Morgunblaðið - 09.04.2014, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
✝ Árilía Jóhann-esdóttir fædd-
ist á Bessastöðum í
Dýrafirði 20. nóv-
ember 1923. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 31. mars 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jóna
Ágústa Sigurð-
ardóttir, f. 1897, d.
1981, og Jóhannes
Jón G. Andrésson, f. 1894, d.
1979. Systkini Árilíu voru fimm:
Sigríður, f. 1918, d. 1996, Mark-
úsína Andrea, f. 1921, d. 2009,
Kristján Vigfús, f. 1922, d. 2007,
Gunnar, f. 1927, d. 2003, og
Ingibjörg Elísabet, f. 1939, d.
2000. Árilía giftist 19. sept-
ember 1948 Kristjáni Guð-
mundssyni frá Brekku, Ingj-
aldssandi, f. 27. september
1918. Hann lést 28. mars 1988.
Þau eignuðust 12 börn. 1)
Eygló, f. 1946, gift Guðmundi
Emilssyni. Börn þeirra eru Ár-
elía Eydís f. 1966, Kristín Gerð-
ur, f. 1970, d. 2001, Berglind
Kristján Þór, f. 1981, en börn
hans og Fríðu eru Brynhildur
Helga, f. 1992, og Þormóður
Bessi, f. 1994. Stjúpsonur Krist-
jáns er Bragi Rúnar Jónsson, f.
1984. 8) Finnbogi, f. 1958, dóttir
hans og Magneu Jennýar Guð-
mundardóttur er Ragnheiður
Kristín, f. 1991. 9) Helga Dóra,
f. 1960, gift Ásvaldi Magn-
ússyni. Börn þeirra eru Ásta, f.
1985, Kristján Óskar, f. 1986, og
Eyvindur Atli, f. 1990. 10)
Magnús, f. 1962, d. 1963. 11)
Halla Signý, f. 1964, gift Sigurði
Guðmundi Sverrissyni. Börn
þeirra eru Kristín Guðný, f.
1984, Ólína Adda, f. 1986, Finn-
bogi Dagur, f. 1992, og Anna
Þuríður, f. 1995. 12) Drengur, f.
andvana 1966. Langömmubörn
Árilíu eru 24. Árilía fór í Hús-
mæðraskólann á Ísafirði og á
árunum 1941-42 lærði hún ein-
söng í Reykjavík hjá frú Davinu
Brander Sigurðsson. Kristján
og Árilía hófu búskap á Brekku
á Ingjaldssandi 1946 og bjuggu
þar til Kristján lést 1988. Árið
1991 flutti Árilía til Reykjavík-
ur og vann í nokkur ár á þjón-
ustumiðstöðinni á Aflagranda.
Útför Árilíu fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 9. apríl
2014, og hefst athöfnin kl. 11.
Jarðsett verður frá Sæbóls-
kirkju á Ingjaldssandi.
Ósk, f. 1976, og
Kristján, f. 1979. 2)
Guðrún Jóna, f.
1949, hún á dótt-
urina Kolbrúnu
Ösp, f. 1973, með
Sigurði Erni Bald-
vinssyni. 3) Elísabet
Alda, f. 1951, d.
1999, hún var gift
Oddbirni Stef-
ánssyni. Börn
þeirra eru Íris Ósk,
f. 1972, Harpa, f. 1977, og Árel-
ía, f. 1981. 4) Guðný, f. 1952,
börn hennar og Sigurðar B.
Ringsted eru Ágústa, f. 1979, og
Magnús, f. 1980. 5) Guðmundur
Kort, f. 1954, synir hans og El-
ínar Gylfadóttur eru Gylfi
Freyr, f. 1985, og Kristján, f.
1988. 6) Jóhannes, f. 1955,
kvæntur Halldóru S. Sigurð-
ardóttur. Börn þeirra eru Ívar
Húni, f. 1989, og Vaka, f. 1992.
7) Kristján Sigurður, f. 1957,
sambýliskona hans er Fríða
Bragadóttir. Börn kristjáns og
Rannveigar lilju Garðarsdóttur
eru Hulda Guðrún, f. 1977,
Móðir mín Árilía fæddist í
torfkofa á Bessastöðum í Dýra-
firði. Hún minntist ljóssins í bað-
stofunni, skeljanna á melnum og
söngs þeirra systkina á vökunni.
Hún var sjö ára þegar fjöl-
skyldan tók sig upp og flutti til
Flateyrar og ólst hún þar upp í
litlu sjávarþorpi þar sem allir
höfðu hlutverk. Hún var ekki há
í loftinu þegar hún var lánuð til
nágrannakvenna til að létta und-
ir heimilisverkum og að passa
börnin. Líka var hún send í
næstu hús til að hlusta á útvarp-
ið þar sem sá munaður var til,
síðan fór hún heim og endur-
sagði sögur og fréttir. Glettni og
leiftrandi frásagnargleði fékk
hún í móðurarf. Þetta nýtti hún
sér fram á síðasta dag.
Mamma var mikill persónu-
leiki, kát og staldraði sjaldan
lengi við heimsins vandamál,
hugsaði í lausnum og fram-
kvæmdi, hvatvís og hafði sínar
skoðanir. Það er hamingja þegar
maður er orðinn 90 ára og getur
ennþá sungið, hlegið og sagt sín-
ar skoðanir umbúðalaust.
Þegar þurfti að ná úr mér
óþekktinni kunni mamma alltaf
einhverja sögu sem fangaði at-
hygli mína „og hvað svo meira?“
sagði ég og þurrkaði af mér
skæluna og skreið upp í fangið á
henni. Eða hún réri mér á kné
sér og sönglaði söguljóð.
Mamma var ekki stundum í eld-
húsinu, hún var þar oftast enda
voru heimilismeðlimir oft á ann-
an tuginn. Á meðan heimilisverk-
in voru unnin söng hún með út-
varpinu og hundurinn Kátur
spangóli undir eldhúsglugganum
og lét sig dreyma um stóra sigra
úti í hinum stóra söngheimi
hunda.
Hún var búin að fæða tólf
börn, missa tvö og ól upp tíu.
Pabbi, Helgi frændi og krakkar í
sveit á sumrin. Þetta kallaði á
töluvert amstur við heimilið og
aldrei færri en tólf sortir fyrir
jólin og hundrað iður í súr. Fag-
mennska húsmæðraskólans á
Ísafirði var í heiðri höfð hjá hús-
móðurinni á Brekku. Pabbi pass-
aði að við krakkarnir hjálpuðum
til eins snemma og hægt var.
Fyrst komu fjórar stelpur, svo
fjórir strákar og svo aftur tvær
stelpur.
Föðursystir mín var glöð þeg-
ar dóttir fæddist á eftir stráka-
gerinu. „Það þarf einhver að
pressa af strákunum,“ sagði hún.
Mamma var sammála enda fékk
hún nafnið hennar.
Mamma kunni ýmislegt fyrir
sér, hún hafði ung farið suður í
vist hjá frú Davinu Brender sem
kenndi henni að syngja, þar
lærði hún líka ensku. Heimurinn
beið tilbúinn fyrir litla söngfugl-
inn frá Flateyri en orð eru mátt-
ug, nokkrar ljóðlínur á bréfsnifsi
geta breytt umsnúningi jarðar.
Ungi maðurinn að vestan sagði
sig „Dreyma um augu hennar
yndisleg mær“ Þessi orð og
nokkur fleiri dugðu til að fylgja
honum í dalinn og vera þar með
honum meðan hann lifði.
Elsku mamma mín, þegar ég
valdi fallegasta orðið í íslenskri
tungu þá valdi ég orðið mamma.
Það er vegna þess að mamma
mín, þessi litla kona sem aldrei
óx upp í 160 sentímetra, hefur
alltaf reynst mér vel og ást henn-
ar á okkur krökkunum hefur
alltaf verið skilyrðislaus. Hún
átti stóra drauma sem ung kona
um að syngja í hinum stóra
heimi og hafði alla hæfileika til
þess. En lífshlutverkið varð ann-
að þó aldrei með neinni eftirsjá.
Nú hefur henni verið búinn
friður og hún fer á móti hækk-
andi sól til elsku pabba.
Halla Signý Kristjánsdóttir.
Óskaplega er tómlegt þegar
hún mamma mín er ekki lengur
til staðar. Litla konan sem fyllti
út í rýmið með nærveru sinni.
Hláturinn, lífsgleðin og söngur-
inn ávallt nærri. Hún var góður
stjórnandi á stóru heimili, úr-
ræðagóð og dugleg. Lagði upp úr
þrifnaði og var myndarleg hann-
yrðakona. Hún var hrókur alls
fagnaðar og naut sín með
hnyttnum sögum og eftirherm-
um. Hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og
óhrædd að segja það sem henni
bjó í brjósti. Lífsbaráttan var
stöng, en með húmorinn að vopni
varð lífsgangan léttari. Ung var
hún ástfanginn af pabba og
gegnum lífið báru þau gæfu til að
rækta ástina og syngja saman.
Nú hafi þau aftur fundið hvort
annað, eftir 26 ára aðskilnað.
Hún var litla stúlkan sem hljóp
sporlétt um á Mýrarmelnum, sat
yfir ánum á Gemlufallsdalnum
og var kúasmali á Flateyri, var
oft lánuð til að hjálpa til á heim-
ilum nágrannanna á eyrinni þeg-
ar létta þurfti undir. Berklaveik
telpa sem send var út á Brekku
til að ná aftur styrk sínum. Unga
stúlkan sem upplifði Reykjavík
stríðsáranna og lærði söng hjá
frú Sigurðsson. Fór í húsmæðra-
skólann á Ísafirði og fylgdi stóru
ástinni sinni að Brekku. Móðirin
sem signdi börnin og kenndi
þeim bænir, huggaði og styrkti.
Var sagnameistari og kom arfi
kynslóðanna áfram. Söngkonan
sem steig á svið, hérlendis og er-
lendis. Eldri konan sem fór út á
vinnumarkaðinn í Reykjavík
komin fast að sjötugu og vann
mörg ár enn, fyrir gamla fólkið.
Gamla konan sem kvaddi líf sitt,
södd lífdaga. Ég er þakklát og
stoltur afkomandi hennar.
Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Mamma var oft við vestur-
enda matarborðsins eftir morg-
unverð á Brekku og hvolfdi bolla
með sérstökum hætti. Þaðan var
mikið útsýni yfir Sandinn og út á
haf. Hún spurði mig hvað mig
dreymdi á meðan hún þurrkaði
bollann á ofninum. Spilastokkur
var yfirleitt við útvarpið við eld-
húskrókinn sem var orðinn
snjáður af notkun en hún spáði
líka í spil.
Ég var varla meira en sex ára
þegar ég fékk áhuga á draumum,
spám sem mamma smitaði mig
af. Síðar þegar ég eltist fór
mamma að kenna mér þessa dul-
speki sína. Það kom sér vel því
ég spáði oft fyrir fólki til gamans
og hafði vinsældir fyrir.
Mínar fyrstu minningar eru
innan um börn, háttatími, kvöld-
sögur og lestur ævintýra fyrir
svefninn. Mamma var vinnusöm
enda stórt sveitaheimili sem hún
stjórnaði. Ég var oft með
mömmu í þvottum þar sem sumt
var þvegið á þvottabretti, tau var
soðið í þvottapotti sem kynt var
undir með eldiviði og setti í „sik-
sak“ þvottavél með gúmmívindu.
Þegar mamma var að vinna
við heimilisstörf söng hún með
sinni fögru rödd. Það var aldrei
leiðinlegt að hlusta á það. Oft var
ég með henni við verkin. Ég
lærði af henni heimilisstörf sem
kom sér vel síðar. Ég stend mig
að því að fara í sömu taktana og
hún, eins og að kíkja aldrei á
skrifaðar uppskriftir heldur
setja slatta af þessu og hinu í
skál og hræra.
Það sem mér fannst merkilegt
var að mamma bjargaði sér alltaf
ef tæki bilaði. Tók eitthvað sem
var næst henni, notaði borðhníf
sem skrúfjárn og ýmsa hluti ef á
vantaði. Einu sinni brotnaði loft-
net á útvarpinu, þá tók hún skeið
og festi hana við stubbinn sem
eftir var af loftnetinu. Það var al-
veg nóg til að heyra skýrt í tæk-
inu á eftir.
Yfirleitt var hún kvik til
starfa, enda ávallt létt á sér,
sterk og liðug. Hún hafði lagt
stund á fimleika sem unglingur
og sýndi mér ýmsar æfingar og
tilþrif á slá og gólfi. Eftir að hún
varð eldri setti hún bara undir
fót gadda og notaði síðar brodd-
stafi þegar þungt vetrarfæri var
og hálka ef hún þurfti að komast
á milli húsa.
Eitt sinn komum við Ragn-
heiður dóttir mín til hennar á
Bárugranda og þær tóku tal
saman. „Mikið ertu með fallegt
hár,“ segir hún við Ragnheiði.
„Þú ert með hárið hans pabba
þíns, ég tímdi aldrei að klippa af
honum krullurnar. Ég var einu
sinni með svona hár en þá var ég
lítil stelpa í Dýrafirði. Þá fór ég
með kvíaærnar eftir að þær voru
mjólkaðar fram á Gemlufallsdal
og sat yfir þeim fram eftir degi.
Ég var þá bara ellefu ára, svona
eins og þú.“ Þetta fannst Ragn-
heiði sérstakt. Svo komu vísu-
partar og frasar sem gengu í
sveitinni þegar hún var stelpa.
„Ragnheiður með rjóða
kinn … dúllereddí dei … „Má ég
sjá í lófann þinn?“ Síðan las hún í
lófa hennar og sagði: „Þú verður
bara allra kerlinga elst sýnist
mér … Líflínan þín nær bara
upp á handarbak, ha ha … já og
matarborðið þitt er breitt … en
sú gæfa … og svo átt þú
hvað … tvö börn að auki … hvað
það er nú gaman … ha …
Oft sat hún við enda borðsins
þar sem hún hafði útsýni á sjó-
inn, sem var henni svo mikilvægt
og sagði sögur. Lék viðkomandi
sögupersónur og hermdi eftir
þeim eins og þær væru við mat-
borðið lifandi komnar.
Mér fannst hún ekki dala með
þetta minni sitt þótt öldruð hafi
orðið. Ég hringdi í hana ekki fyr-
ir löngu og var varla búinn að
heilsa henni þegar hún segir:
„Já, Bogi minn.“ Hún þekkti
strax rödd mína.
Meira: mbl.is/minningar
Finnbogi Kristjánsson.
Adda á Brekku opnaði mjúkan
faðm sinn og tók blíðlega á móti
tengdadótturinni austan úr
Hornafirði fyrir rúmum þrjátíu
árum. Það var lærdómsríkt og
umfram allt dásamlega skemmti-
legt að kynnast heimilislífinu á
Brekku síðustu árin sem Adda
og Kitti bjuggu þar.
Fyrsta heimsóknin á Brekku
var reyndar áður en við Jói fór-
um að draga okkur saman. Þá
ferðuðumst við nokkrar vinkon-
ur Helgu Dóru um langan veg til
að kveðja hana áður en hún flytt-
ist til Þýskalands til að vera í
nokkra mánuði árið 1982. For-
eldrar hennar tóku okkur opnum
örmum og kvöldið leið hratt við
söng og hlátur. Björt sumarnótt-
in kallaði okkur svo niður í fjöru
og þar var farið í leiki eins og að
hlaupa í skarðið og hjónin á
Brekku gáfu unga fólkinu ekkert
eftir. Undir morgun var gengið
til náða og þá settist Adda á
rúmstokkinn hjá okkur stelpun-
um og sagðist ekkert skilja í
unga fólkinu. Þarna værum við
þrjár ungar stúlkur að fara að
sofa í stofunni og strákarnir
hennar lægju ónotaðir á neðri
hæðinni!
Tveimur árum síðar dvaldi ég
á Brekku um jól og áramót. Þá
hagaði svo til að við vorum bara
fjögur á bænum um áramótin,
Adda og Kitti með okkur Jóa. En
fámennið kom ekki að sök. Við
dönsuðum í ganginum við undir-
leik danslaga Rásar eitt. Eldri
hjónin drógu unga parið út á
gólfið. Þetta var dæmigert fyrir
þau. Alltaf fundu þau leið til að
leyfa gleðinni að taka völdin.
Létt lund Öddu kom henni
vafalaust vel á mörgum erfiðum
stundum í lífinu. Hún sá spaugi-
legu hliðarnar á mönnum og mál-
efnum og samverustundir með
henni voru aldrei án dillandi
hlátursins. Það var einstök upp-
lifun að horfa með henni á
skemmtilega bíómynd eða gam-
anleikrit. Olnbogaskot í síðuna
og svo fylgdi hinn smitandi hlát-
ur svo viðstaddir gátu aldrei
annað en hrifist með.
Sagnahæfileikar Öddu voru
ótvíræðir. Hún ólst upp við frá-
sagnir af sérkennilegu fólki og
hafði næmt eyra fyrir því sem
skipti máli. Hún hermdi eftir og
lék allar persónur svo áheyrend-
ur fóru einskis á mis. Líklega bjó
hún að þjálfuninni frá því hún
var lítil stelpa á Flateyri. Þá var
hún send í hús til að hlusta á
fréttir í útvarpinu því ekkert
tæki var til heima hjá henni. Hún
kom svo heim og endursagði allt
sem fram hafði komið á öldum
ljósvakans.
Adda var gædd einstökum
sönghæfileikum og víst er að
hana langaði að læra meira á því
sviði. En ástin dró hana í sveitina
og í stað þess að syngja í óp-
eruhúsum heimsins söng hún við
eldhúsvaskinn á Brekku, söng
barnahópinn í svefn, söng burtu
sorg og erfiðleika. Kristján virti
og dáðist að söngkonunni sinni
og fyrir hans tilstilli kom hún
fram á samkomum víða um land.
Við njótum þess að hlusta á rödd
hennar, hljómmikla og fallega af
diskinum sem börnin gáfu út í
tilefni sjötugsafmælis hennar.
Þannig lifir hún áfram með kom-
andi kynslóðum.
Adda var dásamleg tengda-
móðir. Væntumþykja hennar var
skilyrðislaus og er ég henni af-
skaplega þakklát fyrir óendan-
legt hjartarúm, stuðning og
gleðistundir sem hún skapaði
með nærveru sinni. Blessuð sé
minning hennar.
Halldóra S. Sigurðardóttir.
„Það best sig héðan pakka og
heim til minna byggða flakka.“
Amma hafði þetta eftir formæðr-
um sínum, eftir flökkukonu fyrri
alda. Það voru margar sögurnar
sagðar og fólkið sem hún gleypti
eftir, eins og hún kallaði eftir-
hermur. Hún kunni ótrúlegan
fjölda kvæða og vísna. Henni var
í blóð borin sagnagáfa og eft-
irtekt eftir hinu smáa. Ef maður
labbaði með ömmu fann hún oft-
ast pening eða eitthvað skemmti-
legt. Skoðaði í kringum sig og
heilsaði öllum. Hún fékk ung
þjálfun í eftirtekt þegar hún var
send til að hlusta á eina útvarpið
á Flateyri til að endurtaka efnið
fyrir fjölskylduna.
Amma var í senn sveitakona
og heimskona. Í sveitinni rak
hún mannmargt heimili. „Be-
heibb jorself!“ Amma stendur
með sleifina í hendi og skakkar
leikinn. Svo hlær hún hátt og
snjallt. Hún hafði lært söng hjá
frú Sigurðsson og nýtti oft
skammaryrði hennar, á okkur. „I
will smack you,“ en þá hótun
stóð hún aldrei við. Í minning-
unni er alltaf sól, öll sumur á
Brekku. Amma æfir sönglögin í
stofunni og hundurinn Kátur
tekur undir í garðinum og gólar
með. Hún syngur við matseldina
og bakar stafla af pönnukökum.
Afi kallað hana til í sauðburði
þegar kindurnar áttu erfitt með
burð því hún hafði svo nettar
hendur og var næm á skepnurn-
ar. Hún var fljót til og hvatvís.
Slökkti eld, með barn á brjósti,
með því að henda teppi yfir elds-
upptökin. Hún saumaði á börnin
upp úr gömlum fötum og gat
gert við allt. Hún hafði ráð undir
rifi hverju. Í fyrrasumar kenndi
hún okkur að flaka þorsk. Það
var mikilvægt að bjarga verð-
mætum. Á hverju sumri vitjaði
hún berjanna og hófst handa við
að tína af kappi. Hún hafði
keppnisskap á við þrjá. Hún fór í
bingó til að vinna, spilaði til að
vinna. Hún sagði oft það sem
ekki átti að segja og rak jafnvel
út úr sér tunguna þegar maður
skammaði hana fyrir. Það þýddi
lítið að segja henni til. Einu sinni
var hún á ferðalagi með manni
sem sagði að hún hefði ekki efni
á ákveðnum eyrnalokkum. Hún
keypti sér dýrari lokka. Ef mað-
ur sagði henni að borða ekki vín-
arbrauð, fékk hún sér aðra sneið.
Hún lifði sig svo inni í leikhús og
kvikmyndir að stöðugt var suss-
að á hana. „Djöfuls fífl, hann er
fyrir aftan þig?“ kallaði hún upp
í hita leiksins. Þegar hún varð
ekkja og flutti í höfuðborgina að-
lagaðist hún furðu fljótt. Laðaði
að sér nágrannabörn og hjálpaði
„gamla fólkinu“ á Aflagranda.
Heimskonan söng á ferðalögum
og heillaði fólk með sinni fallegu
söngrödd. Hún átti ekki í erf-
iðleikum með að tjá sig erlendis,
fann leið til að ná til fólks. Spáði
fyrir fólki frá öllum heimshorn-
um í Bretlandi. Klifraði á fíl í
dýragarðinum á Mallorka, þó að
það mætti ekki. Þegar maður
bauð henni í mat, spurði hún:
„Hvað er í matinn?“ Ef svarið
var; fiskur, sagðist hún vera boð-
in annað. Hafði fengið nóg af
fiski í æsku. Amma var ekkert
venjuleg sem betur fer. Hún var
sönn sjálfri sér og tók því sem að
höndum bar án þess að kvarta.
Hún gaf mér undirstöðuna, með
kærleika sínum og stuðningi. Nú
hefur hún flakkað til sinna
heimabyggða. Ég kveð með
hennar kveðju: Guð veri með
þér, elsku vina.
Árelía Eydís
Guðmundsdóttir.
Það voru sannarlega forrétt-
indi að alast upp með Öddu
ömmu í næsta húsi. Hún tók ætíð
á móti okkur með sínum hlýja
faðmi og bros á vör. Amma var
alltaf fús til að spila, leika, hlæja
og skemmta sér, enda var hún
með eindæmum lífsglöð og ung í
anda. Skemmtilegast þótti okkur
stelpunum að spila með henni ól-
sen-ólsen og taka þátt í bingói á
Aflagranda.
Á okkar yngri árum vorum við
vissar um að amma ætti Afla-
granda. Bæði virtist hún vera
mun yngri en jafnaldrar hennar
sem bjuggu þar og svo var hún
aðalmanneskjan í föstudagsbin-
góinu. Amma lét sér ekki nægja
að hafa 6 spjöld fyrir sjálfa sig
heldur fylgdist hún einnig
grannt með öllum öðrum spjöld-
um á borðinu og hnippti í sessu-
nauta sína ef þeir voru lengi að
taka við sér. Hún var mikil
keppnismanneskja og fór sjaldan
tómhent heim.
Adda amma var einstaklega
gjafmild. Amma hafði unun af
því að sýna vinningana sína úr
bingóinu og deildi þeim alltaf
með öðrum. Hún var líka mjög
eftirtektarsöm, tók upp alla þá
hluti sem urðu á vegi hennar á
götum borgarinnar, vettlinga,
fallega steina og annað smádót,
og gaf okkur stelpunum. Heima
fyrir bauð hún gjarnan upp á
harðfisk og kandís og á nammi-
dögum gaf hún okkur aur fyrir
blandi í poka. Afgreiðslumenn-
irnir í sjoppunni ráku oft upp
stór augu yfir fjárhæðunum sem
tvær litlar skottur mættu með
fyrir laugardagsnammi.
Amma var líka frábær sögu-
maður og sagði okkur ófáar
áhugaverðar sögur af lífi sínu,
bæði frá því að hún var lítil telpa
fyrir vestan og einnig frá því er
hún var ung kona í höfuðborg-
inni. Hún var alltaf til í að spjalla
og heyra sögur af afrekum okk-
ar, enda var hún mjög montin og
stolt af öllum sínum barnabörn-
um, það fundum við vel. Eina
stundin sem ekki mátti heyrast
hljóð var þegar Leiðarljós var
sýnt og vöktuðum við símtækið
hennar á meðan og báðum við-
mælanda vinsamlegast að
hringja síðar.
Í sveitinni á Brekku á Ingj-
aldssandi var amma drottningin.
Í minningunni sjáum við ömmu
fyrir okkur úti við glugga, ann-
aðhvort að kanna hve margir
bílar voru að koma niður heiðina
eða fylgjast með okkur krökk-
unum þar sem við hlupum um úti
á túni. Síðla á sumarkvöldum,
þegar amma var löngu farin í
háttinn en við krakkarnir vorum
enn að spjalla inni í stofu, kom
hún reglulega fram á náttkjóln-
um til þess að missa ekki af
neinu.
Það verður erfitt að koma á
Sandinn án þess að hafa okkar
yndislegu og skemmtilegu ömmu
á staðnum. Þrátt fyrir marg-
menni á Brekku verður húsið
tómlegt án hennar. En amma
skilur mikið eftir sig, m.a. ynd-
islega og samrýnda fjölskyldu
sem við erum óendanlega þakk-
Árilía
Jóhannesdóttir
SJÁ SÍÐU 32