Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
Ótal minningar
hafa komið upp í hugann síðustu
daga. Minningar um sterka konu
sem mótaði okkur systkinin svo
mikið.
Mamma lifði tímana tvenna.
Eftir að foreldrar hennar skildu
fluttist hún til ömmu sinnar vest-
ur á Hellissand og bjó hjá henni
fram á unglingsár. Hún naut
góðs atlætis hjá ömmu sinni og
stórfjölskyldunni á Sandi en það
hlýtur að hafa haft áhrif á barns-
sálina að vera kippt frá foreldr-
um sínum og bróður í einu vet-
fangi. Hún og pabbi kynntust á
Sigríður
Oliversdóttir
✝ Sigríður Oli-versdóttir
fæddist í Reykjavík
18. júní 1935. Hún
lést á Sólvangi í
Hafnarfirði 26.
febrúar 2014. Útför
Sigríðar var gerð
frá Hafnarfjarð-
arkirkju 7. mars
2014.
Akranesi þegar
mamma bjó hjá
mömmu sinni og
eiginmanni hennar
Guðmundi Finn-
bogasyni. Pabbi
sagði að þetta hefði
verið ást við fyrstu
sýn af hans hálfu en
jafnframt að það
hefði ekki verið auð-
velt þar sem hún
hefði verið falleg-
asta stúlkan á Skaganum og von-
biðlarnir margir. Hún flissaði
alltaf að þessari frásögn hans.
Þau komu sér fyrir í Hafn-
arfirði áður en við fæddumst.
Pabbi vann úti en mamma sá um
allt annað. Hún stjórnaði heim-
ilinu og reglunum sem þar giltu.
Pabbi skipti sér lítið af uppeldis-
reglum, vissi sem var að mömmu
var treystandi fyrir þeim. Hún
vildi allt fyrir okkur gera og að
okkur skorti ekkert. Hún hafði
mikinn metnað fyrir hönd okkar
og lagði áherslu á að við mynd-
um mennta okkur því það var
eitthvað sem hún hafði ekki átt
kost á. Hún vildi að við lærðum
tungumál og fengjum að ferðast
og tók alltaf vel á móti vinum
okkar sem dáðu hana og dýrk-
uðu. Henni fannst vinir okkar
skemmtilegir, hafði áhuga á að
kynnast þeim og bauð þá vel-
komna á okkar heimili. Vinir
okkar urðu líka vinir mömmu.
Oft voru mörkin fyrir þá rýmri
en fyrir okkur. Það sem þeir
gerðu var sniðugt en ekki eins
sniðugt þegar við gengum hratt
um gleðinnar dyr.
Hún lifði í skugga Alzheimer-
sjúkdómsins seinni hlutann.
Hlutverkin snérust við. Pabbi
gaf allt frá sér til að hugsa um
hana. Hann sýndi ótrúlegt æðru-
leysi og ást sem kemur fram í
þessu fallega ljóði eftir hann:
Alzheimer
Hún er þarna,
samt er hún horfin,
horfin sjálfri sér,
horfin ástvinum sínum,
Hún situr þarna,
hjartað slær,
fegurðin geislar frá henni
sem forðum,
fegurð augnanna,
fegurð ástúðar og mildi.
Ég tala við hana
eins og ekkert hafi breyst,
tala um börnin okkar,
barnabörnin,
blómin í garðinum okkar,
sem hún gróðursetti og unni
og gæddi nýju lífi á hverju vori
eins og allt annað í kringum okkur.
Ég tala um vini okkar,
reyni að varpa ljósi gleðinnar
inn í vitund hennar.
Hún brosir.
Ég finn, að hún skynjar návist mína
svo heitt og unaðslega.
Aftur og aftur spyr ég sjálfan mig:
Af hverju hún, en ekki ég?
Síðustu átta árin dvaldi hún á
Sólvangi. Orð fá því ekki lýst
hversu starfsfólkið þar hugsaði
vel um hana og okkur öll. Hjart-
ans þakkir.
Þau pabbi áttu gott líf saman
og voru samheldin og báru virð-
ingu hvort fyrir öðru. Þau létu
okkur finna það að við værum
sólargeislarnir þeirra. Við verð-
um þeim eilíflega þakklát fyrir
það. Góða vinkonu þeirra
dreymdi þau nóttina eftir að
mamma kvaddi. Þau voru glöð
og pabbi sagði þau á leið í ferða-
lag. Þannig sjáum við þau fyrir
okkur.
Lovísa, Finnur og Ingibjörg.
„Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú græt-
ur vegna þess, sem var gleði þín.“
Þessi orð Spámannsins eiga
vel við þegar ég kveð hana ömmu
mína.
Síðan ég fæddist hefur amma
verið mikilvægur hluti af mínu
lífi. Mamma var ung þegar hún
átti mig og fyrstu ár ævi minnar
bjuggum við hjá ömmu og afa í
sveitinni. Þegar ég var 3ja mán-
aða þurfti mamma að fara að
vinna aftur og þá hugsaði amma
um mig. Og alla tíð síðan hefur
amma hugsað vel um mig og
mína. Eftir að við fluttum voru
þær ófáar heimsóknirnar í sveit-
inna. Alltaf var jafn spennandi að
koma yfir hæðina og sjá húsið hjá
ömmu og afa. Ég á margar góðar
minningar úr sveitinni hjá ömmu
og afa og finnst ég mjög lánsöm
að hafa fengið að alast þar upp að
miklum hluta. Eftir að ég eltist
og fór að búa og eignast börn hélt
amma áfram að vera mín stoð og
stytta og aðstoða mig á hvern
þann hátt sem hún gæti. Hún sá
til þess að Eva kæmist í Ölver,
hún mætti fyrir kl. 8 alla virka
morgna eitt sumarið þegar Eydís
var eins árs til að passa – og var
alltaf tilbúin til þess að passa
börnin mín þegar þurfti. Hún
kenndi Evu að lesa og báðum
dætrum mínum að fara með bæn-
irnar sínar og að signa sig. Hún
lauk við hálfkláraðar prjónaflíkur
sem ég hafði gefist upp á, bætti
föt, prjónaði sokka og vettlinga,
sá til þess að börnin mín fengju
og klæddust ullanærbol, kom
færandi hendi með heimsins
bestu kjötbollur og skonsur,
Sigríður Jensdóttir
✝ Sigríður Jens-dóttir fæddist
8. nóvember 1922.
Hún lést 23. febr-
úar 2014. Útförin
fór fram í kyrr-
þey 28. febrúar
2014.
ömmukökur og
ábrystir, veitti húsa-
skjól þegar við vor-
um á milli húsnæða,
aðstoðaði fjárhags-
lega þegar ég var
peningalítil, fór með
mér í sumarbústaða-
ferð á Laugarvatn
og svo mætti lengi
telja. „Sælla er að
gefa en þyggja“ átti
svo sannarlega við
hana ömmu mína. Þeir eru marg-
ir hlutirnir hér á heimilinu sem
amma kom með úr utanlands-
ferðum sem þau afi fóru í eða
voru pantaðir úr Quelle og komið
með til að gleðja mig eða börnin
mín. Þau eru líka ófá skiptin sem
mamma kom færandi hendi með
eitthvað frá ömmu – eitthvað sem
ömmu fannst fallegt og hugsaði
til mín. „Fía keypti svo fallegan
dúk og amma þín vildi endilega
gefa þér svoleiðis.“ Dæmigert
fyrir hana ömmu mína. Hún
hugsaði alltaf fyrst um aðra.
Engin furða að mér finndist ég
eiga bestu ömmu í heiminum. Í
mínum huga var hún það svo
sannarlega.
Ég vild ég væri skáld
þá myndi ég semja þér
mesta ljóð allra tíma
þar sem fyrir kæmust
allar þær minningar
sem ég ætti um þig
og öll þau fögru orð
sem ég á yfir þig
og ljóðið yrði svo fallegt
að það yrði ljóðið
sem allir myndu nota
í minningagreinar
um sínar ömmur
því að akkúrat þannig ljóð
myndi hæfa þér
– fallegasta ljóð allra tíma.
En líklega yrði það of mikið
því þú varst svo hógvær
og hefðir bara farið hjá þér
og ekki kunnað við
að öll þessi athygli
beindist að þér.
Og ég er ekki skáld
svo þessi ósk mín
fellur um sjálfa sig
og ég kveð þig
með fátæklegum orðum
og fallegum hugsunum
um bestu ömmu í heimi
og minningarnar um þig
geymi ég svo á besta stað
- í hjartanu mínu.
(SBK)
Elsku amma. Ég veit að þú ert
hvíldinni fegin og afi hefur tekið
vel á móti þér.
Takk fyrir allt.
Sigríður Björk
Kristinsdóttir.
Elsku amma Sigga. Takk fyrir
að hafa leyft mér að kalla þig
ömmu, þegar báðar mínar ömm-
ur voru búnar að kveðja þennan
heim. Takk fyrir að fá að kynnast
þér og takk fyrir að hafa kennt
mér að trúa á kærleik framar öllu
öðru. Minning þín mun lifa í
hjörtum okkar Rakelar.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson)
Hanna Sif.
Elskulega amma mín var fal-
leg og góð kona. Mér þótti óend-
anlega vænt um hana og á marg-
ar góðar minningar um okkur
saman. Hún var æðrulaus, sér-
staklega geðgóð og talaði aldrei
ílla um nokkurn mann. Þegar við
kvöddumst endaði hún alltaf
kveðju sína á orðunum „passið
börnin“.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum
amma góð, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minning þín lifir í hjörtum
okkar um ókomna tíð.
Kristín Ósk Karlsdóttir.
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona og amma,
EDDA S. ERLENDSDÓTTIR,
Hátúni 12,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 2. mars að heimili sínu.
Hún verður jarðsungin frá Neskirkju
miðvikudaginn 12. mars kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að
MS-félag Íslands njóti þess.
Erlendur Jón Einarsson, Anna Kristín Scheving,
Steingrímur Óli Einarsson, Birna Dís Björnsdóttir,
Ólína Erlendsdóttir, Guðmundur Örn Ragnarsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
HRAFNHILDUR G. NORÐDAHL,
Hædý,
Stigahlíð 48,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 5. mars.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 12. mars
kl. 15.00.
Kjartan Norðdahl,
Hrafnhildur Karó Norðdahl,
Anna Metta Norðdahl,
Kjartan K. Norðdahl, Ríta Kristín Ásmundsdóttir,
Davíð Rafn, Elísabet Nótt, Karen Ösp,
Tinna Marín, Kristel Lind og Jökull Logi.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
MATTHÍAS BJARNASON,
fyrrv. alþingismaður og ráðherra,
Lómasölum 16,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 28. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 11. mars kl. 15.00.
Auður Matthíasdóttir, Kristinn Vilhelmsson,
Hinrik Matthíasson, Steinunn Ósk Óskarsdóttir,
Matthías Kristinsson, Liv Anna Gunnell,
Matthías Hinriksson, Kristín Dögg Guðmundsdóttir,
Sigrún Hanna Hinriksdóttir, Kenneth Kure Hansen,
Kristín Petrína Hinriksdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÞÓRDÍSAR ÞORLÁKSDÓTTUR
frá Veiðileysu,
síðast til heimilis að Skipalóni 24,
Hafnarfirði,
verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 10. mars kl. 13.00.
Þakkir sendum við starfsfólki á 2. hæð Sólvangs fyrir góða og
alúðlega umönnun.
Þóra Steindórsdóttir,
Ari Steindórsson, Lára Huld Grétarsdóttir,
Guðlaug Steindórsdóttir, Sævar Örn Guðmundsson,
Alda Áskelsdóttir, Sigurður Óli Gestsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓHÖNNU S. GUÐJÓNSDÓTTUR,
Njarðvíkurbraut 24,
Reykjanesbæ.
Sigríður Sigurðardóttir,
Guðjón L. Sigurðsson, Louisa Aradóttir,
Hólmfríður Sigurðardóttir, Eggert Ólafsson,
Kolbrún A. Sigurðardóttir,
Gunnar Sigurðsson, Halldóra M. Svavarsdóttir,
Kristín S. Sigurðardóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Vegna andláts og útfarar okkar hjartkæra,
METÚSALEMS ÓLASONAR,
Miðvangi 6,
Egilsstöðum,
þökkum við af heilum hug öllum þeim
fjölmörgu, sem sýnt hafa okkur samúð og
hlýhug og vottað honum virðingu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar H.S.A.,
Egilsstöðum, fyrir einstaka umhyggju.
Rósa Bergsteinsdóttir,
Guttormur Metúsalemsson, N. Snædís Jóhannsdóttir,
Óli Grétar Metúsalemsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir,
Bergsteinn H. Metúsalemsson, Rannveig Sigurjónsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar