Morgunblaðið - 08.03.2014, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
✝ IngiríðurDaníelsdóttir
fæddist á Kollsá í
Hrútafirði 13.
ágúst 1922. Hún
lést á Vífilsstöðum
25. febrúar 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Herdís
Einarsdóttir, f. 11.
mars 1897 á Hróð-
nýjarstöðum,
Dalasýslu, og
Daníel Tómasson, f. 7. mars
1888 á Kollsá. Systkini Ingiríð-
ar: Þorvaldur, f. 8. júní 1920,
d. 7. nóvember 1973, Valdís
Sigurlaug, f. 8. ágúst 1924,
Ester, f. 19. febrúar 1926, d.
28. febrúar 1926, Einar Tóm-
as, f. 29. maí 1932, d. 25. apríl
1937, Áshildur Esther, f. 3.
ágúst 1940.
Hinn 10. september 1939
giftist Ingiríður Kristjáni Karli
Hannessyni, f. 6. júní 1912, d.
21. nóvember 1997, frá Þurra-
nesi, Saurbæ, Dalasýslu. For-
maki Herdís Einarsdóttir, bú-
sett í Grafarkoti, V-Hún. 7)
Sveinn, f. 21. nóvember 1957,
maki Guðný Sigríður Þor-
steinsdóttir, búsett á Borðeyri.
8) Sigurhans, f. 20. maí 1960,
maki Þórey Jónsdóttir, búsett í
Reykjavík. 9) Karl Ingi, f. 26.
október 1968, maki Steinunn
Matthíasdóttir, búsett í Búð-
ardal. Afkomendur Ingiríðar
og Kristjáns Karls eru í dag
um áttatíu talsins.
Ingiríður ólst upp á Kollsá
og tók þar við búskap af for-
eldrum sínum ásamt Kristjáni
Karli árið 1941. Þau bjuggu
þar fram til ársins 1979 er þau
brugðu búi og fluttu inn að
Borðeyri með yngsta son sinn.
Eldri börnin höfðu þá þegar
flutt að heiman. Eftir andlát
Kristjáns Karls 1997 bjó Ingi-
ríður á Borðeyri fram til árs-
ins 2003 þegar hún flutti til
Reykjavíkur í Bólstaðarhlíð
41. Þar undi hún sér vel við
hannyrðir og aðra listsköpun
nánast fram að andláti og skil-
ur hún eftir sig fjöldann allan
af hannyrðum og listmunum á
heimilum afkomenda sinna.
Ingiríður verður jarðsungin
frá Prestbakkakirkju í dag, 8.
mars 2014, kl. 11.
eldrar hans voru
Margrét Kristjáns-
dóttir, f. 18. ágúst
1876 á Saurhóli,
Saurbæ, d. 23.
febrúar 1955, og
Hannes Guðnason,
f. 13. mars 1868 í
Máskeldu, Saurbæ,
d. 21. febrúar
1924. Börn Ingi-
ríðar og Kristjáns
Karls eru: 1) Erla,
f. 24. júní 1939, maki Sigurður
Þórólfsson, búsett í Innri-
Fagradal, Saurbæ. 2) Ásdís
Jóna, f. 11. júní 1944, maki Ei-
ríkur Bjarnason, búsett í
Kópavogi. 3) Steinar Tómas, f.
24. apríl 1948, maki Björk
Magnúsdóttir, búsett í Reykja-
vík. 4) Margrét Hanna, f. 9.
nóvember 1949, maki Sigurður
Þórðarson, búsett í Reykjavík.
5) Einar Daníel, f. 20. maí
1954, maki Helga Hreiðars-
dóttir, búsett á Hvammstanga.
6) Indriði, f. 9. janúar 1956,
Mínar fyrstu minningar um
mömmu eru frá þeim tíma er ég
var drengur að alast upp á
Kollsá. Margt getur hent við
fyrstu spor lífsins, sem ást og
umhyggja lagar. Hún kunni á
því tökin. Ég man að mamma
hafði oftast eitthvað fyrir stafni.
Hún var vakandi þegar við
krakkarnir fórum í bólið á kvöld-
in og hún var löngu vöknuð þeg-
ar við fórum á fætur. Allt var svo
stórt á Kollsá, slátrið var soðið í
stórum þvottapotti og sviðnir
voru margir tugir hausa á haust-
in, eins voru sérstakir þvotta- og
bakstursdagar. Þrátt fyrir allt
þetta puð þá skeikaði sjaldnast
að matur og kaffi beið tilbúið.
Auk hefðbundinna inniverka
var mamma mikið með pabba,
við bústörfin. Hjá mömmu lærði
ég að prjóna með prjónum.
Einnig fékk ég oft að prjóna á
prjónavélina. Mamma hafði ein-
stakt jafnaðargeð, skammaðist
aldrei eða tók í mann eins og
sagt er. Hún kom okkur strák-
unum oft fram úr á morgnana
með því að kalla upp stigann og í
stað þess að segja að klukkan
væri rúmlega hálftíu þá kallaði
hún að klukkan færi bráðum að
ganga ellefu. Hún lét flest eftir
okkur. Oft fékk ég að taka í
jeppann, þegar hún skutlaði mér
að sækja kýrnar. En ef henni
fannst við ganga of langt með
suðið, þá sagði hún: „Spurðu
pabba þinn.“ Það má með sanni
segja að uppeldisárin hafi verið
tóm sæla. Árið 1979 fluttu
mamma og pabbi til Borðeyrar.
Það var gott að fá þau sem ná-
granna og börnin okkar Guðnýj-
ar nutu þeirrar gæfu að hafa þau
í nálægð. Mamma vann við
mötuneyti barnaskólans og slát-
urhússins á Borðeyri. Einnig
vann hún til margra ára í Veit-
ingaskálanum í Brú. Pabbi og
mamma nutu ferðalaga innan
lands sem utan.
Mamma fór í margar utan-
landsferðir. Þá voru oftast
keyptar jólagjafir, þrátt fyrir að
langt væri til jóla. Í búðunum
talaði mamma alltaf sitt móður-
mál. Ég ætla að kaupa tíu af
þessu, fimmtán af þessu o.s.frv.
Mamma þurfti að versla fyrir
marga, en hún gaf á sjötta tug
jólagjafa áður en hún fór að
draga saman. Aldrei varð rugl-
ingur og hver fékk sína gjöf.
Mamma flutti til Reykjavíkur
árið 2003 og bjó í Bólstaðarhlíð
41 til dánardags. Þar undi hún
sér vel, í nágrenni við svo marga
afkomendur sína. Mamma fylgd-
ist vel með hvað þeir hefðu fyrir
stafni og hvernig gengi. Hún tók
sig reglulega til og hringdi í okk-
ur systkinin, oft hvert á eftir
öðru. Öll hennar símtöl til mín
byrjuðu á orðunum „Sveinn
minn,“ en ef ég hringdi í hana þá
kom oftast: „Sveinn, sæll, ég
þekkti þig.“
Í byrjun febrúar sl. fór heilsan
alvarlega að gefa sig og var hún
nokkrar vikur á Landspítalan-
um. Þar leiddist henni og vildi
komast heim. Um tveimur vikum
fyrir andlátið komum við hjónin í
heimsókn til hennar á spítalann.
Þá sat hún á rúmstokknum sín-
um fullklædd með pokann sinn
og veski og bað okkur að fara
með sig heim. Nú var komið að
mér að taka utan um hana og
hugga, skila til baka örlitlu af
þeirri ást og umhyggju sem ég
hafði notið, þegar á þurfti að
halda. Ég er afar þakklátur móð-
ur minni fyrir svo margt. Hún
var gæfusöm kona sem lifði við
góða heilsu til hárrar elli, í sátt
við allt og alla.
Sveinn Karlsson.
Elsku besta systir mín. Takk
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig
og mína fjölskyldu. Minningarn-
ar lifa með mér til hinsta dags.
Hvar á ég að byrja? Þú tókst
börnin mín yfir sumarið og alltaf
var það jafn velkomið. Allar fínu
fermingarveislurnar og góði
maturinn.
Eitt sinn kom ég með vini
mína með mér á leið norður á
Strandir og þar sem var rigning
úti ætluðum við að fá að borða
nestið okkar hjá þér og Kalla
manni þínum. Þú heimtaðir að fá
að gefa okkur kaffi og með því.
Þetta var um verslunarmanna-
helgi og þú langt gengin með ní-
unda barnið þitt. Það var allt svo
hreint og flott hjá þér að ég get
ekki lýst því með orðum hversu
stolt ég var af þér, elsku systir
mín. Já, þér var ekki fisjað sam-
an og alltaf var góða skapið með.
Þú varst líka lánsöm, áttir
góðan mann og 9 yndisleg börn
sem eru vel af Guði gerð og hafa
verið þér til blessunar í lífinu.
Eins varst þú heppin með
tengdabörnin og ég tala nú ekki
um barnabörnin og langömmu-
börnin, allt er þetta frábært fólk.
Við Ása systir komum að
Kollsá á 90 ára afmælinu þínu,
það var svo gott veður að Hrúta-
fjörðurinn var spegilsléttur og
borðuðum við stórkostlegan
grillaðan mat úti. Þar voru á
annað hundrað manns, það var
ógleymanlegt. Svo var spilað og
sungið á eftir og þú entist allan
tímann. Ég var svo hissa hvað þú
stóðst þig vel. Ég var svo hreyk-
in af af þér, elsku systir mín.
Það væri hægt að segja ótelj-
andi sögur af okkar bernsku og
fullorðinsárum því við höfðum
alltaf svo gott samband systurn-
ar þrjár og fjölskyldurnar okkar.
Þegar ég lít til baka og rifja
upp þessar minningar mínar,
minnist ég þess helst í samveru
okkar að þú varst alltaf til taks
og tilbúin að gera lífið skemmti-
legra.
Það er ómetanlegt að hafa
fengið að njóta þín allan þennan
tíma, elsku systir.
Ég votta fjölskyldunni inni-
lega samúð, Guð blessi þau öll,
Guð blessi þig.
Valdís Daníelsdóttir
(Dæja systir).
Eftir að við Erla giftum okkur
í stofunni á Kollsá kynntist ég
fljótt þeim eiginleika tengda-
mömmu að bera umhyggju fyrir
velferð annarra og gera öðrum
gott, eiginleika sem fylgdi henni
til hinstu stundar. Ég sagði eitt
sinn fyrir löngu að ekki væri
hægt að eignast betri tengda-
móður og sú skoðun styrktist
eftir því sem ég kynntist henni
betur. Ég minnist þess ekki að
hún hafi hallmælt nokkrum
manni. Það mesta sem hún sagði
ef talað var um galla eða miður
góða eiginleika einhverra: Æ,
þeir eru svona sitt með hverju
móti. Og var þá nóg sagt!
Jólaboðin hennar Ingu, þegar
hún safnaði sem flestum afkom-
endum saman heima á Borðeyri,
eru meðal eftirminnilegustu
minninga um hana, þar sem hún
sveif um og sá til þess að engan
skorti neitt. Þá var hún í essinu
sínu.
Inga hafði mjög gaman af að
ferðast, en eðli málsins sam-
kvæmt gafst ekki mikill tími til
ferðalaga frá búskap og barna-
uppeldi. Það tekur sinn tíma að
ala upp níu börn og koma þeim
til þroska, sem þeim tókst svo
sannarlega hjónunum á Kollsá.
Eftir að þau hættu búskap og
voru flutt inn á Borðeyri tókst
Erlu með nokkrum fortölum að
fá þau með í bændaferð til Kan-
ada sem ég held eftir á að hyggja
að hafi orðið þeim mikil upplyft-
ing og mjög eftirminnileg.
Eftir þetta átti Inga eftir að
fara oftsinnis til útlanda bæði
með okkur hjónum eða dætrum
sínum og miðað við frásagnir af
þeim ferðum hafa það verið
sannkallaðar „skemmtiferðir“
því það var sama hvar Inga fór,
hún vakti alls staðar gleði með
sinni ljúfu lund og hlýja viðmóti.
Hún var söngelsk og hafði
gaman af söng. Hún spilaði jafn-
vel á litla orgelið sitt, en vildi þó
helst gera það fyrir sjálfa sig án
áheyrenda. Á mannamótum var
hún jafnan hrókur alls fagnaðar í
söng og dansi og sérstakt yndi
hafði hún af að taka þátt í
brekkusöng.
Í mörg ár eftir að hún var
komin til Reykjavíkur kom hún
til okkar á vorin í sauðburðinn
og þar sýndi hún alveg ótrúleg-
an dugnað og natni, passaði upp
á lömbin sem þurftu á aðhlynn-
ingu að halda og fylgdist með
öllu. Hún hafði nú reyndar sínar
skoðanir á búskapnum, en fór
fínt í að koma þeim á framfæri,
eins og þegar henni fannst bónd-
inn gera fullvel við hrútana með
því að ala þá of lengi inni, þá
sagði hún einfaldlega: Þeir eru
nú búnir að setja hrútana út fyr-
ir norðan! og það fór ekki fram
hjá neinum hvað hún meinti.
Inga var mjög listræn og eftir
að hún flutti suður og komst í
góða aðstöðu í Bólstaðarhlíðinni
náði hún ótrúlegri leikni við að
mála, bæði á postulín og myndir.
Þá voru ófá listaverkin sem hún
saumaði og prjónaði og gaf af-
komendum sínum.
Nú fer Inga aftur heim í
fjörðinn sinn sem hún unni og
leyfði engum að hallmæla. Ef
einhverjum varð á að tala um að
fjörðurinn væri kuldalegur og
úfinn þá sagði hún gjarnan: Ja,
þú hefðir átt að vera hér í gær!
„Nú blika við sólarlag“ ótal
minningar um góða konu, sem
hefur kvatt eftir langa lífsgöngu
og skilur eftir söknuð hjá ætt-
ingjum og vinum. Ég vona að
„fjörðurinn í gær“ taki vel á móti
barninu sínu.
Inga mín. Þakka þér fyrir
samfylgdina og allt sem þú gafst
okkur.
Sigurður Þórólfsson.
Meira: mbl.is/minningar
Þegar ég minnist ömmu Ingu
koma margar minningar upp í
hugann: Amma að steikja
lambalærissneiðar í eldhúsinu á
Borðeyri; amma syngjandi með
bros á vör á ættarmóti; amma að
gefa okkur bland í poka í Brú
þar sem hún starfaði þegar ég
var yngri. Eftir að hafa gefið
okkur nammi spurði hún sömu
spurningarinnar: „Hvað voru
margir bílar við Staðarskála?“
Amma Inga var keppnis-
manneskja, það var kraftur í
henni á sama tíma og hún var
alltaf ljúf og góð við okkur
barnabörnin. Hún var líka
ákveðin og lét ekki segja sér fyr-
ir verkum. Hún var ein af þess-
um konum sem heilla fólk í
kringum sig og geislaði af lífs-
gleði og krafti. Ömmu fannst
fátt skemmtilegra en að vera í
veislum. Þar sem fólk kom sam-
an við gítarspil og söng, þar
blómstraði amma og hún var
konan sem dró unga fólkið út á
dansgólfið. Hún er orðin fræg
sagan af ömmu þegar hún mætti
í barnabarnapartí fyrir nokkrum
árum. Amma átti stóran hóp af
barnabörnum sem komu stund-
um saman á Kollsá, bænum þar
sem amma var fædd og uppalin
og þar sem þau afi ólu upp börn-
in sín. Þessar barnabarnasam-
komur voru bara ætlaðar unga
fólkinu í fjölskyldunni en amma
fékk undanþágu frá reglunni og
mætti eitt sinn í partíið á laug-
ardagskvöldi undir því yfirskini
að hún ætlaði að „gefa okkur
kleinur“. Hún endaði á því að
dansa með okkur fram á nótt við
taktfasta tónlist unga fólksins en
sjálf var hún þá komin á níræð-
isaldur. Þetta var lýsandi fyrir
ömmu, hún lifði lífinu til fulls
þrátt fyrir háan aldur. Ömmu
var líka margt til lista lagt. Hún
var ótrúlega fær handavinnu-
kona og vílaði t.d. ekki fyrir sér
að sauma milliverk í sængurver
fyrir öll börnin sín og tengda-
börn fyrir þremur árum – sam-
tals átján stykki. Þess á milli
framleiddi hún ullarsokka og
vettlinga, málaði á postulín og
dúka og saumaði. Henni þótti
líka afskaplega gaman að spila
og hún var ótrúlega lunkin í spil-
um. Í mínum augum var amma
Inga algjör snillingur, ég kveð
hana með söknuð í hjarta á með-
an ég gleðst yfir góðu stundun-
um sem við áttum saman.
Gunnhildur
Sigurhansdóttir.
Elsku amma, þá er að ferða-
lokum komið. Við vissum að
þessi kveðjustund væri óumflýj-
anleg en samt var svo sárt þegar
að henni kom.
Fyrir okkur systkinin voru
það mikil forréttindi að fá að
alast upp með ykkur afa í næsta
húsi. Það að hafa möguleika á að
geta kíkt í heimsókn á hverjum
degi til að spila, leika, borða,
spjalla eða bara til að segja hæ
er nokkuð sem við vildum óska
hverju barnabarni.
Gaman fannst okkur að fylgj-
ast mér þér í leik og starfi því að
þig einkenndi svo mikil gleði og
jákvæðni sem smitaði alla sem
voru í kringum þig.
Þú varst alltaf dugleg að sinna
þínum áhugamálum og fengum
við að taka virkan þátt með þér í
þeim. Veiðin var þér ofarlega í
huga og var það ósjaldan sem þú
stóðst með kíkinn við eldhús-
gluggann til að fylgjast með
hvort það væri kominn fiskur í
netið. Einnig voru þær ófáar
sögurnar sem við fengum að
heyra um afla dagsins.
Handlagni þín var einstök en
það var sama hvað þú tókst þér
fyrir hendur, allt lék í höndum
þínum og eigum við ófá verkin til
minningar. Það er frábært hvað
þú hafðir lengi góða heilsu til að
sinna þessu áhugamáli þínu í
góðum félagsskap í Bólstaðar-
hlíðinni.
Á mannamótum varstu alltaf
manna hressust og var mikið
sungið og sprellað. Okkur er
mjög minnisstætt eitt af seinustu
þorrablótunum á Borðeyri sem
þú varst á. Þú, þá komin hátt á
níræðisaldurinn, varðst sam-
ferða okkur heim þegar komið
var undir morgun og þá meðal
síðustu gestanna til að fara.
Finnst okkur það vera mjög lýs-
andi um hve gaman þú hafðir af
góðum samverustundum.
Hin síðari ár sem þú bjóst á
Borðeyri eru sérstaklega eftir-
minnilegir morgunkaffitímarnir
sem þú bauðst okkur í. Ekki
slæmt að fá nýbakaðar vöfflur og
pönnukökur ásamt heimagerðu
bakkelsi á hverjum degi. Og ekki
skemmdi félagsskapurinn fyrir.
Elsku amma, takk fyrir allar
samverustundirnar og takk fyrir
allt sem þú kenndir okkur. Þú
varst einstök kona sem áttir eng-
an þinn líka. Þín er sárt saknað
en þú munt ávallt lifa í minn-
ingum okkar og okkar ættingja.
Takk fyrir okkur.
Systkinin frá Lyngbrekku,
Borðeyri og fjölskyldur,
Birkir Þór Kristmundsson,
Linda Björk Sveinsdóttir,
Þorsteinn Ingi Sveinsson.
Þá er hún elsku Inga amma
farin. Það er skrítið til þess að
hugsa að amma sé ekki lengur í
Bólstaðarhlíðinni til að taka á
móti okkur með bros á vör. Alltaf
ánægð að sjá okkur og þá helst
litlu stelpurnar okkar sem yfir-
leitt voru einum vettlingum eða
sokkum ríkari þegar heim kom.
Minningarnar eru ótalmargar
sem komið hafa upp í hugann
undanfarna daga. Þegar amma
var annars vegar mátti stóla á að
jákvæðni, glettni, hlátur, hrein-
skilni og kátína var í loftinu. Allt-
af til í að grínast og hafa gaman.
Á ættarmótum eða öðrum fjöl-
skyldumótum undi hún sér vel
og var fyrst manna farin að biðja
gítarleikara fjölskyldunnar um
að fara að spila og syngja. Mátti
þá oft heyra ömmu syngja jib-
bajeijei jibbajibbajei með öllum
tilheyrandi hreyfingum.
Það kom fáum á óvart að þeg-
ar hún varð áttræð vildi hún
frekar fá stórfjölskylduna í
ferðalag en að halda veislu. Í
Kerlingarfjöll var haldið með af-
komendurna og slegið upp veislu
í skálanum þar og sungið fram á
nótt. Aðrir gestir á staðnum
höfðu á orði að svona áttræð-
isafmæli sæist ekki á hverjum
degi. En þetta var Inga amma í
hnotskurn. Níræðisafmæli henn-
ar var svo haldið með svipuðum
hætti á Kollsá. Allt saman
ógleymanlegt.
Þessar og miklu fleiri minn-
ingar munu ylja manni þegar
fram líða stundir. Minningar um
eina af mínum helstu fyrirmynd-
um, Ingu ömmu.
Hvíl í friði.
Inga Rut.
„Góðan daginn, Ingiríður
Daníelsdóttir heiti ég, er hún
Kolbrún nokkuð stödd þarna?“
Svona hóf amma símtal þegar
hún hringdi í mig þar sem ég bjó
í Bandaríkjunum og enskumæl-
andi kona hafði svarað. Ömmu
fannst ekkert sjálfsagðara en að
konan skildi íslenskuna sína al-
veg eins og hún ætti að skilja
enskuna hennar. Þetta er lýsandi
dæmi um hvernig amma var.
Hún var ávallt hrein og bein og
hikaði ekki við að segja sína
skoðun á hlutunum. Hún var
jafnframt mikill húmoristi og hló
hlátri sem fékk mig alltaf til að
hlæja með henni.
Það vantaði ekki stuðið í
ömmu þegar ættin hittist og var
hún ávallt hrókur alls fagnaðar.
Það var hún líka þegar barna-
börnin skemmtu sér yfir helgi á
Kollsá. Hún mætti á svæðið með
kleinur handa öllum og fyrr en
varði var hún byrjuð að syngja
og dansa með okkur.
Minnisstæð eru mér árin sem
amma og afi bjuggu á Borðeyri.
Það var alltaf svo hlýlegt og
notalegt að heimsækja þau í
sveitina og ég gleymi aldrei
myndinni af þeim tveimur úti á
tröppum að kveðja okkur þegar
við fórum aftur heim.
Það er skrítið að amma sé far-
in. Mér fannst hún eitthvað svo
eilíf, eins og hún myndi lifa allt
og alla. Ég kveð hana með sökn-
uði en þó fyrst og fremst með
þakklæti.
Kolbrún Edda
Sigurhansdóttir.
Í Prestbakkakirkju í Hrúta-
firði verður í dag til moldar borin
gæfumanneskja, sem fæddist
fyrir 92 árum á næsta bæ við
grafreitinn, þar sem „Kalli
minn“ eins og hún kallaði eig-
inmann sinn bíður hennar. Sam-
an ræktuðu þau landið, hirtu
skepnurnar, reru fram fjörðinn
eftir fiski í hádeginu ef vel gaf og
síðast en ekki síst áttu þau níu
alheilbrigð börn sem öll hlutu
gott uppeldi. Ingiríður elskaði
lífið og lífið elskaði hana. Hún
elskaði fjörðinn sinn og sveitina
þangað sem hún fer nú í hinsta
sinn. Mest þótti henni þó vænt
um afkomendur sína sem nú eru
hátt á áttunda tug, öll heilbrigð,
„það er mitt mesta lán“ sagði
hún. Ljóst var að hverju stefndi,
daginn áður en hún yfirgaf þessa
jarðvist heimsóttum við hana á
Vífilsstaði. Það var fallegt en
ljúfsárt að sjá hana taka við hálfs
árs gömlum sonarsyni mínum,
langömmubarni hennar, og þau
brostu svo fallega hvort til ann-
ars. Svo kyssti hún barnið svo
fallega á ennið, gæfukoss. Ingi-
ríður átti svo stórt hjarta og var
svo gjafmild og á henni sannast
hið fornkveðna „að sælla er að
gefa en þiggja“ því hún var alltaf
hamingjusöm. Það var mann-
bætandi að vera tengdasonur svo
góðrar konu og fyrir það er ég
þakklátur. En mest er ég þakk-
látur fyir alla þá góðu eiginleika
sem afkomendur mínir munu
erfa frá henni.
Sigurður Þórðarson.
Við bræðurnir eigum bara
góðar minningar um Ingu ömmu.
Hún var einstök gæðakona, vildi
allt fyrir alla gera og fengum við
barnabörnin að njóta þess í rík-
um mæli og aldrei mátti gera
upp á milli. Heimsóknirnar til
þeirra ömmu og afa á Kollsá og
síðar á Borðeyri eru einstaklega
ánægjulegar í minningunni.
Hlýjan og velvildin var eiginlega
áþreifanleg fyrir utan allt góð-
Ingiríður
Daníelsdóttir