Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Síðasti sýningardagur sýning- arinnar Þitt er valið í Hafnarborg er á morgun, sunnudag. Á sýning- unni eru verk úr safneign Hafn- arborgar, valin af almenningi í gegnum heimasíðuna Sarpur.is, gagnagrunn safna þar sem meðal annars má nálgast listaverkaskrá Hafnarborgar. Í dag, laugardag, kl. 13 verður efnt til hringborðsumræðna um skráningu og miðlun menningar- arfsins í tengslum við sýninguna. Á dagskrá eru framsögur og umræð- ur um miðlun, upplýsingaflæði og gildi þess að bæta aðgengi að þeim hluta menningararfs þjóðarinnar sem varðveittur er á söfnum. Þátt- takendur í hringborðinu eru Egg- ert Þór Bernharðsson prófessor í menningarmiðlun og umsjón- armaður námsleiðar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Ís- lands, Ólöf K. Sigurðardóttir for- stöðumaður Hafnarborgar, Sig- urður Trausti Traustason fagstjóri Sarps og Sigurjón Baldur Haf- steinsson dósent í safnafræði við Háskóla Íslands og framkvæmda- stjóri Rannsóknarseturs í safna- fræðum. Dagskráin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Hringborðsumræður í dag Hafnarborg Boðið verður upp á hringborðsumræður um skráningu og miðlun menningararfsins í tengslum við sýninguna Þitt er valið. Listamannaspjall verður haldið í Ásmundarsafni á morgun, sunnu- dag, kl. 15 í tengslum við sýninguna Ég hef aldrei séð fígúratíft raf- magn sem þar er til sýnis. Þar ræða Baldur Geir Bragason, Björk Viggósdóttir og Þór Sigurþórsson við gesti um verk sín á sýningunni. „Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vinna þrívíð verk eða abstrakt rýmisverk. Þeir notast gjarnan við óhefðbundinn efnivið og leyfa efni, formi og rými að stýra efnistökum og lokaútkomu verkanna,“ segir m.a. í tilkynningu frá safninu. Síðasti sýningardagur er sunnu- dagurinn 27. apríl nk. en þann dag fer fram lokalistamannaspjallið. Aðgangur er 1.300 kr. Frítt er fyrir handhafa Menningarkortsins. Listamannaspjall í Ás- mundarsafni á morgun Blind Date Verk eftir Þór Sigþórs- son á sýningunni frá árinu 2013. Þrátt fyrir vonandi síðustuvetrargusu þessarar ver-tíðar var svo til fullt á ný-liðnum fimmtudags- tónleikum SÍ í rauðu röðinni svokölluðu er helguð mun einkum stórum hljómsveitarverkum. Efst á blaði var frumflutningur verks frá 2010 eftir enskættaða að- setann okkar síðan 1977, Oliver Kentish, er hann nefndi Glaðsheim [10’] í höfuðið á glæstustu byggingu Ásgarðs skv. Gylfaginningu Snorra. Það var undir rammíslenzkum þjóð- menningarformerkjum er eigna hefði mátt Jóni Leifs, og samið í til- efni af langþráðu tónlistarhúsi landsmanna við Reykjavíkurhöfn. M.ö.o. ekki ólíkt Velkomin Harpa Þorkels Sigurbjörnssonar heitins, eða, ef aftar er haldið, Die Weihe des Hauses Beethovens frá 1822. Verkið var skrifað fyrir stóra hljómsveit (þrefaldan tréblástur) og hið líflegasta áheyrnar með örum senuskiptum milli álfkonukenndrar dulúðarblíðu og forngermansks vígamóðs. Það endaði á dúndrandi Brávallamarsi er glatt hefði Tolkien í Hringadrottinsham. Jafnvel þótt upphafstónar meginstefsins með stækkaðri ferund gætu minnt ögn á The Simpsons (eða Maria úr West Side Story), lét postrómantískt verkið vel í eyrum enda bæði litríkt og fjölbreytt. Flutningurinn var víð- feðmur við hæfi; ýmist hvíslandi dul- úðartær eða logandi snarpur svo undir tók. Var honum forkunnarvel tekið. Hin bandarísk-japanska Midori Goto (f. 1971) var meðal eftirsótt- ustu undrabarna 8.-9. áratugar á fiðlu en hafði aldrei áður hingað komið. Ólíkt mörgum virtúósakoll- egum sínum beitir hún sér mjög fyr- ir útbreiðslu klassískrar tónlistar til minna megandi ungmenna, og hafði að sögn komið fram á nokkrum stöð- um í Reykjavík með leik eða nám- skeiðshaldi í vikunni sem leið. Einleikur hennar í Fiðlukonserti Mendelssohns frá 1844 var í mörgu sérstæður. [Má í því sambandi benda fjarstöddum er hugðust eða hyggjast hlusta á tónleikana í Sarpi RÚV, að auðkennisorðin „Þetta efni er ekki aðgengilegt“ vísa að lík- indum til höfundarréttartakmark- ana frá útgefendum listamannsins þó hvergi sé það tekið fram.] Eink- um sló mig hvað fiðluleikurinn var fíngerður, ekki sízt að styrkleika, svo líkja hefði mátt við kammerspil þegar lægst lét. Jafnvel þótt stjórn- andinn virtist taka ýtrasta tillit til þess arna með varfærnislegum sam- leik, fór ekki hjá því að sumt vildi týnast í yztu kimum Eldborgarsal- arins, þrátt fyrir orðspor hans um að hygla jafnvel lágværustu tónum. Engu að síður náði Midori að heilla hlustendur, þó að vökur rú- bató hennar rásuðu stöku sinni fram eða aftur úr samleik hljómsveitar. Og ókynnt aukalag hennar eftir kröftugt uppklapp, Largo (III. þátt- ur Þriðju einleikssónötu Bachs), skildi engan eftir ósnortinn. Hér fór sannkallaður melónulíkjör í tónum; mildari en múskatvín Lieschenar í Kaffikantötunni! „Örlagasinfónía“ Tsjajkovskíjs (1877) sem svo hefur verið kölluð var síðasta atriði kvöldsins. Auknefnið tengist ævisögulegum raunum sam- kynhneigða tónskáldsins af skamm- æju hjónabandi, er Ken Russell gerði ótæp skil í kvikmyndinni The Music Lovers (1970), og hratt því að barmi sjálfsmorðs. En hvað sem því líður þá stendur tónsmíðin samt eftir sem ósvikið meistaraverk, óháð öll- um liðnum aðstæðum. Undir af- burðagóðri stjórn Aadlands reis hún hér til hæstu hæða í hreint ógleym- andi góðri túlkun, er snart innstu taugar svo eftir sat. Morgunblaðið/Eggert Melónulíkjör „Og ókynnt aukalag hennar eftir kröftugt uppklapp, Largo (III. þáttur Þriðju einleikssónötu Bachs), skildi engan eftir ósnortinn. Hér fór sannkallaður melónulíkjör í tónum; mildari en múskatvín Lieschenar í Kaffi- kantötunni!“ segir gagnrýnandi m.a. um fiðluleik hinnar japönsku Midori. Mildari en múskatvín Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbn Oliver Kentish: Glaðsheimr (frumfl.). Mendelssohn: Fiðlukonsert í e-moll. Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 4. Midori fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Eivind Aadland. Fimmtudaginn 6. mars kl. 19.30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 9. mars: Þjóðbúningadagur, gestir í þjóðbúningum fá ókeypis aðgang Kl. 14: Dans á vegum Þjóðdansafélagsins Kl. 15: Leiðsögn um Silfur Íslands með Lilju Árnadóttur Öskupokar á Torgi Nýr ratleikur um Silfur Íslands í Bogasal Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar KRÍA /KLETTUR / MÝ TERN / CLIFFS / SWARM Svava Björnsdóttir 25. jan. - 9. mars Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn FORM, LITUR, LÍKAMI: HÁSPENNA / LÍFSHÆTTA Magnús Kjartansson 7.3.-11.5. 2014 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14, Laufey Helgadóttir sýningarstjóri og Kolbrún Björgólfsdóttir, Kogga fjalla um sýninguna GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin, HÚSAFELL ÁSGRÍMS. Opið sunnudaga kl. 14-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Sýningin, BÖRN AÐ LEIK Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Þitt er valið síbreytileg sýning valin af almenningi Hringborð um skráningu og miðlun menningararfs laugardaginn 8. mars kl. 13 H N I T Haraldur Jónsson Tónleikar - Samræða um tákn sunnudag 9. mars kl. 20 Borgar Magnason og Páll Ivan frá Eiðum Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin Viðmið Paradigm Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Leiðsögn sunnudag kl. 14 Síðasta sýningarhelgi Paradigm ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.