Morgunblaðið - 03.05.2014, Side 4

Morgunblaðið - 03.05.2014, Side 4
SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hundar á Íslandi frá landnámsöld til 1800 og hænsnarækt á Íslandi frá landnámi til 20. aldar. Þetta eru rann- sóknarverkefni sem Albína Hulda Pálsdóttir, dýrabeinafornleifafræð- ingur mun sinna á næstu misserum í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk hennar kemur að rann- sókninni Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur. Efniviðurinn í rannsóknunum er dýrabein sem fundust við fornleifa- uppgröft víðsvegar um landið. „Við ætlum að leita svara m.a. við spurningunum; hvort einhverjar stærðir á hundum séu algengari en aðrar á tilteknum stöðum á landinu, hvaða tegundir og hvaðan þeir koma,“ segir Albína. Þar til nú hafa þessar upplýsingar ekki verið teknar saman og skoðaðar. Þá verða send sýni til út- landa til forn-DNA-greiningar en eitt af markmiðum verkefnisins er að finna uppruna hundsins á Íslandi. Albína segir líklegt að hundarnir séu að stórum hluta ættaðir frá Norð- ur-Evrópu og Bretlandseyjum. Í það minnsta telur hún upprunann fjöl- breyttan og sambærilegan nútíma- greiningu á erfðaefnum bæði í mönn- um og hestum. „Einnig er forvitnilegt að kanna hvort innflutningur á hund- um hafi verið stöðugur.“ Hún segir spurningarnar um hundahald hér á landi eflaust fleiri en svörin. Niðurstöðurnar fara eftir hvað kemur út úr greiningu fornbeinanna og hvaða samanburðarefni eru til staðar. Hænur í tísku í fornleifafræði „Lítið hefur fundist af hænsnabein- um hér á landi. Það er kannski ekki alveg í samræmi við ritheimildir en samkvæmt þeim eiga að hafa verið hænur hér frá landnámi. Við leitum m.a. svara við því,“ segir Albína sem mun rannsaka hænsnarækt á Íslandi frá landnámi til 20. aldar. Verkefnið verður líklega hluti af stærra samevr- ópsku verkefni. Hún segir hænur í tísku í fornleifafræðinni um þessar mundir. „Áður þótti ekki merkilegt að rannsaka hænur en nú hefur fólk upp- götvað hversu mikilvæg húsdýr hæn- ur eru, bæði hreyfanlegar og auðvelt að rækta þær.“ Fá hænsnabein hafa fundist hér á landi. Albína segir að skýringin á því geti hugsanlega verið að greiður að- gangur að sjófugli hafi verið hér á landi. „Kannski var ekki jafn mikil þörf á hænum, kannski átti efnameira fólk þær eða hugsanlega voru þær al- gengari á tilteknum svæðum á land- inu. Þetta eru spurningar sem við vonumst til að varpa ljósi á.“ Uppruni hunda kannaður  Hundar á Íslandi frá landnámsöld til 1800  Rannsókn á hænsnarækt á Íslandi frá landnámi til 20. aldar  Fá hænsnabein hafa fundist hér á landi  Rannsóknir á hænum í tísku í fornleifafræðinni Hani Hvenær kom hann til landsins? 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 FLUGFARÞEGAR FÁ VSK AFÖLLUMGLERAUGUM SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU Öldungamót Blaksambandsins stendur yfir frá fimmtudegi til laugardags og er í umsjá KA- manna að þessu sinni. Leikið er í þremur íþrótta- húsum á Akureyri og einnig á Dalvík. Fjölmarg- ir stunda þessa skemmtilegu íþrótt sér til ánægju og heilsubótar, sumir til áratuga, og eru hvorki fleiri né færri en 1.200 þátttakendur að þessu sinni. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Þetta er í 39. skipti sem Öldungamót BLÍ fer fram. Á myndinni smassar Birna Baldursdóttir, liðs- maður KA-Freyja, af miklum krafti í leik gegn Íþróttafélagi kvenna (ÍK) á alþjóðlegum frídegi verkalýðsins. Birna er þekkt íþróttakona og fyrrverandi landsliðsmaður í blaki, strandblaki og íshokkíi og varð reyndar Íslandsmeistari í ís- hokkíi í vor. Liðsfélagi hennar til vinstri er Boj- ana Besic, kunnari sem knattspyrnumaður en blakari. Hún lék um árabil með Þór/KA. 1.200 „öldungar“ í blaki frá morgni til kvölds Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þetta er gamalt og leikur sér … Skólastjórafélag Íslands hefur ákveðið að vísa kjaraviðræðum við Samband ís- lenskra sveitar- félaga til ríkis- sáttasemjara. Tilgangurinn er að fá samninga- nefnd sveitar- félaganna að samningaborð- inu, eins og segir í tilkynningu frá Skólastjórafélaginu. Kjaraviðræður SÍ við samn- inganefnd sveitarfélaga hafa staðið yfir síðan 21. nóvember 2013 en þá var gerð viðræðuáætlun. Samn- ingar runnu út 31. janúar 2014. Haldnir hafa verið sex stuttir fund- ir frá því í nóvember 2013, sá síð- asti 20. mars síðastliðinn. Fram kemur að samninganefnd SÍ lagði fram tillögu að mark- miðum og leiðum í kjarasamn- ingum á fundi í desember 2013 og óskaði eftir að samvinna yrði um hana. Samninganefnd sambandsins var ekki tilbúin í þá vinnu en lýsti yfir vilja til að gera samning til eins árs á fundi í febrúar með það að markmiði að gera lengri samning að ári. Skólastjórafélagið lagði því fram kröfugerð vegna samnings til eins árs á fundi í lok febrúar. Við- ræður hafa verið ágætar en lítil sem engin viðbrögð frá hendi samn- inganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, að því er fram kemur í tilkynningu. Skólastjórar vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Kennarar og skóla- stjórar eru með lausa samninga. Hundabein hafa fundist alveg frá landnámsöld. Beinin hafa oftar en ekki fundist hjá kuml- um. Fjöldi fornleifauppgrafta hefur verið stundaður víða um land undanfarinn áratug. Í þeim hefur orðið til þónokkurt magn af gögnum. Nú er hægt að vinna úr þeim og ráðast í verkefni sem tekur saman þær upplýsingar sem til eru um hunda og hænur. Ævaforn hundabein FORNLEIFARANNSÓKNIR Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ríflega 36 króna verðmunur er á hæsta og lægsta verði á 98 oktana bensíni á milli bensínstöðva á Ís- landi. Þannig kostaði 98 oktana bensín 289,9 krónur í Skeljungi í gær en á sama tíma kostaði það 326,5 kr. hjá N1 og um 323 krónur hjá Olís. Til samanburðar var verð á 95 oktana V-power-bensíni 245-247,9 krónur í gær. 98 oktana bensín er selt hjá sjö bensínstöðvum N1, þremur stöðvum Olís og tveimur hjá Skeljungi. Markaðshlutdeild 98 oktana bensíns er afar lítil og að sögn Magnúsar Ásgeirssonar hjá N1 er hún langt innan við 1% af seldu elds- neyti hjá fyrirtækinu. Hann segist ekki þekkja það hvers vegna þessi mikli verðmunur sé á bensíninu á milli fyrirtækja. „Það er flutt inn í afar litlu magni í fargeymum, um 23 þúsund lítrar í einu. Það er mjög dýrt að flytja þetta inn í svo litlu magni,“ segir Magnús. Örar verðhækkanir Sigurjón Bjarnason, rekstrar- stjóri hjá Olís, telur að verðmun- urinn helgist af því að 98 oktana bensín hafi hækkað mikið erlendis og að líkindum hafi það hist þannig á að Skeljungur hafi keypt bensínið fyrir þesar öru hækkanir. 98 oktana bensín er helst notað á eldri bíla og farartæki sem krefjast mikillar orku á borð við vélsleða og mótorhjól. Mikill verðmunur á 98 oktana bensíni á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn Bensín 98 oktana bensín er helst notað af akstursíþróttamönnum.  Ríflega 36 króna verðmunur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.