Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 33

Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r! Walter Shawn Browne semer 65 ára gamall er sáeini meðal 155 erlendra þátttakenda á 50 ára afmæli Reykjavíkurskákmótanna sem sigrað hefur á þessu móti. Það gerðist á Hótel Loftleiðum á hinu geysisterka 8. Reykjavíkurmóti árið 1978 og keppinautar hans, sem tefldu allir við alla, voru ekki af verri endanum: Bent Larsen, Tony Miles, Lev Polugajevskí, Vlastimil Hort auk íslensku meist- aranna með Friðrik Ólafsson fremstan í flokki. Bægslagang- urinn í tímahraki í skák við Polu- gajevskí og almenn baráttugleði hans eru mönnum enn í fersku minni. Walter Browne vann bandaríska meistaratitilinn sex sinnum og fyllti að sumu leyti það pláss í bandarísku skáklífi sem Bobby Fischer skildi eftir. Eld- móðurinn er þarna ennþá og hann hefur unnið þrjár fyrstu skákir sínar á sannfærandi hátt. Faðir hins nýbakaða heims- meistara, Henrik Carlsen, er hing- að kominn til að slaka aðeins á eftir fjölmiðlafárið í kringum ein- vígi sonarins á dögunum. Hann á góðar minningar frá því á Reykja- víkurmótinu 2004; samsetning keppenda þá með Magnús Carl- sen, Lev Aronjan og Hikaru Na- kamura á keppendalistanum sann- ar að framkvæmdaraðilar þessara móta hafi verið lagnir að fá til keppni menn framtíðarinnar. Hinn 10 ára gamli Awonder Liang er heimsmeistari barna í sínum ald- ursflokki en Hjörvar Steinn Grét- arsson vann piltinn þó örugglega í 2. umferð. Reykjavíkurmótin eru nú öllum opin með skemmtilegum hliðar- viðburðum á borð við barna-blitz og pub quiz. En fyrst og síðast er mótið frábær vettvangur fyrir ís- lenska skákmenn, ekki síst þá yngstu. Keppendur eru alls 254 en erlendu gestirnir eru 155. Mótið er vel skipulagt og salurinn í Hörpu er stórglæsilegur. Hlutur kvenna er alltaf að aukast og margar öfl- ugar skákkonur mæta til leiks, áhorfendur sópuðust að skjánum þegar indverska skákprinsessan Tania Sachdev sá um skákskýr- ingar á heimasíðu heimsmeist- araeinvígis Anands og Magnúsar Carlsens í Indlandi. Af mörgum óvæntum úrslitum er að taka en hér birtist sigur Tinnu Kristínar Finnbogadóttur í 1. umferð en stigamunur var upp á næstum 500 elo-stig. Góð taflmennska Tinnu í endataflinu réð svo úrslitum: Mate Bagi (Ungverjaland) – Tinna Kristín Finnbogadóttir Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. Bc4 Rc6 4. c3 Bg7 5. d4 d6 6. O-O e6 7. Bf4 cxd4 8. cxd4 Rge7 9. Rc3 d5 10. Bb3 dxe4 11. Rxe4 O-O 12. Bg5 Da5 Eftir byrjun þar sem hvítur missti af ýmsum vænlegum leið- um, t.d. 7. d5, hefur svartur náð prýðilegri stöðu með þrýsting á staka peðið á d4. 13. Dc1 Rf5 14. Hd1 Rfxd4 15. Rxd4 Rxd4 16. De3 e5 17. Bf6 Db6 18. Bxg7 Kxg7 19. Hac1 Rxb3 20. Dxb3 Dxb3 21. axb3 Be6 22. Rc5 Hfe8! 23. Rxe6+ Hxe6 24. Hc7 Hc6 25. Hxb7 Hd8! Notfærir sér valdleysið í borð- inu, 26. Hxd8 strandar auðvitað á 26. … Hc1+ og mátar. 26. Hf1 Hd2 27. Hxa7 Hxb2 28. Ha5 e4 29. Hb5 Hcc2 Hótar 29. … e3. Lakara var 29. … e3 vegna 30. fxe3 Hcc2 31. Hg5! og hvítur nær jafntefli. 30. He5 He2 31. h4 f6 32. He7+ Kh6 33. g3 Hxb3 Hvítur gat ekki varið b-peðið og átt við hótun svarts að leika e4-e3. 34. Kg2 Hbb2 35. Kg1 Ha2 36. He6 f5 37. He7 Hab2 38. He6 Hvítur er í leikþröng og nú brýst svarti kóngurinn fram. 38. … Kh5! 39. He7 h6 40. He5 Kg4 41. He6 e3 42. Hxg6+ Kh3 - og hvítur gafst upp. Funheitur Walter Browne mæt- ir aftur á Reykjavíkurskákmót Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Walter Browne Tania Sachdev Það er mikill tví- skinnungur fólginn í þeirri kröfu Íslands og annarra NATO- þjóða að Rússar virði landamæri Úkraínu og skipti sér ekki af innanríkismálum úkraínsku þjóð- arinnar. Ég er í sjálfu sér sammála því að virða beri landamæri annarra þjóða og er- lendar þjóðir eigi ekki að blanda sér í innanríkismál einstakra þjóða. En fjölmörg dæmi eru um afskipti NATO og „staðfastra þjóða“ af innanríkismálum og inn- rásir og stuðning við uppreisnaröfl einstakra landa. Listinn er langur þar sem lygum og blekkingum hefur verið beitt til að réttlæta af- skipti og beinar innrásir í einstök lönd, má þar nefna Írak þar sem því var haldið fram að sannanir væru fyrir hendi um gereyðingar- og/eða efnavopn í landinu, þær sannanir voru falsaðar og engin slík vopn fundust í landinu. „Æ, æ, smá mistök en það þurfti að losna við Saddam,“ svo blóðs- úthellingar árum saman voru rétt- lætanlegar eða hvað? Í Líbíu sök- uðu sömu þjóðir Gaddafí um að ráðast á saklausa mótmælendur sem þó á myndum reyndust vopn- aðir þungavopnum og jafnvel með skriðdrekabyssur á pallbílum sín- um. Ég hef aldrei séð saklausa mótmælendur jafn vel vopnaða enda kom á daginn að uppreisn- armenn þessir nutu frá byrjun stuðnings vestrænna þjóða. Þetta var samt notað til beinnar þátttöku NATO í hernaði gegn Gaddafí og ríkisstjórn hans. Afleiðingarnar eru þær að nú vaða uppi vopnaðar sveitir vígamanna í Líbíu og leppstjórnin virðist ekki ráða neitt við neitt, réttindi kvenna hafa verið skert veru- lega og útflutningstekjur minnkað stórlega. „Æ, æ, það var verra, en það þurfti að losna við Gaddafí og smá aukaverkanir í nokkra ára- tugi, það verður bara að hafa það.“ Sömu góðu þjóðir hafa til skamms tíma stutt þekkt hryðju- verkasamtök til uppreisnar gegn sýrlenskum stjórnvöldum með skelfilegum afleiðingum fyrir sýr- lensku þjóðina. „Æ, æ, það fylgja stundum aukaverkanir góðverk- unum en það væri gott að losna við Assad.“ Mér finnst sjálfsagt að virða landamæri Úkraínu en mér finnst NATO og hinar staðföstu þjóðir ekki trúverðugar í því að krefjast þess að fullveldi og landa- mæri einstakra ríkja séu virt! Tvöfeldni NATO-þjóðanna Eftir Heiðar Ragnarsson Heiðar Ragnarsson »Eru landamæri Úkraínu heilagari en landamæri Líbíu? Höfundur er matreiðslumaður og heilsuráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.