Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 32

Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Orðtök eiga rætur í málhefðinni. Mörg þeirra vísa í siði semokkur eru ekki tamir lengur. Í þeim má finna sjaldgæf orðsem málnotandi kannast jafnvel ekki við. Þar af leiðandigetur verið vandasamt fyrir viðkomandi að slá um sig með orðtökum kunni hann ekki vel skil á þeim. Best væri fyrir áhuga- sama að glugga í fræðibækur sér til fróðleiks. Að öðrum kosti borgar einfaldleikinn sig, að tala skýrt og skorinort. Þegar gripið er til orðtaka skiptir máli að rétt sé farið með. Al- gengt er að þeim sé ruglað saman eða breytt. Oft virðist vera um heyrnarvillu að ræða, en hugsanlega verður ruglingurinn vegna þess að viðkomandi þekkir ekki einstaka orð og setur annað kunnugra inn í staðinn. Allmörg dæmi eru um að orði sé skipt út í orðtaki. Orðtakið að berast á banaspjót(um) vísar í deilu eða viðureign. Dæmi eru um að sagt sé að menn *berjist á banaspjótum. Þarna er sögninni skipt út fyrir algengari sögn. Eins gæti verið um misheyrn að ræða. Sama á við þegar talað er um að *veltast í vafa um eitthvað í stað þess að velkjast í vafa um eitthvað. Algengt er að málnotendur fari rangt með orðtakið að heltast úr lestinni og tali um að *hellast úr lestinni og fer þá myndlíkingin forgörðum. Ég heyrði konu eitt sinn segja að henni væri heitt í *hamstri og skipti hún þar út orðinu hams fyrir hamstur. Hams merkir hamur eða húð og heyrist vart nema í þessu orðtaki. Einnig getur vafist fyrir fólki að beygja sagnir sem það er óvant að nota. Gott dæmi er sögnin heyja sem beygist á tvo ólíka vegu eft- ir merkingu. Annars vegar heyja menn orrustu og hins vegar heyja menn tún. Sagnirnar eru eins í nafnhætti, viðtengingarhætti nútíðar og fleirtölu nútíðar en ekki í öðrum beygingarmyndum. Þeir sem ekki vita að um tvær sagnir er að ræða myndu til að mynda segja ranglega: Þeir/þær/þau *heyjuðu orrustu – í stað háðu orrustu og yfirfæra þar með beygingu annarrar sagnarinnar á hina. Þeir sem ekki hafa góð tök á málinu en vilja skreyta mál sitt með orðtökum geta jafnframt ruglast á forsetningum. Heyrst hefur að menn hummi eitthvað *frá sér í stað fram af sér. Kannski felst rugl- ingurinn í orðtakinu að vísa einhverju frá sér sem þýðir reyndar ekki það sama. Mörg spaugileg dæmi eru um að tveimur orðtökum sé skellt sam- an. Láta reka á reiðanum og fljóta sofandi að feigðarósi verður þann- ig *reka að feigðarósi; hafa vaðið fyrir neðan sig og hafa munninn fyrir neðan nefið verður *hafa vaðið fyrir neðan nefið. Mismæli geta komið sér illa fyrir þann sem missir þau út úr sér en öllum vefst tunga um tönn annað slagið og er sjaldnast fyndið að lenda í því sjálfur. Góðlátlegt grín er saklaust en getur breyst í andhverfu sína ef viðkomandi er hafður að skotspæni vegna þess lengi á eftir. Málið El ín Es th erVeistu, ég er eiginlega orðinn hálfþreyttur á að þurfa að vaða snjó upp að hnjám til að komast í vinnuna. Já, en þú veist hvað er sagt: Páfinn teflir ekki við óbarinn biskup á tvær hættur. Ekki er öll vitleysan eins Tungutak Eva S. Ólafsdóttir eva@skyrslur.is Það hefur verið athyglisvert að fylgjast meðþví að undanförnu hvað krafan um þjóð-aratkvæði um meginmál á sér mikinn hljóm-grunn í samfélaginu. Það er vísbending um að hugmyndir um beint lýðræði, sem taki við af full- trúalýðræðinu, þegar til ákvarðana kemur um grund- vallarmál, njóti vaxandi fylgis. Ástæðan er augljós. Fólk finnur að hinir hefð- bundnu stjórnmálaflokkar eru í tilvistarkreppu. Hún er ekki bundin við Ísland. Það sama er að gerast í öðrum löndum í okkar heimshluta. Stjórnmálaflokkar í Bretlandi eiga í vök að verjast. Flokksbundnum meðlimum hefur fækkað mjög og flokkarnir eru ekki lengur uppspretta nýrrar stefnumörkunar heldur vettvangur fyrir flokksleiðtoga til að koma fram og skýra stefnu sína. Sennilega er þessi tilvistarkreppa mest meðal jafn- aðarmanna í mörgum Evrópulöndum. Að hluta til tengist vandi þeirra tilvistarvanda verkalýðshreyfing- arinnar. Hún hefur smátt og smátt verið að missa fótfestu, eins og líka hefur gerzt hér, og á orðið erfitt með að standa undir nafni. Þar sem jafnaðarmannaflokkarnir hafa lengi verið tengdir verkalýðshreyf- ingunni nánum böndum hafa vandamál beggja samverkandi áhrif. Við Íslendingar upplifðum það sterkt síðustu árin fyrir hrun hvað fjármagnið var farið að hafa mikil áhrif á stjórnmálin. Það hefur auð- vitað verið veruleiki lengst af en þó aldrei í jafn rík- um mæli hér og á fyrstu árum nýrrar aldar. Einn við- mælandi minn hafði orð á því fyrir nokkrum dögum hvað hjónaband stjórnmála og fjármagns gæti verið hættulegt. Og það er rétt. Allt hefur þetta átt þátt í að fulltrúalýðræðið hefur verið að úreldast. Stjórnmálamennirnir hafa ekki afl til þess að standa gegn kröfum sérhagsmunahópa, sem hafa mikið fjármagn á bak við sig og gleymum því ekki að verkalýðshreyfingin er einn þeirra sér- hagsmunahópa, sem hafa mikinn fjárhagslegan styrk. Þjóðin ein hefur afl til þess að standa gegn áhrifum fjármagnsins og sérhagsmunahópa. Hinn almenni borgari finnur þetta og skynjar. Og vegna þess að borgararnir eru í meiri fjarlægð frá þeim pólitísku skylmingum, sem fram fara í návígi hvern einasta dag, bæði hér og annars staðar, sér al- menningur betur straumana, sem eru á ferðinni en stjórnmálamennirnir, sem hver um sig eru að reyna að lifa af í þeirri baráttu. Og þar er komin skýringin á vaxandi stuðningi al- mennings við að þjóðin taki sjálf ákvarðanir í meg- inmálum en láti ekki kjörna fulltrúa sína um það eins og áður var. Stjórnmálamenn og fyrrverandi stjórn- málamenn eru tregir til. En einmitt af þeim ástæðum hefur verið fróðlegt og ánægjulegt að fylgjast með því hvernig hinir tveir ungu forystumenn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks hafa smám saman ver- ið að taka meira og meira undir þá hugsun, að þjóðin sjálf taki ákvarðanir um hin stóru mál. Það skyldi þó aldrei vera að ásakanir á hendur þessum tveimur flokkum og forystu þeirra um svik við gefin loforð verði til þess að nýr kraftur færist í baráttuna fyrir beinu lýðræði?! Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsókn- arflokksins, skrifaði merka grein á Pressuna.is um síðustu helgi, sem er eins konar verkefnalisti fyrir ríkisstjórn, og stjórnarflokka, sem hafa vilja til að taka fyrstu alvöru skrefin til að koma hér á beinu lýðræði. Það var ekki hægt að skilja Bjarna Bene- diktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á annan veg á opnum fundi í Valhöll fyrir skömmu en að hann hefði vilja til þess og hið sama má segja um Sigmund Dav- íð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Jón Sigurðsson vill horfa bæði til Evrópu og Bandaríkjanna um fyrirmyndir og sennilega er það rétt hjá honum. Beint lýðræði hefur verið að ryðja sér til rúms á lægri stjórnstigum í Bandaríkjunum. Hann segir: „Hér á landi miða menn mest við fordæmi og reynslu Svisslendinga, Dana og Norðmanna. En reynsla Bandaríkjamanna, ekki sízt í vestur-ríkjunum er miklu fjölbreyttari og ekki síður lærdómsrík. Beint lýðræði á sér stað bæði á ríkisvísu og ekki síður innan sveitarfélaga.“ Í lok greinarinnar segir Jón Sigurðsson: „Íslendingar eiga óvenjulega góð tækifæri til að móta og þroska víðtækt beint lýðræði í stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Mikilvægt er að umræðurnar snerti alla þætti málsins.“ Þegar annars vegar er til staðar jarðvegur fyrir beint lýðræði hjá almenningi – sem m.a. má finna á áhuga á að stofna til samtaka um beint lýðræði, sem ég hef orðið var við – og hins vegar vilji til hins sama hjá þeim flokkum, sem standa að ríkisstjórn landsins, er ekki eftir neinu að bíða. Endurskoðun stjórnarskrárinnar allrar tekur lang- an tíma eins og fengin reynsla sýnir. Að taka fyrst fyrir það afmarkaða verkefni að móta ný ákvæði í stjórnskipan landsins um beint lýðræði er einfaldara og auðvelt að ljúka því verki á þessu kjörtímabili. Sú ríkisstjórn sem nú situr getur orðið merk rík- isstjórn, sem tryggir sér sess í sögu lýðveldisins, taki hún forystu um að koma á beinu lýðræði. Flokkarnir tveir sem að henni standa geta náð afgerandi frum- kvæði í íslenzkum stjórnmálum, sem mun endast þeim lengi, taki þeir forystu um svo sögulegar um- bætur á stjórnskipan okkar. Og þar að auki getur þessi litla þjóð tekið forystu í samfélagi þjóðanna um að þróa það beina lýðræði, sem hlýtur að verða ráðandi í heiminum þegar líður á þessa öld. Það sæmir þjóð, sem á elzta þjóðþing sögunnar. Beint lýðræði fær byr í seglin Ísland getur tekið forystu í samfélagi þjóðanna um beint lýðræði. Af innlendum vettvangi Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Verkamannaflokkurinn breskikomst í ríkisstjórn 1964 eftir fjórtán ára hlé. Pundið var hins veg- ar veikt og féll í verði. Forystumenn flokksins brugðu þá á gamalkunn- ugt ráð og kenndu bröskurum um. George Brown, sem þá var ráð- herra, sagði: „The Gnomes of Zü- rich are at work again.“ Orðið „Gnome“ er upprunnið í latínu og notað um dverga eða álfa, sem búa neðanjarðar og luma á gulli. Orð Georges Browns mætti því þýða: „Jarðálfarnir í Zürich eru enn að.“ Í hinni alþjóðlegu lánsfjárkreppu 2008 neitaði bandaríski seðlabank- inn hinum íslenska um gjaldeyr- isskiptasamning (sem var í raun leyfi til að prenta Bandaríkjadal), en gerði mjög háa slíka samninga við svissneska seðlabankann, um samtals 466 milljarða dala (aldrei þó svo mikið í einu). Þessi fyrirgreiðsla veitti svissneska seðlabankanum möguleika á að bjarga UBS og öðr- um svissneskum bönkum frá falli. Í því ljósi má rifja upp nokkur af- rek „jarðálfanna í Zürich“. Snemma árs 1997 kom næturvörður í bæki- stöðvum UBS í Zürich, Christoph Meili, að starfsfólki þar í óðaönn við að eyða skjölum í vörslu bankans um hlutabréf og fasteignir í eigu gyðinga í Hitlers-Þýskalandi. Næt- urvörðurinn lét samtök gyðinga vita af þessu. Þau höfðuðu mál gegn UBS og öðrum svissneskum banka, Credit Suisse, sem sömdu eftir eins árs þóf um að greiða samtökum Gyðinga 1,25 milljarða dala í bætur. Í febrúar 2008 var ljóstrað upp um aðstoð UBS við að skjóta fé auð- ugra Bandaríkjamanna ólöglega undan. Einn bankamaðurinn, Brad- ley Birkenfeld, smyglaði til dæmis demöntum á milli landa í tann- kremstúbum. UBS greiddi 780 milljónir Bandaríkjadala í sekt. Mörg önnur hneyksli mætti nefna, meðal annars í Bretlandi, en stærst þótti, þegar UBS var sektað í árslok 2012 í Bandaríkjunum um 1,5 millj- arða dala fyrir að taka þátt í að hag- ræða vöxtum á millibankamarkaði í Lundúnum, svokölluðum LIBOR. Með aðstoð bandaríska seðla- bankans björguðu svissnesk stjórn- völd UBS frá falli haustið 2008, en Landsbankinn var ekki aðeins lát- inn falla, heldur settur á opinberan lista breska fjármálaráðuneytisins yfir hryðjuverkasamtök! Voru bresk og bandarísk stjórnvöld með þessu að þakka Íslendingum stuðn- inginn í heimsstyrjöldinni síðari og í kalda stríðinu, þegar Sviss var hlut- laust? Eða skiptir ekkert slíkt máli lengur? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Jarðálfarnir í Zürich

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.