Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
✝ Friðrik Har-aldsson
bakarameistari
fæddist á Sandi í
Vestmannaeyjum
9. ágúst 1922.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 21. mars
2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
jana Einarsdóttir, f. 1891, d.
1964, og Haraldur Sigurðsson á
Sandi, f. 1876, d. 1943. Friðrik
átti þrjú alsystkin, Harald, Rú-
rik og Ásu. Hálfsystkin sam-
feðra; Unnur, Ragna, Kalmann,
Hörður, Guðmundur Trausti,
Sigurður og Fjóla Guðbjörg.
Hálfsystkin sammæðra; Björg-
vin, Guðmunda Margrét og
Einar Valgeir. Öll eru systkini
hans látin, nema Ása.
Friðrik kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Steinu Margréti
Finnsdóttur, f. 10. júní 1926, í
desember 1945. Hún er dóttir
hjónanna Þórunnar Ein-
arsdóttur, f. 1898, d. 1970, og
Finns Sigmundssonar, f. 1889,
d. 1966 í Uppsölum, Vest-
mannaeyjum, yngst þriggja
systkina, en bræður hennar
voru Flosi og Sigmundur. Börn
þeirra hjóna, Steinu og Frið-
riks, eru: 1) Haraldur, f. 1944,
Selfoss og starfaði í Bakaríum
Kaupfélags Árnesinga; tvö ár á
Eyrarbakka og fjögur á Sel-
fossi. Árið 1952 flutti hann í
Kópavog og þar stofnuðu þau
hjónin Bakarí Friðriks Haralds-
sonar, síðar Ömmubakstur. Þar
störfuðu þau saman og lögðu
áherslu á bakstur hefðbundins
íslensks brauðmetis á borð við
flatkökur, kleinur og laufa-
brauð. Friðrik helgaði Skáta-
hreyfingunni krafta sína frá
barnæsku, var einn af stofn-
endum skátafélagsins Faxa í
Vestmannaeyjum 1938. Hann
endurreisti skátafélagið Kópa í
Kópavogi 1957 og var þar fé-
lagsforingi um margra ára
skeið. Árið 1959 stóð Friðrik
að stofnun Lionsklúbbs Kópa-
vogs og gegndi þar ýmsum
trúnaðarstörfum. Árið 1971
stóð hann svo að stofnun ann-
ars Lionsklúbbs í Kópavogi,
Lionsklúbbsins Munins, og
starfaði þar svo lengi sem
kraftar leyfðu. Til æviloka
starfaði Friðrik í skátaflokkn-
um Útlögum, flokki sem brott-
fluttir skátar frá Vest-
mannaeyjum stofnuðu árið
1942, og er flokkurinn talinn
elsti starfandi skátaflokkur í
veröldinni í dag.
Útför Friðriks fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 9. apríl
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
kvæntur Ásrúnu
Davíðsdóttur. 2)
Finnur Þór, f.
1951, kvæntur Jó-
hönnu Björns-
dóttur, börn þeirra
eru: a) Steina Mar-
grét f. 1978, gift
Sorin Lazar, börn
þeirra eru Vic-
toría, f. 2001, Finn-
ur Alexander, f.
2005, og Haraldur
Aron, f. 2009. Steina Margrét
eignaðist son með Baldri
Einarssyni, Baldur Steinar, f.
1997, en hann lést samdægurs.
b) Rúna Birna, f. 1979, í sam-
búð með Helga Páli Jónssyni,
þeirra sonur er Rúrík, f. 2012.
3) Dröfn, f. 1960, gift Arnþóri
Þórðarsyni, börn þeirra eru a)
Ásrún Lára, f. 1984, í sambúð
með Davíð Má Sigurðssyni,
þeirra dóttir er Emilía Rakel, f.
2013. b) Friðrik Þór, f. 1987. c)
Rebekka Katrín, f. 1994.
Friðrik ólst upp í Vest-
mannaeyjum en dvaldi mikið
hjá ættingjum sínum á Búð-
arhóli í A-Landeyjum. Hann
lærði bakaraiðn hjá Magnúsi
Bergssyni í Vestmannaeyjum
og hóf þar starfsferil sinn í
faginu. Friðrik stundaði fram-
haldsnám í bakaraiðn í Kaup-
mannahöfn. Eftir það flutti
hann á Eyrarbakka og síðan á
Elsku pabbi minn, nú er komið
að kveðjustund og þá kemur fyrst
í hugann þakklæti fyrir allt gamalt
og gott, allar þær ánægjustundir
sem þú veittir okkur, óendanleg
hjálpsemi og góðvild í allra garð,
þolinmæði og alltaf varstu úr-
ræðagóður.
Það sem lýsir því einna best var
þegar þið Halli bróðir voruð að
mála þakið á Þinghólsbrautinni og
enginn friður fyrir mér, þessu prí-
lupriki, þá líklega fjögurra ára,
alltaf kominn upp í stigann og upp
á þakið, þrátt fyrir boð og bönn.
Þá leystir þú úr því á þann ein-
falda hátt að ná bara í litla tóma
Ora-baunadós, lítinn pensil og
bandspotta sem brugðið var utan
um mig miðjan og hinn endann ut-
an um skorsteininn. Mikið var ég
montinn að fá að taka þátt í máln-
ingarvinnunni og málið leyst.
Ógleymanlegar eru allar þær
tjaldútilegur, skátamót og ferða-
lög sem þið mamma voruð svo
dugleg að fara með okkur í, sem
endaði svo með þessum dásam-
lega sælureit sem þið komuð ykk-
ur upp í Grímsnesinu, sumarbú-
staðnum Uppsölum, sem öll ættin,
vinir og kunningjar hafa fengið að
njóta.
Hvíl í friði pabbi minn.
Þinn sonur,
Finnur Þór.
„Hann er nú samt góður, hann
afi“ hefur orðið að máltæki innan
fjölskyldunnar. Tengdaforeldrar
mínir, Friðrik og Steina, voru ný-
komin í sumarbústaðinn og með í
förinni var barnabarn og nafni;
Friðrik, fjögurra eða fimm ára
gamall. Afi var fljótur að snara
vistum helgarinnar inn í ísskáp-
inn, hendast í vinnufötin og út að
sinna aðkallandi verkum. Í fram-
haldinu lá amma á hnjánum við ís-
skápinn „því amma kann að raða“
og fjargviðraðist út í fráganginn.
Friðrik litli hlustaði um stund,
gekk svo til ömmu og tók utan um
hana: „Hann er nú samt góður,
hann afi.“ Já, hann Friðrik var
góður, var einstakur maður, dugn-
aðarforkur, hjartahlýr og vildi öll-
um hjálpa, allra vanda leysa.
Hann var mjög virkur í fé-
lagsstörfum, „eitt sinn skáti, ávallt
skáti“ í fararbroddi innan Lions-
hreyfingarinnar, alltaf hægt að
leita til hans, „ávallt viðbúinn“.
Það sem hann tók að sér, á annað
borð, var í höfn. Ég kynntist Frið-
riki þegar ég gekk í skátafélagið
Kópa 1958, þau kynni urðu dýpri
þegar við Haraldur tengdumst
tryggðaböndum. Milli okkar Frið-
riks hefur alltaf ríkt gagnkvæm
virðing og vinátta. Þau Steina og
Friðrik hafa búið í Kópavogi und-
anfarin 62 ár, nú síðustu árin var
heimilið Sunnuhlíð og þar naut
hann góðs atlætis starfsfólksins,
var umvafinn kærleik og um-
hyggju.
Ég kveð tengdapabba minn
með ást og virðingu og þakka fyrir
öll okkar samskipti í áranna rás,
samveru á heimilum okkar, í sum-
arbústaðnum, ferðalögum hér
heima og erlendis. Hann átti innst
í hugarfylgsnum draumastað, sem
hann, kominn til ára sinna, þráði
og leitaði að. Draumsýnin hét
Sandakot. Draumar hans hafa
ræst, hann er kominn heim, heim í
Sandakot.
Ásrún Davíðsdóttir.
Elsku Rikki afi minn, nú ertu
farinn og söknuðurinn er mikill en
minningarnar ljúfar og góðar. Ég
er þér svo þakklát fyrir allar góðu
minningarnar, flestar eru þær úr
sumarbústaðnum þar sem alltaf
var tekið upp á ýmsu og ýmislegt
brallað. Þú kenndir mér og öllum
barnabörnunum þínum að flagga.
Þú kenndir okkur allt um fána-
reglurnar því þú varst jú skáti í
húð og hár. Ég man þegar ég var
lítil stelpa og við öll mætt í bústað-
inn, þá voru mjög svo oft haldnar
litlar kvöldvökur þar sem skáta-
söngvar voru sungnir og einn og
einn dans læddist með. Þú varst
líka vanur að halda fallegar og
skemmtilegar ræður við hin ýmsu
tækifæri sem oft á tíðum enduðu
með tári á hvarmi en alltaf var
stutt í hláturinn. Við systurnar
fengum oft að koma í heimsókn til
þín og Halla í bakaríið þar sem við
fengum að fylgjast með gangi
mála og vorum ávallt leystar út
með fullum kassa af Ömmubakst-
urskræsingum.
Minning þín mun lifa með okk-
ur öllum og við verðum þér æv-
inlega þakklát fyrir þann fallega
arf sem þú skilur eftir þig og er
uppáhaldsstaður okkar allra,
Uppsalir.
Elsku afi, takk fyrir mig, takk
fyrir þig, takk fyrir allt. Ég elska
þig og sakna og veit að þér líður
vel þar sem þú ert núna.
Við eigum minningar um brosið bjarta,
lífsgleði og marga góða stund,
um mann sem átti gott og göfugt hjarta
sem gengið hefur á guðs síns fund.
Hann afi lifa mun um eilífð alla
til æðri heima stíga þetta spor.
Og eins og blómin fljótt að frosti falla
þau fögur lifna aftur næsta vor.
(Guðrún Vagnsdóttir)
Þín afastelpa,
Steina M. Lazar Finnsdóttir.
Í dag er kvaddur Friðrik Har-
aldsson, skátaforingi um langt
skeið. Um Friðrik átti við: Hann
var „hæverskur í hugsunum, orð-
um og verkum“. Og hann var
„tryggur“ hverju málefni sem
hann kom að. Skátar sjá að vísað
er í tvær upprunalegar greinar
skátalaganna.
Uppeldisfrömuðurinn Jónas B.
Jónsson hóf 1941 skátastarfið við
Úlfljótsvatnið blátt og skrifaði
dagbók fyrir Skátablaðið. Hér eru
skrif hans frá vorinu 1942:
„Fyrsta heimsóknin er mér
einna minnisstæðust. Það var á
mánudegi, kl. að ganga fimm, er
við Jón Sigurðsson (fyrsti skóla-
stjóri Laugarnesskóla og stofn-
andi skátafélagsins Völsunga)
vorum önnum kafnir við að grafa
fyrir grunni eldhússins. Vitum við
þá ekki fyrri til en tveir skátar
með fyrirferðarmikla bakpoka og
skátastafi í hönd koma hlaupandi
niður hólinn. Þetta voru tveir
skátar úr Vestmannaeyjum, þeir
Friðrik Haraldsson deildarforingi
og Sigmundur Finnsson. Þeir
komu frá Reykjavík, höfðu farið á
bíl upp að Kolviðarhóli, gengið
þaðan um Hengil að Hveragerði.
Þaðan gengu þeir til Þingvalla um
Nesjavelli og komu svo þaðan til
okkar. Að Ljósafossi fréttu þeir,
að á Úlfljótsvatni væru skáta-
tjaldbúðir og lögðu því lykkju á
leið sína, til þess að heimsækja
okkur. Þeir dvöldu hjá okkur í
tvær nætur en gengu síðan til
Hveragerðis, beint yfir, en þang-
að eru um 12 km. Ég kann þeim
beztu þakkir fyrir komuna og
vona, að þeir hafi haft bæði gagn
og gaman af ferðinni. Veit ég, að
þeir bera sitt ferðalangsmerki
með réttu. Framkoma þeirra,
dugnaður og prúðmennska sýndu
greinilega, að þar voru sannir
skátar á ferð.“
Skátastarf var endurreist 1938
í Eyjum (1925 voru stofnuð bæði
félög stúlkna og drengja). Nýja
félagið hlaut nafnið Faxi og mark-
aði sér strax sess með kröftugu
skátastarfi. Þeir brugðust skjótt
við er forysta BÍS ákvað að hverfa
frá því að halda landsmót 1942 og
sögðu það ekki vera hægt því að
þeir væru langt komnir með und-
irbúning fyrir mótið. Skátafélag
Reykjavíkur brá þá við og hélt
mótið.
Víða um land hleyptu ungir
skátar heimdraganum til að afla
sér menntunar. Haustið 1942
gerði Friðrik það og margir
skátafélagar hans. Brátt varð til
hópur þeirra sem bjuggu í „út-
legð“ við Faxaflóa. Þorsteinn Ein-
arsson íþróttafulltrúi og áður fé-
lagsforingi Faxa safnaði
„drengjunum“ saman og Útlagar
hófu starf haustið 1942. Enn halda
þeir hópinn og 2002 kom út bók
um sögu þeirra.
Starfi Friðriks með ungum
skátum lauk ekki er á land kom
heldur sneri hann sér að ungu
fólki í Kópavogi og var lengi fé-
lagsforingi Kópa. Steina, kona
hans, og fleiri skátamæður stofn-
uðu „Urtur“ til stuðnings og „Sel-
irnir“, sem teknir eru við, eru öfl-
ugt bakland Kópa.
Það er að sjálfsögðu eðlilegt
hlutskipti að eldast. En mikilvægt
er fyrir unga skáta að þekkja kraft
og dugnað, sem þeirra öldnu for-
ingjar sýndu sem ungir, og einnig
hvernig þeir lögðu sig fram um að
skapa ungu fólki tækifæri, reynslu
og gleði.
Um leið og við Arnlaugur send-
um fjölskyldunni samúðarkveðjur
óskum við skátafélögunum Faxa
og Kópum, félögum Friðriks, vel-
farnaðar í starfi sínu.
Anna Kristjánsdóttir.
Það er með miklu þakklæti sem
ég minnist Friðriks Haraldssonar,
félagsforingja okkar Kópavogs-
skáta til margra ára. Með rólynd-
islegri framkomu sinni vakti hann
traust og fékk okkur til að hlusta.
Hann var akkerið í skátastarfinu
og við litum upp til hans.
Oft hefur mér orðið hugsað til
þess hvað það var ómetanlegt fyr-
ir félagsskap sem samanstóð að
mestu leyti af börnum og ungling-
um að fullorðinn einstaklingur
skyldi ekki bara gefa sér tíma,
heldur líka alla athygli til að halda
utan um þessa kviku hjörð. Þrátt
fyrir að vera fjölskyldumaður sem
stóð í rekstri vaxandi fyrirtækis,
þá fann Friðrik sér tíma. Þetta var
ekki sjálfgefið.
Forystuhæfileikar Friðriks
nutu sín ekki síst þegar hann tal-
aði til okkar. Hugvekjur hans voru
áhugaverðar, þær náðu eyrum
okkar og við skildum þær. Hann
veitti okkur gott veganesti út í líf-
ið.
Ólafur Hauksson.
Friðrik Haraldsson, félagi okk-
ar í Útlögum, lést að kvöldi föstu-
dags 21. mars á Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi eftir
langvarandi veikindi. Var hann á
92. aldursári, fæddur á Sandi í
Vestmannaeyjum 9. ágúst 1922.
Friðrik varð skáti á unglings-
aldri, gekk í Skátafélagið Faxa
skömmu eftir stofnun þess 1938,
varð sveitarforingi og svo deildar-
foringi félagsins, þar til hann flutti
úr Eyjum. Í annál Faxa 1942 seg-
ir: „2. október var Friðriki Har-
aldssyni haldið samsæti, en hann
er á förum úr bænum.“
Þegar Friðrik kom til Reykja-
víkur hittist svo á að unnið var að
stofnun Útlaga, flokks Eyjaskáta í
Reykjavík. Í annál Útlaga frá 1942
segir: „Föstudaginn 23. október
1942 var stofnfundur flokksins
haldinn í heimkynnum Þorsteins
Einarssonar félagsforingja í Mið-
stræti 3a. Drukkum við þar kaffi,
sem Ásdís kona Þorsteins bauð
okkur.“ Svo koma nöfn þeirra
átta, sem voru á fundinum, og var
Friðrik Haraldsson þar á meðal.
Hann varð flokksforingi Útlaga
fyrsta starfsárið, en fór svo til
Kaupmannahafnar til framhalds-
náms í bakaraiðn. Í desember
1945 kvæntist hann unnustu sinni
Steinu Margréti Finnsdóttur frá
Uppsölum í Vestmannaeyjum,
stúlku sem starfaði líka í skáta-
hreyfingunni af lífi og sál.
Friðrik stundaði iðn sína fyrst í
Vestmannaeyjum, svo á Eyrar-
bakka og Selfossi og flutti loks til
Kópavogs 1952 og stofnaði þar,
ásamt konu sinni, Bakarí Friðriks
Haraldssonar, sem síðar varð
Ömmubakstur. Friðrik og Steina
tóku þátt í skátastarfi Birkibeina
á Eyrarbakka, meðan þau dvöldu
þar, og einnig í starfsemi Skátafé-
lagsins Kópa í Kópavogi. En að-
alvettvangur Friðriks á sviði
skátastarfs var skátaflokkurinn
Útlagar og voru félagarnir í Út-
lögum öflugur hópur, sem lét gott
af sér leiða og lagði skátastarfi í
Eyjum og Bandalagi íslenskra
skáta lið á margvíslegan hátt.
Stigið var heillaspor með stofnun
hans.
Og enn starfar flokkurinn og
enn hittast gömlu félagarnir mán-
aðarlega, síðasta miðvikudag
hvers mánaðar árið um kring. Nú
er 72. starfsár og marsfundurinn
var sá 783. í röð þeirra funda sem
skráðir hafa verið. Á síðasta fundi
sátu flokksmenn hljóðir og minnt-
ust Friðriks í þökk og virðingu.
Við fráfall hans eru flokksmenn
sjö talsins.
Á níræðisafmæli Friðriks, 9.
ágúst 2012, komu vinir og vanda-
menn Friðriks saman í Sunnuhlíð
og fögnuðu tímamótunum. Skálað
var í kampavíni og borin fram af-
mælisterta. Friðrik var glaður og
reifur og naut stundarinnar þótt
hann gæti ekki tjáð sig með orð-
um.
Á sjötíu ára afmæli Útlaga, 27.
október 2012, var efnt til hátíð-
arfundar í Nauthól. Friðrik og
Steina komu á fundinn með hjálp
ættmenna sinna og voru þá Út-
lagar allir samankomnir. Þau
lögðu hart að sér að koma. Þetta
var í síðasta sinn sem Friðrik kom
á Útlagafund.
Við kveðjum félaga okkar með
trega og vottum Steinu og fjöl-
skyldunni djúpa hluttekningu á
sorgarstund. Blessuð sé minning
Friðriks Haraldssonar.
Óskar Þór Sigurðsson.
Friðrik Haraldsson endurreisti
skátafélagið Kópa og var fé-
lagsforingi þessi frá 1957 í tæpa
tvo áratugi. Það var mikil gæfa
fyrir ungmenni í Kópavogi. Sem
félagsforingi lagði Friðrik grunn-
inn að einu öflugasta skátafélagi
landsins. Hann laðaði ungmenni
til ábyrgðar og leiðtogastarfa.
Hann sá til þess að félagið eign-
aðist góða aðstöðu í bænum og
skála til útivistar. Hann byggði
upp traust og stuðning hjá bæj-
aryfirvöldum. Hann stuðlaði að
því að þúsundir ungmenna í
Kópavogi hafa um lengri eða
skemmri tíma átt athvarf í skát-
unum og upplifað skátaævintýrið.
Öflug Hjálparsveit skáta í Kópa-
vogi, sem spratt úr frjósömum
jarðveg Kópa, er einn af mörgum
vitnisburðum um farsælt leið-
togastarf Friðriks.
Frá 15 ára aldri og þar til ég
hélt til náms erlendis sat ég í fé-
lagsráði skátafélagsins Kópa. Þar
sat Friðrik í forsæti yfir hópi um
20 ungmenna á aldrinum 15 til 20
ára; þetta voru sveitarforingjar
300 til 400 skáta í Kópavogi.
Stundvíslega fyrsta þriðjudag
hvers mánaðar var fundur settur
með skátaheitinu og liðlega
klukkustund síðar slitið með
bræðralagssöng skáta. Á þessari
klukkustund voru allar ákvarðan-
ir um félagið og starfið teknar
með lýðræðislegum hætti og
verkefnum úthlutað. Friðrik sat
yfirvegaður í öndvegi, gætti þess
að allir fengju að komast að og
nytu hæfileika sinna. Það var
stjórnfesta í sameiginlegum mál-
um skátafélagsins og fjármálin í
föstum skorðum. Sveitarforingj-
arnir, sem oft eru mjög ungir að
árum, nutu trausts félagsforingj-
ans til að leið starf þeirra hópa
sem þeim höfðu verið faldir.
„Frelsi með ábyrgð“ er góð lýsing
á starfsháttum hans. Síðar gegndi
ég hlutverki félagsforingja Kópa í
um fjögur ár og varð þá stundum
hugsað til þess hvað Friðrik hefði
nú gert í mínum sporum.
Nú þegar Friðrik er fallinn frá í
hárri elli lít ég til baka með þakk-
læti fyrir þann tíma sem ég naut
þess að vera í hans foringjaliði á
áttunda tug síðustu aldar. Það var
góður skóli sem veitti mér reynslu
sem komið hefur sér vel í flestu
því sem ég hef tekið mér fyrir
hendur síðar á lífsleiðinni. Bless-
uð sé minning Friðriks Haralds-
sonar, félagsforingja Kópa.
Tryggvi Felixson, f.v. félags-
foringi skátafélagsins Kópa.
Friðrik Haraldsson var einn af
frumkvöðlum Lionshreyfingar-
innar í Kópavogi og einn stofn-
enda fyrsta klúbbsins þar, Lions-
klúbbs Kópavogs árið 1959. Á
þessum árum var mikill uppgang-
ur í Lionshreyfingunni á Íslandi
og þegar grundvöllur var kominn
fyrir stofnun nýs klúbbs í Kópa-
vogi var Friðriki falið að sjá um
það. Niðurstaðan varð sú að
Lionsklúbburinn Muninn var
stofnaður í apríl árið 1971. Friðrik
var fyrsti formaður klúbbsins og
félagi í honum til æviloka. Hann
var mjög virkur í skátahreyfing-
unni og eitt af markmiðum hins
nýja klúbbs var að styrkja skáta-
starfið í Kópavogi og var það gert.
Friðrik Haraldsson var ekki
bara faðir Lionsklúbbsins Mun-
ins. Vegna hlýju hans og alúðlegr-
ar framkomu litum við félagar í
Munin á hann sem föður. Hann
var ráðagóður og réttsýnn. Í mál-
efnum klúbbsins var álits hans
leitað og þegar það lá fyrir var
farið eftir því. Þegar kom til tals
árið 1990 að Lionsklúbbarnir í
Kópavogi keyptu húsnæði og inn-
réttuðu það fyrir starfsemi sína
voru skoðanir nokkuð skiptar.
Þegar Friðrik sagði að þetta væri
happdrættisvinningur og að við
skyldum koma okkur að verki þá
var það gert. Hafist var handa og
verkinu lauk farsællega.
Í Lionsklúbbnum Munin var
einkum áður fyrr unnið að ýmsum
verkefnum þar sem reyndi nokk-
uð á líkamlegt þrek. Friðrik sá til
þess að halda því þreki við með
kleinum og flatkökum úr bakaríi
sínu. Hann bakaði mikið, en hann
bakaði aldrei vandræði. Ef slík
mál komu upp voru þau leyst í ró-
legheitum og af yfirvegun.
Vegna veikinda sótti Friðrik
lítið fundi klúbbsins undanfarin
ár. Við fylgdumst með líðan hans
og fengum nokkuð reglulega
fréttir af honum. Nánustu fé-
lagarnir heimsóttu hann og þá
voru endurminningarnar frá
bernsku- og æskuárum í Vest-
mannaeyjum ofarlega í huga
hans.
Við þökkum Friðriki farsæla
og gifturíka samfylgd og vottum
Steinu, konu hans, afkomendum
þeirra og öðrum ættingjum inni-
lega samúð.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins
Munins.
Matthías Frímannsson.
Einn af þeim sem mörkuðu
djúp spor í sögu skátastarfs í
Kópavogi er farinn heim. Svo
segjum við skátar þegar félagar
okkar kveðja þennan heim. Þegar
við kveðjum Friðrik sem var fé-
lagsforingi Skátafélagsins Kópa
um langt skeið minnumst við hans
með hlýju og virðingu. Bæði fyrir
ómetanleg störf hans en ekki síð-
ur þau áhrif hann hafði á marga
skáta með leiðsögn í skátaanda.
Friðrik hóf ungur þátttöku í
skátastarfi og var sannur skáti
allt sitt líf. Besta dæmi um tryggð
hans við að vera skáti er flokk-
urinn hans Útlagar en þar störf-
uðu æskufélagar hans ásamt hon-
um alla ævi í anda skáta.
Við sem kynntumst Friðriki í
skátastarfi í Skátafélaginu Kóp-
um minnumst hans sem leiðtoga
sem leiddi skátastarfið áfram í fé-
laginu sínu af hógværð, festu og
virðingu við yngri skátana.
Friðriki ásamt því góða fólki
sem starfaði með honum í stjórn
Kópa eða kom með öðrum hætti
að starfi félagsins verður seint
þakkað hvernig það kom að upp-
byggingu húsnæðis fyrir félagið.
Á þeim tíma sem Friðrik var fé-
lagsforingi eignuðust Kópar hús-
næði á Borgaholtsbraut 7 undir
Friðrik Haraldsson