Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 38

Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér fannst í raun mjög gott að byrja minn leikstjórnarferil á þessu verki, vegna þess að þarna er tekist á við veruleika sem ég þekki af eigin raun,“ segir Tinna Hrafnsdóttir sem leikstýrir leikritinu Útundan eftir Alison Farina McGlynn sem leik- hópurinn Háa- loftið frumsýnir í Tjarnarbíói ann- að kvöld kl. 20. Að sögn Tinnu er í verkinu tekist á við aðstæður sem hrjá eitt af hverjum sex pör- um í hinum vest- ræna heimi í dag. „Skyggnst er inn í líf þriggja para á fertugsaldri sem þrá að eignast barn en tekst það ekki. Þau leita ýmissa leiða til að láta drauminn rætast og standa frammi fyrir margskonar erfiðum spurningum,“ segir Tinna og bendir á að barnleysi geti valdið gríðarlegu álagi og því haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir sambönd fólks og líðan. „En jafnvel í slíkum að- stæðum hættir tilveran ekkert að vera fáránleg, grátbrosleg og jafnvel fyndin. Þetta er því grátbroslegt verk,“ segir Tinna og tekur fram að hún hafi heillast af verkinu strax við fyrsta lestur. Vinna launalaust fyrir listina „Ég háði sjálf þessa baráttu í fimm ár, en tókst á endanum að verða ólétt og eignaðist tvíbura fyrir tveimur árum,“ segir Tinna og rifjar upp að í fæðingarorlofinu hafi hún fljótt farið að huga að því hvernig hún gæti lagt sitt af mörkum til að varpa ljósi á þann veruleika sem þeir standa frammi fyrir sem glími við ófrjósemi. „Mér fannst tilvalið að nota mitt fag, þ.e. listina. Leikhúsið er svo sterkur miðill. Það á að opna augu fólks og endurspegla veru- leikann eins og hann er. Ég fór á stúfana og prófaði að athuga á net- inu hvort búið væri að skrifa leikrit um þetta efni,“ segir Tinna og rifjar upp að hún hafi gúglað orðin infertil- ity, play og theatre. „Sú leit skilaði aðeins einu leikriti, þ.e. Fertility Objects eftir McGlynn. Verkið var frumsýnt í Bretlandi ekki alls fyrir löngu og ég skoðaði dóm- ana um uppsetninguna og leikritið, sem voru allir gríðarlega jákvæðir. Ég hafði uppi á höfundinum og lýsti áhuga mínum á að setja verkið upp. Hún tók mjög vel í það og fannst skemmtilegt að fá slíka fyrirspurn frá Íslandi og sendi mér leikritið. Og ég varð mjög hrifin af því,“ segir Tinna, sem sjálf þýðir verkið. „Í framhaldinu hafði ég samband við nokkra leikara sem ég held mikið upp á og spurði hvort þeir vildu vinna þetta með mér þrátt fyrir fjár- skort,“ segir Tinna og bendir á að leikhópurinn Háaloftið hafi fengið smástyrk frá Reykjavíkurborg sem fari allur í efniskostnað fyrir leik- myndina. „Þannig að við erum öll að gera þetta án launa. En leikararnir voru tilbúnir í þetta vegna þess að þeir kolféllu fyrir verkinu og fannst þetta eiga erindi á svið,“ segir Tinna, en leikarar sýningarinnar eru Arn- mundur Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkels- dóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir. „Verkið er búið að opna augu leik- hópsins fyrir þessum veruleika og ég vona að það verði líka reyndin með áhorfendur. Barnleysi er tabú og því nauðsynlegt að opna um- ræðuna og varpa ljósi á hver raun- veruleiki þeirra sem glíma við ófrjó- semi er,“ segir Tinna og tekur fram að viðbrögð áhorfenda á rennslum síðustu daga hafi verið sterk og já- kvæð. Allir takast á við hindranir „Þeir gestir sem fylgst hafa með rennslum síðustu daga hafa sjálfir enga reynslu af ófrjósemi, en segjast tengja mjög sterkt við þessi pör og sögur þeirra. Það stafar sennilega af því hversu vel verkið er skrifað og eins því að það fjallar fyrst og fremst um fólk sem stendur frammi fyrir hindrunum í lífinu. Það er nokkuð sem við þekkjum öll. Við höfum öll, einhvern tímann á okkar æviskeiði, þurft að yfirstíga ein- hverjar hindranir,“ segir Tinna. Útundan er þriðja uppfærsla Háa- loftsins frá stofnun árið 2008, en Tinna stofnaði leikhópinn ásamt manni sínum, Sveini Geirssyni, sem semur tónlistina fyrir Útundan. Árið 2009 settu þau upp Fyrir framan annað fólk eftir Kristján Þórð Hrafnsson og árið 2011 söngleikinn Hrekkjusvín. Síðar á þessu ári ráð- gera þau að frumsýna nýtt leikrit eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem nefn- ist Ekki hætta að anda. Aðeins er gert ráð fyrir fjórum sýningum á Útundan, þ.e. annað kvöld, 13., 15. og 26. apríl. Þess má að lokum geta að allar nánari upp- lýsingar um sýninguna má nálgast á tjarnarbio.is sem og Facebook: Háa- loftið. Grátbroslegt verk um glímuna við ófrjósemi  Leikhópurinn Háaloftið frumsýnir Útundan í Tjarnarbíói Kolfallnir Arnmundur Ernst Backman og Magnús Guðmundsson í hlut- verkum sínum í Útundan sem leikhópurinn Háaloft setur upp í Tjarnarbíói. Tinna Hrafnsdóttir Jú, við sem fílum þennan kon-ung svartra kráka, meistar-ann Nick Cave, hlupum nán-ast við fót af spenningi á leið í Bíó Paradís til að sjá flunkunýja heimildarmynd um goðið sem kom til Íslands í fyrrasumar og hélt ógleym- anlega tónleika. Hún er vart af mér runnin sú upplifunarvíma sem Cave tókst að kveikja í æðum mér. Töfrar, eru orðið sem nær einna helst að lýsa því. Og það er einmitt orðið sem hann notar í heimildarmyndinni þeg- ar hann lýsir því hvað gerist hjá hon- um sjálfum á sviðinu á vel lukkuðu giggi, þegar tónlistin tekur völdin. Í þessari mynd fylgjumst við með uppdiktuðum sólarhring í lífi meist- arans, sjáum hann vakna við hlið konu sinnar og fylgjumst með hon- um að kveldi glápa á sjónvarpið með strákunum sínum. Í millitíðinni þarf hann að koma víða við, t.d. hjá sál- fræðingnum þar sem hann rifjar m.a. upp ýmislegt frá bernskudögum. Og hann kíkir í heimsókn til vinar síns og bróður í bandinu, Warren Ellis, og þeir rifja upp sögur úr brans- anum, til dæmis þegar ákveðin söng- kona reif geðvond út úr sér tyggjóið og klessti á píanóið, umbreyttist þeg- ar hún byrjaði að hamra á nótna- borðið og hélt töfrum líka tónleika. Cave ekur líka um í bifreið sinni með hina ýmsu farþega, t.d. söngkonuna Kylie Minogue, og þau spjalla saman um einmanaleikann og fleira. Hann þarf líka að mæta á hljómsveitaræf- ingar hjá bandinu, hann þarf að semja lög og texta og hann þarf að takast á við sjálfan sig og listina. Hann kafar í djúpið, veltir fyrir sér hinstu rökum tilverunnar. Hann fer líka í gegnum gamlar ljósmyndir og rifjar upp ýmislegt skrautlegt frá yngri árum. Þessi heimildarmynd er mikið konfekt fyrir augað, tökurnar og klippingarnar eru oft afar áhrifa- miklar. Í byrjun er áhorfandinn nán- ast sprengdur í gang og það tekst í þessari mynd að skapa alveg sér- staka stemningu þar sem allskonar pælingar, nálægð og hlýja, húmor og háski blandast saman svo úr verður frábær heild. Svo ekki sé talað um tónlistina og leiftursnögg skot frá tónleikum. Með þessari heimildar- mynd þar sem við fáum innsýn í margslungna sál konungs svörtu krákanna, án þess þó að það verði nokkurn tímann væmið eða afhjúpi hann um of, hefur tekist að skapa heildstætt listaverk sem unun er að njóta, kannski sérstaklega fyrir þá sem þekkja meistara Cave og hafa á honum mætur. Sú staðreynd að svartklæddi djöfullinn og sjarma- tröllið átti þátt í að skapa handritið að myndinni um sjálfan sig, á eflaust sinn þátt í hversu vel hefur til tekist. Á trúnó Nokkrum sinnum í myndinni spjallar Cave við vini sína akandi um í birfreið sinni. Hér með Kylie Minogue sem hefur sungið með honum. Kóngur krákanna Bíó Paradís 20,000 Days on Earth bbbbb Leikstjórar: Iain Forsyth & Jane Pollard. Bretland, 2014. 97 mín. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYNDIR upp á 40 ára kaupstaðarafmæli Sel- tjarnarnesbæjar. „Heiti sýningarinnar vísar til ná- lægðar listakvennanna hverrar við aðra í andlegum og landfræðileg- um skilningi og einnig nálægðar þeirra við aðra íbúa Seltjarn- arness,“ segir í tilkynningu. Nágrannar nefnist samsýning Guð- rúnar Einarsdóttur, Kristínar Gunnlaugsdóttur og Sigrúnar Hrólfsdóttur sem opnuð verður í Eiðisskeri í dag kl. 17. Þar gefur að líta ný verk sem myndlistarkon- urnar unnu sérstaklega fyrir sýn- inguna, en sýningaropnunina ber Listakonurnar Sigrún Hrólfsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir og Guðrún Einarsdóttir. Nágrannar með ný myndlistarverk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.