Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
✝ Geir Zoëgafæddist 20.
ágúst 1929 í Hafn-
arfirði. Hann and-
aðist 31. mars 2014
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi.
Foreldrar hans
voru Geir Zoëga
framkvæmdastjóri,
f. í Reykjavík 27.
júlí 1896, d. 7. apríl
1985, og kona hans
Halldóra Ólafsdóttir, húsfreyja,
f. í Keflavík 15. desember 1907,
d. 2. ágúst 1996.
Systkini hans voru Ólafur
Þór, f. í Hafnarfirði 20. apríl
1935, d. 14. apríl 1963, og
Helga, f. í Hafnarfirði 3. apríl
1941.
Geir kvæntist Sigríði Einars-
dóttur 24. október 1953. Hún
fæddist í Reykjavík 9. sept-
ember 1933, dóttir Einars Ás-
mundssonar, forstjóra Sindra, f.
á Fróðá 23. ágúst 1901, d. 28.
nóvember 1981, og konu hans
Jakobínu Þórðardóttur hús-
freyju, f. á Akranesi 7. mars
1904, d. 16. desember 1988.
Börn Sigríðar og Geirs eru: 1)
Þórdís, f. 1. maí 1957, gift Krist-
jáni A. Óskarssyni, f. 28. maí
september 1974. Þeirra börn
eru a) Ari Björn, f. 5. júlí 2004.
b) Tryggvi Geir, f. 12. ágúst
2006. c) Einar Bjarni, f. 13. júlí
2009. d) Áslaug Birna, f. 3. júlí
2011.
Geir ólst upp í Hafnarfirði til
18 ára aldurs en fluttist þá til
Reykjavíkur og bjó þar æ síðan.
Hann lauk prófi frá Verzl-
unarskóla Íslands 1948. Náms-
dvöl í Bretlandi 1948-1949.
Skrifstofustörf hjá Sindra hf. í
Reykjavík 1950-65. Umboðs-
maður tryggingafélaga breskra
botnvörpuskipaeigenda 1950-
1978. Stofnandi og síðar fram-
kvæmdastjóri veitingahússins
Nausts hf. 1965-1978. Fram-
kvæmdastjóri Sindra-stáls hf.
1979-1982. Stjórnarformaður
Tryggingar hf. frá 1974 þar til
félagið sameinaðist Trygginga-
miðstöðinni hf. og sat í stjórn
hins sameinaða fyrirtækis til
ársins 2007. Framkvæmdastjóri
Viðlagatryggingar Íslands
1986-2000. Stórsír Oddfellow-
reglunnar á Íslandi 1993-2006.
Hann var sæmdur riddarakrossi
sænsku Norðurstjörnuorðunnar
árið 1975 og heiðursorðu
bresku krúnunnar, MBE, árið
1978. Geir sat í stjórnum ýmissa
fyrirtækja og félaga.
Útför Geirs fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 9. apríl
2014, og hefst athöfnin kl. 15.
1955. Börn þeirra
eru a) Sigríður
Heiða, f. 4. nóvem-
ber 1977, gift Elv-
ari Bjarka Helga-
syni, f. 8.
september 1973,
börn þeirra Þórdís
Eva, f. 25. apríl
2006, og Helga
Gígja, f. 13. mars
2008. b) Hrafnhild-
ur, f. 22. desember
1981, gift Fransesco Javier Her-
rero, f. 19. október 1976. Þeirra
börn eru Júlía, f. 11. janúar
2010, og Sara, f. 10. september
2011. c) Halldóra, f. 8. júlí 1986.
d) Óskar Geir, f. 1. desember
1991. 2) Ragnhildur, f. 4. júlí
1959, gift Ásgeiri Gunnari Ás-
geirssyni, f. 26. júní 1957. Börn
þeirra eru a) Sigríður, f. 4. jan-
úar 1987. b) Ólafur, f. 6. júlí
1990. c) Guðrún, f. 26. mars
1996. 3) Geir Magnús, f. 1. nóv-
ember 1962, kvæntur Þóru
Björgu Dagfinnsdóttur, f. 23.
febrúar 1963. Þeirra börn eru
a) Þórdís Erla, f. 2. júlí 1988. b)
Kristjana, f. 30. nóvember 1992.
c) Geir, f. 18. júní 1998. 4) Jak-
obína Birna, f. 7. mars 1974, gift
Antoni Erni Bjarnasyni, f. 5.
„Hann afi var svo mikill og
stór maður að hann fær alveg
örugglega sína eigin stjörnu á
himninum.“ Þetta sögðu litlu
strákarnir í Gautaborg í síðustu
viku þegar þeir ræddu um and-
lát afa síns. Og þar er ég viss
um að þeir hafi rétt fyrir sér.
Hann pabbi var nefnilega ein-
stakur. Hann var séntilmaður, a
grand old man. Djassgeggjari,
flugáhugamaður, bílaáhugamað-
ur, matgæðingur, húmoristi,
snyrtipinni, sumarbústaðakall,
brennustjóri, vinur vina sinna
og síðast en ekki síst fjöl-
skyldumaður. Eiginmaður,
pabbi, tengdapabbi, afi og
langafi.
Það er margt sem kemur upp
í hugann þegar litið er yfir far-
inn veg. Þegar flestir ef ekki
allir vinir hans pabba voru
löngu hættir barneignum og
smábarnauppeldi lét pabbi sig
hafa það að fara í rússíbana og
klessubíla, sunnudagsbíltúra
með viðeigandi stoppi í ísbúð
eða sjoppu og svo brunað yfir
hossubílaveginn í Öskjuhlíðinni.
Hann kenndi mér á heiminn,
hvort sem það var í gegnum
bækur og tímarit, dragnast með
mig til útlanda eða keyra innan-
lands. Því það þótti honum
gaman. Að keyra landshorna á
milli var nokkuð sem pabbi víl-
aði ekki fyrir sér og alls staðar
þekkti hann einhvern og alls
staðar var okkur boðið í kaffi
og með því. Við áttum óteljandi
góðar stundir saman, hvort sem
það var erlendis í sumarfríum
eða bara heima. En best leið
pabba í sumarbústaðnum í
Hestvíkinni. Þar gat hann
stanslaust fundið sér eitthvað
að gera og var duglegur að
draga barnabörnin sín með sér
í vinnu, hann var ekki kallaður
verkefnaafi fyrir ekki neitt.
Hann kenndi okkur að passa
upp á hlutina okkar, ekki leyfa
þeim að sitja undir skemmdum,
best að gera við þá strax.
Mamma og pabbi héldu upp
á sextíu ára brúðkaupsafmæli
nú í lok október og mikið
óskaplega vorum við stolt af
þeim. Það eru ekki margir sem
ná þeim áfanga en það gerðu
þau með bravör. Gleðin og
væntumþykjan sem var við völd
þann dag er okkur öllum
ógleymanleg.
Við pabbi horfðum saman á
bíómynd fyrir stuttu. Þar kom
fyrir setning sem okkur fannst
svo falleg: „Það er ekki til nein
ein rétt leið að vera fullkomið
foreldri, en það eru til margar
leiðir til að vera gott foreldri.“
Þær kunnir þú allar.
Þegar þú lítur niður og sérð
mig standandi niðri í fjöru á
Ægisíðunni, blikkandi augum
ótt og títt í átt til himins, ertu
til í að blikka mig til baka og
gefa mér fallegt bros. Þá verð
ég glöð.
Þín
Jakobína Birna.
Nú er hann elsku afi minn
allur. Besti og fallegasti maður
heims. Meistari, sjentilmenni,
snyrtipinni, bílakall, húmanisti,
húmoristi, brennustjóri og
djassgeggjari. Afi átti gott líf,
þó ekki án áfalla. Hann missti
Óla litla bróður sinn og besta
vin í flugslysi sem var honum
afar erfitt og hvíldi á honum
alla tíð.
Ég á margar minningar um
afa og var alltaf mjög hænd að
honum. Fyrsta orðið mitt var
ekki mamma eða pabbi heldur
afi, eða öllu heldur afa enda var
ég gáfað barn á leiðinni til afa,
ég elti hann út í eitt, skugginn
hans afa. Lítil bolla að elta
stóra bollu.
Afi var heimsborgari, ferðað-
ist á marga staði, var vel lesinn
og alla tíð áskrifandi að Eco-
nomist, Time og National Geog-
raphic. Hann hafði sterka teng-
ingu við England og var að
mörgu leyti breskur sjentilmað-
ur, bæði í klæðaburði og hátt-
um, og það var honum mjög
erfitt þegar hann áttaði sig á
því að hann myndi ekki komast
þangað aftur. Hann ferðaðist
líka mikið um Ísland vegna
vinnu sinnar og keyrði hvern
einasta fjörð á landinu, en lét
þá vera sem ekki var hægt að
keyra enda var honum frekar
illa við að ganga.
Ég var uppáhaldsbarnabarn-
ið hans afa og ég held að mér
sé óhætt að fullyrða að frænd-
systkini mín hafi verið það líka,
því þannig var hann, allir voru
uppáhalds og það var ekki auð-
velt því mörg erum við. Hann
fylgdist alltaf með því hvað við
vorum að gera og vissi yfirleitt
hvernig okkur leið. Hann spurði
og hann fann.
Hann var alltaf til staðar,
stoltur og ánægður með fólkið
sitt. Afi og amma voru gift í 60
ár og héldu alla tíð ótrúlega vel
utan um allt sitt, sambandið og
fólkið í kringum sig.
Þau áttu tvö heimili, Ægisíð-
una og Hestvíkina. Í Hestvík-
inni leið afa best, þar réð hann
ríkjum og passaði að allt gengi
vel og rétt fyrir sig. Þannig
mun ég muna eftir honum, hús-
verðinum í Hestvík með hatt og
glas af ísköldu Rioja á pallinum
tekið í Zoëga-sveiflu. Skál fyrir
þér afi minn.
Sigríður Ásgeirsdóttir.
Elsku afi Geir. Sagt er að
enginn viti hvað átt hefur fyrr
en misst hefur. Við vissum allt-
af hvað við áttum og þess vegna
er missirinn svo óbærilegur. Þú
varst svo stór og alltumlykjandi
í lífi fjölskyldunnar, þið amma
voruð miðjan, sólin okkar sem
skein svo björt og hlý. Tilveran
er nú daufari, en hlýjuna finn-
um við enn í minningunni um
þig. Þú gafst þig alltaf allan og
undanfarna daga hefur mér
orðið það ljóst að öllum leið
eins og þeir ættu þig einir, en
sannleikurinn er sá að þú áttir
okkur öll, með húð og hári, lík-
ama og sál, stóra hjartað þitt
rúmaði okkur öll. Nú sitjum við
öll eftir að reyna að fóta okkur
án þín. Allt fram á síðustu
stundu gerðirðu mig svo stolta
að vera þín, stríðinn, skemmti-
legur og fallegri en orð frá lýst
og alltaf voru amma og fjöl-
skyldan þér efst í huga. Þér
finnst þetta örugglega vera
óþarfa væmni og bull, en elsku
afi, þú gerðir heiminn betri og
við fólkið þitt munum gera okk-
ar besta til að halda ljósi þínu á
lofti. Mér þykir svo undurvænt
um þig, elsku afi minn. Hvíl í
friði.
Sigríður Heiða.
Elsku verkefna-afi minn, þú
ert maður til að minnast fal-
lega. Húmoristi, blíður og með
næstum jafnstórt hjarta og
amma Sigga og þá er mikið
sagt.
Þegar ég hugsa til baka sé
ég hve heppin ég var að hafa
átt svona margar góðar stundir
með þér. Þú varst svo skemmti-
lega stríðinn. Ég hugsa um það
þegar þú lékst þér að því að
æsa ömmu upp með kaldhæðn-
um athugasemdum eða þegar
þú gafst mér selbita á miðju
kirkjugólfinu í fermingunni
minni þegar þú vissir að ég
væri að vanda mig á háu hæl-
unum. Ég átti óteljandi
skemmtilegar stundir með þér,
allt frá löngum sumarbústað-
arferðum í stutta bíltúra. Ég
var heppin að eiga þig ekki
bara sem afa heldur sem vin.
Þú elskaðir okkur öll svo mikið
og lést okkur ekki gleyma því.
Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu. Megi englarnir vaka yfir
þér.
Þín stelpa,
Guðrún.
Geir Zoëga var maður djass-
ins og líkt og tónlistin sem
hann unni bjó hann yfir fjöl-
breytilegum litbrigðum og
takti. Yfirbragð léttleika og
gríns var jafnan einkennandi í
fari hans, en ekki síður bjó
hann yfir alvöru, staðfestu, um-
hyggju og hlýju. Fjölbreyttur
og farsæll ferill hans, hvort
heldur var í atvinnulífi eða
félagsstörfum, bera þessa
órækan vott. En ekki síður ber
hamingjuríkt og farsælt fjöl-
skyldulíf merki þess að þar var
hlúð að einstaklingum og góð-
um gildum.
Kynni mín af þeim öndveg-
ishjónum Siggu og Geir hófust
árið 1967 þegar við Ragnar,
næstyngsti bróðir Siggu af sjö,
vorum að draga okkur saman,
en næst foreldrum sínum
fannst Ragnari mikilvægast að
ég hitti Siggu og Geir, sem
hann mat mikils. Um fjöl-
skyldumanninn Geir get ég ekki
fjallað án Siggu þar sem þau
voru samhent og samstiga í öllu
sínu lífi og voru í einu því fal-
legasta hjónabandi sem ég hef
kynnst. Geir vissi að hún Sigga
hans átti engan sinn líka enda
sagði hann á góðum stundum,
stoltur með ástúð í augum:
„They don’t make them like
that anymore.“ Þótt fjölskyldu-
faðirinn ynni lengi langan og
óreglulegan vinnudag leiddi
samvinna þeirra Siggu og Geirs
til þess að heimilisbragurinn
einkenndist af staðfestu, ör-
yggi, ástríki og glaðværð enda
fjölsótt af ættingjum og vinum
á öllum aldri.
Sigga og Geir hafa nú í tæp
fimmtíu ár verið ein af akkerum
lífs míns. Til þeirra hef ég leit-
að eftir góðum félagsskap, þau
hafa verið mér fyrirmyndir
varðandi lífsgildi og með þeim
hef ég deilt gleði og sorg. Ég á
ótal minningar af áhugaverðum
umræðum við Geir, sem var vel
að sér um flest, ráðagóður,
skemmtilegur og víðsýnn.
Geir Zoëga skilur eftir sig
stórt skarð en líka fjársjóð dýr-
mætra minninga. Siggu, Þór-
dísi, Ragnhildi, Geir Magnúsi,
Jakobínu Birnu, tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarna-
börnum votta ég mína innileg-
ustu samúð. Blessuð sé minning
Geirs Zoëga.
Kristín Waage.
Geir Zoëga bar í fasi og hátt-
um svipmót tvennra tíma. Hann
var alinn upp eftir borgaraleg-
um viðmiðum aldamótaáranna.
Gat við fyrstu kynni virst form-
legur, stundum jafnvel hastar-
legur. Í rauninni var hann ljúf-
menni og húmoristi sem þó
áskildi sér rétt til að þegja yfir
þreytandi fólki. En hann hafði
líka gerst handgenginn tveimur
helstu framfarastefnum aldar-
innar: fluginu og djassinum.
Var tamt að krydda mál sitt
enskum orðtækjum eins og
fleiri samtíðarmenn. Stöku
dönskusletta fylgdi með og eitt
eða tvö rammíslensk blótsyrði
ef við átti.
Þótt Geir væri af alþekktri
Vesturbæjarætt og byggi
lengstum í Vesturbænum, leit
hann á sig sem Hafnfirðing.
Geir var fæddur í „bungalow“,
sérkennilegu húsi sem flutt var
til landsins af Bookless-bræðr-
um á fyrrastríðsárum. Húsið
stendur enn vestast í bænum
og hefur nýlega verið sýndur
sómi. Árið 1946 fluttist fjöl-
skyldan í bæinn en Geir var þá
í Verslunarskólanum.
Það var mesta gæfuspor
Geirs er hann gekk að eiga Sig-
ríði Einarsdóttur fyrsta vetr-
ardag árið 1953. Náðu þau að
fagna sextíu ára brúðkaupsaf-
mæli í Bungalow á núliðnu
hausti. Var samband þeirra fá-
gætt að ástúð og félagsskap.
Bú reistu þau við Ægisíðu og
börnin urðu fjögur. Bústað
byggðu þau í Hestvík í Grafn-
ingi og löngu síðar í Múlakoti í
Fljótshlíð. Þar eins og á Æg-
isíðunni gat Geir fylgst með
flugi. Deildu Sigríður og Geir
ævikjörum þannig að oftast
voru nefnd í sömu andrá.
Stundum voru erfiðir tímar og
áföll dundu yfir. Mikill harmur
var að kveðinn með skömmu
millibili er Ólafur Þór yngri
bróðir Geirs fórst í Hrímfax-
aslysinu og tveir bræður Sigríð-
ar, Magnús og Ásmundur,
einkavinur Geirs, létust af slys-
förum. Fleiri voru þó hamingju-
dagar fjölskyldunnar á Ægisíð-
unni. Þaðan vildi enginn flytja
þótt byggingarlóðir byðust og
þröngt þyrfti að búa. Var heim-
ilið og fjölsótt, enda húsráðend-
ur gestrisnir og veitulir með af-
brigðum.
Heimkominn frá námsdvöl í
Bretlandi hóf Geir að starfa við
hlið föður síns sem umboðmað-
ur breskra togaraeigenda. Var
það fjölþættur starfi. Svaðilfar-
ir voru er togarar strönduðu á
sunnlenskum fjörum og Geir
hossaðist í vatnabílum með full-
huga vatnamönnum og leist
ekki alltaf á blikuna. Hann var í
hópi galvaskra ungra manna
sem stofnuðu veitingahúsið
Naust árið 1954 og tók árið
1965 við forstöðu staðarins og
stýrði næstu þrettán árin.
Lengi var Geir síðan kenndur
við Naustið. Starfið var líflegt
en slítandi og frístundir fágæt-
ar. Nætur- og helgidagavinna
var þannig hlutskipti Geirs.
„Ég skil ekki hvernig hún
Sigga gat þolað þetta,“ sagði
hann eitt sinn. Á níunda ára-
tugnum var Geir á tímamótum:
hættur í Sindra þar sem hann
var framkvæmdastjóri um hríð
og búinn að selja Naustið. Það
voru óvænt tíðindi er faðir
minn, nánast á banabeði, fékk
því ráðið að Geir varð eftirmað-
ur hans sem framkvæmdastjóri
Viðlagatryggingar Íslands og
gegndi þeim starfa næstu fjór-
tán árin. Starfið hentaði Geir
vel sem þekkti gjörla til vá-
trygginga og fjársýslu. Ef til
vill voru síðustu starfsárin
ánægjulegust þótt ekki væru
þau alltaf kyrrlát.
Á þessum árum voru börnin
að vaxa úr grasi og eignast
maka og barnabörnum hríð-
fjölgaði. Geir Zoëga jr. var orð-
inn afi-Geir. Lítil börn hændust
ávallt að Geir. Þessi hávaxni og
þéttvaxni maður var öruggt
skjól fyrir öllum ógnum er
herja á barnshugann og fyrir
barnabörnunum var hann hinn
fullkomni afi. Athygli vakti
hversu mörgum mátti búa nátt-
stað í Hestvíkinni enda kom þar
að bústaðurinn var stækkaður
um allan helming. Ný stórfjöl-
skylda varð til sem ekki síður
gladdi ættmóður og mörg urðu
tilefnin til samkomuhalds. Elli-
árin urðu farsæl þeim hjónum
og Geir var hraustur þar til
hann lagðist banalegu. Þótt
hann yrði gamall varð hann
aldrei gamalmenni.
Geir Zoëga var hávaxinn og
höfðinglegur ásýndum. Hann
var ábúðarfullur en ávallt örlaði
á vinsemd í svipnum. Hann
taldist náttúrulega og eðlilega í
forsvari hvort heldur í heitum
pottum eða sumarbústaða-
byggðum. Geir var maður dag-
farsprúður og reglusamur.
Hann var vanur að gera sömu
hluti á sama tíma. Árrisull eins
og hann átti kyn til en að sama
skapi kvöldsvæfur. Alltaf fór
hann heim í hádeginu. Hann
vildi hafa reglu á hlutum og var
sífellt að dytta að og færa hluti
á sinn stað. Stundum fannst
manni að Geir væri ekki vel við
bréf er honum bárust fyrr en
hann væri búinn að gata þau og
setja í möppu. Vasabókin frá
Economist var grundvallar-
gagnið. Í hana færði Geir helstu
upplýsingar um hver áramót.
Hún var síðan nærtæk í jakka-
vasa árið um kring. Þar skráði
hann sinn æviferil; stuttorðan
eins og hann var sjálfur.
Þeir sem þekktu Geir Zoëga
munu þess lengi minnast að
hann gerði hlutina með sveiflu.
Hann tók snaps með sveiflu;
hann tók af sér gleraugun til að
lesa eitthvað með sérstakri
sveiflu; hann tók servíettuna úr
servíettuhringnum með ákveð-
inni sveiflu; hann veifaði til
fólks eða gaf bendingar með
leikrænni snöggri sveiflu. Smá-
atriði vissulega en einkennandi
fyrir manninn. Hann kunni vel
að meta djasssveiflu, einkum
dúndrandi trommu- og bassa-
sveiflu djasstríóa og kvartetta.
Geir Zoëga
Það eru bara
hlýjar og bjartar
minningar sem
koma upp í hugann
þegar ég minnist Gunna, eða
Gunna frænda eins og ég kallaði
hann alltaf. Gunni var giftur
Thelmu frænku, systur pabba, en
systkinin voru sérstaklega náin
og ég var tíður gestur á heimili
þeirra á uppvaxtarárunum. Mig
langar til að minnast hans með
nokkrum orðum. Gunni frændi
bjó yfir vissri stóískri ró, það var
gott að vera í návist hans. Sem
barn að aldri sýndi hann mér ein-
staka þolinmæði, hlýju og athygli
sem ég er innilega þakklát fyrir.
Æskuminningar mínar tengjast
mikið Gunna og Thelmu og ynd-
islegu frændsystkinum mínum.
Ferðir í Heiðmörk og skíðaferð-
irnar upp í Hamragil eru mér
minnisstæðar. Synir hans, Sigur-
geir og Gummi, æfðu skíði hjá ÍR
og var hann iðinn við að sinna
þeirri íþrótt með þeim. Á einni
skíðaæfingu strákanna hjálpaði
ég Gunna frænda að leggja æf-
Gunnar
Guðmundsson
✝ Gunnar Guð-mundsson
fæddist 25. nóv-
ember 1932. Hann
andaðist 10. mars
2014. Jarðarför
Gunnars fór fram
19. mars 2014.
ingabraut og hvatti
hann mig til að
renna mér niður,
sagði það lítið mál.
Ég man eftir því er
ég horfði á frændur
mína skíða brautirn-
ar og fannst það óyf-
irstíganlegt, þá tólf
ára gömul. Eftir að
ég skíðaði niður
brautina í fyrsta
sinn var ekkert sem
stoppaði mig; ég skíðaði á eftir
frændum mínum, stökk hengjur
og fór niður bröttustu brekkurn-
ar. Takk Gunni fyrir hvatn-
inguna, jákvæðnina og umburð-
arlyndið, ég met það mikils. Síðar
sem fullorðin manneskja vorum
við nágrannar um tíma og var það
ómetanlegt að geta heimsótt
Gunna og Thelmu með elsta
strákinn minn Gabríel, þá eins og
tveggja ára gamlan. Gunni settist
oft hjá okkur á róluvöllinn á Ás-
vallagötu og þar ræddum við um
allt milli himins og jarðar, heim-
speki, pólitík o.fl. Síðustu ár kíkti
ég stundum í heimsókn til þeirra
hjóna og þá líka með yngri syni
mína, Úlf og Loka. Þau hjónin
tóku ætíð á móti okkur opnum
örmum og með bros á vör. Það er
erfitt að kveðja Gunna frænda en
ég er einlæglega þakklát fyrir að
hafa átt hann að.
Soffía Sigurgeirsdóttir.