Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 40

Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Biblíusögur með sveiflu Morgunblaðið/Árni Sæberg Jesús og skáldið Megas og Magga Stína fluttu sautján fyrstu Passíusálmana í Grafarvogskirkju á fimmtudaginn, studd frábærum hljóðfæraleikurum og brosmildum kórstúlkum. Í kvöld leikur hljómsveitin Moses Hightower í öðrum hluta verksins og kórinn Vox Populi syngur. AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Upp, upp mín sál …“ sungu brosmildarstúlkurnar hárri og skærri röddu, lík-astar englum – fjórtán í hvítum kjólum og þrjár í rauðum; Megas tók svo við og sálma- veislan hófst. Fyrir rúmlega fjórum áratugum samdi Meg- as lög við alla fimmtíu Passíusálma Hallgríms Péturssonar og hefur flutt úrval þeirra við nokk- ur tækifæri gegnum tíðina, meðal annars í kirkj- unum sem nefndar eru eftir sálmaskáldinu, í Saurbæ og á Skólavörðuholti. En nú flytur hann loksins öll fimmtíu lögin, á þrennum tónleikum í Grafarvogskirkju, með nýjum söngvurum og hljóðfæraleikurum í hvert sinn. Ef tónleikarnir í kvöld og á föstudaginn langa verða eitthvað í lík- ingu við þá fyrstu í liðinni viku eigum við gest- irnir von á góðu.    Á fimmtudaginn var flutti Megas sautjánfyrstu sálmana ásamt Möggu Stínu, sem söng Jesú sinni hrífandi og skæru röddu, fanta- góðri hrynsveit sem skipuð var þeim Agnari Má Magnússyni á píanó, Gunnari Hrafnssyni bassa- leikara og trymblinum Kjartani Guðnasyni; Ca- put-hópnum, sem var að þessu sinni skipaður níu landskunnum hljóðfæraleikurum; og fyrr- nefndum ungmeyjakór. Guðni Franzson stjórn- aði flutningnum af snerpu en listrænn stjórnandi viðburðanna allra er organistinn og kórstjórinn – og Þeysbassaleikarinn fyrrverandi – Hilmar Örn Agnarsson. Sannkölluð fjölskyldustemning ríkti á tón- leikunum, þar sem áhorfendur sátu alveg upp að flytjendunum og Þórður Magnússon tónskáld, sonur Megasar, hafði verið fenginn til að útsetja alla sálmana, en margir minnast athyglisverðra útsetninga hans á lögum föður síns fyrir strengjasveit sem fluttar voru fyrir nokkru. Honum tókst ekki síður vel upp við þetta verk. Í samtali okkar á dögunum lýsti Megas lögunum sem „sixtísmúsík“ og rokki, og tilgreindi nokkra áhrifavalda. Þórður hefur unnið með hljóma- heim hvers lags á áhugaverðan og hrífandi hátt og efast ég um að þau hafi fengið jafn fagran og hrífandi búning, þótt vissulega hafi þau verið vel flutt áður. „Upp, upp, mín sál og allt mitt geð …“ söng Megas í fyrsta sálminum, skýrri og ákveðinni röddu, og hrynsveitin rauk af stað með sveiflu og yfir allt flæddu strengirnir, kappsamir en kankvísir, og auðsjáanlegt hvað allir flytjend- urnir skemmtu sér vel að baki meistaranum.    Hvert lagið rak annað. Næst á dagskrá varsálmurinn „Um Kristí kvöl í grasagarð- inum“, þar sem treginn tók völdin með flautut- rillum og angurværri klarínettu hvar Jesú upp- lifði sína „grátlegu grasgarðspín“. Í fjórða sálmi tók sjarmi Möggu Stínu yfir, þegar sveiflan varð draumkenndari í samtali Krists við lærisvein- ana. Gunnar Hrafnsson var þá búinn að leggja kontrabassanum fyrir þann rafmagnaða og stemningin farin að minna á seventís-kvik- myndatónlist. Þá tók við grúví rokk í fimmta sálmi, með kórnum í glæsilegu klímaxi, og í lög- unum þar á eftir hver frábæra útsetningin af annarri. Sífellt báru söngvararnir okkur lengra inn þessa harmsögu alla og svik Júdasar; í pré- dikun Krists yfir gyðingum var komið í hryn- þungan blús og Agnari Má sleppt lausum á flyg- ilinn. Í „Um flótta lærisveinanna“ tók fönk í anda James Brown völdin; aftur var það treginn í 11. sálmi sem endar með línu sem unnendur Megas- ar þekkja, í næstum þessari mynd: „Sút flaug í brjóstið inn.“ Og svo var keyrt af kappi á iðrun Júdasar, sem „… mjög sér flýtti, / og hengdi sjálfan sig“.    Flutningur allra sem þátt tóku í þessumfyrsta hluta flutnings Passíusálmanna var ástríðufullur og hrífandi. Útsetningar Þórðar sannkallað afbragð, ferskar en þó agaðar, ómstríðar og ljóðrænar í senn. Og Magnús og Magga Stína fluttu textann á lifandi og hrífandi hátt. Það er vel til fundið hjá aðstandendum að búa svo um hnútana að ólíkir flytjendur koma að öllum þrennum tónleikunum, ef þau Magga Stína og Megas eru undanskilin. Í kvöld verða sálmar 18 til 33 fluttir, af hljómsveitinni Moses Hightower og kórnum Vox Populi sem skipaður er 17 söngvurum. Lokahlutinn verður síðan fluttur á föstudaginn langa, af Píslarsveitinni og Söngfjelaginu, sem skipað er um 60 söngvurum. Ég hlakka til að heyra hvora tveggju tónleikana – ef þeir verða eitthvað í líkingu við þá fyrstu er ég strax farinn að vorkenna þeim sem missa af þessum einstaka flutningi á Passíusálmunum. » Sífellt báru söngvararnirokkur lengra inn í þessa harmsögu alla og svik Júdasar; í prédikun Krists yfir gyðingum var komið í hrynþungan blús og Agnari Má sleppt lausum á flygilinn. Hljómsveitin GusGus hefur sent frá sér nýtt lag, „Crossfade“, sem verð- ur á væntanlegri breiðskífu sveit- arinnar, Mexico, sem kemur út um miðjan júní. Verður það áttunda breiðskífa GusGus en sú síðasta, Arabian Horse, naut mikilla vin- sælda bæði hér á landi og erlendis og hlaut lofsamlega dóma. Mexico er nk. framhald Arabian Horse, að því er fram kemur í tilkynningu frá útgefanda, Senu. Hægt er að hlusta á „Crossfade“ á vefnum YouTube. GusGus-ari Högni Egilsson á tónleikum GusGus á Sónar í Hörpu í febrúar sl. Mexico með Gus- Gus gefin út í júní Morgunblaðið/Eggert Léttsveit Reykjavíkur heldur vor- tónleika í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. Sérstakir gestir verða hljómsveitin Ylja og Kolbrún Völkudóttir sem syngja mun ein- söng á táknmáli. Aðalheiður Þor- steinsdóttir stjórnar hljómsveitinni sem skipuð er þeim Tómasi R. Ein- arssyni á bassa, Kjartani Guðnasyni á slagverk og Erni Arnarsyni á gít- ar og Aðalheiður leikur á píanó. Léttsveitin mun syngja íslensk lög og á efnisskránni verða m.a. „Svarthvíta hetjan mín“ og „Mamma þarf að djamma“. Gísli Magna stýrir Léttsveit Reykjavíkur sem er kór 125 kvenna og hafa sumar hverjar verið í kórnum frá upphafi en kórinn fagnar 20 ára af- mæli á næsta ári. Miðasala fer fram á midi.is, harpa.is og við inngang salarins. Stjórnendur Gísli Magna og Aðalheiður Þorsteinsdóttir verða við stjórnvölinn. Kvennafjöld í Norðurljósasal Djassklúbburinn Múlinn blæs til tónleika í kvöld kl. 21 í Björtu- loftum í Hörpu. Á þeim leikur ný- stofnaður kvintett, ANNES, skip- aður þungavigtarmönnum úr íslensku djasslífi, eins og því er lýst í tilkynningu. Efnisskráin er frum- samin af liðsmönnum kvintettssins en þeir eru Ari Bragi Kárason sem leikur á trompet, Jóel Pálsson saxó- fónleikari, Eyþór Gunnarsson sem leikur á píanó og hljómborð, Guð- mundur Pétursson sem leikur á gít- ar og trommuleikarinn Einar Scheving. Múlinn er samstarfsverk- efni Félags íslenskra hljómlistar- manna og Jazzvakningar og heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Miðasala fer fram í Hörpu og á vef hennar, harpa.is og midi.is. Þungavigt Liðsmenn ANNES. Djasskvintettinn ANNES í Múlanum Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.