Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
✝ Unnur JónaJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. október 1928.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
30. mars 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Sig-
urjónsson frá
Hreimsstöðum,
Hjaltastaðaþinghá,
N-Múl., f. 27. maí 1903, d. 22.
maí 1979, og Jónína Margrét
Guðmundsdóttir í Þverholtum,
Álftaneshreppi, Mýrum, f. 14.
maí 1901, d. 7. mars 1947.
Bróðir Unnar er Sigurjón, f.
1933, maki Aðalheiður Sveins-
dóttir, f. 1936.
Unnur giftist á aðfangadag
1949 eftirlifandi eignmanni sín-
um, Birni J. Guðmundssyni vél-
virkjameistara, f. 5. október
1923. Foreldrar hans voru Júl-
íana Rannveig Magnúsdóttir
frá Örlygshöfn, V-Barð., f. 14.
júlí 1894, d. 17. desember 1976,
og Guðmundur Axel Björnsson
Edda Heiðrún Backman, f.
1957. Þau slitu samvistir. Dóttir
þeirra er Unnur Birna, f. 1998.
5) Björn Jóhann, f. 24. apríl
1959, maki Vilhelmína Þor-
gerður Einarsdóttir, f. 1960,
dóttir þeirra er Elísa Dögg, f.
1985. Björn Jóhann á Aldísi
Ósk, f. 1992, frá fyrra hjóna-
bandi með Elmu Björk Diego, f.
1963. 6) Unnur Ýr, f. 13. júlí
1964, í sambúð með Magnúsi
Bogasyni, f. 1965. Barnsfaðir
Unnar Ýrar er Ríkharður
Kristinsson, f. 1962. Sonur
þeirra er Trausti Björn, f. 1985.
Synir Unnar Ýrar og fyrrver-
andi maka hennar Vignis Rich-
ardssonar, f. 1963, eru: a) Axel
Kári, f. 1990, b) Fjalar Orri, f.
1996. Langömmubörnin eru 14.
Unnur lærði hárgreiðslu og
vann við það þar til fyrsta
barnið fæddist. Unnur var
heimavinnandi á meðan börnin
uxu úr grasi. Lengst af bjuggu
þau í Karfavogi 25 í Reykjavík.
Síðar fluttust þau að Granda-
hvarfi 6 í Kópavogi. Unnur hóf
störf á Landakoti sem skjalarit-
ari í nokkur ár og síðar á
Læknastöðinni í Glæsibæ og
vann þar þar til hún var komin
á aldur.
Útför Unnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 9. apríl
2014, kl. 15.
frá Hlöðutúni,
Stafholts-
tungnahreppi,
Mýrum, f. 15. júní
1899, d. 21. janúar
1963. Börn Unnar
og Björns eru: 1)
Margrét, f. 16.
mars 1948, maki
Einar Örn Há-
konarson, f. 1946,
börn þeirra: a)
Björn, f. 1969, b)
Hanna Margrét, f. 1973, c) Unn-
ur Dóra, f. 1976. 2) Sigrún, f.
13. júlí 1950, maki var Jóhann
Pálsson, f. 1952, d. 1986, börn
þeirra: a) Tinna Rut, f. 1972, b)
Orri Páll, f. 1978. 3) Guðrún
Björk, f. 15. júlí 1954, maki Sig-
urður Ágúst Sigurðsson, f.
1953, börn þeirra: a) Íris Björk,
f. 1974, b) Ragnhildur, f. 1976,
c) Birna Sif, 1983. 4) Jón Axel,
f. 2. febrúar 1956, í sambúð
með Karen Sigurkarlsdóttur, f.
1972. Maki Jóns Axels var Sól-
ey Eiríksdóttir, f. 1957, d. 1994.
Dóttir þeirra er Brynja, f. 1990.
Seinni maki Jóns Axels var
Andlát tengdamóður minnar
sunnudaginn 30. mars var ekki
beinlínis á dagskrá. Hún fór að
kenna sér meins í lok síðasta árs
og leitaði sér lækninga. Það var
svo upp úr miðjum mars að
þrótturinn fór verulega dvín-
andi. Veikindum sínum tók hún
með mikill reisn og vonaði það
besta. Að lokum kom hún eng-
um vörnum við.
Unnur var tengdamóðir mín í
heil 43 ár og tók mér eins og
sínum eigin syni er móðir mín
lést langt fyrir aldur fram. Ég
þá aðeins um þrítugt. Ég hefði
ekki getað átt betri tengdamóð-
ur. Það er því með miklum trega
sem ég nú kveð þessa höfðing-
legu konu sem ekkert mátti
aumt sjá.
Það er margs að minnast á
svona stundu. Fjölskylduboðin í
Karfavoginum þar sem sungið
var við raust svo undir tók í öllu
húsinu. Matarboðin á sunnudög-
um þar sem enginn fór svangur
frá borði. Svo ekki sé talað um
Bakkasel, sumarbústaðinn í
Kjós. Allar þessar minningar
hlýja manni um hjartaræturnar.
Í Kjósinni byggðu þau hjónin
sér griðastað, byggðan á sandi.
Ekki leið á löngu þar til svæðið
var orðið grasigróið og trén tóku
að vaxa. Stöðugt verið að hlúa
að plöntum og lagfæra umhverf-
ið. Þar lét tengdapabbi sitt ekki
eftir liggja. Og ekki var garð-
urinn í Karfavoginum látinn
vera útundan. Á vorin var farið í
vorverkin og allt gert klárt áður
en sumarbústaðaferðum fjölgaði
yfir sumartímann. Þannig var
Unnur. Hafði mikið yndi af því
að hafa fallegt í kringum sig.
Þessi fallega kona hafði margt
til brunns að bera. Hún var list-
hneigð og fagurkeri. Stundum
sagðist hún frekar hafa átt að
verða arkitekt en hárgreiðslu-
kona. Vildi hafa meiri þekkingu
á formi og hönnun. Það að vera
85 ára er jú hár aldur í huga
margra en Unnur bar þennan
aldur mjög vel. Á stundum gaf
hún sér yngri konum ekkert eft-
ir í huga og verki. Hún var fersk
í hugsun og nýjungagjörn. Hún
var áskrifandi að tískublöðum,
sér í lagi ef þau fjölluðu um
innbú og garðyrkju. Fram á það
síðasta fylgdist hún með nýjustu
stefnum á þessum sviðum.
Unnur var mikil fjölskyldu-
manneskja, kærleiksrík móðir
og annaðist heimilið af mikilli
kostgæfni. Börnin urðu sex að
tölu. Stórt heimili sem krafðist
mikillar orku og útsjónarsemi.
Unnur bar hag fjölskyldunnar
ávallt fyrir brjósti og fylgdist vel
með barnabörnum og barna-
barnabörnum sínum frá fæð-
ingu. Hún var vakandi yfir sín-
um og gladdist þegar vissum
áföngum var náð í lífi og starfi. Í
hvert sinn sem fjölskyldumeð-
limur flutti í nýjar vistaverur
vildi hún ólm fá að skoða og
upplifa hvernig unga fólkið kom
sér fyrir. Hún hafði skoðanir á
hvar hlutirnir ættu að vera og
ráðlagði af heilum hug hvernig
hlutirnir mættu best fara. Þar
kom vel fram hvað hún var vel
að sér í að skapa fallegt heimili.
Minnisstæð er ferð til Fær-
eyja árið 2009 sem við hjónin
fórum með þeim í. Þangað höfðu
þau aldrei komið þótt það hefði
verið ætlunin í langan tíma.
Unnur dáðist að þessum gömlu,
fallegu og vel umhirtu húsum og
naut þess að ganga um í litlu fal-
legu þorpunum. Svört, timbur-
klædd hús með bárujárni og í
gluggunum voru smáir hlutir
sem hún lagði sjálf svo mikla al-
úð við á sínu heimili.
Að leiðarlokum vil ég þakka
þér, Unnur mín, fyrir vináttu
sem aldrei bar skugga á. Þakka
þann stuðning sem þú hefur
sýnt fjölskyldu minni. Þakka
fyrir að gera okkur lífið auðveld-
ara. Þakka fyrir umhyggjuna í
öll þessi ár.
Ég mun sakna þín mikið. Hvíl
þú í friði.
Sigurður Ágúst Sigurðsson.
Mig langar að minnast í
nokkrum orðum hennar Unnar
tengdamóður minnar. Hún var
einstök kona, tímalaus þrátt fyr-
ir árin 85, þar sem hún var alltaf
svo elegant og smart. Hún hafði
áhuga á öllu er viðkom lífinu,
hringdi í börnin, tengdabörnin
og barnabörnin reglulega til að
athuga með líðan þeirra og hvað
væri að frétta. Þá sá hún um að
heimilið þeirra Björns væri fal-
legt og notalegt enda alltaf jafn-
gaman að koma til þeirra og
spjalla saman.
Unnur sinnti fjölskyldu sinni
af alúð og hlýju alla tíð og það
skipti hana máli að vera í góðu
sambandi við börnin sín. Hún
var vel gefin og glæsileg kona
sem lá ekki á skoðunum sínum
og oft var kátt á hjalla þegar
fjölskyldan kom saman enda öll
með sterkar skoðanir. Ég man
sérstaklega eftir skemmtilegum
stundum í Karfavoginum þar
sem þau bjuggu í mörg ár.
Unnur reyndist mér vel alla
tíð eða allt frá því að ég var 16
ára gömul. Hún sýndi mér vænt-
umþykju og hlýju sem hefur
verið mér mjög mikils virði og
vona ég að hún hafi upplifað
þær tilfinningar frá mér líka.
Síðastliðin ár voru Unni og Birni
erfið þar sem hann veiktist og
þurfti að flytjast á hjúkrunar-
heimili. En þrátt fyrir erfiðleik-
ana lét Unnur aldrei bilbug á
sér finna og sinnti manni sínum
með miklum sóma. Síðan veikt-
ist hún í byrjun árs og stóðu
veikindin stutt yfir eða þar til
yfir lauk í lok mars síðastliðins.
Að lokum langar mig að
þakka henni Unni, elskulegri
tengdamóður minni, samfylgd-
ina í gegnum árin og megi al-
mættið og góðar vættir vaka yfir
henni og fjölskyldunni.
Vilhelmína.
Fyrir fólk á fimmtugsaldri
geta það ekki talist annað en
sérstök lífsgæði að eiga ömmur
og afa. En það breytir því ekki
að það er hræðilega erfitt að
kveðja. Því fylgir óendanlegt
þakklæti að amma þurfti ekki að
kveljast lengi, en sorgin yfir
dauða hennar er alveg jafnóend-
anleg. Og það er hreint engin
mótsögn í því, þrátt fyrir að eina
gefna forsendan í þessu öllu
saman sé sú að lífið er end-
anlegt.
Amma var, eins og öllum
finnst ömmur sínar vera, algjör-
lega einstök. Nema í hennar til-
felli var það alveg rétt. Listfeng,
ljúf, lítillát. Vammlaus, heiðar-
leg, hlý og vandræðalega hrekk-
laus. Barngóð, brosmild, sam-
viskusöm, skemmtileg og falleg.
Svo ótrúlega falleg að innan sem
utan. Og svo var hún ein seig-
asta og sterkasta kona sem ég
hef kynnst. Fram á síðasta dag
færði lífið henni fjölda ólíkra og
krefjandi verkefna sem margir
stærri og breiðari en hún hefðu
bugast undan. Að lokum lét
kroppurinn undan á undra-
skömmum tíma, amma var orðin
þreytt og mótstaðan gegn fjöl-
breyttri flóru krabbameina lítil
sem engin. Og miðaldra maður
sjálfur er einhvern veginn alveg
í rusli, þótt maður viti vel að all-
ar ömmur deyja einhvern tím-
ann.
Það er ómetanlegt að hafa átt
einmitt þessa ömmu fyrir ömmu.
Fyrir vinkonu og vinnufélaga
nokkur sumur í Læknastöðinni.
Fyrir mömmu hennar mömmu
og langömmu sonar míns; sem
ferðafélaga í blíðu og stríðu í lífi
okkar allra.
Ég veit ekki hvort afi áttar
sig á breyttum aðstæðum en ég
er handviss um að hann hlakkar
til að hitta múttu sína, eins og
hann gerir á hverjum degi eftir
að hann flutti á Hrafnistu. Ég
vona að lífið verði honum tillits-
samt.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
ömmu Unni með þakklæti og
minnumst hennar með gleði.
Styrkur hennar og seigla er mér
innblástur á hverjum degi.
Tinna.
Elsku fallega, góða og ynd-
islega amma mín. Það er svo
skrýtið að hugsa til þess að ég
fái ekki að faðma þig aftur, tala
við þig og eiga stund með þér.
Mér verður hugsað til upp-
vaxtaráranna, hversu ljúft það
var alltaf að koma til ömmu og
afa í Karfavoginn, hvort sem ég
kom til að gista eða bara í heim-
sókn þá var alltaf frábært að
koma til ykkar. Það voru góðar
stundir sem við áttum þar öll
fjölskyldan, yndislegar minning-
ar sem gott er að eiga og gleym-
ast aldrei.
Síðustu ár tengdumst við svo
enn nánari böndum. Það var svo
gott að taka upp símann og
hringja í þig, það var eins og að
tala við bestu vinkonu sína þeg-
ar við töluðum saman og alltaf
var af nógu af taka. Þú varst svo
yndisleg manneskja, alltaf að
hugsa um aðra, hvort sem það
var til að samgleðjast þegar vel
gekk eða hafa áhyggjur ef eitt-
hvað bjátaði á hjá þeim sem
stóðu þér næst.
Mér er minnisstætt þegar þú
fékkst fyrsta farsímann fyrir
stuttu. Við ætluðum ekki að
kaupa flókinn síma en úr varð
að keyptur var sími með mynda-
vél. Þú varst svo ánægð að þú
værir með myndavél á símanum,
við tókum myndir af pabba og
Sigga og svo okkur saman. Þá
átti ég ekki von á að svona stutt
væri eftir, ég hélt og vonaði að
við fengjum meiri tíma saman.
Þú varst ein fallegasta kona
sem ég hef kynnst, svo falleg að
innan sem utan. Þú varst glæsi-
leg og alltaf móðins. Allt fram á
síðustu stund fylgdir þú nýjustu
tískunni, fékkst þér nýja klipp-
ingu sem þú sást í tímariti og að
sjálfsögðu fór hún þér fullkom-
lega.
Ég naut þess svo mikið að
geta verið til staðar fyrir þig
þegar þú þurftir á því að halda
því þú áttir aðeins það besta
skilið. Þú varst alltaf stoðin og
styttan í fjölskyldunni og því er
erfitt að kveðja þig. Á sama
tíma og við eigum um sárt að
binda er yndislegt að hugsa um
allar stundirnar með þér og
geyma minninguna um þig í
hjartanu.
Þú ert fyrirmynd mín í lífinu,
þú ert einstök kona og besta
amman.
Ég sakna þín svo sárt en ég
veit að þú ert á góðum stað og
ég er þakklát fyrir allt sem við
áttum saman. Ég elska þig
óendanlega mikið elsku amma
mín.
Elísa Dögg.
Þegar ég hugsa um hana
ömmu hugsa ég um sterka konu
sem kunni að njóta þess sem var
fallegt, hafði áhuga á lífinu og
því sem það hafði upp á að
bjóða. Falleg kona sem kunni að
meta það sem var fallegt. Amma
lifði fallega.
Fram í andlátið var hún að
velta því fyrir sér hvernig föt
hún ætti að fá sér eða hvernig
hún gæti breytt heima hjá sér.
Amma dó nýklippt og sótti það
fast að fá heim til sín réttu
manneskjuna til verksins rúm-
lega viku fyrir andlátið, það lýsir
henni vel. Hún vildi láta klippa
sig eins og leikkona í ákveðnum
sjónvarpsþætti og það fékk hún.
Amma var skynsöm og tók
veikindum sínum á þann hátt þó
að greinilegt hafi verið að hana
langaði mikið til að lifa og njóta
lengur. Hún vissi alveg hvað hún
var að gera þegar hún ákvað að
halda matarboð með börnum
sínum og mökum þeirra síðasta
laugardaginn á heimili sínu. Þá
stýrði hún þeim, útbýtti verk-
efnum og ól þau upp í síðasta
sinn. Fallegasti dúkurinn, tau-
servéttur, silfurhnífapör, allt það
besta. Hún vildi borða góðan
mat og drekka rauðvín með. Ég
trúi því að hún hafi vitað að
þetta var síðasta skiptið. Ég er
þakklát fyrir að hafa hitt hana
þennan dag, séð hana glaða og
tilbúna að njóta. Þarna bjó
amma til dýrmætar minningar
sem munu lifa.
Amma lifði og naut fram á
síðustu stundu og fór svo sann-
arlega ekki í stígvélin fyrr en
komin var hellidemba. Hvíldu í
friði, elsku Unnur amma mín,
minningarnar ylja mér um
ókomna tíð. Ég ætla að taka þig
mér til fyrirmyndar og lifa lífinu
eins fallega og mér er unnt.
Þín,
Unnur Dóra.
„Setjið borðstofuborðið út á
mitt gólfið, fægið silfrið, sækið
besta dúkinn og mig langar í
rauðvín með matnum.“ Þetta
bað amma börnin sín um fyrir
síðustu veisluna sem hún hélt á
heimili sínu, viku áður en hún
lést. Hún vissi að það væri stutt
eftir, á leið á líknardeild og óvíst
að hún kæmi aftur heim. Með
tárin í augunum þar sem ég sat
við rúmgafl hennar á meðan
veislan var undirbúin vissum við
að þetta væri síðasta boðið
hennar. Hún brosti samt sínu
blíðasta eins og venjulega. Hún
kunni að lifa og deyja hún
amma, enda stórkostleg kona og
besta vinkona mín. Hún var
greind, með stórt hjarta, af-
burðafalleg að utan sem innan,
skemmtileg, örlát með hlýjan
faðm, skapgóð með eindæmum,
hafði óendanlegan skilning á öll-
um hlutum og bakaði bestu
pönnukökur í heimi. Smekkvísi
hennar á öllum sviðum á sér fá-
an samanburð og allt lék í hönd-
um hennar. Amma var greind af
góðum tilfinningaþroska ætt-
móðurinnar, dæmdi aldrei nokk-
urn mann, skammaði mig aldrei
og aldrei sá ég hana reiða. Djúp-
stæður skilningur á mannseðlinu
var henni meðfæddur. Rýmis-
hugsunin var sterk, sem og öll
tilfinning fyrir sköpun. Allt
þetta gerði hana að mikilvægri
fyrirmynd. Hún sagði við mig
eitt sinn: „Elli kerling skal ekki
ná mér“ og það gerði hún aldrei,
enda við ofurefli að etja. Hún
var heimskona og mikið ævin-
týri að fá að skoða í hirslur
hennar. Á jólunum héldum við
barnabörnin tískusýningu úr
fataskáp ömmu og alltaf máttum
við allt. Sameiginlegt áhugamál
okkar ömmu var að vera pjatt-
rófur. Ég man eftir því sem
stelpa að hafa farið með henni í
Miðbæjarmarkaðinn að kaupa
föt. Ég sat í plussstól á meðan
amma mátaði mörg dress og ég
sagði mitt álit. Svo fórum við á
Hressó og fengum okkur tertu.
Þegar ég kom í heimsókn í
Karfavoginn dró amma út skúff-
urnar úr skenknum fullar af
skartgripum sem ég skoðaði af
miklum áhuga. Eftirminnileg
minning mín um ömmu er þegar
hún fór með mig í inntökupróf í
Listdansskóla Þjóðleikhússins.
Þá var amma í blárri dragt, með
bláan hatt, leðurhanska og í há-
hæluðum skóm. Þá leið mér eins
og Parísarstúlku.
Ég elska þig af öllu hjarta,
elsku amma mín. Þakka þér fyr-
ir að kenna mér listina að lifa og
að lyfta tilverunni á æðra stig.
Þín
Hanna.
Elsku fallega, ljúfa og góða
amma okkar er búin að kveðja.
Mikið eigum við eftir að sakna
þess að heyra röddina hennar og
fá hlýju faðmlögin. Amma var
amma sem allir ættu að eiga.
Mikið vildum við að litlu barna-
barnabörnin hefðu fengið að
njóta þín eins mikið og við syst-
urnar gerðum. Minningarnar
eru margar, ófá skiptin hjóluð-
um við yfir í Karfavoginn og
fengum vöfflur hjá ömmu og afa.
Ekki má gleyma Kjósinni, þar
áttum við okkar bestu stundir, í
bátaskýlinu með afa að smíða
báta og þar var nú margt brall-
að. Nú yljum við okkur við
minningar.
Þegar blómin munu sumarið fegra
mun hugur minn leita til þín
Þá man ég alltaf kveðjuna þína
elskan mín.
Sumarið var þinn tími
fallega rósin mín
Og þegar ég horfi á blómin
mun ég hugsa til þín.
Mig langar að sjá þig brosa
aftur eitt augnablik
Bjóða þér annan vangann
og segja hvað ég elska þig
Hver getur sagt með vissu
kannski ertu enn hér
Ég finn þig allt um kring
og mynd þína ég sé.
Minning þín, hún lifir
í hjarta mér um sinn
Brosið þitt blíða
þá tregatár ég finn.
Ég kveð þig með tárum
elsku amma mín
og ávallt mun lifa
minningin þín.
(Íris Björk Sig.)
Elsku amma okkar, nú er
komið að kveðjustund. Hvíldu í
friði, minning um bestu ömmu í
heimi lifir áfram í okkur.
Íris Björk Sigurðardóttir,
Ragnhildur Sigurðardóttir
og Birna Sif Sigurðardóttir.
Unnur og ég höfum verið vin-
konur síðustu 76 árin, allt frá
því að við kynntumst, 10 ára,
þegar við vorum saman í bekk í
Miðbæjarskólanum. Hún var
stór hluti af mér og lífi mínu og
það er tómlegt að horfa á heim-
inn án hennar.
Við urðum fljótt bestu vinkon-
ur og urðum heimagangar hvor
hjá annarri. Það var yndislegt á
æskuheimili Unnar og mjög
sterk æskuminning er jólatréð
heima hjá henni sem var svo
stórt að það náði alveg upp í
loft, svo fallega skreytt lifandi
tré, sem við fengum að dansa í
kringum.
Við áttum sama draum, ætl-
uðum að læra hárgreiðslu og
sátum oft við að teikna og skipu-
leggja útlit á hárgreiðslustof-
unni okkar, ætluðum alltaf að
búa saman og aldrei að giftast!
Við fórum og lærðum hár-
greiðslu í Iðnskólanum og Unn-
ur var mjög listræn og sýndi
mikla hæfileika í fallegum hár-
greiðslum. Önnur æskuáform
breyttust samt fljótt þegar við
kynntumst ástinni og vinunum
Birni og Halldóri sem síðar urðu
eiginmenn okkar. Unnur var
mjög hrifin af Birni sínum og
hún lagði mikla alúð í að eiga
fallegt heimili og rækta garðinn
sinn á listrænan hátt með fal-
legum blómum og ég tók hana
mér til fyrirmyndar í þeim efn-
um.
Við fórum í mörg skemmtileg
ferðalög saman um landið, eftir
að börnin fóru að koma í heim-
inn. Við áttum saman bíl, sem
við skiptumst á að nota og öll
komumst við í bílinn og fórum í
tjaldferðalög og í minningunni
var alltaf hlýtt og gott veður og
kannski er það tilhugsunin um
hve hlý og innileg Unnur var
sem litar minninguna svona
góða. Í gegnum tíðina fórum við
svo, þrenn vinahjón, í mörg góð
ferðalög, innanlands sem utan,
og síðast fórum við Unnur tvær
saman í húsmæðraorlof síðasta
haust og fengum að kynnast æv-
intýraheimi Alpanna. Ég er
þakklát fyrir að auðnast að hafa
átt svona trausta og góða vin-
konu í gegnum lífið.
Blessuð sé minning elskulegr-
ar vinkonu minnar. Ég sendi
Birni og fjölskyldu hans innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Elsa Fanney Þorkelsdóttir.
Unnur Jóna
Jónsdóttir