Morgunblaðið - 03.05.2014, Síða 6

Morgunblaðið - 03.05.2014, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lögreglan á Blönduósi hafði mesta yfirferð lögregluembætta landsins árið 2012 vegna hraðaeftirlits og ók 20.246 km. Lögreglan á Selfossi varði hins vegar lengstum tíma lög- regluembætta til hraðaeftirlits eða 659 vinnustundum. Þetta kemur fram í skýrslu innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2012 og viðaukum hennar. Þrettán lögregluembætti tóku þátt í sérstöku hraðaeftirliti sumarið 2012. Unnar voru 3.972 klukku- stundir vegna eftirlitsins og eknir alls 115.116 km. Upp komst um 2.323 umferðarlagabrot, þar af voru hraðakstursbrot 1.831 talsins eða tæp 79% allra brota. Meðalhraði ökumanna sem voru stoppaðir í hraðaeftirlitinu 2012 var allt frá 109,3 km/klst hjá lögreglunni á Eskifirði og upp í 124,4 km/klst hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Með- alhraðinn var reiknaður út miðað við niðurstöður hraðamælinga þá mán- uði sem viðkomandi embætti sinnti eftirliti á vegum þar sem hámarks- hraði var 90 km/klst. Önnur brot sem ökumenn voru stöðvaðir fyrir voru þau að viðkom- andi ökumaður var ekki með öku- skírteini meðferðis, viðkomandi hafði ekki ökuréttindi, ljósanotkun var ábótavant, bílbelti ekki notað, ökumaður ölvaður undir stýri eða vítaverður akstur og réttindaleysi. Á árinu 2011 ók lögreglan 120.095 km vegna hraðaeftirlits og dróst því aksturinn 2012 saman um 4,2% milli ára. Heildarfjöldi vinnustunda lög- reglunnar vegna hraðaeftirlits minnkaði um 7,2% frá árinu 2011 til 2012. Hlutfallslega flest hraðakst- ursbrot voru skráð hjá lögreglunni á Hvolsvelli, 17,4%, og næstflest hjá lögreglunni á Blönduósi eða 16,3%. Fimmtán stafrænar hraðamynda- vélar voru í notkun á árinu 2012. Þær skráðu 18.887 brot á því ári. Það voru mun fleiri brot en árið á undan en þá voru þau 13.238 og fjölgaði því um 42,7% á milli ára. Að meðaltali voru hraðakstursbrotin 52 á dag allt árið. Flest brot á árinu 2012 voru skráð í júlí og ágúst eða fjórðungur allra brota. Fæst voru skráð í desember. Hraðakstur í jarðgöngum Af þeim 18.887 hraðakst- ursbrotum sem hraðamyndavélar skráðu 2012 höfðu 13.672 ökumenn greitt sektir sínar eða tæp 74%. Þau tilvik þar sem rannsókn var hætt mátti flest rekja til aksturs erlendra ferðamanna á bílaleigubílum. Rann- sókn er alla jafna hætt búi ökumað- ur erlendis, þótt bílaleigur hafi upp- lýst lögregluna um nafn og heimilisfang ökumanns. Bílaleigur innheimta ekki sektir sem leigjandi hefur stofnað til. Hraðamyndavélarnar eru stað- settar víða um land, en flestar eru á suðvesturhorninu. Af 15 hraða- myndavélum eru níu í jarðgöngum, þ.e. í Hvalfjarðargöngum, Fáskrúðs- fjarðargöngum, Héðinsfjarð- argöngum og í Bolungarvík- urgöngum. Alls voru 3.993 hraðakstursbrot skráð í Hvalfjarð- argöngum 2012 og voru þau 19% færri en árið 2011 þegar brotin þar voru tæplega 5.000. Sá sem mældist á mestum hraða í Hvalfjarð- argöngum 2012 ók á 153 km/klst. Sama ár voru alls 1.488 hraðakst- ursbrot skráð í Fáskrúðsfjarð- argöngum og var það 36% fjölgun frá 2011. Hraðametið í Fáskrúðs- fjarðargöngum var 202 km/klst. Einnig kemur m.a. fram að eftirlit lögreglu og vinnsla úr löggæslu- myndavélum kostaði 46,9 milljónir. 1.831 hraðaksturs- brot árið 2012  Lögreglan á Hvolsvelli gómaði flesta við hraðakstur Meðalhraði hraðökumanna sem voru stöðvaðir 2012 125 120 115 110 105 100 km/klst Ak ra ne s Es kif jör ðu r Sa uð ár kr ók ur Bl ön du ós Hv ols vö llu r Se yð isf jör ðu r Ak ur ey ri Hú sa vík Se lfo ss Bo rg ar ne s Hö fu ðb .sv æ ðið Sn æf ell sn es Su ðu rn es 116,1 km/klst 115,6 km/klst 114,3 km/klst 115,1 km/klst 109,3 km/klst 113,2 km/klst 116,2 km/klst 113,9 km/klst 115,2 km/klst 115,7 km/klst 113,0 km/klst 113,1 km/klst 124,4 km/klst Heimild: Framkvæmd Umferðaröryggisáætlunar 2012 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrstu fjórir mánuðir ársins hafa verið óvenjuhlýir og hafa aðeins þrisvar sinnum verið hlýrri í Reykjavík frá því að samfelldar mælingar hófust árið 1871. Þetta voru árin 1964, 1929 og 2003. Á Ak- ureyri eru mánuðirnir fjórir þeir 9. hlýjustu frá upphafi samfelldra mælinga árið 1881. Í yfirliti Trausta Jónssonar veð- urfræðings kemur fram að sérlega þurrt var í Reykjavík í janúar og febrúar og úrkoma var nærri með- allagi í apríl. Aftur á móti togaði úrkoman í mars summu fyrstu fjög- urra mánaðana nokkuð upp þannig að hún endaði í 86% af meðallagi mánaðanna fjögurra. Er það í minna lagi en langt frá metum. Á Akureyri var úrkoman hins vegar með mesta móti, þrátt fyrir frekar þurran apríl, samtals um 70% umfram meðaltal. Úrkoman á Akureyri hefur aðeins þrisvar orðið meiri fyrstu fjóra mánuði ársins frá upphafi samfelldra mælinga 1928. Það var 1989, 1953 og 1990. Nýliðinn aprílmánuður var hlýr og telst hagstæður víðast hvar, seg- ir Trausti. Lengst af var þurrt í veðri norðaustanlands og á Aust- fjörðum var úrkoma nokkuð yfir meðallagi. Í öðrum landshlutum var úrkoma í kringum meðallag eða lítillega undir því. Hitinn yfir meðallagi Meðalhiti í Reykjavík var 4,9 stig og er það 2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Ak- ureyri var meðalhitinn 3,6 stig, 2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 0,8 yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hæsti hiti mánaðarins mældist 18,1 stig, í Skaftafelli þann 22. apríl. Á mannaðri stöð mældist hann hæstur 16,0 stig á Berg- stöðum í Skagafirði þann 24. Fyrstu mánuðirn- ir óvenjuhlýir  Aðeins þrisvar sinnum verið hlýrri Í Nauthólsvík Sprellað í sjónum. Lyfjaráð ÍSÍ hef- ur ákært knapa sem keppti í Meistaradeild í hestaíþróttum í vetur á grund- velli lyfjaprófs. Alls gengust fjór- ir knapar undir lyfjapróf á tveim- ur mótum en engin efni á bannlista fundust í sýnum þriggja. Knapinn tók til varna. Í tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga kemur fram að málið sé komið til meðferðar hjá dómstóli ÍSÍ og ekk- ert frekar um það að segja fyrr en niðurstaða hans liggur fyrir. Lyfjaráð ÍSÍ ákærir einn knapa úr Meistaradeildinni Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Forsvarsmenn Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hittust á kjarafundi í gær. Að sögn Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra FÍA, voru formenn samninganefnda ekki á fundinum en farið var yfir málin heildstætt og boðað til nýs fundar á mánudag. Að sögn Hafsteins hafa samningsaðilar hist níu sinnum og þar af sex sinnum hjá ríkissáttasemj- ara. „Við höfum hafnað þessum samningi sem SA og ASÍ gerðu enda erum við ekki aðilar að þeim samn- ingi. Icelandair hefur viljað hengja sig í það samkomulag. Lengra eru málin ekki komin,“ segir Hafsteinn. Flugmenn Icelandair hafa boðað til verkfallsaðgerða 9., 16., 20., 23. og 30. maí. Aðgerðirnar munu standa frá sex að morgni til 18 að kvöldi fyrstu þrjá boðuðu verkfallsdagana en í sólar- hring 23. og 30. maí. Þá hefst yfirvinnubann næstkom- andi föstudag, 9. maí, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að yfir- vinnubann geti leitt til þess að flug- ferðir falli niður. „Ef upp koma forföll er leitað til flugmanna sem eru á frívakt og þeir beðnir að taka yfirvinnu. Ef slík atvik koma upp á meðan yfirvinnubann varir gæti þurft að fella niður ferðir,“ segir Guðjón. Hann segir að yfirvinnu- bannið skapi fyrst og fremst óvissu og að fella gæti þurft niður ferðir með stuttum fyrirvara. Stutt í verkfallsaðgerðir  Yfirvinnubann gæti leitt til niðurfellingar ferða hjá Icelandair  Fundað í gær og boðað til nýs fundar á mánudag  Verkfallsaðgerðir flugmanna hefjast 9. maí Kjaradeila » Forsvarsmenn FÍA og Ice- landair funduðu í gær. » Boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast 5. maí og ná til fimm dagsetninga til 30. maí. » Boðað yfirvinnubann hefst 9. maí ef samningar nást ekki á milli deiluaðila. Það sem af er þessu ári er lög- reglan á Hvolsvelli búin að góma hlutfallslega flesta ökumenn fyrir hraðakstur af lögregluembættum landsins. Í gær var búið að kæra 479 ökumenn vegna umferðar- lagabrota á Hvolsvelli á þessu ári. Sveinn Kr. Rúnarsson yfirlög- regluþjónn áætlaði að um 450 af þeim væru hraðakstursbrot. Það er mikil aukning frá sama tíma í fyrra þegar málin voru um 170. En hvað veldur þessum dugnaði? „Öflugt lögreglulið og svo er mikil umferð og mörg hraðakst- urssvæði í umdæminu,“ sagði Sveinn. Hann sagði mikinn hraðakstur vera austan við Hvolsvöll, á Mýrdalssandi og þar fyrir austan. „Erlendir ferðamenn eru 60% þeirra sem eru teknir fyrir hraðakstur,“ sagði Sveinn. Einn var tekinn í fyrradag á 165 km hraða. Sá borg- aði yfir 100 þúsund kr. sekt og var sviptur ökuréttindum á staðnum. Flestir eru erlendir ferðamenn LÖGREGLAN Á HVOLSVELLI STÖÐVAR MARGA SEM AKA HRATT Sveinn Kr. Rúnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.