Morgunblaðið - 08.03.2014, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 8. MARS 67. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Pistorius hélt framhjá
2. Kærunni vegna Anítu hafnað
3. „Aníta er mjög svekkt út í sjálfa sig“
4. Aníta dæmd úr leik
Tvær íslenskar skáldsögur eru á
langa listanum yfir þær bækur sem
tilnefndar eru til verðlauna breska
dagblaðsins Independent fyrir er-
lendar skáldsögur. Alls eru 15 bækur
á listanum. Íslensku bækurnar eru
annars vegar Rigning í nóvember eft-
ir Auði Övu Ólafsdóttur, Butterflies in
November í enskri þýðingu, og Harm-
ur englanna eftir Jón Kalman Stef-
ánsson, The Sorrow of Angels á
ensku. Í frétt Independent um til-
nefningarnar er vakin athygli á því að
á sama tíma og viðamikil sýning
standi yfir á menningu norrænna
manna á sk. víkingatíma í British Mu-
seum í Lundúnum séu tveir höfundar
tilnefndir frá hinu eina sanna landi
víkinganna.
Jón Kalman og Auður
Ava meðal tilnefndra
„Nú fer hver að verða síðastur að
upplifa Pallaball í Sjallanum í allri
sinni dýrð,“ segir söngvarinn Páll
Óskar Hjálmtýsson á Facebook-síðu
sinni. Páll Óskar mun skemmta gest-
um Sjallans á Akureyri í kvöld kl. 23
ásamt dönsurum og verður „húsið,
skreytingarnar, tónlistin, ljósin og
dansararnir gordjöss“, eins og hann
lýsir því. Páll Óskar hefur haldið
fjölda balla í Sjallanum frá árinu 1993
en þar sem ákveðið hefur verið að
rífa Sjallann í
sumar og reisa
á reitnum hótel
verður Palla-
ballið í kvöld
það síðasta, að
því er fram
kemur á vef
vikublaðsins
Vikudags.
Pallaball í Sjallanum
í síðasta sinn
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í norðaustan 15-25 m/s, fyrst syðst. Hvassast sunnan- og
suðaustantil. Snjókoma eða slydda en mikil rigning suðaustanlands. Dregur úr vindi
sunnan- og austanlands í kvöld. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins.
Á sunnudag Norðvestan og vestan 13-20 m/s, en lægir um kvöldið. Snjókoma nyrðra en
él með suðurströndinni. Frost 0-5 stig. Á mánudag Vaxandi suðlæg átt, 15-23 m/s sunn-
an- og vestantil um kvöldið með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hlýnandi.
„Við verðum bara að halda í það að
önnur markmið sem við settum okkur
þarna náðust. Hún er orðin jafn sterk
og ég vildi sjá. En hún er auðvitað
mjög svekkt, og getur ekki verið annað
en bara svekkt út í sjálfa sig,“ sagði
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu
Hinriksdóttur, eftir að hún var dæmd
úr leik í riðlakeppni 800 metra hlaups
kvenna á HM í Póllandi. »1
Getur ekki verið annað
en svekkt út í sjálfa sig
Íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu vann sætan sigur
á Noregi, 2:1, í 100. landsleik
Þóru B. Helgadóttur og gæti
spilað um bronsverðlaunin í
Algarve-bikarnum í Portúgal.
„Ég er ótrúlega stolt af því að
hafa náð þessum áfanga og
það var sérstaklega sætt að
ná honum í sigurleik gegn
Noregi. Það er fátt skemmti-
legra en að vinna þær,“ segir
Þóra. » 4
Sætur sigur í 100.
landsleik Þóru
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Leiklistarnámskeið sem við stóð-
um fyrir hér í Borgarhólsskóla
skilaði okkur mörgum efnilegum
krökkum sem nú eru að þreyta
frumraun sína á leiksviðinu. Þau
skila sínu með miklum sóma,“
segir Margrét Sverrisdóttir á
Húsavík. Þau Oddur Bjarni Þor-
kelsson leikstýra uppfærslu Leik-
félags Húsavíkur á Sitji guðs
englar sem frumsýnt verður
nyrðra í kvöld, laugardag. Sex
sýningar eru áformaðar en verða
fleiri ef viðtökur gefa tilefni til.
Tíðarandi stríðsáranna
Leikgerðin, sem er eftir Illuga
Jökulsson, byggist á þremur bók-
um Guðrúnar Helgadóttur, Sitji
guðs englar, Saman í hring og
Sænginni yfir minni. Sögusviðið er
íslenskt sjávarþorp í síðari heims-
styrjöldinni og miðpunkturinn er
barnmörg stórfjölskylda. Líf
hennar er litríkt og með því að
segja sögu fjölskyldunnar kynnast
áhorfendur tíðaranda stríðs-
áranna, átökum, atburðum og
skrautlegum uppákomum. Leikrit
þetta var fært upp í Þjóðleikhús-
inu fyrir um áratug og fékk þá
góðar viðtökur. „Þessi saga er
mannlífið í hnotskurn, sorg og
sigrar sitt á hvað,“ segir Margrét
sem margir þekkja ef til vill sem
Skottu í Stundinni okkar síðast-
liðna tvo vetur.
Margrét telur að mörgum, til
dæmis af yngri kynslóðinni, þyki
sennilega áhugavert að kynnast
tíðaranda stríðsáranna á Íslandi,
enda séu þau flestum nú orðin í
framandi fortíð. Alls taka 33 leik-
arar þátt í sýningunni, þar af eru
tólf á grunnskólaaldri, flestir 12
og 13 ára. Eitt veigamesta hlut-
verkið í sýningunni er í höndum
Kristnýjar Óskar Geirsdóttur sem
leikur Ragnheiði, elsta barnið í
þeim stóra systkinahópi og fjöl-
skyldu sem verkið og sagan hverf-
ist um.
Krossa sig fyrir frumsýningu
Titillinn Sitji guðs englar er lína
sem margir þekkja úr góðum
barnasálmi. „Leikararnir eru svo
sem ekkert að fara með faðirvorið
eða aðrar bænir í sýningunni. En
sjálfsagt krossa einhverjir sig fyrir
frumsýningu. Þar hefur hver sinn
háttinn á,“ segir Oddur Bjarni Þor-
kelsson. Hann hefur á undan-
förnum árum stýrt uppfærslu leik-
verka skóla og áhugafélaga víða
um land. Hefur hins vegar síðustu
árin einbeitt sér að guðfræðinámi,
lauk nýlega embættisprófi frá Há-
skóla Íslands og stefnir á prest-
skap í náinni framtíð ef eitthvert
brauðið losnar. Ætlar sér út á ak-
urinn og segir að þar komi sér
væntanlega vel að hafa í tvígang
leikið prest í sjónvarpsverkum.
„Vissulega er ákveðinn trúar-
legur undirtónn í þessu leikriti.
Afinn blótar hressilega svo krakk-
arnir heyra en svo sest karl á rúm-
stokkinn og kennir þeim bænirnar.
Svo hlustar amma gamla á allt, hin
góða og grandvara kona sem má
ekki vamm sitt vita. Ætli þetta sé
ekki dæmigerður íslensku veru-
leiki, skarpar andstæður sem
margir þekkja.“
Englar guðs sitja á Húsavík
33 í stórri leik-
sýningu Afrakst-
ur af námskeiði
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hlutverk Svanhildur Auður Diego og Kristný Ósk Geirsdóttir fara með hlutverk í uppfærslunni fyrir norðan.
Leikstjórarnir Oddur Bjarni Þor-
kelsson og Margrét Sverrisdóttir.
Adam Haukur Baumruk úr Haukum
er leikmaður 16. umferðarinnar í
handboltanum hjá Morgunblaðinu.
Hann er sonur Petrs Baumruks, sem
gerði garðinn frægan með Hafn-
arfjarðarliðinu á árum áður, og
segir að hann fái nytsamlegar
leiðbeiningar frá pabba sín-
um. „Þetta er eins og að
hafa annan þjálfara
heima,“ segir Adam
Haukur. »2-3
Eins og að hafa annan
þjálfara heima