Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Framtalsskil eru
tæplega 3,5%
betri en á sama
tíma á síðasta ári.
Framtölin eru
fyrr á ferðinni en
verið hefur um
árabil.
Nú hafa skilað
sér 72,2% fram-
tala einstaklinga.
Almennur fram-
talsfrestur var til 21. mars en margir
nýttu sér frest sem veittur var til
mánaðamóta. Endurskoðendur og
bókarar sem hafa atvinnu af fram-
talsgerð hafa rýmri fresti til að skila
inn framtölum, fyrir einstaklinga og
einstaklinga með rekstur. Þeir þurfa
að skila vissum hluta framtalanna
um miðjan þennan mánuð og síðan
áfram hlutfallslega. Allt á að vera
komið 7. maí.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri rekur betri skil á skatt-
framtölum til þess að launamiðar og
önnur gögn hafi skilað sér betur til
yfirvalda. Upplýsingarnar sem
skráðar eru sjálfkrafa í framtölin
séu því betri og framteljendur þurfi
minna að hafa fyrir hlutunum.
Síðustu pappírsframtölin
Flestir skila framtölum sínum raf-
rænt á framtalsvefnum skattur.is og
aðeins nokkur hundruð framtöl
koma á pappír. Þetta er í síðasta
skipti sem heimilt verður að skila
framtölum á gamla mátann, sam-
kvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra.
Skúli Eggert segir að haft verði
samband við þá sem skilað hafa
framtölum á pappír og þeim boðin
aðstoð við að ganga frá framtölunum
rafrænt. Hann segir að öll stjórn-
sýslan sé að verða rafræn. Komist
verði hjá tvíverknaði í skráningu og
yfirferð. Mestu máli skipti þó að raf-
rænu framtölin séu áreiðanlegri.
Starfsmenn ríkisskattstjóra eru
byrjaðir að fara yfir skattframtölin.
„Við gerum okkur vonir um að hlut-
fall þeirra framtala sem eingöngu
verða skoðuð vélrænt verði hærra
en áður. Okkur takist að ljúka yf-
irferðinni fyrr og færri framtölum
þurfi að breyta. Það ætti að þýða
færri kærur og meiri skilvirkni í
framtalsyfirferðinni,“ segir Skúli.
helgi@mbl.is
Yfir 72%
skattfram-
tala skilað
Ekki lengur hægt
að skila á pappír
Morgunblaðið/Ómar
Hús Fasteignir, bílar og laun skila
sér sjálfkrafa á skattframtölin.
Skúli Eggert
Þórðarson
Morgunblaðið/RAX
Flugrekstur Mikil starfsemi er í
Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í nýju deiliskipulagi fyrir Flug-
garðasvæðið á Reykjavíkurflugvelli
sem samþykkt var í síðustu viku er
gert ráð fyrir að Fluggarðarnir víki
fyrir annarri byggð strax á næsta
ári. Töluverð starfsemi er í Flug-
görðum þar sem reknir eru flug-
skólar, flugklúbbar og minni flug-
félög. Mikil óvissa ríkir nú um
framtíð einka- og kennsluflugs þar
sem ekkert liggur fyrir hvert færa
á alla starfsemi Fluggarðasvæð-
isins sem hýsir um 85 flugvélar í
8.000 fermetrum af húsnæði.
Guðmundur Sveinbjörnsson rek-
ur flugfélagið Geirfugl á Flug-
garðasvæðinu og þarf fyrirtækið að
flytja starfsemi sína eins og aðrir,
verði af áformum Reykjavíkur-
borgar. „Ég veit ekki hvert við get-
um fært starfsemina. Keflavík-
urflugvöllur vill ekki þessa
starfsemi og því er fátt um góða
kosti ef við þurfum að fara héðan,“
segir Guðmundur en hann telur
framkomu Reykjavíkurborgar hafa
verið harkalega gagnvart eig-
endum flugskýla við Fluggarða.
Samkvæmt upplýsingum frá
ISAVIA er einka- og þotuflug ekki
góð blanda á Keflavíkurflugvelli og
væri annað flug en þotuflugið víkj-
andi á flugvellinum.
Vinna að framtíðarlausn
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra segir málefni
Fluggarða vera á forræði Reykja-
víkurborgar. „Ráðuneytið blandar
sér ekki í þetta mál þar sem skipu-
lag svæðisins er í höndum borg-
arinnar,“ segir Hanna Birna, en
tekur þó fram að ráðuneytið muni
koma að þeirri vinnu að finna fram-
tíðarlausn fyrir kennsluflug. „Við
höfum skrifað undir það við
Reykjavíkurborg að finna framtíð-
arlausn fyrir kennslu- og æfinga-
flugið og munum að sjálfsögðu
standa við það en sú vinna fer ekki
á fullt skrið fyrr en Rögnunefndin
hefur skilað af sér sínum nið-
urstöðum.“
Enginn vill einka- og kennsluflugið
Reykjavíkurborg skipuleggur flugið burt og Keflavíkurflugvöllur vill það ekki