Morgunblaðið - 08.03.2014, Side 39

Morgunblaðið - 08.03.2014, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 gætið sem alltaf fylgdi því að koma í eldhúsið til ömmu enda var matarbúrið inn af eldhúsinu stærsta herbergið á Kollsá. Svo var ævinlega líf og fjör í kringum hana enda börnin níu með sí- stækkandi barnabarnahóp og vinir og ættingjar ávallt vel- komnir ættu þeir leið um. Og aldrei urðum við varir við að hún skipti skapi sama hvað á gekk í þeim fjölmenna hópi ungmenna sem voru í kring um hana alla tíð. Það var einhver glettni sem fylgdi ömmu og hún tók lífið og sjálfa sig svona mátulega alvar- lega. Þegar hún fór að ferðast til útlanda á fullorðinsárum var hún alls ófeimin að tjá sig við af- greiðslufólk þó svo hún talaði að- eins íslensku. Alltaf tókst henni að gera sig skiljanlega með því að brosa bara eins og henni var einni lagið og nota látbragð óspart í bland við íslenskuna, og allir vildu allt fyrir þessa skemmtilegu konu gera! Hún átti það líka til að semja sín eigin orð og lét ekkert á sig fá þótt afi segði henni að þau væru ekki til. Við barnabörn ömmu tókum upp á því að hittast á Kollsá af og til og var amma þá orðin nokkuð fullorðin og flutt til Reykjavíkur. Oftar en ekki náði hún þó að haga því þannig til að hún ætti leið um Hrútafjörðinn þegar þessi frændsystkinahittingur stóð yfir og náði þannig aðeins að taka þátt í fjörinu enda hafði hún einstaklega gaman af að syngja og glettast við okkur og svona aðeins að fá að stússast í kringum afkomendurna. Lífshlaup ömmu var viðburða- ríkt og farsælt. Hún skilur mikið eftir sig nú þegar hún er fallin frá, ekki síst allar góðu minning- arnar sem lifa með okkur um ókomna tíð. Þórólfur, Karl, Ingimar og Guðjón Torfi frá Fagradal. Sofnuð er burt úr þessum heimi sæl lífdaga á nítugasta og öðru aldursári kær mágkona og systir Ingiríður Daníelsdóttir frá Kollsá. Inga, eins og hún var ætíð kölluð, var fædd og uppalin á Kollsá í Hrútafirði og bjó og starfaði þar lungann úr sinni ævi ásamt manni sínum Karli Hann- essyni. Banalega hennar var ekki löng og hún mun hafa haft orð á því að þetta væri nú orðið gott og hún væri alveg sátt við að fara og ræddi gjarnan um það sem við tæki. Inga átti fimm systkini, þar af létust tvö á barnsaldri, Einar og Ester, Þorvaldur lést langt um aldur fram 53 ára en eftir lifa systur hennar Valdís og Áshild- ur. Samband þeirra systranna var ætíð mjög náið, fullt kær- leika og umhyggjusemi og ekki liðu margir dagar milli þess sem þær töluðu saman í síma eða færu í heimsókn sérstaklega eft- ir að Inga flutti suður til Reykja- víkur. Inga átti ásamt Karli manni sínum níu börn sem öll eru gift og frjósöm svo afkomendur Ingu eru orðnir margir. Það var alltaf gestkvæmt á Kollsá og maður settist ávallt að veisluborði. Þeg- ar fermingarveislurnar voru haldnar þá var engu líkara en það væru kokkur, bakari og kökugerðarmaður í fullri vinnu í búrinu hjá Ingu, slíkur var veislukosturinn. Það var oftar en ekki að veislugestir, börn og full- orðnir, færu út á flöt í hring og svo var hlaupið í skarðið. Hvort sem maður kom að nóttu eða degi þá stóð alltaf veisluborð og uppbúin rúm til reiðu. Það hefur áreiðanlega þurft margt hand- takið við að halda húsinu hreinu því húsið er stórt og var þegar það var byggt, í núverandi mynd, talið stærsta steinhús sýslunnar. Inga var vinnusöm eins og öll Kollsársystkinin og féll aldrei verk úr hendi og lék allt í hönd- um hennar. Hún varð sér úti um prjónavél og prjónaði alls konar flíkur ekki aðeins á sína afkom- endur heldur líka afkomendur systkina sinna. Eftir að þau Karl brugðu búi og seldu Kollsá reistu þau sér einbýlishús á Borðeyri og bjuggu þar. Þegar hún flutti til Reykjavíkur, orðin ekkja, fór hún að mála myndir, bæði vegg- myndir og á ýmsa muni, t.d. blómavasa. Inga var glaðsinna og með jafnaðarskap. Hún var söngelsk, hafði góða söngrödd og söng í mörg ár í kirkjukór Prestbakka- kirkju. Aldrei sást hún skipta skapi og lagði engum illt til. Það voru ekki aðeins húsmóð- urstörfin sem henni lék í hendi því hún var líka fróð um burð- arvirki farartækja. Einu sinni var hún farþegi í bíl hjá mér í Rvk. Og framundan var hraða- hindrun sem ég fór oft yfir og vissi á hvaða hraða ég mátti vera án þess að farþegar hentust upp úr sætunum. Þgar bíllinn var kominn yfir sagði Inga: „Það eru góðir demparar á þessum bíl, Guðbrandur.“ Ávallt síðan þegar ég fer yfir þessa hindrun hljóm- ar Inga í huga mér. Megi góður Guð blessa og varðveita sál Ingiríðar Daníels- dóttur um alla eilífð. Blessuð sé minning hennar. Við Ása, synir okkar og þeirra fjölskyldur sendum afkomendum Ingu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Áshildur og Guðbrandur. Ingiríðar Daníelsdóttur, eða Ingu frænku eins og hún var kölluð, minnist ég með virðingu. Í mínum huga var Inga einstök kona sem lifði eftir hinum gömlu góðu íslensku gildum. Inga var rík því að hún átti stóran hóp barna, enn fjölmenn- ari hóp barnabarna og síaukinn fjölda langömmubarna. Mamma var vön að segja hvað börnin hennar Ingu væru myndarleg og hvað hún væri heppin með tengdabörn. Börnin þau hafa heldur betur sannað það í verki, keypt gamla Kollsárhúsið og gef- ið húsinu sitt upprunalega útlit með endurbótum að utan sem innan. Hún Inga gekk rösklega til verks jafnt innandyra sem utan. Eitt sinn sem oftar þegar ég gisti á Kollsá vaknaði ég eld- snemma morguns, eins og krakka er háttur, fór niður í kjallara og þar var Inga komin í fjósgallann með húfu á höfði, laus við pempíuskap og dekur. Vinna var aðalsmerki Ingu og ég fékk snemma á tilfinninguna að henni þætti gaman að vinna, vinnan færði henni hamingju og gleði. Ég var svolítið skúffuð yfir því að fá ekki sveitavist á Kollsá hjá Ingu og Kalla en flest systkina- börnin hennar höfðu dvalið þar um lengri eða skemmri tíma. En þegar ég sá hvað Inga var áhugasöm að tala um sveitavist- ina mína í Viðvík í Skagafirði hjá Ellu og Fúsa þá varð ég hróðug og lyftist öll upp. Ég þurfti að lýsa fjósinu, heyskapnum, kirkj- unni og fleiru, mér þótti sem ég væri fullorðin ekki nema 11 ára telpa. Og alltaf var ég montin að eiga föðursystur í sveit á ætt- aróðalinu. Einu sinni var Inga samferða okkur pabba í bæinn. Inga sat frammi í Bronkónum og ég var í millisætinu aftur í. Þau systkinin töluðu látlaust um daginn og veginn, hlógu og minntust gam- alla tíma. Ég var furðulostin og enn töluðu þau þegar komið var að Tíðaskarði en mér fannst þetta ekki leiðinlegt heldur fylgdist vel með, afar áhugasöm. Það hefur ríkt einstök vinátta meðal systkinanna á Kollsá. Pabbi var ekki rólegur á vorin fyrr en hann hafði komist norð- ur. Hann færði systur sinni ávallt eitthvað matarkyns í búið og eitt sinn keypti hann tíu vín- arbrauðslengjur. Ég skammaðist mín hálfpartinn fyrir þetta reyk- víska kaffibrauð, fannst heima- bakaða bakkelsið hennar Ingu miklu betra, en viti menn, Inga tók skælbrosandi á móti gjöfinni og kyssti pabba í bak og fyrir. Inga blómstraði af ánægju eft- ir að hún fluttist til Reykjavíkur, hún hafði svo gaman af hinum ýmsu hannyrða- og hönnunar- námskeiðum sem hún sótti. Hún saumaði, prjónaði, málaði og ég veit ekki hvað og hvað fyrir sinn stóra hóp, en átti samt aflögu lít- inn engil sem hún gaf mér. Ég á verðmæta minningu um Ingu, um góða, duglega, glaða og hlýja konu. Eva Guðný Þorvaldsdóttir. Ég kynntist Ingu þegar ég flutti frá Fjarðarhorni í Hrúta- firði út að Kollsá vorið 1954. Áð- ur en við fjölskyldan fluttum hafði ég kviðið því mjög að flytja í tvíbýli. Það kom þó fljótt í ljós að sá kvíði hafði verið óþarfur. Inga var yndisleg kona og það tókust mjög fljótt með okkur vinabönd sem héldust alla tíð síð- an. Inga var hörkudugleg, gekk í öll verk og gat allt sem hún ætl- aði sér. Hún var bóngóð og það var aldrei neitt mál að aðstoða. Oft á tíðum hjálpaði hún mér við að sauma föt á börnin. Ég hljóp til hennar með eitthvert stykki sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að leggja eða snúa og hún kom þessu heim og saman, allt lék þetta í höndunum á henni og allt- af var hún glöð og hress. Þau tæplega 30 ár sem við bjuggum á Kollsá kom okkur vel saman og aldrei skipti Inga skapi. Barna- skarinn var stór en samtals átt- um við 15 börn svo það var oft mikið fjör, hlegið og gert að gamni sínu. Við kölluðumst á, hvor frá sínum tröppunum, og á kvöldin eftir að verkum dagsins var lokið, brugðum við á leik með börnunum Við fórum í feluleiki, hlupum í skarðið, fórum í fallna spýtu, yfir og svona mætti lengi telja. Á haustin sáum við um að gefa gangnamönnunum sveskju- graut, kaffi og kökur eftir að þeir komu af fjalli og þar sem plássið var meira í stóra húsinu á Kollsá var tekið á móti þeim þar. Ég reyndi að hjálpa til eins og ég gat en Inga var driffjöðrin. Okk- ur fórst vel að vinna saman, við hlógum hátt og dillandi hláturinn í Ingu lét engan ósnortinn. Inga mín ég þakka þér, allar glaðir stundir. Oft þú komst að hjálpa mér, þegar svo bar undir. (ÓB) Elsku Inga, ég vil þakka þér fyrir vinskapinn, allar góðu sam- verustundirnar við búskapinn á Kollsá, árin í sveitinni og seinna meir fyrir stundirnar í Bólstað- arhlíðinni. Ég veit að Kalli þinn hefur komið og tekið á móti þér og allt hefur verið orðið tilbúið sem hann var að stússa í og laga áður en hann kom að sækja þig. Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman, þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Úti’ um stéttar urðu þar einatt skrítnar sögur, þegar saman safnast var sumarkvöldin fögur. (Þorsteinn Erlingsson) Börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum auk allra annarra ætt- ingja og vina sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu vinkonu minnar, Ingu Dan frá Kollsá. Ólöf Björnsdóttir frá Kollsá. Það ríkir eftirvænting í loft- inu. Fullorðna fólkið gengur um og sinnir störfum sínum af kost- gæfni, öllum verkum verður að vera lokið í fyrra fallinu. Inga syngur: „Ég vona að Kalli komi kagganum í lag. Strax í dag.“ Söngur hennar er ekki að ástæðulausu, bíllinn bilaður og Bændahátíð á Sævangi þá um kvöldið. Kalli er önnum kafinn við að gera við bílinn, á ballið átti að halda. Söngur Ingu gall við í kyrrð sveitarinnar og viti menn, bíllinn komst í lag. Inga og Kalli skelltu sér á hátíðina ásamt öðr- um sveitungum. Á Kollsá var tvíbýli og oft margt um manninn. Inga og Kalli eiga níu börn og við systk- inin erum fimm. Á sumrin fjölg- aði því að þá bættust við skyld- menni og krakkar sem fengu að vera í sveitinni. Á kvöldin brugðu jafnt fullorðnir sem börn á leik og farið var meðal annars í fallin spýtan og hlaupið í skarðið. Það ríkti alltaf mikil eftirvæn- ing hjá okkur systkinunum að fara í jólaboð til Ingu og Kalla eða niður í hús eins og við sögð- um. Þá var gengið í kringum jólatréð og sungið, farið í leiki og borðaðar veitingar sem Inga hafði útbúið af mikilli alúð. Eftir að þau hjónin brugðu búi og fluttu inn að Borðeyri vann Inga í mörg ár í Veitingaskál- anum Brú. Á vöktunum var mik- ið hlegið og brallað og Inga lét sitt ekki eftir liggja og gaf hinum stelpunum ekkert eftir í prakk- araskapnum. Inga var glaðlynd, dugleg, umburðarlynd, þolinmóð og úr- ræðagóð. Það var saman hvað gekk á, hún gerði það sem gera þurfti. En umfram allt þá var það gleði og glaðværð sem fylgdi henni. Við viljum senda afkomendum hennar, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur og vitna í orð Pam Brown, vinirnir fylgja okkur hvert sem við för- um. Við hugsum oft til þeirra og segjum: Hér hefði þeim þótt gaman. Margs er að minnast. Margt er enn á seyði. Leikur er varpinn, - bærinn minn í eyði. Syngja þó ennþá svanir fram á heiði. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku Inga, hafðu þökk fyrir allt og allt. Atli, Birna og Ingibjörg Ólöf frá Kollsá. „Ég veit ekki hvernig við fær- um að ef við ættum ekki hana ömmu.“ Fallega orðuð hugsun ungs manns. Já, hún var sann- arlega dýrmæt börnum sínum og barnabörnum, hún Ingiríður Daníelsdóttir, sem við kveðjum í dag, enda sérlega glaðvær og kærleiksrík kona, sem alltaf sá eitthvað gott við allt og alla. En barnabörnin og börnin voru henni einnig mikilsverð, eins og segir í Orðskviðum Salómons konungs: „Barnabörnin eru kór- óna öldunganna og foreldrarnir sæmd barnanna.“ Leiðir okkar lágu saman er við hjónin fluttum til Borðeyrar við Hrútafjörð er ég var ráðin skólastjóri í nýendurreistum grunnskóla Bæhreppinga. Hún tók okkur af mikilli hlýju og virt- ist ánægð með að skólinn, sem var henni svo kær, skyldi nú taka til starfa á ný. Hún bjó í Sjónarhóli, sem stendur sunnan skólahússins og urðu skólabörn- in fljótlega hænd að henni, enda var hún aufúsugestur í skólan- um, þar sem hún hafði áður fyrr starfað við matseld. Inga Dan., eins og hún var oft- ast kölluð, hafði lifað langa og farsæla ævi, lengstum í Bæjar- hreppi, en hún varð húsfreyja á Kollsá, æskuheimili sínu, þar sem hún bjó myndarbúi með manni sínum, Karli Hannessyni, og níu mannvænlegum börnum. Þau hjón byggðu sér síðar reisu- legt hús á Borðeyri þar sem þau bjuggu um árabil, en Karl lést árið 1997. Hún er ógleymanleg þeim sem kynntust henni, þessi hávaxna myndarkona sem ljómaði af góð- vild og gleði. Hún var mikilvirk hannyrðakona og eru ófá verkin sem prýða heimili niðja hennar. Inga var ein af stofnendum kvenfélagsins Iðunnar um miðja síðustu öld og var síðar gerð að heiðursfélaga og hafði hún sann- arlega unnið til þeirrar sæmdar, ætíð reiðubúin að vinna félaginu og sveitungunum gagn. Enn fremur söng hún í árafjöld í kór Prestbakka- og Staðarsókna og munu nokkrir af gömlu kórfélög- unum syngja yfir moldum henn- ar. Inga hélt tryggð við sitt gamla félag og sveitina sína kæru eftir að hún flutti til Reykjavíkur fyrir rúmum áratug. Hún tók þátt í menningarferðum Iðunnar til höfuðborgarinnar og gáfu þær, sem voru á níunda og tíunda tugnum, hinum yngri ekki eftir hvað lífsgleði og danskrafta varðaði. Hún kom oft á réttar- daginn i Hvalsárrétt og naut þess að sjá bæði fé og forna vini, drekka kaffi í skúrnum okkar og spjalla. Þorrablótin hafa verið ein aðalskemmtun sveitunganna og þar lét Inga sig ekki vanta á meðan heilsa leyfði. Á síðasta þorrablóti fengum við fallega kveðju frá henni og vinkonu hennar, Lóu frá Kollsá, og varð það hennar hinsta kveðja til okk- ar, því þremur sólarhringum síð- ar lést hún, umvafin kærleika barna sinna og fjölskyldna þeirra. Jesús segir í Jóhannesarguð- spjalli: „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ Og ennfremur: „Ég er upprisan og lífið. Hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Já, við vitum að Inga er hjá Drottni okkar og að hún mun lifa í dýrð himinsins og í hjörtum allra sem þekktu hana og unnu henni. Ég bið Guð allrar huggunar um að vera elskuðum börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum hennar nálæg- ur, styrkja þau og blessa. Við, konurnar í Iðunni, þökk- um Ingu Dan. ljúfa samfylgd og farsæl störf í þágu félagsins okk- ar og samfélagsins alls og biðjum henni Guðs blessunar. Veri hún kært kvödd í eilífri náðinni. Kristín Árnadóttir, formaður. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA MARÍA HANNESSON, Árskógum 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 3. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 13.00. Helgi Hálfdánarson, Gunnar Hálfdánarson, Erla D. Halldórsdóttir, Sigrid Hálfdánardóttir, Guðjón Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT ÓLAFSDÓTTIR, Sléttuvegi 23, andaðist í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Kópavogs mánudaginn 24. febrúar. Útför hennar fer fram í Grensáskirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 15.00. Svanbjörg Gísladóttir, Jón Hansson, Ester Gísladóttir, Þórir Gíslason, Sigrún Hinriksdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, sambýliskona og amma, ÞURÍÐUR FANNEY ÁRNADÓTTIR, Hulla, Klettatúni 7, Akureyri, lést þriðjudaginn 4. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. mars kl. 13.30. Valdemar Valdemarsson, Anna Margrét Tryggvadóttir, Ingi Þór Jóhannsson, Haukur Ingi Valdemarsson, Helga Kristín Valdemarsdóttir, Matthildur Una Valdemarsdóttir. ✝ Ástkær unnusti minn, yndislegi pabbi minn og stjúpfaðir, sonur okkar, bróðir okkar, mágur og frændi, ELVAR ÖRN BALDURSSON, lést laugardaginn 1. mars á heimili sínu, Hafnarstræti 1, Þingeyri. Útför hans fer fram frá Bessastaðakirkju miðvikudaginn 12. mars kl. 14.00. Marta Górska, Teresa Sól Elvarsdóttir, Hubert Górski, Baldur Úlfarsson, Heiðrún Jensdóttir, Ari Baldur Baldursson, Edda Baldursdóttir, Rúnar Birgisson, Brynja Rún Rúnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.