Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland P R E N T U N .IS Goodnight Erla Tryggvadóttir, viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunniBrandenburg og fyrrverandi fjölmiðlakona, fagnar í dag 35ára afmæli sínu. Hún mun verja deginum umvafin íslenskri náttúru með sambýlismanni sínum. „Við ætlum að fara á Hótel Skóga, gista þar yfir nótt og borða góðan kvöldmat. Markmiðið er að eiga saman rómantíska stund í til- efni dagsins. Ég er gengin sex mánuði með lítinn strák þannig að það er alveg fullkomið að njóta dagsins í huggulegheitum úti á landi,“ segir Erla sem er mikið afmælisbarn. „Þótt ég haldi ekki alltaf upp á afmælið þá þykir mér afar vænt um það þegar fólk óskar mér til hamingju með afmælið og veitir mér smáathygli á þessum degi. Ég á tvo eftirminnilega afmæl- isdaga. Annar þeirra var þegar ég bjó úti í Strassborg og vinkona mín Birna Þórarinsdóttir skipulagði óvænta afmælisveislu mér til heiðurs. Hinn var þegar ég bjó úti í New York og Guðlaug vinkona mín gerði slíkt hið sama. Ég hef því tvisvar fengið svona óvæntar af- mælisveislur og þær standa tvímælalaust upp úr.“ Afmælisdag Erlu ber upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna. „Ég er mikill jafnréttissinni og það að eiga afmæli á þessum degi hefur án nokkurs vafa mótað mig mjög. Þá er það skemmtileg tilviljun að ég er sett á kvenréttindadeginum 19. júní,“ segir Erla. mariamargret@mbl.is Erla Tryggvadóttir er 35 ára Málstaður Erla starfar á auglýsingastofunni Brandenburg og er nú að vinna að Mottumars og koma málstaðnum á framfæri. Á afmæli á bar- áttudegi kvenna Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Dagur fæddist 21. júní kl. 11.54. Hann vó 3.515 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Breiðfjörð Pétursdóttir og Magnús Dige Baldursson. Nýir borgarar Kópavogur Emilía Íris fæddist 12. júní kl. 18.50. Hún vó 2.932 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Karen Ósk Sampsted og Ívar Hauksson. S igríður Elísabeth fæddist í Elizabethon í Tennesee í Bandaríkjunum 9.3. 1964 og bjó þar til fjögurra ára aldurs. Þá flutti fjöl- skyldan til Ísland, á Baldursgötuna í Reykjavík, til ömmu og afa Lísu: „Árið áður höfðu afi og amma farið í sína einu utanlandsferð til að heim- sækja okkur og ég man að við systk- inin hlökkuðum mikið til að hitta þau aftur. Fjölskyldan bjó síðan með gömlu hjónunum á Baldursgötunni, í Rétt- arholti við Sogaveg og loks í Bjarna- borg við Hverfisgötu. Afi og amma höfðu alltaf nægan tíma og nóg pláss fyrir ungar sálir, áhyggjur þeirra og hugðarefni. Sambýlið við þau var okkur systk- inunum því ómetanlegt. Árið 1977 flutti fjölskyldan síðan í nýja verkamannabústaði í Selja- hverfinu en gömlu hjónin urðu eftir við Hverfisgötuna. Ég fór sex ára í sveit norður í Eyjafjörð þar sem ég átti að gæta barna sem voru litlu yngri en ég sjálf. Ekki hefur mér líkað vistin þar því eftir helgarfrí með foreldrum mínum á Akureyri neitaði ég að fara þangað aftur. Seinna vann ég svo nokkur góð sumur á Hjalla í Kjós hjá heið- urshjónunum þar, Unni og Hans, Sigríður E. Sigmundsdóttir garðyrkjufræðingur – 50 ára Hressir og samhentir krakkar Börnin hennar Lísu, talið frá vinstri: Geir, Gígja, Erlingur Bjarni og Diljá Ösp. Lífsgleði, grænir fingur og styrkir fætur Hlaupaparið Lísa og Pétur eftir nýafstaðið Brúarhlaupið á Selfossi í fyrra. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.