Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 25
Sló þá taktinn eða trommaði með fingrunum. Að leiðarlokum mætti segja að Geir hefði tekið lífið með sveiflu. Mun hún lengi óma eftir að hann er allur. Ásgeir Ásgeirsson. Meira: mbl.is/minningar Ég man fyrst eftir Geir Zoëga þegar ég leit í heimsókn til hans með afa mínum, Ólafi Ófeigssyni skipstjóra. Við átt- um það til bræðurnir að labba út Ægisíðuna með afa til að kaupa grásleppu og þá var oft komið við hjá Geir og Sigríði sem bjuggu beint á móti grá- sleppuskúrunum. Það var alltaf eitthvað sér- stakt við að koma til Geirs. Afi hafði alltaf gaman af því að heimsækja þau hjón. Ég man að það var mikið af fallegum hlutum á heimili þeirra sem vöktu áhuga minn. Geir og afi ræddu alltaf eitthvað stór- merkilegt á meðan við bræð- urnir lékum okkur eða skoð- uðum þær gersemar sem prýddu veggi og hillur Ægisíð- unnar. Það var alltaf spennandi þegar móðir Geirs, frú Hall- dóra, uppeldisystir afa, bauð til veislu á Öldugötunni. Þar hitt- ust flestir í ættinni. Ég man að í þessum veislum hitti ég ætt- ingja sem ég hitti annars ekki. Það var líka afar spennandi að fara á Naustið með afa og borða og alltaf tók Geir vel á móti okkur. Það var svo mikill vinskapur á milli afa og Geirs að Geir lét afa hafa einkabíla- stæði á lóð Naustsins sem merkt var R 8881. Ég gat alltaf montað mig af því við vini mína þegar ég gekk framhjá því að þetta væri stæðið hans afa míns. Eftir að hann afi minn deyr hitti ég Geir sjaldnar og heimsóknum mínum á heimili hans fækkaði. En alltaf voru Geir og Sigríður í huga mínum þegar ég gekk eftir Ægisíð- unni. Mörgum árum síðar þeg- ar ég flyt heim frá New York og hef nýlega kynnst sambýlis- konu minni Kolbrúnu liggja leiðir okkar Geirs aftur saman. Ég var nýfluttur heim og ekki búinn að kaupa mér húsnæði. Án þess að ég vissi af því var Kolbrún vinkona Geirs yngri Zoëga og konu hans Þóru. Hún vissi af því að kjallarinn á Æg- isíðunni væri laus og falaðist eftir því að ég fengi hann á leigu í stutta stund. Það var auðfengið og ég flutti inn. Geir og Sigríður voru mér góð og dóttir mín Vigdís Grace hafði mikið gaman af því að heim- sækja þau og þá helst til að fá ís sem hún gat gengið að vísum í frystinum hjá þeim. Hún segir alltaf, þegar ekið er fram hjá Ægisíðunni: „Getum við stopp- að og fengið okkur ís?“ Ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Geir Zoëga og átt með honum margar góðar stundir í stofunni á Ægisíðunni síðustu árin. Þar sagði hann mér margar skemmtilegar sögur af afa mín- um og öðrum sem ég verð æv- inlega þakklátur fyrir. Geir Zoëga var góður maður. Við Kolbrún og dætur okkar biðjum Guð að blessa fjölskyld- una. Ólafur William Hand (Óli frændi). Vinur okkar, Geir Zoëga, hefur nú kvatt okkur eftir langa og farsæla ævi. Hann var þar til undir það síðasta dag- legur félagi okkar í Sundlaug Vesturbæjar, þar sem menn synda mismikið en leysa þeim mun meira af vandamálum heimsins í pottinum. Þar var Geir óskoraður leiðtogi og gjarnan kallaður Foringinn. Þessi hópur átti líka margar góðar samverustundir utan veggja sundlaugarinnar. Þar eru ofarlega í huga árlegar veiðiferðir sem hófust fyrir u.þ.b. 12 árum. Þetta voru mjög ánægjulegar samverustundir þar sem Geir naut sín vel og var okkur fyrirmynd í fram- komu og klæðaburði. Um miðjan desember á ári hverju fór karlpeningurinn í pottinum í hádegisverð sem var bæði í fljótandi formi og föstu og teygðist oftast úr þeirri sam- kundu fram á kvöld. Þrátt fyrir að veikindin hafi verið farin að setja mark sitt á okkar góða vin hringdi hann í byrjun desember sl. og spurði hvort ekkert væri farið að huga að okkar venju- bundnu jólamánaðarhátíð. Enda mætti hann þar fyrstur manna. Geir og hans kæra Sigríður voru höfðingjar heim að sækja. Um það geta býsna margir vitnað trúi ég. Hann var bæði stór vexti og stór í lundu í já- kvæðri merkingu þeirra orða. Fyrir hönd núverandi og fyrrverandi pottfélaga sendi ég Sigríði eiginkonu hans og þeirra stóru fjölskyldu allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur með þökk fyrir góða og innihaldsríka samveru í áratugi. Finnur Björgvinsson. Kveðja frá Oddfellowreglunni Í dag kveðja Oddfellowar mikilhæfan og virtan leiðtoga sinn, fyrrum stórsír, Geir Zoëga. Hann gekk í Oddfellow- regluna árið 1959, þá tæplega þrítugur að aldri og helgaði hann Reglunni starfskrafta sína í 55 ár. Geir var fljótt kallaður til ábyrgðarstarfa innan Regl- unnar og gegndi þar æðstu embættum. Hann sat í yfirstjórn Odd- fellowreglunnar í sextán ár, fyrst sem stórritari og síðan stórsír, sem er æðsti yfirmaður Reglunnar. Hann var tvívegis endurkjörinn og gegndi hann því embættinu í samtals tólf ár eða til ársins 2005. Í sögu Odd- fellowreglunnar á Íslandi hefur aðeins einn stórsír gegnt emb- ættinu lengur, en það var Magnús Jochumsson, sem gegndi embætti stórmeistara og stórsírs í samtals 20 ár á tímabilinu 1945-1965. Á starfstíma Geirs sem stór- sírs hafði á öðrum tíma ekki verið önnur eins uppbygging á starfi Reglunnar. Oddfellow- reglan dafnaði vel og stofnaði hann 11 nýjar Regludeildir, eða næstum eina deild á hverju starfsári og félögum fjölgaði um tæplega 800 manns. Geir átti stóran þátt í að breyta stjórnarháttum Oddfel- lowreglunnar þannig að konur fengu jafnan aðgang að yfir- stjórn hennar til jafns við karla. Þetta var eðlilega mikið rétt- lætismál fyrir konur, en um leið ákvörðun sem var stórt fram- faraspor til mikilla heilla fyrir allt starf Reglunnar í dag. Uppbygging Oddfellowregl- unnar á líknardeild Landspítala í Kópavogi var Geir mjög hug- leikin og var hann einn aðal- hvatamanna þess að Reglan hóf þar framkvæmdir í tilefni af hundrað ára afmæli Oddfellow- reglunnar á Íslandi árið 1997. Geir var einnig áhugasamur um uppbyggingu Regludeilda á æskustöðvum sínum í Hafnar- firði og sýndi hann starfi þeirra mikinn áhuga og stuðning, sér- staklega við byggingu Reglu- heimilisins þar. Að leiðarlokum þakka Odd- fellowar á Íslandi Geir fyrir samfylgdina og hans miklu og óeigingjörnu störf í þágu Regl- unnar. Hann stjórnaði af mynd- ugleika og hann naut trausts og virðingar Reglusystkina sinna, sem völdu hann til æðstu met- orða. Hans verður minnst sem eins af okkar fremstu leiðtog- um. Eftirlifandi eiginkonu hans, frú Sigríði E. Zoëga, börnum hans og fjölskyldu sendum við einlægar samúðarkveðjur. Friður sé með sálu hans, friðhelg veri minning hans. Stefán B. Veturliðason stórsír. Sárt er að kveðja góða vini, en líkn getur verið í þraut, kennir lífið okkur. Minningin um allt hið góða, sem aðrir gefa okkur, hverfur aldrei, það er og verður í tilveru okkar ósjálfrátt. Þannig verður mér hugsað til æskuvinar míns, Geirs Zoëga, sem kvaddur er í dag. Báðir fæddir um svipað leyti í Hafn- arfirði fyrir rúmlega áttatíu ár- um, annar rétt fyrir ofan Nýju- bryggju, en hinn rétt fyrir vest- an Gömlu-bryggju. Hraunið, bryggjurnar, fiskvinnslan og skipin voru okkar leikvöllur. Svo kom heimsstyrjöldin síðari 1939, þá breyttist umhverfið nokkuð, en við strákarnir fund- um okkur vettvang. Breskir hermenn urðu aldrei lamba- skelfar, heldur verndarar og vinir. Faðir Geirs var mikill at- hafnamaður í hafnfirsku at- hafnalífi, hafði meðal annars starfað með íslenskum sjósókn- urum og breskum útgerðar- mönnum eins og tíðkaðist fyrr á árum. Geir eldri þekkti vel til útgerðarmála og þess sem máli skipti fyrir íslenska þjóð á stríðstímum. Af breskum yfir- völdum, í samráði við íslensk stjórnvöld, var hann skipaður fulltrúi Ministry of Food í London til að skipuleggja og annast framkvæmd flutnings á fiski frá Íslandi til Bretlands. Þessi fiskflutningur skipti máli í matvælaöflun Breta, sem og var það Íslendingum mikilvægt að þessi viðskipti færu snurðu- laust fram. Við Geir yngri vor- um aldir upp í þessu umhverfi. Oft var ég heima hjá Geir í bungalowum, þar var gott að vera. Móðir hans Halldóra, yndisleg kona, sem og amma hans. Geir eldri var nokkru fjær, enda margt annað að gera en að stússast með strákum. Síðan lá leið okkar Geirs saman í Verslunarskóla Íslands, bekkj- arbræður. Þar voru síðar skóla- systur, Sigríður Einarsdóttir, Einars í Sindra, og Vildís, syst- ir mín. Enn hittist lítill kvenna- hópur þeirra úr Versló. Í bekk með okkur Geira var Ásmund- ur, bróðir Sigríðar. Ásmundur var góður drengur, en féll ung- ur frá. Var harmdauði okkur öllum. Sindrafjölskyldan var afskap- lega pólitísk. Á Hverfisgötunni var oft fundað um hag og fram- kvæmd sjálfstæðisstefnunnar. Við Geir útskrifuðumst frá Versló vorið 1948. Í útskrift- arbók kveður hann mig og segir m.a.: „Mundu Englandstúrinn. Geir.“ Sá túr, sem farinn var í maí-júní 1946, sem var fyrsta ferðalag okkar á erlenda grund, var algjört ævintýri. Siglt var út með norsku flutningaskipi, „Bautu“, sem flutti sement frá London til Reykjavíkur. Þar dvöldum við um borð í HMS Discovery, sem var við festar á Thames, rétt hjá Waterloo- bridge. Scott hafði siglt því til suð- urheimskautsins í byrjun aldar. Nú var það sýningar- og skóla- skip. Við vorum 15 skátar sem nutum þessarar ferðar. James Whitaker, sem var háttsettur foringi í breska hernum á Ís- landi, skipulagði dvölina. Við fórum víða um Bretland og sigldum síðan heim frá Hull, með koladalli sem hét Cave- rock. Þetta var mikið ævintýri sem skilaði góðum minningum sem við Geir ornuðum okkur stundum við. Geir var góður vinur. Hann var einn af þeim, sem Ragnheiður heitin, eigin- kona mín og bekkjarsystir okk- ar, hafði í huga og sagði þegar hún kvaddi: „Við fengum að vera með góðu fólki.“ Ég votta Sigríði og allri fjölskyldunni samúð mína. Með virðingu. Guðmundur H. Garðarsson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 ✝ KolbeinnÓlafsson fæddist í Hjálm- holti í Hraungerðis- hreppi 3. júní 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. mars 2014. Foreldrar Kol- beins voru Ólafur Ögmundsson, bóndi í Hjálmholti, f. 2. ágúst 1899, d. 15. febrúar 1982, og Guðmunda Guðjónsdóttir frá Hrygg í Hraungerðishreppi, f. 15. ágúst 1914, d. 30. maí 1991. Kolbeinn var annar í röðinni í stórum systkinahópi: Ágústa Margrét, f. 6. nóv- ember 1937, d. 20. september 2004, gift Birni Sigurðssyni, f. 6. júlí 1935; Ögmundur, f. 9. september 1943, d. 6. júní 1944; Kristinn, f. 11. mars 1945, kvæntur Guðbjörgu Sig- urðardóttur, f. 10. janúar 1951; Kristín Lára, f. 4. júní 1946, gift Guðmundi Kristni Jónssyni, f. 14. september 1946; Guðjón, f. 4. nóv- ember 1949, d. 12. mars 1950; Þor- móður, f. 26. nóv- ember 1951, kvæntur Valdísi Bjarnþórsdóttur, f. 23. maí 1961; Sig- urður, f. 17. sept- ember 1953; Berg- ur Ingi, f. 12. júlí 1958, kvæntur Ásdísi Finns- dóttur, f. 22. ágúst 1957. Kolbeinn var ókvæntur og barnlaus, en systkinabörn hans voru honum mjög kær. Kolbeinn ólst upp hjá for- eldrum sínum í Hjálmholti. Þrátt fyrir nokkra fötlun bjó hann heima og tók þátt í lífi og störfum í Hjálmholti til árs- ins 2003 er hann flutti að Ási í Hveragerði. Síðasta hálfa árið bjó hann hann á Kumbaravogi. Útför Kolbeins fer fram frá Hraungerðiskirkju í dag, 9. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. Kolbeinn var annað barn hjónanna í Hjálmholti sem þá bjuggu þar, Guðmundu Guðjóns- dóttur og Ólafs Ögmundssonar, en Ágústa systir hans var þriggja ára þegar hann fæddist. Kolbeinn hlaut nafn langafa síns Kolbeins Sigurðssonar frá Gelti í Grímsnesi sem lengst af var bóndi á Seli í sömu sveit. Kol- beinn flutti að Hjálmholti þegar Ögmundur sonur hans kvæntist Ágústu Margréti Ólafsdóttur, en hún var dóttir Ólafs Þormóðs- sonar sem bjó þar rausnarbúi á 19. öldinni. Fljótlega mun hafa komið í ljós að Kolbeinn myndi eitthvað vanheill vera, því þurfti hann mikla umönnun í æsku og uppvexti. Fylgdi hann foreldrum sínum í Hjálmholti alla tíð á meðan þau lifðu og var hús- maður hjá bræðrum sínum er þeir tóku við búi. Þar sem Kol- beinn var bagaður til gangs, sinnti hann einkum heimilis- störfum. Hann annaðist síðan yngri systkini sín og var ávallt tilbúinn að grípa í litla hönd og hjálpa þeim fyrstu skrefin. Það eru nú liðin 52 ár síðan fyrstu kynni okkar bar að er ég gekk að eiga stóru systur hans, hana Ágústu, og flutti hún þá hingað að Úthlíð. Kolli kom oft í heimsókn og ávallt mikill au- fúsugestur og enn á ný voru komnar hér litlar hendur til að grípa í og styðja við fyrstu skrefin. Stuttu síðar komu fleiri systkinabörn og stækkaði hópur Kolla fljótt en hann kunni á þeim full skil, fylgdist með þeim á þeirra skólagöngu og þekkti alla afmælisdaga í fjölskyldunni. Þá komu nýir einstaklingar inn í stórfjölskylduna í Hjálmholti þar sem fjölskyldan kom saman við margvíslegar stórhátíðir, s.s. afmæli, skírnir, fermingar og giftingar. Alltaf kom Kolli brosandi til dyra og fagnaði að hætti hús- bænda á þeim bæ. Þegar halla tók undan fæti með heilsuna fór Kolli að Ási í Hveragerði og dvaldi þar í tíu ár og síðar í stuttan tíma á Kumbaravogi. Alls staðar kom hann sér vel og batt kunningsskap við starfsfólk og vistmenn. En smátt og smátt gekk á þrekið og ýmsar aðgerð- ir gerðar til að létta síðustu stundirnar. Öllum þeim sem komu að þeim málum eru færð- ar alúðarþakkir sem og þeim sem veittu honum líknaraðstoð til hinstu stundar. Ég kveð mág minn og vin með þakklæti fyrir hálfrar aldar samveru. Guð blessi þig, Kolli minn. Björn Sigurðsson. Nú er hann elsku Kolli frændi okkar fallinn frá. Kolli fæddist fatlaður og var ekki talið að hann yrði langlífur. Sennilega hefur létta lundina hans og gleðin að vera meðal fólks gefið honum langt og gott líf. Hann fylgdist vel með sveit- ungum og ættingjum og vissi alla afmælisdaga hjá allri ætt- inni upp á hár þrátt fyrir að stöðugt bættist í hana. Hann vissi líka hvað allir voru að sýsla og hafði áhuga á því. Hann var mikil barnagæla og vildi alltaf ef mögulegt var fá krakka í fangið til sín og hélt þá þétt og fast ut- an um þau þannig að þau þorðu sig varla að bæra. Það var mikill missir fyrir Kolla þegar mamma hans, sem hann var alltaf litli strákurinn hjá, lést. Hann var áfram í Hjálmholti hjá bræðrum sínum í 12 ár á eftir og eiga þeir bræður Dommi, Siggi, Beggi og konur þeirra miklar þakkir skildar fyr- ir það hversu vel Kolla leið að geta verið „heima“. Gaman fannst honum að fara á bæjaflakk, t.d. í mjólkurbíls- ferðir um allar sveitir og stund- um alveg austur í Skaftafells- sýslu. Kolli hafði svo gaman af því að hitta fólk og spjalla og var hann velkominn á alla bæi, til dæmis í Þverspyrnu þar sem þeim var boðið í kaffi. Veislur voru í uppáhaldi hjá honum. Hann hélt mikið 70 ára afmæli fyrir 4 árum og nú í veikind- unum var hann farinn að tala um hvernig hann ætlaði að hafa 75 ára afmælið þó það væri nú alveg rúmlega ár í það. Kolli kom oft upp í Úthlíð og stoppaði í nokkra daga. Sérstak- lega fannst honum gaman að koma þegar Réttin var komin og meira líf í tuskunum. Þegar hann kom þangað lét hann eins og hann væri á sólarströnd og bað um bjór og sígó og hafði gaman af. Hann var fyndinn hann Kolli og alltaf brosandi. Hann reyndi að taka þátt í samræðum sem voru í gangi, sama um hvað þær voru. Man ég eftir þegar mamma var að ræða við mig saumaskap á gardínum hvort ég teldi þetta nógu langt eða sítt og alltaf kom Kolli með athuga- semdir eins og hann væri þaul- vanur í gardínusaumaskap. Árið 2003 flutti Kolli svo í Hveragerði þar sem hann dvaldi á Elliheimilinu Ási. Hann bjó í litlu húsi í Frumskógum með öðrum vistmönnum. Fyrstu árin eftir að Kolli flutti í Hveragerði naut hann þess að vera þar. Hann tók þátt í Félagi eldri borgara í Hveragerði sem bauð gott félagslíf og svo voru það ferðalögin í kringum landið. Naut hann þess að koma á og sjá staði sem hann hafði heyrt talað um. Nú er Kolli farinn í sínu hinstu ferð og það held ég að vel hafi verið tekið á móti honum af foreldrunum og mömmu sem hann saknaði alla tíð eftir að þau féllu frá. Við eigum eftir að sakna Kolla okkar sem hefur fylgt okkur alla tíð. Sé hann fyrir mér brosandi út að eyrum eins og alltaf trallandi með einhverju góðu íslensku lagi því hann hafði gaman af tónlist og skella upp úr annað slagið. Blessuð sé minning Kolla frænda sem sýndi okkur hvað maður kemst langt á gleði og já- kvæðni. Hjördís og Jónína Björnsdætur frá Úthlíð. Kolbeinn Ólafsson Fyrir 10 árum síðan lágu leiðir okkar og Eyrúnar saman þegar við ákváðum að setjast aftur á skólabekk í Tæknihá- skólanum sem síðar varð Há- skólinn í Reykjavík. Þarna hitt- ust fimm einstaklingar sem komu úr ólíkum áttum en urðu mjög góðir vinir frá fyrsta degi og höfum haldið hópinn (Group Eyrún Ingvaldsdóttir ✝ Eyrún Ing-valdsdóttir fæddist 9. nóv- ember 1967. Hún lést 19. mars 2014. Útför Eyrúnar fer fram 26. mars 2014. 5) síðan. Því er sárt að sjá á eftir klett- inum úr hópnum og söknuðurinn er mikill. Eyrún var frá- bær persónuleiki, góðhjörtuð, ljúf og hógvær, mikill húmoristi og gerði grín að sjálfri sér sem og öðrum. Hún var afskaplega dug- leg og gat sinnt mörgu í einu eins og sýndi sig þegar hún var í náminu, vann fullt starf sam- hliða ásamt því að sinna fjöl- skyldunni og áhugamálum. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman við lærdóm í Danól þar sem Eyrún var drifkraft- urinn í hópnum og hélt okkur við efnið þegar athyglisbrestur- inn bankaði upp á. Eftir að námi lauk og í hvert sinn sem hóp- urinn ákvað að hittast heyrðist frá Eyrúnu: „Nefnið stað og stund og ég mæti.“ Síðasta samverustund okkar allra saman var í lok jan- úar þegar Eyrún ákvað að við myndum hittast og fór hópurinn út að borða saman og átti ynd- islegt kvöld. Margar sögur voru sagðar og mikið hlegið eins og alltaf þegar við hittumst. Eigum við frábærar minningar frá þess- um samverustundum okkar sem munu ávallt ylja okkur um hjartarætur. Elsku Siggi, Elfa, Andri og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur og megi minningar um yndislegu Eyrúnu okkar veita ykkur styrk. Kærleikskveðja. Lilja, Fanney, Einar og Anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.