Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
gaman að koma í skúrinn þinn og
sjá djásnin þín, gömlu Toyotuna
hans langafa og trabbana ykkar
Gulla, sem þú varst svo hreykinn
af. Við sendum guð og góðar vætt-
ir til ömmu, mömmu, Gulla og
Bárðar til að veita þeim styrk og
þrótt til að halda ótrauð áfram.
Kveðja,
Ester Elín og Orri.
Elsku frændi minn, hvernig má
það vera að aðeins fjórum vikum
eftir að þú komst í heimsókn til
mín var komið að kveðjustund er
ég hélt í hönd þína þegar þú
kvaddir þennan heim. Ótal margar
tilfinningar og minningar helltust
yfir mig á þeirri stundu en þú hef-
ur verið stór partur af mínu lífi og
ég mun sakna þín mikið. Þú varst
svo einstakur karakter og náðir að
kalla fram bros á andlit mitt í
hvert sinn er við hittumst enda af-
skaplega orðheppinn maður. Þeg-
ar ég hugsa til baka er svo margt
sem ég er þér þakklát fyrir en
hjálpsemi og gjafmildi einkenndi
þig. Mikið þótti mér alltaf vænt um
það að í hvert skipti þegar ég lagði
af stað heim fylgdir þú mér út,
kvaddir mig með bros á vör og
veifaðir síðan bless. Með þessum
orðum langar mig að þakka þér
fyrir allar samverustundir og fyrir
að vera frændi minn sem var alltaf
til staðar. Missirinn er mikill fyrir
elsku ömmu mína, pabba minn og
yndislegu föðursystkini mín
Guggu og Bárð. Ég bið góðan Guð
að styrkja þau í gegnum sorgina.
Guð geymi þig, elsku frændi
minn.
Þín frænka,
Ester Guðlaugsdóttir.
Í æsku áttum við Óskar bróðir
okkar annað heimili á Víkurbraut
11 í skjóli Esterar móðursystur
okkar, Guðmundar mannsins
hennar, barna þeirra og Guðlaugs
afa þar sem við vorum oft í jóla-,
páska- og sumarfríum til að vera
og njóta.
Við Sigfús höfum ýmislegt
brallað saman í leik og starfi í
gegnum tíðina frá því við vorum
smápollar en þrjú ár eru á milli
okkar í aldri. Ég minnti Fúsa
stundum á atvik þegar við vorum
pollar, eitthvað innan við 10 ára,
þegar hann rak mig í burtu af
heimili sínu þar sem ég hafði gert
eitthvað af mér sem honum mislík-
aði. Ég sagði honum að það væri
ekkert mál, ég ætti fullt af frænd-
fólki í Víkinni og ég færi bara til
þeirra, en það sætti Fúsi sig ekki
við; úr Víkinni skyldi ég fara strax
og ekki orð um það meir.
Í framhaldi af þessu fór ég í
hjólreiðatúr til að hugsa hvað ég
ætti að gera í stöðunni, en varð
fyrir því óláni að detta og viðbeins-
brjóta mig og farið var með mig til
Vigfúsar læknis, sem setti mig í
fatla. Þegar á Víkurbrautina var
komið tók Fúsi á móti mér opnum
örmum og sagði að ég mætti vera
heima hjá honum eins lengi og ég
vildi.
Þessi saga kemur mér í hug nú
þegar ég hugsa til baka því alla tíð
hafa samskipti okkar félaga verið
á svipuðum nótum; hann lesið mér
pistilinn þegar honum finnst ég
fara yfir strikið eða gera ekki hlut-
ina rétt, en alltaf boðinn og búinn
að aðstoða mig beðinn og óbeðinn.
Sem dæmi má nefna þegar ég var í
hestaferð fyrir tveimur árum aust-
ur í Skaftártungu og féll af hest-
baki, varð óreiðfær og þurfti því að
komast heim sem fyrst. Þá var
gott að eiga Fúsa frænda að og
svarið var eins og svo oft „ég kem“
og hefði sjúkrabíllinn líklega ekki
orðið svona fljótur í ferðum.
Í byrjun desember sl. hringdi
ég í Fúsa og bað hann að setja ljós
á leiði móður okkar. Þá var svarið:
„Ég er búinn að því, frændi.“ Já,
svona var Fúsi frændi. Annað sem
einkenndi frænda minn og ég verð
að nefna hér er að aldrei nokkurn
tíma heyrði ég hann tala neikvætt
um nokkra manneskju.
Fúsi var mikill áhugamaður um
gamla bíla, til dæmis gerði hann
upp Toyota Landcruiser sem var
eins og nýr eftir uppgerð og einnig
aðstoðaði hann Gulla bróður sinn
við að gera upp Trabant sem kos-
inn var áhugaverðasti bíllinn á
fornbílasýningu sl. ár.
Við fráfall Fúsa, frænda míns
og vinar, er mér er ofarlega í huga
vísa sem afi okkar fór oft með og
finnst eiga ágætlega við frænda
minn:
Ég forðast allan fáráðshátt
ég forðast allar glímur.
En ef ég bendi í eina átt
þá eru það hreinar línur.
(Höf. ók.)
Síðastliðin 27 ár hefur Fúsi far-
ið með mér í ferðir tengdar vinnu
minni í desember ár hvert og hef
ég notið dyggrar aðstoðar hans í
ýmsum ævintýrum því tengdum.
Ferðir okkar saman verða víst
ekki fleiri í bili og þakka ég
frænda mínum kærlega fyrir sam-
ferðina. Við Elsa sendum Ester og
allri fjölskyldunni samúðarkveðju.
G. Gunnar Björnsson.
Með fáeinum orðum langar mig
að minnast Sigfúsar Guðmunds-
sonar frá Vík í Mýrdal. Hann lést
snögglega 24. febrúar langt um
aldur fram, aðeins 55 ára. Hann
bjó með móður sinni og bróður í
Vík.
Hann hugsaði vel um þau bæði,
hann var handlaginn og hélt öllu
vel við utan húss sem innan og var
nærgætinn í allri umgengni. Hann
þurfti ýmislegt að ganga í gegnum
á lífsleiðinni og eiginlega má segja
að hann hafi verið mikil hetja. Þá
kom sér vel að sjá spaugilegu hlið-
arnar á lífinu. Hann hafði
skemmtilegan húmor og kom
manni oft til að hlæja. Hann kom
til okkar að Skaftafelli með móður
sinni nokkrum sinnum og var þá
eins og svo oft með spaugsyrði á
vörum. Ég vil fyrir mína hönd og
barna minna þakka Sigfúsi fyrir
öll hin góðu kynni.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíl í friði kæri Sigfús, þín
verður sárt saknað.
Hafðu þökk fyrir allt.
Guðveig Bjarnadóttir
og fjölskylda.
Í dag fylgjum við þér Sigfús síð-
asta rúntinn. Verðum við ekki að
fara einn njósnarúnt? Oft var nú
skroppið í rúnt en rúnturinn gekk
undir ýmsum nöfnum. Nauðsyn-
legt að fylgjast með eigninni og at-
huga hvort einhver væri búinn að
skilja eftir hjólhýsi eða fellihýsi
fyrir utan hjá okkur. Það var með
ólíkindum hvað driftin gat verið
mikil hjá Sigfúsi og átti hann auð-
velt með að fá fólk með sér í fram-
kvæmdir. „Ég er góður að rífa“
var alltaf viðkvæðið ef einhverjar
framkvæmdir voru framundan
hjá þér og þínum. Nauðsynlegt að
rífa og taka til áður en uppbygg-
ing getur hafist á ný.
Asinn var oft mikill þegar lagt
var af stað í verkefnin og eftir-
fylgnin og löngunin til að sjá verk-
in klárast var alltaf til staðar. Eftir
að við eignuðumst gamla SS-húsið
í Vík var þér það mjög hugleikið
að laga það og taka í gegn.
Heimsóknirnar á Austurveginn
urðu margar, margir bollar
drukknir og margar spengjur
sprengdar og kvöldið svo kórónað
með rúnti, njósna-, iðnaðar- eða
menningarrúnti, allt eftir því hvað
átti við í hvert skipti. Það er með
ólíkindum hvað þér tókst að gera
og koma í verk. Láta laga cruiser-
inn, taka Víkurbrautina ykkar í
gegn, laga bílskúrinn og þvotta-
húsið. Allt gert með góðum vinum
og með þinni þrautseigju og á þinn
hátt.
Á þig var hægt að treysta í því
sem þú sagðir að væri „þín deild“.
Stundum var minnst á fortíðina en
flestir vonuðu að Katla myndi ekki
láta á sér kræla því fyrir henni
varstu ákveðinn að skála í viskíi,
Katla situr enn á sér sem betur
fer.
Þinn tími var allt of stuttur.
Eftir stutt veikindi kvaddir þú og
við stöndum hér og reynum að
átta okkur á hvernig lífið verður
án þín.
Elsku Ester, Gugga, Gulli,
Bárður og fjölskyldur. Skarðið er
stórt og verður ekki fyllt. Við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð um
leið og við óskum ykkur alls hins
besta á komandi tímum.
Bárður, Hulda,
Einar, Sandra, Finnur,
Ásta og Oddný.
✝ Kristinn AlbertMagnússon
fæddist í Hring-
verskoti í Ólafsfirði
21.10. 1923. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Hornbrekku í
Ólafsfirði 1. mars
2014.
Albert var sonur
hjónanna Magn-
úsar Sigurðar Sig-
urðssonar frá
Bakka í Ólafsfirði, f. 25.8. 1891,
d. 26.8. 1974, og Ásu Ingibjarg-
ar Sæmundsdóttur frá Hring-
verskoti í Ólafsfirði, f. 7.11.
1894, d. 4.12. 1984. Albert var
sjöunda barn þeirra hjóna en
alls átti hann tólf systkini. Þau
eru í aldursröð: Guðrún, Guð-
mundur, Særún Árný, Jón, Sig-
mar, Hallfríður Margrét, Sig-
ursveinn Stefán, Friðbjörg,
Marínó, Margrét Guðný, Unnur
og Anna Jóna. Eft-
irlifandi systkin Al-
berts eru: Sigmar,
Unnur og Anna
Jóna. Níu þeirra
eru látin.
Eiginkona Al-
berts var Lilja Ólöf
Sigurðardóttir frá
Sauðárkróki, f.
27.6. 1926, d. 3.3.
1982. Þau gengu í
hjónaband 1.1.
1975. Þeim varð ekki barna auð-
ið. Fyrri eiginmaður Lilju var
Randver Sæmundsson, f. 2.11.
1910, d. 1.7. 1970. Lilja og Rand-
ver eignuðust synina Sigurð
Pálma, f. 5.8. 1953, og Gunnar
Egvaníus. Uppeldisdóttir Lilju
og Randvers er Rannveig Lilja
Ólafsdóttir, f. 7.7. 1943.
Útför Alberts fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 8. mars
2014, kl. 14.
Albert Magnússon eða Abbi
eins og við krakkarnir kölluðum
hann var bróðir móður minnar.
Ætli ég hafi ekki verið eitthvað
um ársgamall þegar ég hitti hann
fyrst því þá var ég sendur í sveit á
Þverá í Ólafsfirði til afa og ömmu
ásamt frænku minni Steinunni. Í
þá daga tíðkaðist það að senda
börn snemma í sveit til að kynnast
sveitamenningunni. Einnig
bjuggu þá þeir bræður Abbi og
Jónsi á Þverá og sáu um búskap-
inn ásamt afa. Það fyrsta sem ég
man eftir úr sveitinni var að við
Steinunn skiptum þeim bræðrum
á milli okkar. Hún átti Jónsa og ég
átti Abba og þannig var það og því
var aldrei breytt. Eitt af aðals-
merkjum Abba í gegnum lífið fyrir
utan gleði og jákvæðni var mikil
stríðni. Stríðnari mann hef ég ekki
þekkt á mínum lífsferli. En allt var
þetta stríðni á jákvæðum nótum.
Ég held að það hafi enginn maður
sem þekkti Albert komist hjá
stríðni hans. Á ættarmótum, af-
mælum eða öðrum mannamótum
var hann miðdepilinn. Þá var
endalaus stríðni og hlátur í kring-
um Abba og oftast var það sá sem
var strítt sem hló manna hæst.
Aldrei neikvæð stríðni. Abbi hefur
alltaf verið eins og heimsfrægur
poppari hjá öllum börnum í ætt-
inni í gegnum árin sökum þess að
hann var alltaf til í að slást og ólm-
ast við þau. Abbi gat verið mjög
lyginn og sannfærandi í stríðninni.
Á öðru eða þriðja árinu sem ég var
í sveit á Þverá var mér gefin koll-
ótt mórauð kind sem var nefnd
Kolla. Abbi lét mig senda sér
súkkulaði á hverjum vetri í mörg
ár til að gefa Kollu að éta svo hún
héldi litnum. Ef hún fengi ekki
súkkulaði yrði hún hvít. Sam-
viskulega gerði ég það. Á fjórða
eða fimmta ári sá ég Kollu í fyrsta
sinn í réttum og var hún þá með
eitt hvítt og eitt brúnt lamb. Þegar
ég spurði Abba af hverju það væri
var svarið að ég hefði ekki sent
nóg súkkulaði síðasta vetur. Eftir
þetta var séð um að senda nóg af
súkkulaði. Einhverjum árum
seinna var Kolla allt í einu orðin
dökkbrún og var með tvö svört
lömb. Aftur spurði ég Abba og það
stóð ekki á svarinu: Þú sendir mér
síðast suðusúkkulaði! Svona var
stríðnin hjá Abba. Hann hefur
bara bent á næstu kollóttu rollu í
réttunum og sagt mér að þetta
væri Kolla. Ég gæti sagt margar
sögur af Alberti og einnig þeir
sem til hans þekktu. Frá því að ég
kynntist konunni minni fyrir um
25 árum höfum við lagt það í vana
okkar að fara í heimsókn til Ólafs-
fjarðar á nánast hverju sumri til
þeirra Fríðu systur hans og Ragn-
ars og Alberts. Að hlusta á þá tvo,
Ragnar og Albert, segja sögur úr
sveitinni í essinu sínu var óborg-
anlegt. Nú eru þau öll farin yfir
móðuna miklu og verður frekar
tómlegt að koma til Ólafsfjarðar
án þeirra. Albert var níræður þeg-
ar hann lést og ennþá með húm-
orinn í gangi þó að hann hafi verið
orðinn ansi heilsulítill. Nú verður
ekki hlaupið meira upp og suðrá
eftir rollum eins og honum var títt
að segja. Lilja mín, ég veit að það
hefur legið mest á þér að hugsa
um Abba síðustu árin. Guð veri
með þér og vottum við þér, Sigga
Pálma, Gunna og öllum aðstand-
endum samúð okkar.
Kristinn T. Haraldsson
(Kiddi rót) og Jónína.
Kristinn Albert
Magnússon
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
LILJU HALLGRÍMSDÓTTUR
húsfreyju,
Klaufabrekknakoti.
Sérstakar þakkir sendum við öllu því góða
fólki sem annaðist hana í veikindum hennar.
Halla Soffía Karlsdóttir, Atli Friðbjörnsson,
Jónasína Dómhildur Karlsdóttir, Gunnlaugur Þorsteinsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS GUNNARS HERMANNÍUSSONAR,
Mörkinni,
Suðurlandsbraut 66.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Markar fyrir einstaka umönnun og
hjálpsemi.
Jónína Sigurbjörg Eiríksdóttir,
Eiríkur Jónsson, Sigríður Einarsdóttir,
Ásta Jónsdóttir, Hafsteinn Gunnarsson,
Þorbjörg Jónsdóttir,
Sigurður Geir Jónsson, Ragnhildur Hjartardóttir,
Gunnar Þór Jónsson, Margrét Hallgrímsdóttir,
Guðrún Ólöf Jónsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og fósturafa,
MÁS RÖGNVALDSSONAR,
Háteigsvegi 23.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi,
starfsfólki heimahlynningar LSH og heimahjúkrunar Heima-
þjónustu Reykjavíkur.
Gíslína Gunnarsdóttir,
Steinunn I. Másdóttir, Bergur Steingrímsson,
Gunnar Már Másson,
Ellen Elísabet, Bjarki Már,
Jóhanna Þórný og Brynjar Þór.
✝
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför bróður okkar,
SIGURÐAR BRIEM JÓNSSONAR,
dvalarheimilinu Hvammi,
Húsavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis-
ins Hvamms og Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga á Húsavík.
Guðrún Jónsdóttir,
Halla Jónsdóttir,
Sólrún Jónsdóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
VALDIMARS SÆVARS HALLDÓRSSONAR
skipstjóra,
Eyjaholti 3,
Garði.
Ingibjörg Bragadóttir,
Halldór Kristinn Valdimarsson, Jocelyn Doroon,
Helga Birna Valdimarsdóttir,
Unnur Katrín Valdimarsdóttir,
Ingunn Rós Valdimarsdóttir, Arnmundur Sigurðsson
og barnabörn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson