Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Smáauglýsingar
Ýmislegt
Teg. Miriam – push up á kr. 6.850,
buxur á kr. 2.580.
Teg. Roksana – push up kr. 6.850,
buxur við á kr. 2.580.
Teg. Luisa – push up á kr. 6.580,
buxur við á kr. 2.580.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.–föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Teg. 804202 Vandaðir, mjúkir og
þægilegir dömuskór úr leðri, skinn-
fóðraðir. Stærðir: 36–42.
Verð: 16.685.
Teg. 6044 Léttir og þægilegir dömu-
skór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir:
36–41. Verð: 14.885.
Teg. 6041 Léttir og þægilegir dömu-
skór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir:
36–41. Verð: 14.885.
Teg. 037 Mjúkir og þægilegir dömu-
skór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir:
brúnt og svart Stærðir: 36–41.
Verð: 17.885.
Teg. 9361 Þægilegir dömuskór úr
leðri, skinnfóðraðir. Litir: grænt, rautt
og gult. Stærðir: 35–41.
Verð: 13.885.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.– föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Frú Sigurlaug
Mjóddin s. 774-7377
Sundbolir • Tankini • Bikini
Náttföt • Undirföt • Sloppar
Inniskór • Undirkjólar
Aðhaldsföt
6.90
0 kr
.
6.50
0 kr
.
6.90
0 kr
.
5.90
0 kr
.
látar fyrir. Hluti af ömmu, lögin
sem hún kenndi okkur og sög-
urnar sem hún sagði, mun alltaf
lifa.
Álfrún Perla
Baldursdóttir og
Vaka Jóhannesdóttir.
Adda frænka. Ég var ungur
að árum er ég varð svo heppinn
að lífið bar mig vestur á Brekku
á Ingjaldssandi. Þar var margt
og mikið af góðu fólki sem tók
mér einstaklega vel, lítill hnokki
kominn langt að heiman og
kannski með smáheimþrá. Adda
tók þessum snáða svo vel, ja þeg-
ar maður hugsar til baka ekkert
síður en um eigin snáða væri að
ræða, enda ef fáir voru við leyfði
ég mér að kalla hana ömmu. Allir
í þessari fjölskyldu gerðu líf mitt
ríkara og er ég þeim öllum þakk-
látur fyrir þau kynni. Nú þegar
Adda hefur kvatt þennan heim,
komin yfir móðuna miklu, er ég
þess viss að Kitti bíður hennar
þar fremstur í hópi þeirra sem á
undan eru farnir. Kæra fjöl-
skylda, ég votta ykkur mína inni-
legustu samúð.
E. Orri Sverrisson
(Orri litli).
Hún amma mín í sveitinni er
dáin. Eftir sitja ljúfar minningar.
Þó að hún hafi verið orðin mjög
gömul er sorgin sár. En eftir sit-
ur líka mikið þakklæti fyrir að
hafa verið barnabarn þessarar
konu.
Amma mín og afi bjuggu á
Brekku á Ingjaldssandi og ég
var svo lánsöm sem barn og ung-
lingur að fá að koma til þeirra og
vera hjá þeim eins og ég vildi.
Þar var alltaf margt um mann-
inn, enda áttu þau mörg börn og
barnabörn, og því mikið líf í hús-
inu. Amma var alltaf í eldhúsinu,
það var morgunmatur, hádegis-
matur, kaffi, kvöldmatur og
kvöldkaffi alla daga fyrir allt
þetta fólk, allt heimabakað og
heimagert að sjálfsögðu. Þegar
amma var búin að ganga frá eftir
hádegismatinn, og skella í hjóna-
bandssæluna fyrir kaffið, fór hún
inn í stofu og hlustaði á plötur
með íslenskum óperusöngkonum
og söng með eða ein, og ég hlust-
aði. Ég dáðist að fallegu ömmu
minni með fallegu sópranröddina
og sagði oft við hana að hún
syngi miklu betur en konurnar á
plötunum. Amma mín var alltaf
syngjandi og segjandi sögur og
kunni ógrynni af textum og vís-
um. Vísurnar og sögurnar voru
um allt á milli himins og jarðar,
mikið um álfa og huldufólk, sem
við lærðum að bera virðingu fyr-
ir, og eins um karla og kerlingar
sem hún kynntist í bernsku eða
hafði heyrt um. Amma var fædd
í torfkofa fyrir 90 árum og hafði
því frá svo mörgu að segja sem
var allt öðruvísi en það líf sem
við þekktum. Hún var mikil eft-
irherma, eins og mamma hennar,
svo kerlingarnar og hreppsó-
magarnir stóðu ljóslifandi fyrir
manni. Þessar sögupersónur eru
því löngu orðnar hluti af lífi fjöl-
skyldunnar. Amma var litrík
persóna. Einn mesti kostur
hennar var hvað hún var kát og
létt í lund. Manneskja sem er bú-
in að lifa í 90 ár, eignast 12 börn
og missa þrjú þeirra, eitt barna-
barn, lífsförunaut sinn, og lifa öll
systkini sín, er búin að reyna
margt. En amma hafði trúna að
leiðarljósi og svo þau einkunn-
arorð að lífið heldur áfram og að
það hefur ekkert upp á sig að
dvelja við sorg og erfiðleika. Að
reyna að gera það besta úr því
sem maður hefur. Henni tókst
þetta. Allir sem kynntust ömmu
muna hláturinn hennar og hvað
hún var skemmtileg í tilsvörum,
þannig að hún heillaði alla. Hún
var hreinskilin svo um munaði og
fljótfær, svo oft missti hún eitt-
hvað út úr sér sem passaði ekki,
en var samt um leið svo dásam-
legt.
Eftir að afi dó flutti amma til
Reykjavíkur. Ég var þá ungling-
ur og hélt að það yrði aldrei
gaman aftur, fyrst afi væri dáinn
og amma farin úr sveitinni. En
við Óli byrjuðum að búa í Vest-
urbænum, í göngufæri frá ömmu
og þangað sóttum við mikið. Það
var svo gott að koma til hennar,
sögurnar og söngurinn og
pönnukökurnar fylgdu henni
áfram. Það var svo gott að bara
vera hjá henni. Það var gott að
hlæja og gráta hjá ömmu. Hún
strauk manni um vangann með
fallegu höndunum sínum og
sagði: „Guð geymi, þig elsku litla
stelpan hennar ömmu.“ Það var
jafn hlý tilfinning, hvort sem ég
var fjögurra eða fjörutíu ára.
Amma sagði mér að þegar ég var
lítil og var að kveðja hana hefði
ég grátið og sagt að mér væri
svo illt í hjartanu, því ég væri að
fara frá afa og ömmu. Nú er
amma að fara frá mér og upp til
afa. Það verða ljúfir fundir. En
mér er illt í hjartanu.
Íris Ósk Oddbjörnsdóttir.
Merk kona er fallin frá. Árilía
tengdi saman sögu þjóðarinnar
fyrir okkur sem kynntumst
henni á seinni hluta ævinnar.
Einstök frásagnargáfa birti ljós-
lifandi myndir af æskuheimili í
sveit, lífinu á Flateyri og bú-
störfum í blómlegum dal. Sveit-
arómantík og góður þorpsbragur
var ráðandi í sögum hennar.
Líf Árilíu Jóhannesdóttur
spannaði mesta umbrotatíma ís-
lensks samfélags. Hún, eins og
þjóðin, fæddist í torfbæ en flutt-
ist þaðan til þorpsins og síðar
borgarinnar. Í Reykjavík kynn-
ist hún umbrotum stríðsáranna
og lærði óperusöng. Henni
bauðst áframhaldandi söngnám
en var kölluð til vinnu á æsku-
heimilinu eins og tíðkaðist þá.
Hún erfði það aldrei við nokkurn
mann. Þegar riddarinn á hvíta
hestinum birtist lét hún hjartað
ráða för og fylgdi honum á æsku-
slóðirnar. Þau Kristján tóku þátt
í því að skapa mesta blómaskeið
íslensku sveitarinnar á eftir-
stríðsárunum. Barnahópurinn og
búið á Brekku stækkaði. Ingj-
aldssandur iðaði af lífi. Erfitt var
með samgöngur, einkum á hörð-
um vetrum en þá naut Árilía
þess að dvelja á Flateyri þar sem
hún eignaðist börnin. Þær urðu
margar ferðirnar á Flateyri.
Allt fram á síðasta dag hreif
Árilía alla með sér hvert sem
hún kom. Hún var hrókur alls
fagnaðar. Margar myndir koma
upp í hugann. Líflegar umræður
og smitandi hláturinn við eldhús-
borðið á Brekku og Bárugranda
og þegar hún á áttræðisaldri gaf
þriggja ára barnabarninu ekkert
eftir í himinháum vatnsrenni-
brautum á Englandi. Hún sá allt-
af eitthvað spennandi í spáboll-
unum. Það má heldur ekki
gleyma berjaferðunum. Enginn
var afkastameiri við berjatínsl-
una en aldursforsetinn. Hún fór
ekki í berjamó. Árilía fór á berja-
veiðar og rúllaði sér niður brekk-
urnar til að komast fyrst að gjöf-
ulasta lynginu.
Skörp greind, djúpur skilning-
ur á nánasta umhverfi og hjarta-
hlýja gerði hana að eftirsóttum
ferðafélaga í lífinu. Hún umvafði
alla með hlýju sinni. Hún var
góður mannþekkjari, leikari í
eðli sínu og hafði einstakt lag á
því að líkja eftir háttum annarra
– hún var frábær eftirherma.
Söngurinn var hennar líf og yndi.
Hún gladdi ekki bara landsmenn
með söng sínum heldur náði að
syngja beggja vegna Atlants-
hafsins við mikla hrifningu Vest-
ur-Íslendinga og Norðmanna.
Árilía deildi með okkur lífs-
reynslu sinni. Frásagnir hennar
báru vitni um lífsbaráttuna og
raunsæi. Hún talaði opinskátt
um sorg, sókn og sigra. Þannig
miðlaði hún mikilvægri reynslu
kynslóðar sinnar til þeirra yngri.
Það auðveldar öllum að takast á
við margbreytileika lífsins.
Við fjölskyldan fengum að
njóta einstakrar ástar og um-
hyggju. Aldrei slitnuðu böndin
þrátt fyrir meiri fjarlægð. Á erf-
iðum tíma stóð Árilía þétt við
bakið á mér. Stundin þegar hún
koma arkandi úr Vesturbænum
yfir í Hlíðarnar með heitar
pönnukökur, bláberjasultu og
þeyttan rjóma undir hendinni er
ógleymanleg. Það þurfti ekkert
að segja frekar. Hún tók öllum
nýjum fjölskyldumeðlimum
fagnandi. Það hafa verið forrétt-
indi að fá að kynnast merkri
konu og halda áfram að tilheyra
fjölskyldunni.
Baldur Þórhallsson.
Farin er yfir móðuna miklu af-
rekskonan Árilía Jóhannesdóttir.
Ég kynntist henni fyrir rúmum
12 árum eftir að ég og nafna
hennar, elsta barnabarn, hófum
sambúð. Það er óhætt að segja
að alls staðar þar sem Árilía kom
vakti hún athygli. Hún ólgaði af
sagnagleði, lífsþrótti og lífsgleði.
Sögurnar af samferðamönnum
og forfeðrum urðu lifandi í frá-
sögn hennar. Hver man ekki eft-
ir sögunni af yfirvaldinu með
kaskeitið eða föður hennar? Það
var ekki aðeins sagt frá heldur
leikið og hermt eftir.
Árilía var hreinskiptin. Hún
hikaði ekki við að segja skoðun
sína um viðkvæm mál eins og
„þú hefur fitnað“ eða „þetta er
ljótur kjóll“. Ekki var þetta sagt
af illsku heldur með það í huga
að sannur vinnur segir til
vamms.
Kappsfull var hún og með rík-
an sigurvilja. Hún missti sig yfir
landsleikjum í sjónavarpinu þeg-
ar henni mislíkaði framganga
mótherja Íslands eða dómara
þannig að aðra setti hljóða. Allt-
af verður mér minnisstætt þegar
við fórum með henni í tívolí á
Spáni. Á einum básnum var unnt
að vinna vínflöskur með því að
kasta hringum utan um þær.
Mín náttúrlega hreifst af þessu
og við skröpuðum saman fé fyrir
hana. Sölumennirnar höfðu litla
trú á þessari níræðu konu og sáu
fram á skjótfenginn gróða, en
eftir að hún var búin að vinna
þrjár flöskur runnu á þá tvær
grímur. Reyndu þeir þá að snuða
hana um flöskurnar en sáu nú
fljótt að sér þegar þeir sáu vilj-
ann og kappið. Um kvöldið nut-
um við svo ljúffengra veiga.
Árilía hafði einstakt lag á að
gera við hluti. Ég varð undrandi
í fyrsta skipti þegar klukkan á
heimilinu okkar bilaði og konan
mín ætlaði að fara með hana í
viðgerð til ömmu. En viti menn,
sú gamla var fljót að redda því.
Notaði hún til þess nuddolíu eða
stakk nælu í apparatið. Það er
ekki hægt að segja frá Árilíu án
þess að minnast á berjamó. Hún
var nú ekki mikið að hreyfa sig
til óþurftar en ef það var til að
bjarga verðmætum þá var hún
fljót til og lagði á sig ómælt erf-
iði. Þegar fara átti í berjamó þá
reif hún sig á fætur þrátt fyrir
slæmsku og var hin kvikasta í
berjabrekkunum. Maður gat
ekki annað en dáðst að henni
þegar hún níræð rúllaði um
brekkurnar til að tína ber. Síð-
astliðin 12 sumar hef ég fengið
að vera á Brekku með Árilíu og
afkomendum hennar og tengda-
fólki. Það hefur verið ánægju-
legur tími. Hlátur, sögur og
söngur glymja um allt og þar
hefur ættarhöfðinginn verið í
fararbroddi. Þín verður sárt
saknað, Árilía. Minningar um af-
rekskonu sem ól tólf börn, fædd-
ist í torfkofa og lifði á miklum
umbreytingatíma í íslensku sam-
félagi mun aldrei hverfa úr huga
mér. Góða ferð, Adda, á nýjar
slóðir.
Sigurður Áss Grétarsson.
Árilía
Jóhannesdóttir