Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
sturtusett
Hitastýrt
Verð frá kr. 66.900
Gæði fara aldrei úr tísku
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Öryggið er fyrir öllu en þó máttu
ekki ganga svo langt að þú lokir þig alveg af
frá umheiminum. Sumt er þannig að þú
verður að hrökkva eða stökkva.
20. apríl - 20. maí
Naut Það sópast að þér viðurkenningarnar
og þótt þú eigir allt gott skilið skaltu varast
að ofmetnast. Tónlist nærir sköpunargáfuna.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vissar upplifanir henta þér svo full-
komlega að þær gætu ekki verið ætlaðar
öðrum. Breyttu einhverju einu og bara einu
og það opnar leiðina að einhverju nýju.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt gaman sé að breyta til er fárán-
legt að gera það breytinganna vegna. Til allr-
ar hamingju hjálpar þessi aukni kraftur sem
þú finnur fyrir þér nú til þess að ljúka því
sem þú ætlar þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhvern tíma kemur þar hjá öllum sig-
urvegurum að meira verður ekki sigrað.
Fataval hefur áhrif á viðhorf þitt. Bilið á milli
styrkleika og ýtni er ekki breitt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Eins og er er eitthvað sem þú vilt svo
mikið og af öllu hjarta að það hefur dularfullt
vald yfir þér. Fjarsamband hentar þér ekki.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert óvenju frjó/r í hugsun í dag.
Leiddu deilur til lykta af festu og orðstír þinn
innan fjölskyldunnar vex.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er ekki rétti tíminn til að
taka áhættu í fjárfestingum, alla vega ekki
ein/n. Reyndu að koma hugmyndum þínum
á framfæri í dag. Enginn er eyland og þú
þarft félagsskap eins og aðrir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hlustaðu á eðlisávísun þína þeg-
ar kemur að máli sem snertir þig og þína
nánustu. Veldu bara það besta úr og njóttu
þess út í ystu æsar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þó að þig dauðlangi til þess að
byrja á einhverju nýju áttu að stilla þig um
það þar til yfirstandandi verkefni er búið.
Dagurinn í dag er líka hentugur fyrir fjárfest-
ingar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Spurðu sjálfan þig af hverju þú
þarft alltaf að vera að afreka eitthvað.
Ræddu málin við félaga þína. Sundlaugarnar
bíða eftir þér, þú ferð alltof sjaldan í sund.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú veltir fyrir þér hvort þú getir
treyst vissri manneskju. Að vita hvað er mik-
ilvægt hverju sinni er lykillinn að velgengni
þinni.
Stekkjarstaur kynntist ég fyrirnorðan, þegar við vorum ungir
báðir,“ sagði karlinn á Laugaveginum
við mig. „Hann er vel hagorður og
pólitískur og orti þetta um Össur og
aðildarsamningana við ESB“:
Við Evrópusamband að semja
er svona eins og að lemja
til hlýðni við oss
óláta hross
sem engum tókst fyrr að temja.
Þó ýtti Össur á takkann
og ætlaði að kíkja í pakkann
en Frakkar hann píndu
þeir fussuðu’ og sýndu
sinn svarta Pétur og skrattann.
En Össur vill leikinn lengja
og láta á aðra hengja
sitt eigið strand,
og ætlar í bland
íhald í spón að sprengja!
Einar K. Guðfinnsson sendir mér
stundum vísur. Að þessu sinni var það
skagfirski hagyrðingurinn Haraldur
Hjálmarsson frá Kambi sem átti hug
hans allan. Sjálfsmat kallar hann
þessa vísu:
Ljóð mín eru lítilsverð
Langt frá því að vera góð.
Þau eru flest í flýti gerð
fyrir þann sem næstur stóð.
Til vinkonu orti Haraldur:
Þú ert ein af afar fáum
sem ekki fara í mörkuð sporin. –
Eitt af þessum sterku stráum
sem standa af sér köldu vorin.
Hér hittir Haraldur sem oftar nagl-
ann á höfuðið:
Að segja biturt orð í eyra
angri veldur.
Þögnin segir miklu meira
en margur heldur.
Þessi staka varð til á gamlárskvöld:
Allir dagar eiga kvöld,
allar nætur daga.
Svona verða árin öld,
aldir mannkynssaga.
Og svo er það slembilukkan:
Til eru dæmin tvenn og þrenn
að títt er asnasparkið.
Þó hendir stundum heimska menn
að hitta rétta markið.
Haustlitirnir rifjast upp á vordög-
um:
Nú er foldin föl á brá,
falla lauf af hríslu.
Ljós og skuggar skiptast á
í Skagafjarðarsýslu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af strandkapteini
og Haraldi frá Kambi
Í klípu
„HANN HEFUR SENNILEGA RÉTT FYRIR
SÉR, EN ÞAÐ VAR ÓÞARFI AÐ NÚA
OKKUR ÞVÍ UM NASIR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VEIDDI SJÖ PUNDA STEIKARPÖNNU
HÉRNA Í SÍÐASTA MÁNUÐI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... eins og ljúfasta lag.
ÞETTA
ER SVO
ERFIÐUR
RÓÐUR,
HRÓLFUR!
ÉG VEIT, OG ALLA
JAFNA MYNDI
ÉG EKKI BIÐJA
YKKUR UM ÞETTA.
EN ÞEGAR
VIÐ KOMUM
HEIM ...
... MUNUÐ ÞIÐ SJÁ AÐ ÞAÐ
VAR ÞESS VIRÐI!
NÓG KOMIÐ AF
HÁRBLÁSARA-
STRÍÐI!
SIGURINN
ER MINN!Ég held að allir bæjarbúar hafi ver-ið á leiknum,“ sagði Hildur Sig-
urðardóttir, leikstjórnandi kvenna-
liðs Snæfells í körfubolta, þegar
Íslandsmeistaratitillinn var í höfn á
sunnudag. Hildur er einn besti körfu-
boltaleikmaður landsins og sýndi
hvers hún er megnug í úrslitakeppn-
inni. Erlendi leikmaðurinn í liðinu
meiddist í undanúrslitarimmunni
gegn Val og í úrslitunum gegn Hauk-
unum varð liðið að leika án útlend-
ings.
x x x
Fyrirfram hefðu margir sagt að þaðværi ávísun á tap. Lið Hauka er
sterkt og besti erlendi leikmaður
deildarinnar leikur með Haukum.
Lið Snæfells sýndi hins vegar að út-
lendingurinn er ekki allt. Snæfell
varð deildarmeistari og hafði því
heimavöllinn í fyrstu viðureigninni.
Stuðningurinn í Stykkishólmi hefur
hjálpað til við að knýja fram sigur í
fyrsta leiknum. Síðan sótti liðið sigur
í erfiðum útileik í Hafnarfirði og kór-
ónaði síðan frækilega frammistöðu
sína með þriðja sigrinum gegn Hauk-
um um helgina.
x x x
Hildur Sigurðardóttir er úr Stykk-ishólmi, en hefur mestan hluta
síns leikferils leikið annars staðar og
varð áður Íslandsmeistari með KR.
Fyrir þremur árum sneri hún aftur
heim og sagði að þá hefði hún ekki
getað ímyndað sér að hún myndi
snúa aftur til Stykkishólms og spila
körfubolta.
x x x
Í Stykkishólmi hefur mikil áherslaverið lögð á körfuboltann og marg-
ir fræknir leikmenn hafa komið þar
við sögu. Karlaliðið reið á vaðið og
hampaði sínum fyrsta Íslandsmeist-
aratitli árið 2010 eftir að hafa borið
sigurorð af Keflavík. Þar réðust úr-
slit ekki fyrr en í fimmta leik. Í ár var
komið að konunum að taka titilinn.
Sami þjálfarinn er á bak við báða titla
hjá Snæfelli. Ingi Þór Steinþórsson
kom til Stykkishólms árið 2009 og
hefur hinn litríki þjálfari leitt starfið í
körfuboltanum í bænum. Árangurinn
hefur skilað sér rækilega. Víkverji
óskar Hólmurum til hamingju með
árangurinn. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef-
ast, leitið og þér munuð finna, knýið
á, og fyrir yður mun upplokið verða.
(Matt. 7, 7.)