Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 55

Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Sumar Vetrar- brautir nefnist sýning sem Óm- ar Stefánsson opnar í Galleríi Anarkíu í dag kl. 15. Þar gefur að líta nýja skúlptúra og málverk lista- mannsins. „Ómar vinnur aðallega sem listmálari en hefur fengist við gerð og útgáfu á myndasögu og fréttablaðinu Band- ormur, ásamt útgáfu á eigin tón- list og bókagerð. Ómar hefur haldið um þrjátíu einkasýningar auk fjölda samsýninga, gerninga og tónleika,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Þar kemur einnig fram að Ómar á að baki fjörutíu ára feril í mynd- list og hefur unnið með listamönn- um á borð við Hermann Nitch, Dieter Roth, Robert Filliou og Magnúsi Pálssyni. Sýningin stendur til 23. mars. Sumar Vetrarbrautir Ómar Stefánsson Hlynur Hallsson opnar sýninguna Alþýðusýning í Alþýðuhúsinu í Kompunni í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði í dag milli kl. 14-17. „Hlynur sýnir nokkur alþýðleg spreyverk sér- staklega gerð fyrir Alþýðuhúsið og alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt þann 8. mars,“ segir í tilkynningu, en þar kemur fram að einnig sýni hann bókverk sem sýningargestir geti tekið þátt í að skapa. Hlynur stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur á umliðnum árum verið iðinn við sýningarhald og vinnur m.a. með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir og gjörninga svo fátt eitt sé nefnt. Sýningin stendur til 6. apríl nk. og er opin daglega milli kl. 14 og17, sem og eftir samkomulagi. Alþýðusýning á Siglufirði Hlynur Hallsson Tilkynnt hefur verið um fleiri til- nefningar til Íslensku tónlistarverð- launanna (Ístón) fyrir árið 2013 en verðlaunin verða afhent 14. mars nk. í Eldborg- arsal Hörpu. Nýjum verð- launaflokki hefur verið bætt við, Coca Cola-plötu ársins sem kem- ur til vegna þriggja ára sam- starfssamnings Ístón við Vífilfell sem framleiðir gosdrykkinn. Tilnefningarnar sem kynntar voru í gær eiga við flokk- ana bjartasta vonin, plötuumslag ársins og tónlistarmyndband ársins auk fyrrnefndrar Coca Cola-plötu ársins. Til Coca Cola-platna teljast fyrstu breið- eða stuttskífur ungra flytjenda og er miðað við að meiri- hluti hljómsveitarmeðlima sé undir 25 ára aldri. Tilnefndar í þeim flokki eru plöturnar Ali með Grísa- lappalísu, Tension með Vök og Beg- inning með Steinari. Sérstök dóm- nefnd var skipuð til að tilnefna plötur í þessum flokki, skipuð Katr- ínu Mogensen, söngkonu Mammúts, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, um- boðsmanni og tónleikahaldara, og Styrmi Haukssyni, upptökustjóra. Tilnefningar til björtustu von- arinnar eru í höndum starfsfólks út- varpsstöðvanna Rásar 2 og Rásar 1. Endanlegt val er í höndum almenn- ings og fer kosning fram á vef RÚV (www.ruv.is//bjartastavonin) og lýk- ur 14. mars. Tilnefnd sem bjartasta vonin, í flokki popp-, rokk- og blús- tónlistar, eru Vök, Kaleo, Kött Grá Pjé, Grísalappalísa og Highlands en í flokki djasstónlistar og sígildrar samtímatónlistar Baldvin Oddsson trompetleikari, Fjölnir Ólafsson barítónsöngvari, Ingi Bjarni Skúla- son píanóleikari og Rósa Guðrún Sveinsdóttir söngkona. Fyrir plötuumslag ársins eru til- nefningar eftirfarandi: Mammút - Komdu til mín svarta systir, hönn- un: Frosti Gnarr og Alexandra Baldursdóttir; Ojba Rasta - Friður, hönnun: Ragnar Fjalar Lárusson; Emiliana Torrini - Tookah, hönnun: Ali Taylor Mapleloft; Hjaltalín - Enter 4, hönnun: Sigurður Odds- son; Emilía Rós Sigfúsdóttir & Ást- ríður Alda Sigurðardóttir - Portrait, hönnun: Helga Gerður Magn- úsdóttir. Tilnefningar til tónlistar- myndbands ársins eru svo eftirfar- andi: Baarregaard & Briem - „Love with you“, leikstjóri Haraldur Har- aldsson; Grísalappalísa - „Hver er ég?“, leikstjóri Sigurður Möller Sí- vertsen; Ólafur Arnalds - „Only the winds“, leikstjóri Haraldur Har- aldsson; dj. flugvél og geimskip - „Glamúr í geimnum“, leikstjóri Steinunn Harðardóttir og Úlfur - „Heaven in a wildflower“, leikstjóri Máni M. Sigfússon. Meðal þeirra sem koma fram á verðlaunahátíð- inni í Eldborg 14. mars eru Emil- íana Torrini, Hjaltalín, Skálmöld, Mezzoforte, Valdimar Guðmunds- son, Egill Ólafsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Rósa Birgitta Ís- feld en kynnir verður Vilhelm Ant- on Jónsson, jafnan nefndur Villi Naglbítur. Tilnefningar í heild sinni má finna á vefnum iston.is. Morgunblaðið/Styrmir Kári Kraftmiklir Grísalappalísa á fljúgandi ferð á Iceland Airwaves í fyrra.  Verðlaun fyrir Coca Cola-plötu Platan Friður með Ojba rasta. Nýr verðlauna- flokkur á Ístón WWW.OPERA.IS ÓPERUKYNNING FYRIR SÝNINGU: Höfundar óperunnar kynna verkið fyrir sýningu í boði Vinafélags Íslensku óperunnar kl. 19:15 hvert sýningarkvöld. 2. SÝNING 8. MARS - UPPSELT 3. SÝNING 15. MARS - UPPSELT AUKASÝNING 16. MARS KL. 20 4. SÝNING 22. MARS - UPPSELT 5. SÝNING 29. MARS - UPPSELT MIÐASALA Í HÖRPU OG Á HARPA.IS MIÐASÖLUSÍMI 528 5050 Ragnheiður – ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson AUKASÝNING SUNNUDAGINN 16. MARS KL. 20 ÞÓRA EINARSDÓTTIR VIÐAR GUNNARSSON ELMAR GILBERTSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON ELSA WAAGE GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON ÁGÚST ÓLAFSSON BJÖRN INGIBERG JÓNSSON KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Úr ummælum gagnrýnenda: Framúrskarandi sviðsetning stórfenglegrar óperu … Gæsahúð hvað eftir annað … Bravissimo – Jónas Sen, Fréttablaðið Stórkostlegt – Dagný Kristjánsdóttir, Djöflaeyjan Tær snilld – Hugrún Halldórsdóttir, Stöð 2 Söguleg stund – Silja Aðalsteinsdóttir, TMM Ótrúleg upplifun...frábær sýning... stórkostleg tónlist – Lísa Pálsdóttir, RÚV Glæsileg frumraun … fagmennska, fágun og öryggi – Hlín Agnarsdóttir, DV Ummæli óperugesta á netmiðlum: Stórkostlegt kvöld...fallegasta og stílhreinasta óperusýning sem ég hef séð á Íslandi í langan tíma – Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari Sannkallaður stórviðburður í íslenskri menningarsögu – Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður Magnað meistaraverk –tónlistarsögulegur viðburður – Eiður S. Guðnason, sendiherra 6 stjörnu sýning, sem enginn má missa af … STÓRKOSTLEGT!!! –Gerrit Schuil, píanóleikari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.