Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Góð stemning Franskt kaffihús var eitt af mörgu sem í boði var á góðgerðardeginum fyrir þremur árum. og unglingum ásamt Ljósinu, og þá sérstaklega hóp innan þess sem einblínir á að hjálpa börnum þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Það voru nokkrir nemendur hérna sem áttu foreldra sem voru að glíma við krabbamein þannig að málefnið stóð þeim nokkuð nærri,“ segir Sigríður Ásta. Náðu nemend- urnir að safna 2,2 milljónum þann daginn þannig að það er óhætt að segja að samhugurinn innan skól- ans sé mikill. Sigríður Ásta segir að góðgerðardagurinn sé alltaf gíf- urlega skemmtilegt verkefni en krakkarnir vinna stærstan hluta vinnunnar sjálfir. „Þau eru með fjölmiðla- og kynninganefnd, skreytinganefnd og ballnefnd. Þau halda góðgerðardansleik fyrir yngri krakka í hverfinu, þar sem þau bjóða 6. og 7. bekk velkomna alltaf viku fyrir góðgerðardaginn. Einnig eru þau eru með fjármála- nefnd sem sér um peningamálin. Þetta er algjörlega í þeirra hönd- um, ég er nú aðallega bara að fylgjast með. Satt best að segja geri ég alltaf minna og minna á hverju ári. Þau eru orðin svo flink,“ segir Sigríður Ásta að lok- um. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Gúmmelaði Árið 2012 voru heldur betur girnilegar kökur til sölu. Morgunblaðið/Ómar Stuð Helena Sævarsdóttir bauð upp á að láta kasta í sig tertum gegn gjaldi. Það kom í ljós að krakk- arnir vissu ótrúlega mik- ið um þessi málefni og þetta var eitthvað sem snerti þau mikið. Það var magnað að hlusta á þau og hvað þeim fannst. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðuhöfðinuörlítið fram. Stúturinnáúðaflöskunni er setturupp ínösina.Úðaðer einu sinni, um leiðogandaðer að sér innumnefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnumnefiðeðamunninneðaertmeðþrönghornsgláku.Ráðfærðuþigvið lækniáðurenlyfiðernotaðefþúert:Þunguð,meðbarnábrjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Á vefsíðunni virk.is er sagt frániðurstöðum nýlegrar rann-sóknar þar sem sérstakt tölvuprógramm var notað til að fá starfsfólk til að standa upp með reglulegu millibili yfir daginn. Notkun tölvuprógrammsins sýndi jákvæð áhrif á hegðun og hreyf- ingu þessara einstaklinga. Kannað var mat þátttakenda á áhrifum sér- stakrar heilsueflingar á vinnu- staðnum sem var ætlað að draga úr langvarandi setu við vinnu. Rannsóknir hafa sýnt að mark- viss hreyfing hefur hverfandi hlut- verk í að auka orkunotkun hjá ein- staklingum þar sem ekki nógu margir taka markvisst þátt í slík- um æfingum. Því hefur verið lagt til að nýta sér ómarkvissar hreyf- ingar eða það sem kallað er „non- exercise activity thermogenesis“ (NEAT). Ekki hægt að hunsa tilskipun Í rannsókninni var notuð sérstök heilsuíhlutun sem átti sér stað í gegnum netið og birtist á skjám skrifborðstölvu þátttakenda. Íhlut- uninni var ætlað að draga úr lang- varandi setu starfsmanna með því að leggja til að þeir framkvæmdu, með reglulegu millibili yfir daginn, ómarkvissar hreyfingar. Notast var við „óbeina nálgun“ sem þýddi að þátttakendur gátu ekki farið út úr tölvuprógramminu eða hunsað tilskipunina þegar hún hafði birst á skjánum. Ef notast hefði verið við svokallaða „beina nálgun“ hefðu þátttakendurnir getað hætt við eða hunsað tilskipunina. Hvatning um að standa upp birtist á tölvuskjánum Tölvuprógrammið virkaði þann- ig að á 45 mínútna fresti var slökkt á tölvuskjá þátttakenda og í stað- inn birtust skilaboð þar sem þeir voru hvattir til að standa upp. Þátt- takendur gátu síðan valið hvaða „ómarkvissu“ hreyfingu þeir vildu gera á þessum stutta tíma sem skjárinn var óvirkur. Þátttakendur gátu skoðað 15 sekúndna mynd- bönd með leiðbeiningum fyrir 60 tegundir af „ómarkvissum“ hreyf- ingum sem þeir gátu valið á milli. Áður en þeir gátu farið aftur að vinna í tölvunni þurftu þeir að skrá inn í sérstakt textabox hvers konar hreyfingu þeir höfðu framkvæmt. Tölvuprógrammið geymdi upplýs- ingar um framkvæmdar hreyf- ingar, tíðni hreyfinga, orkunotkun (í kaloríum) og þann tíma (í sek- úndum) sem einstaklingurinn var á hreyfingu. Þátttakendur gátu síð- an fylgst með, sem eins konar per- sónulegri endurgjöf, hvernig þeim gekk á hverjum degi, yfir vikuna eða mánuðinn. Sumir fundu fyrir gremju en flestir voru mjög sáttir Rannsóknin stóð yfir í 13 vikur og allir þátttakendurnir sögðu að þátttaka þeirra hefði verið þeim gagnleg. Niðurstöður sýndu að þátttakendur litu hreyfingu öðrum augum eftir þátttöku í heilsuefling- unni en áður, auk þess sem hug- myndir þeirra um það hvað gátu talist áhrifaríkar æfingar höfðu breyst. Þátttaka jók einnig meðvit- und um setvenjur þátttakenda og hvernig þessi þekking gerði það að verkum að þeir breyttu hegðun sinni. Nokkrir gáfu þó til kynna að þátttaka í rannsókninni hefði kveikt gremju hjá þeim og valdið erfiðleikum þegar þeir þurftu að laga sig að nýrri hegðun í starfinu. Margir gerðu hins vegar breyt- ingar á vinnuhegðun sinni til að geta tekið upp betri vinnuhætti (þ.e. að draga úr langtímasetu). Sumum fannst erfitt að aðlaga sig þessari nýju hegðun, en töldu það léttvægara eftir ákveðinn tíma. Tölvuprógramm til að fá fólk til að standa upp Morgunblaðið/Rósa Braga Langseta Nauðsynlegt er fyrir skrifstofufólk að standa reglulega upp. Betri heilsa með aukinni ómarkvissri hreyfingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.