Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Ökufærni er lykilatriðið
þegar ungmenni hefja akstur.
Hvar fær ungmennið þitt kennslu?
Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi
Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni
Allt kennsluefni innifalið
Ökukennsla www.bilprof.is
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga.
Hringdu
núna
og bóka
ðu
ökuskól
ann
ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD
– yfir 40 ár í fagmennsku.
Þekking og reynsla í fyrrirúmi
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Í úttekt Alþjóðamálastofnunar Há-
skóla Íslands á aðildarviðræðum Ís-
lands við ESB er kafli um þær sér-
lausnir og undanþágur sem skýrslu-
höfundar telja að Ísland hafi fengið
eða óskað eftir að fá í þeim köflum
þar sem viðræðum er ólokið.
Hvað varðar annan lykilkaflann,
kafla 11 um landbúnað og dreif-
býlisþróun, segir að „ekki liggur fyrir
að íslenska samninganefndin hafi
ætlað sér að óska veigamikilla undan-
þága frá regluverki ESB í landbún-
aðarmálum“. Hvað snertir hinn lyk-
ilkaflann, kafla 13 um sjávarútveg,
segir eftirfarandi í skýrslunni:
„Í samtölum skýrsluhöfunda við ís-
lenska embættismenn og embætt-
ismenn stækkunar- og sjávar-
útvegsdeildar ESB hefur komið fram
að þessi málaflokkur yrði erfiður í að-
ildarviðræðum. Erfitt yrði að fá ESB
til að samþykkja að Ísland héldi
samningsforræðinu til að gera samn-
inga við ríki utan ESB og koma fram
í eigin nafni innan alþjóðastofnana að
þessu leyti. Ekkert varanlegt for-
dæmi er fyrir slíku fyrirkomulagi
innan ESB. Í samtali við háttsettan
yfirmann sjávarútvegsdeildar ESB
kom fram að hann teldi slíkt fyrir-
komulag grafa undan sjávarútvegs-
stefnunni.“
Merkingar lyfja sem seljast lítið
Samningaviðræðurnar varða 33
kafla og var 11 köflum lokað sam-
dægurs við upphaf viðræðna. Búið
var að opna 16 af hinum 22 köflunum,
auk þess sem samningsafstaða lá fyr-
ir í tveimur köflum. Fjórir kaflar
höfðu ekki verið opnaðir þegar hægt
var á viðræðunum í janúar 2013.
Segir í inngangi úttektarinnar að
sérlausnir Íslands byggist „að mestu
leyti á því sem áður hafði fengist í
gegnum EES-samninginn“.
Þeim sérlausnum og undanþágum
sem skýrsluhöfundar telja að Ísland
hafi fengið má skipta í þrjá flokka.
Í fyrsta lagi eru nefndir EES-
kaflar í samningaferli. Þar fór Ísland
fram á sérlausnir í 1. kafla, Frjálsum
vöruflutningum, varðandi innihald
kadmíns í áburði annars vegar og
hins vegar varðandi markaðsleyfi
fyrir lyf og tungumálakröfur á um-
búðum og fylgiseðlum lyfja sem selj-
ast lítið. Í 9. kafla, Fjármálaþjónustu,
óskaði Ísland eftir aðlögun sem sneri
að rekstri Viðlagatryggingar Íslands.
Í 14. kafla, Flutningastarfsemi, er
Ísland sagt hafa fengið aðlaganir og
sérlausnir sem samninganefndin fór
fram á að héldust. Þar á meðal fékk
Ísland aðlögun vegna reglugerðar
um flugvernd vegna innanlandsflugs
hér á landi og reglugerðar um flug-
leiðsögu vegna fjármögnunarsamn-
ingsins um flugumferðarþjónustu á
Norður-Atlantshafi, og varanlega
undanþágu frá reglugerð um akst-
urs- og hvíldartíma ökumanna.
Í öðru lagi eru tilgreind álitamál,
sérlausnir, undanþágur og aðlög-
unartímabil í köflum sem falla að
hluta til undir EES. Segir jafnframt í
skýrslunni að Ísland hafi í kafla 15,
Orkumál, óskað eftir aðlögunartíma
varðandi þá skyldu sem ESB leggi á
aðildarríkin að viðhalda lágmarks-
birgðum af hráolíu og/eða olíuvörum,
allt til ársins 2030.
Þá hafi Ísland einnig óskað eftir að
undanþágur varðandi sameiginlegar
reglur um innri markað á sviði raf-
orku giltu áfram um Ísland.
Í 18. kafla, Hagtölum, fór Ísland
fram á að halda undanþágu sem
fékkst frá EES-samningnum vegna
reglugerðar um hagskýrslur um
vöruflutninga á vegum, enda væri
landið einangrað eyríki með fremur
einfalt flutningskerfi á vegum án veg-
tenginga við aðildarríki ESB. Sama
átti við um reglugerð um framkvæmd
könnunar um starfsmiðaða símennt-
un. Þá fór Ísland fram á að falla utan
reglugerðar um reglulega samantekt
á ófjárhagslegum reikningum eftir
haggeirum, auk annarrar skýrslu-
gerðar.
Hafi heimild til refaveiða
Í kafla 27, Umhverfismál, var farið
fram á það í samningsafstöðu Íslands
að halda þeim aðlögunum og sér-
lausnum sem Ísland hafði þegar
fengið í gegnum EES-samstarfið,
auk heimilda til veiða og sölu á til-
teknum fuglategundum, íslenska
refnum og nokkrum hvalategundum.
Telja skýrsluhöfundar ljóst af við-
tölum að þessi kafli hefði orðið erf-
iður, einkum varðandi hvalveiðar.
Loks ber að nefna kafla í samn-
ingaferli sem falla utan EES.
Í kafla 16, Skattamál, féllst Ísland
á sameiginlegt regluverk ESB með
fyrirvara um ákveðin atriði sem farið
var fram á í samningsafstöðu. Þar á
meðal voru óskir um undanþágur frá
því að leggja virðisaukaskatt á far-
þegaflutninga, starfsemi rithöfunda
og tónskálda, og útfararþjónustu, svo
lengi sem slíkum undanþágum væri
beitt í einhverju ESB-ríki. Þá kemur
fram í skýrslunni að Ísland hafi einn-
ig farið fram á heimild til að leggja
lægri virðisaukaskatt á aðgangsgjöld
að vegamannvirkjum, einkum jarð-
göngum, auk fimm ára aðlög-
unartíma til að aðlaga reglur að
regluverki ESB um heimildir ferða-
manna og áhafnir flugrekenda og
skipafélaga sem koma að utan til að
taka með sér áfengi og tóbak.
Í kafla 29, Tollabandalag, segir að
Ísland hafi fallist á sameiginlega
regluverkið „með fyrirvörum sem
settir voru fram í tengdum köflum og
tengdust þeirri sérstöðu sem landið
býr við vegna fjarlægðar, stöðu sem
eysamfélag, fámennis og strjálbýlis,
erfiðra staðhátta og veðurfars, og
vegna þess hversu háður þjóðar-
búskapurinn er fáum framleiðslu-
vörum“. Um sé að ræða sameiginlega
innflutningstolla ESB sem myndu
hafa áhrif á landbúnað, sjávarútveg
og orkufrekan iðnað. Orðrétt segir í
úttektinni:
„Fram kom í viðtölum að Ísland
hefði ákveðið að gefa til kynna, í köfl-
um 29 (tollabandalag) og 30 (utan-
ríkistengsl), að ef ekki fyndist
ásættanleg lausn varðandi stuðning
við landbúnað undir samningskafla
um landbúnað, áskildi Ísland sér rétt
til að taka upp kröfu um áframhald-
andi tollvernd. Að mati samninga-
hóps um kaflann voru tollar á aðföng
til stóriðju í fljótu bragði það sem
mestu máli myndi skipta þegar kæmi
að viðræðum við ESB um tolla á inn-
fluttar vörur. Kanna þyrfti möguleika
á að semja um einhvers konar sér-
lausnir í því skyni að tryggja að fyr-
irtæki sem störfuðu hér á landi gætu
flutt inn aðföng og búnað án greiðslu
tolla.“
Segi upp gildandi samningum
Í umsögn skýrsluhöfunda um kafla
30, Utanríkistengsl, segir að ef kæmi
til aðildar að ESB yrði Ísland þátt-
takandi í sameiginlegri viðskipta-
stefnu sambandsins. Það hefði verið
álit framkvæmdastjórnar ESB árið
2010 að Ísland þyrfti að segja upp öll-
um gildandi fríverslunarsamningum
sínum við þriðju ríki og endurskoða
aðra samninga til samræmis við
regluverk Evrópusambandsins. Í
stað þess fengi Ísland aðild að frí-
verslunarsamninganeti ESB.
Þá óskaði Ísland eftir því að inn-
flutningstollar á súrál yrðu afnumdir
eða lækkaðir í núll með varanlegum
hætti frá og með aðild og að gerðar
yrðu viðeigandi ráðstafanir til að af-
nema tolla „svo að hefðbundið við-
skiptaflæði aðfanga til fiskveiða, fisk-
vinnslu og fiskeldis raskaðist ekki í
kjölfar aðildar“.
Í kafla 32, Fjárhagslegt eftirlit, er
Ísland sagt hafa fallist á sameiginlegt
regluverk. Loks segir um kafla 33,
Framlagsmál, að Ísland hafi fallist á
sameiginlegt regluverk ESB sem
varðar kaflann en óskað eftir aðlög-
unartímabili í kjölfar aðildar þar sem
viðeigandi leiðréttingarráðstöfunum
yrði beitt til þess að „létta fjárhags-
legum byrðum af ríkissjóði vegna
fyrirséðrar seinkunar framlaga af
fjárlögum ESB“. Í kafla 24, Dóms- og
innanríkismál, og í 12. kafla, Mat-
vælaöryggi og dýra- og plöntu-
heilbrigði, hafi samningsafstaða verið
afhent en kaflar ekki opnaðir. Loks
hafi ekki tekist að opna kafla 3 um
staðfesturétt og þjónustufrelsi og
kafla 4 um frjálsa fjármagnsflutn-
inga. Eru þá ónefndir kaflar um
sjávarútveg og landbúnað.
Sjávarútvegsmálin yrðu erfið
Skýrsluhöfundar Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands vísa til embættismanna í Brussel
Ekkert fordæmi sé fyrir því að umsóknarríki haldi samningsforræðinu í sjávarútvegsmálum
Reuters
Fánaborg við höfuðstöðvar ESB í Brussel Alþjóðamálastofnun HÍ hefur krufið aðildarviðræðurnar við ESB.
Staða aðildarviðræðna
*Hér er um að ræða kafla 3, staðfesturétt og
þjónustufrelsi, kafla 4, frjálsir fjármagnsflutningar, kafla
11 um landbúnað og dreifbýlisþróun og kafla 13 um
sjávarútveg. Heimild: www.vidraedur.is
Viðræðum lokið 11
Viðræður standa yfir 16
Samningsafstaða Íslands
liggur fyrir 2
Samningsafstaða Íslands
liggur ekki fyrir* 4
11
16
2
4
Nægt framboð er
af leiguhúsnæði í
Kópavogi og svo
verður næstu
þrjú árin, þó að
skortur sé á því
annars staðar á
höfuðborg-
arsvæðinu.
Þetta er meðal
þess sem fram
kemur í nýrri
greiningu á fasteignamarkaði í
Kópavogi sem Capacent vann fyrir
Kópavogsbæ. Í henni kemur m.a.
fram að margt bendi til þess að
fasteignamarkaðurinn taki við sér
á næstu mánuðum, eiginfjárstaða
hefur batnað og kaupverð farið
hækkandi. Þá segir að grundvöllur
sé fyrir nýbyggingum fjölbýlishúsa
en kaupverð styðji ekki frekari
uppbyggingu á sérbýli. Einnig að
hátt hlutfall fólks á aldrinum 25 til
44 ára vilji flytja í Kópavog í næstu
flutningum.
Skortur á höfuð-
borgarsvæðinu, en
ekki í Kópavogi
Nýbyggingar Víða
er byggt í Kópavogi.