Morgunblaðið - 03.05.2014, Page 8

Morgunblaðið - 03.05.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Fréttastofa Ríkisútvarpsinsheldur sínu striki þó að fréttir hafi verið sagðar af því að skipt hafi verið um yfirmenn stofnunar- innar.    Í gær mátti í há-degisfréttum heyra langa þulu upp úr grein í lítt lesnu vefriti þar sem fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra mun hafa fjallað um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórn- arinnar.    Eftir þulunni að dæma var þessifyrrverandi aðstoðarmaður býsna orðljótur í grein sinni og þótti ekki ástæða til að hlífa skyld- ugreiðendum til Ríkisútvarpsins við því.    Umræddur aðstoðarmaður satþétt við hlið Steingríms alla hans ráðherratíð og vann ötullega að öllum skattahækkunum vinstri- stjórnarinnar, sem voru ófáar, og þótti aldrei nóg að gert í þeim efn- um.    Og hvernig skyldi nú Rík-isútvarpið, sem ber lögum samkvæmt að „[s]tunda vandaða og gagnrýna fréttamennsku“, „[v]era til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ og „[v]era óháð stjórn- málalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörð- unum“ hafa kynnt þennan aðstoð- armann vinstristjórnarinnar til sögunnar í frétt sinni?    Jú, hann var ítrekað og eingöngukynntur sem Indriði H. Þor- láksson, „fyrrverandi ríkisskatt- stjóri“. Ekki orð um að þarna færi annar af helstu skattheimtumönn- um vinstristjórnarinnar. Ekki eitt orð. „Fagleg vinnu- brögð“ fréttastofu STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 3 léttskýjað Lúxemborg 12 skýjað Brussel 11 skýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 12 skýjað London 10 skýjað París 13 skýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 10 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 21 skýjað Moskva 11 léttskýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 13 skýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 6 skýjað Montreal 11 skýjað New York 18 skýjað Chicago 10 alskýjað Orlando 22 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:53 21:58 ÍSAFJÖRÐUR 4:41 22:20 SIGLUFJÖRÐUR 4:23 22:03 DJÚPIVOGUR 4:18 21:31 Forsvarsmenn samtakanna Já Ísland afhentu í gær forseta Alþingis og for- mönnum þingflokka á Alþingi undir- skriftalista með 53.555 undirritunum þar sem skorað var á þingheim að draga ekki umsókn landsins að ESB til baka. Jón Steindór Valdimarsson, ábyrgðarmaður söfnunarinnar, sagð- ist vera mjög ánægður með árang- urinn. „Við erum með rúmlega 22% af kosningabæru fólki á Íslandi, þannig að þetta hefur gengið ótrúlega vel.“ Sagði Jón Steindór að erfitt yrði fyrir þingið og ríkisstjórnina að sniðganga þann sterka vilja sem birtist í listan- um. Jón Steindór sagði að reynt hefði verið að tryggja áreiðanleika söfn- unarinnar eins og kostur væri, en ein- ungis hafi um fimmtíu kennitölur dottið út. Fólk gat einnig beðist nafn- leyndar. Voru nöfn þeirra og kenni- tölur þá strikuð úr listanum sem af- hentur var til að ekki bærust kennsl á viðkomandi. Jón Steindór sagði að fjöldi þeirra hefði ekki verið tekinn saman, en áætlaði að um 10-20% þeirra sem skrifuðu undir hefðu haft þann hátt á. sgs@mbl.is Listinn afhentur Morgunblaðið/Eggert Afhendingin Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður þingflokks Sjálf- stæðisflokks, tekur við undirskriftum frá Benedikt Jóhannessyni ritstjóra. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.