Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 44

Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 99. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Andlát: Örvar Kristjánsson … 2. Stundar kynlíf með hundinum sínum 3. Myrti fjölskylduna og svipti sig lífi 4. Sjö ára skallaður á skólalóð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listasafn Íslands mun opna viða- mikla sýningu á verkum íslenskra listamanna í Kunsthalle Reckling- hausen í nágrenni Essen og Düssel- dorf í Þýskalandi hinn 4. maí nk. Sýn- ingin nefnist Saga – Narrative Art og verða sýnd verk eftir marga af þekkt- ustu og virtustu listamönnum Ís- lands, m.a. Kjarval, Erró, Sigurð Guð- mundsson, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur, Ólöfu Nordal, Björk Guðmundsdóttur, Huldu Hákon og Ósk Vilhjálmsdóttur. Í tilkynningu frá Listasafni Íslands segir að auk verka íslensku listamannanna verði á sýn- ingunni verk eftir nokkra erlenda listamenn sem unnin voru á Íslandi, m.a. bandarísku listakonuna Cindy Sherman, tékknesku listakonuna Magdalenu Jetelová og þýska 19. ald- ar meistarann Heinrich Hasselhorst. TVG-Zimsen styrkir safnið með því að flytja verkin til og frá Íslandi. Hall- dór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, segir að búast megi við tugþúsundum gesta á sýn- inguna og að hún verði einn vegleg- asti listviðburður Ruhr-héraðs í vor. Morgunblaðið/Kristinn Viðamikil sýning á ís- lenskum listaverkum  Verkið Trajectories, eftir Önnu Þor- valdsdóttur tónskáld og Sigurð Guð- jónsson myndlistarmann, verður flutt í New York 24. apríl nk. á hátíðinni Ul- tima Festival New York 2014 sem fram fer í Issue Project Room í Brooklyn. Verkið var samið fyrir hátíð um sjónræna tónlist sem haldin var í Hörpu 30. janúar til 2. febrúar sl. Trajectories flutt á hátíð í New York Á fimmtudag Norðvestan og vestan 5-10 m/s. Dálítil él fyrir norðan, en skýjað með köflum syðra. Hiti 3 til 8 stig að deg- inum, en nálægt frostmarki á norðanverðu landinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 2 til 8 m/s. Skúrir sunnan- og vestanlands, en yfirleitt þurrt og bjart veður á norðaustan- verðu landinu. Hiti 3 til 10 stig. VEÐUR Ísland mætir firnasterku liði Eistlands í fyrsta leik sínum í 2. deild heimsmeistara- móts karla í íshokkíi í dag en mótið fer fram í Bel- grad. Tim Brithén, þjálfari íslenska liðsins, segir að erfitt sé að meta stöðuna og það gæti barist um bronsverðlaun en líka lent í baráttu um að halda sér í deildinni. „Þessir strákar elska að berjast fyrir þjóð- ina,“ segir Brithén. »4 Byrja gegn firna- sterkum Eistum Chelsea og Real Madríd eru komin í undanúrslitin í Meistaradeild Evr- ópu eftir að hafa slegið París SG og Dortmund út í spennu- leikjum í gærkvöld. José Mour- inho, knattspyrnustjóri Chelsea, er þar með kominn í undanúrslit keppninnar í átt- unda sinn á undanförnum ellefu árum. »2 José Mourinho er enn kominn í undanúrslitin ÍBV og Valur urðu í gærkvöld fyrstu liðin til að tryggja sér þátttökurétt í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik þetta árið. ÍBV vann FH í Kaplakrika, 21:19, og sló FH-inga úr leik um leið. Valur sigraði hins vegar Hauka, 20:17. Bæði ÍBV og Valur unnu viðureignir sínar í 8-liða úrslitunum 2:0 og munu liðin mætast í undan- úrslitum Íslandsmótsins. »3 ÍBV og Valur í undan- úrslit og mætast þar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Sannkallaðan ævintýraheim er að finna á frístundaheimilinu Undra- landi í Grandaskóla. Kastali með virkisvegg og öllu tilheyrandi var reistur í einni kennslustofu skólans í vetur. Mikil leynd hvíldi yfir verk- efninu og fengu börnin ekki að vita hvað starfsmenn frístundamiðstöðv- arinnar voru að bardúsa. Stofan var opnuð með pomp og prakt á ösku- daginn fyrir börnin. Þau urðu að vonum himinlifandi og sagði eitt- hvert barnanna: „Þetta er miklu stærra en ég „hélti“,“ en mjög vin- sælt er að vera í kastalanum í hin- um ýmsu leikjum. „Við lokuðum stofunni og byrgð- um gluggana þegar við smíðuðum kastalann. En það voru nú ein- hverjir útsendarar úr þeirra röðum sem komust á snoðir um hvað við vorum að smíða en sáu þó bara smá brot af því,“ segir Andri Fannar Ottósson, verkefnastjóri Undra- lands, en þar eru börn í 1. og 2. bekk í Grandaskóla. Andri segir að rýmið hafi ekki verið nógu vel skipulagt og þau hafi viljað bæta það. Úr varð að sú hug- mynd kviknaði að smíða kastala. „Við vorum ekki með fullmótaða mynd af kastalanum þegar við byrj- uðum en hugmyndirnar fæddust jafn óðum. Við leyfðum barninu í sjálfum okkur að koma fram og hugsuðum hvað okkur hefði fundist flott sem börn. Við slepptum okkur aðeins og sjáum ekki eftir því.“ Verksvit og frjótt ímyndunarafl Tekið skal fram að enginn í hópn- um er menntaður smiður. „Við er- um fólk með verksvit og frjótt ímyndunarafl,“ segir Andri glað- lega. Þegar líða fór nær öskudegi hljóp okkur kapp í kinn og starfs- fólkið mætti fyrr til vinnu, vann lengur og skiptist á að smeygja sér inn í herbergið og taka smá skurk í smíðunum. Og allt gekk þetta með samstilltu átaki. Viðbrögð barnanna létu ekki á sér standa. „Það var rosalega gam- an að sjá þau, þau voru mjög ánægð,“ segir Andri. Hann hefur unnið með börnum frá því árið 2008 og hefur mjög gaman af. Lísbet Freyja Mímisdóttir, sex ára, og Ísabel Aðalheiður Welling, sjö ára, eru í Undralandi. Þeim þykir mjög skemmtilegt að leika í kastalanum. „Við leikum þar oft í mömmó en stundum þegar strák- arnir eru þá eru þeir með læti,“ segir Lísbet Freyja og nýtir tæki- færið til að kvarta örlítið undan há- værum strákum. Þeir eru víst stundum aðeins að fljúgast á í gannislag í kastalanum. Spurð hvort hún hafi forvitnast um hvað væri verið að gera í stofunni segir hún: „Ég stalst einu sinni til að kíkja í gegnum rifu á glugganum en svo lokuðu þau fyrir.“ Öðru máli gegndi um Ísabel vinkonu hennar. „Ég vildi ekki kíkja.“ En Ísabel sagðist hafa verið hissa þegar hún sá kastalann og leikur sér þar oft en finnist líka gaman að leika úti. Smíðuðu kastala í leyni  Fundu barnið í sjálfum sér við smíðarnar Ævintýraheimur „Þetta er miklu stærra en ég „hélti“,“ sagði eitt barnanna þegar þau fengu loksins að sjá hvað leyndist í stofunni á öskudaginn. Morgunblaðið/Þórður Kastalinn Krökkunum þykir ákaflega gaman að leika í kastalanum sem er með hinum ýmsu leynigöngum og skúmaskotum. Púðar og teppi eru víða enda þarfaþing fyrir ærslafulla leiki ungu kynslóðarinnar. Vinkonur Lísbet Freyja Mímisdóttir og Ísabel Aðalheiður Welling.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.