Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 14
VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir Lionshreyfinguna á Íslandi og er mikill heiður fyrir hana,“ segir Ástr- alinn Barry J. Palmer, alþjóðaforseti Lions, í viðtali við Morgunblaðið en hann er staddur hér á landi vegna undirbúnings fyrir Alþjóðlega sjón- verndardaginn 14. október nk. Lions- hreyfingin á Íslandi mun þá í fyrsta sinn halda þennan dag sem er árlegur heimsviðburður innan alþjóða- samtaka Lions. Palmer átti fund í gær með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, skoðaði sig um í Hörpu, gróðursetti tré og móttaka var í gærkvöldi fyrir Lionsfélaga í Lionsheimilinu, Sóltúni. Í dag mun alþjóðaforsetinn funda með forystumönnum hreyfingarinnar á Íslandi og heimsækja dvalarheim- ilið Eirhamar, fyrirtækið Ístex og Reykjalund í Mosfellsbæ. Ferðalög um heiminn eru stór hluti af starfi alþjóðaforsetans en Palmer segist hafa náð tólf dögum heima hjá sér í Ástralíu síðan hann tók við emb- ættinu um mitt síðasta ár. Hann hef- ur langa og mikla reynslu innan Lions, bæði í Ástralíu og á heimsvísu, allt frá árinu 1975. Tækjakaup fyrir Landspítalann Sjónvernd er stærsta verkefni al- þjóðahjálparsjóðs Lions, LCIF, og Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er stærsti viðburður sjóðsins. Eitt meg- inmarkmið þessa dags er að styðja við fólk í fátækum löndum og að það geti öðlast sjón með einföldum að- gerðum. Einnig hefur verið stutt við tækjakaup víða um heim, m.a. hér á landi, og í haust stendur til að styrkja augndeild Landspítalans með tækja- kaupum fyrir um 10 milljónir króna. Aðaldagskrá sjónverndardagsins fer fram í Reykjavík á þriðjudeginum 14. október og búist við að fjöldi Lionsfélaga af öllu landinu komi til að taka þátt. Sérstök athöfn verður á Landspítalanum, sýning um sjón- vernd opnuð fyrir almenning og há- tíðardagskrá um kvöldið. Helgina á undan eru Lionsklúbbar einnig að undirbúa dagskrá og viðburði í tengslum við sjónverndardaginn. Stuðla að fjölgun í Lions Lionshreyfingin, sem hóf formlega starfsemi árið 1917, er stærsta sjálf- boðaliðahreyfing líknarfélaga í heim- inum með um 1,4 milljónir fé- lagsmanna. Í dag eru starfandi yfir 45 þúsund klúbbar í 206 þjóðlöndum og Palmer segir að hreyfingin hafi aldrei verið sterkari en nú. Árlega bætist nú við um 35 þúsund félagsmenn um heim allan, sér í lagi í Asíu. Þó að einhver fækkun hafi orð- ið í Evrópu og Bandaríkj- unum hafi tekist að snúa þeirri þróun við. „Alþjóðasamtökin leggja mikla áherslu núna á að fjölga félagsmönnum þar sem hver einasti Lionsfélagi er virkjaður. Við leggjum mikið upp úr því að fá fleiri konur til liðs við okkur og ungt fólk almennt. Því fleiri hendur því léttara er að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem við tökum að okkur,“ segir Palmer og nefnir nokkur ný verkefni sem Lions hefur unnið að, t.d. stuðning við frumkvöðla og lítil fyrirtæki í fátækum löndum. Einnig hyggst Lions verja um 28 milljónum dollara, um 3 milljörðum króna, í baráttuna gegn mislingum, í samstarfi við GAVI-sjóðinn og líkn- arstofnun hjónanna Bill og Melindu Gates. „Lionshreyfingin hefur í gegnum tíðina aðlagast breyttum aðstæðum og tekist á við nýjar áskoranir. Þörfin fyrir svona samtök er enn til staðar en er breytileg eftir heimshlutum,“ segir Palmer. Hvergi fleiri en á Íslandi Hér á landi var fyrsti Lionsklúbb- urinn stofnaður í Reykjavík árið 1951. Í dag eru starfandi um 90 klúbbar í tveimur umdæmum, með alls um 2.300 félagsmenn. Barry Palmer bendir einmitt á að hvergi í heiminum séu Lionsfélagar hlutfallslega jafn- margir og á Íslandi. „Það var því ekki erfið ákvörðun að velja Ísland til að halda Alþjóðlega sjónverndardaginn. Félagar okkar hafa staðið sig mjög vel í þeim verk- efnum sem þeim hafa verið falin og þetta verkefni núna er í góðum hönd- um. Ég er eingöngu kominn hingað til að vekja athygli á deginum, heim- sækja félaga mína og þetta einstaka land,“ segir Palmer en síðasti sjón- verndardagurinn var haldinn á hans heimaslóðum, í Ástralíu, og tókst að hans sögn mjög vel. „Við reynum að velja lönd sem aldrei hafa séð um svona verkefni áð- ur. Við í Ástralíu höfðum aldrei gert þetta áður og ekki heldur Íslend- ingar. Lions á Íslandi hefur margt fram að færa, bæði fyrir hreyfinguna og landsmenn, en með þessu verkefni eykst vegsemd hennar og virðing enn frekar,“ segir Palmer en hann lætur af störfum sem forseti í sumar. Joe Preston tekur við af honum og verður viðstaddur Alþjóðlega sjónvernd- ardaginn í haust. Heiður fyrir Lions á Íslandi  Lions á Íslandi heldur Alþjóðlegan sjónverndardag í haust  Heimsviðburður innan Lions  Alþjóðaforsetinn segir hreyfinguna aldrei hafa verið sterkari Morgunblaðið/Þórður Alþjóðaforseti Barry J. Palmer, alþjóðaforseti Lions, er staddur hér á landi vegna undirbúnings fyrir Alþjóðlega sjónverndardaginn 14. október. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Full búð af nýjum vörum Íbúasamtökin Betra Breiðholt boðatil fundar með frambjóðendum til borgarstjórnarkosninga í Gerðu- bergi miðvikudaginn 9. apríl kl. 19:30. Íbúasamtökin Betra Breiðholt hafa staðið fyrir kosningafundum síðan samtökin voru stofnuð 2006. Íbúar geta spurt frambjóðendur spurninga en í upphafi fundar munu frambjóðendur svara sex spurningum sem þeir hafa fengið sendar til sín fyrirfram. Þessar spurningar lúta að ýmsum fram- kvæmdum í hverfinu. Þeir frambjóðendur sem mæta eru: Sjálfstæðisflokkur: Halldór Halldórsson. Samfylking: Dagur B. Eggertsson. Píratar: Halldór Auðar Sveinsson. Vinstri-græn: Sóley Tómasdóttir. Framsókn: Guð- laugur G. Sverrisson. Björt framtíð: S. Björn Blöndal. Dögun: Þorleifur Gunnlaugsson. Fundurinn verður sýndur beint á slóðinni netsamfélag.is. Frambjóðendur á fundi í Gerðubergi Sæunn Kjart- ansdóttir hjúkr- unarfræðingur verður gestur Rótarinnar á um- ræðukvöldi mið- vikudaginn 9. apríl kl. 20 kvennaheimilinu Hallveigar- stöðum, Túngötu 14, Reykjavík. Sæunn starfar m.a. hjá Miðstöð foreldra og barna. Hún hefur gefið út nokkrar bækur þar sem hún skoðar m.a. hugsanlegar sálrænar orsakir ofneyslu en hér á landi hef- ur sjúkdómskenningin verið alls- ráðandi í fíknimeðferð og umræðu. Allir eru velkomnir á umræðukvöld Rótarinnar. Ræðir um sálrænar orsakir ofneyslu Sæunn Kjartansdóttir Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 9. apríl kl. 15:15 mun Ágústa Helga- dóttir flytja erindið „Vöktun mosa- þembugróðurs við Hellisheiðar- virkjun og Nesjavallavirkjun“. Nánari upplýsingar um erindið er að finna á vef Náttúrufræðistofn- unar Íslands. Hrafnaþing er haldið í húsakynn- um Náttúrufræðistofnunar, Urr- iðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Fjallar um vöktun mosaþembugróðurs STUTT Anna Margrét Sigurðardóttir var kjörin formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, á aðalfundi 7. apríl sl. Hún tekur við af Katli B. Magnússyni, sem hefur verið formaður frá 2011. Anna Mar- grét er fyrsti for- maður samtak- anna af lands- byggðinni en hún býr í Neskaup- stað. Anna Margrét fæddist 6. maí 1967 og er gift Gunn- þóri Ingvasyni framkvæmdastjóra. Þau eiga fimm syni og einn son- arson. Anna Margrét hefur setið í stjórn Heimilis og skóla frá árinu 2010. Hún sat í stjórn foreldra- félags Seyðisfjarðarskóla árin 2000-2003 og hefur verið formaður foreldrafélags Nesskóla í Neskaup- stað frá árinu 2005. Nýja stjórn skipa nú auk Önnu Margrétar: Gísli Hildibrandur Guð- laugsson, Hafnarfirði, Hlíf Böðv- arsdóttir, Garðabæ, Hrafndís Tekla Pétursdóttir, Seltjarnarnesi, Jenný Ingudóttir, Reykjavík, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, Álftanesi, og Þröst- ur Jónasson, Kópavogi. Kjörin nýr formaður Heimilis og skóla Anna Margrét Sigurðardóttir Næstkomandi föstudag, 11. apríl, stendur til að halda Laugardals- leika sem er keppni skipulögð af unglingunum í Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Vogaskóla í samstarfi við skólana, félagsmið- stöðvarnar og frjálsíþróttadeild Ár- manns. Keppnin verður haldin í frjáls- íþróttasal Laugardalshallarinnar frá kl. 11-14 og keppt verður í ýms- um greinum og þrautum, meðal annars boðhlaupi, kúluvarpi, lang- stökki, sippukeppni, reiptogi og fótbolta. Búist er við því um 500 ungling- um á svæðinu, þegar mest verður. Um kvöldið, frá 19.30-22.00, verður svo haldið ball í Langholts- skóla fyrir unglingana. Þar verður dansað við tónlist plötusnúða úr öll- um þremur skólunum og sigurveg- ari Laugardalsleikanna krýndur. Unglingar halda Laugardalsleika Guðrún Björt Yngvadóttir, fv. al- þjóðastjórnarmaður Lions, sér um undirbúning Alþjóðlega sjónverndardagsins á Íslandi. Hún tekur undir með Barry Pal- mer að það sé mikill heiður fyrir Lions á Íslandi að fá að halda þennan dag. Um flókið og stórt verkefni sé að ræða sem fjöl- margir Lionsfélagar komi að með einum eða öðrum hætti. „Alþjóðastjórn Lions treystir okkur fyrir verkefninu og það er hvatning fyrir okkur til að halda áfram að vinna vel. Aug- un munu beinast að Íslandi í haust og þetta er einn- ig mjög mikilvægt fyr- ir augnlækningar á Landspítalanum,“ segir Guðrún Björt. Augun beinast að Íslandi STÓRT VERKEFNI Guðrún Björt Yngvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.