. utanrík- isráðherra, meðborgari í Undra- landi, lýsti því fjálglega á blaða- mannafundi í Brussel, hvernig sniðganga mætti regluverk ESB og hvatti viðstadda fyrirmynd- arheila ESB til slíkra dáða. Emb- ættismönnum ESB ofbauð og þurftu að setja ofan í við ráð- herrann, sem varð að athlægi fyrir vikið, sjálfum sér og íslensku þjóð- inni til skammar. Það besta, sem talsmenn stjórn- arandstöðunnar líkt fyrri utanrík- isráðherra gætu gert til að vinna að fyrirgefningu og sátt lands- manna, er að starfa með sér- stökum saksóknara við að koma lögum yfir þá fjármálaþrjóta sem settu íslenska bankakerfið á hlið- ina. En það þýðir aðskilnað við fyrrverandi skjólstæðinga og eru samfylkingarmenn reiðubúnir til þess? Seinheppnin eltir Vinstri græna eins og vofa, þegar þeir nú leggja til að gert verði „formlegt hlé“ á aðildarumsókninni. Það gerði fyrri ríkisstjórn fyrir síðustu alþing- iskosningar. Vonandi átta Vinstri grænir sig á því, að þeir voru sjálf- ir með í þeirri ríkisstjórn. Hug- takið grænn þýðir náttúrlega allt annað en umhverfisvænn, þegar lagt er til að sólin skuli setjast eft- ir sólsetur. Að afturkalla umsóknina um að- ild að Evrópusambandinu er hið eina rétta eins og komið er. Þá er hringferð blekkingarferlisins lokið og Alþingi tekur mikilvægt skref í endurnýjun virðingar og tengsla við þjóðina. Engar náttúruhamfar- ir skapast við þá ákvörðun og ef Íslendingar telja hag sínum betur borgið innan ESB í framtíðinni mun það koma síðar í ljós og at- kvæðagreiðsla haldin um það mál skv. tillögu ríkisstjórnarinnar. Ein- mitt með sérstöku ákvæði um að- komu þjóðarinnar um framvindu málsins efnir ríkisstjórnin loforð flokka sinna um þjóðaratkvæða- greiðsluna. Sú atkvæðagreiðsla er lýðræðisleg og á ekkert skylt við kröfu stjórnarandstöðunnar um sératkvæðagreiðslu um mál fyrri ríkisstjórnar, sem send var út á hafsauga í síðustu alþingiskosn- ingum. Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Þeir sem vildu halda blekkingarleiknum áfram biðu stærsta stjórnmálaósigur í sögu lýðveldisins. Geta skila- boðin verið skýrari? Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyr- irtækjabandalags Evrópu. Er ekkert að marka alþing- iskosningar á Íslandi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.