Morgunblaðið - 03.05.2014, Page 10

Morgunblaðið - 03.05.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Fararstjóri: Pavel Manásek Sumar 17 17. - 24. ágúst Ljósadýrð í Búdapest Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Ljósadýrð á Dóná í Búdapest, einni fallegustu borg Evrópu er stórkostleg upplifun. Hápunktur ferðarinnar er krýningarhátíð heilags Stefáns, dýrðin endar í Passau, sem talin er standa á einu hinna sjö fegurstu borgarstæða í heimi. Verð: 186.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Bergljót Friðriksdóttir beggof@gmail.com É g hef alltaf verið mikið náttúrubarn og gerðist snemma umhverfis- verndarsinni,“ segir Viktoría Gilsdóttir, jarðfræðingur og raunvísindakenn- ari við Tjarnarskóla, en hún hefur aldrei átt bíl og fer allra sinna ferða á hjóli. „Þegar ég var níu ára fékk ég bókina Dalur dýranna í jólagjöf frá systur minni og hún átti eftir að hafa mikil áhrif á mig. Bókin er bæði fög- ur og fróðleg en hún fjallar um út- dauðar dýrategundir og dýr í útrým- ingarhættu. Þarna kviknaði strax áhugi minn á dýravernd og ég drakk bókstaflega allt í mig sem tengdist efninu. Með tímanum bættist svo hitt við og ég var orðin mjög meðvituð um umhverfisvernd á mennta- skólaárunum.“ Viktoría er fædd á Neskaupstað og ólst þar upp í stórum syst- kinahópi. Hún segir uppeldið hafa mótað sig en foreldrar hennar hafi alltaf lagt á það ríka áherslu að um- gangast náttúruna af virðingu. „Mér var kennt að bera ábyrgð á sjálfri mér og hlúa að umhverfi mínu. Móð- ir mín tíndi villigrös, jurtir og þara og bjó til krem, sápu, hárnæringu og fleira. Ég hef því alltaf valið að nota náttúrulegar afurðir og bý jafnvel til mínar eigin snyrtivörur frá grunni. Faðir minn var mikill útivistarmaður og tók okkur systkinin með í berja- mó, fjallgöngur og á skíði. Ég hef alltaf notið þess að vera úti í nátt- úrunni og stunda sjósund og fjall- göngur, auk þess að hjóla daglega út um alla borg.“ Pælingar pennavina Viktoría kveðst hafa skorið sig nokkuð úr vinahópnum á Neskaup- stað sökum áhuga síns á náttúru- vernd, en aftur á móti hafi hún eign- ast vini erlendis sem voru á sömu línu. „Ég átti nokkra pennavini á unglingsárunum, meðal annars í Noregi, Frakklandi og Bandaríkj- unum, og foreldrar þeirra voru virkir í Greenpeace og fleiri umhverfis- verndarsamtökum. Í bréfunum sögðu þau mér frá áhuga sínum á verndun náttúrunnar, það var gam- an og fræðandi að skrifast á við krakka sem áttu svipuð áhugamál og ég.“ Spurð út í hjólreiðarnar segist Viktoría aldrei hafa átt bíl, hjólið hafi alltaf verið hennar fararskjóti og það hafi vakið furðu sumra. „Þegar ég flutti suður til Reykjavíkur og hóf nám í jarðfræði við Háskóla Íslands kynntist ég til dæmis erlendum há- skólanemum, sem komu hingað í sumarvinnu í gegnum alþjóðleg há- skólasamtök. Þeir voru undrandi á mér og sögðu að ég væri ekki dæmi- gerður Íslendingur þar sem ég væri alltaf á hjóli og með vatnsflösku í far- teskinu. Ég hjóla allan ársins hring og get ekki hugsað mér lífið án þess. Þar með takmarka ég notkun mína á eldsneyti eins og kostur er og fæ að auki mjög mikla og góða hreyfingu, en ég bý í Sundahverfi og vinn í mið- bænum.“ Rekjanleg framleiðsla Aðspurð segist hún samvisku- samlega flokka allan úrgang og skila í endurvinnslustöðvar, eins og kostur er. „Ég vil leggja mitt af mörkum til Kettir á kóngafæði og klósettþjálfaðir Viktoría Gilsdóttir fékk brennandi áhuga á náttúruvernd strax á unglingsárun- um. Hún fer allra sinna ferða á hjóli, flokkar rusl, neytir lífrænnar fæðu, útbýr hráfóður ofan í kisurnar og hefur kennt þeim að nota salernið. Morgunblaðið/Eggert Klósettköttur Kettirnir hennar Viktoríu eru flinkir að nota salernið. Árið 2014 skipar sérstakan sess í hugum og hjörtum þeirra sem eru með Mustang-bakteríuna. Í ár eru nefnilega fimmtíu ár síðan Ford Mustang var fyrst framleiddur. Með- limir Íslenska Mustang-klúbbsins fagna þessum tímamótum í sam- starfi við Brimborg með veglegri Mustang-sýningu. Undanfarin ár hef- ur slík sýning verið haldin á þessum árstíma og hver sýning hefur ákveðið þema. Í ár er sýningin vissulega til- einkuð afmælisárinu og af því tilefni verða 50 bílar á sýningunni. Sýningin verður á tveimur hæðum, í Ford-sal Brimborgar og í kjallaranum. Hún hefst í dag klukkan 11 og stendur í tvo daga. Báða dagana verður opið frá kl. 11-16 og er ókeypis inn. Hér er einstakt tækifæri til að skoða fegurstu eintök þessa merka bíls og sömuleiðis til að kynna sér starfsemi Mustang-klúbbsins. Vefsíðan www.mustang.is Morgunblaðið/Ómar Stórsýning Áhugafólk um fagra bíla ætti að leggja leið sína í Brimborg um helgina því þar verða 50 Ford Mustang til sýnis í tilefni 50 ára afmælis bílsins. Hátíð allra unnenda Mustang Í dag á milli klukkan 14 og 16 verður nokkuð um að vera í listsmiðju Gerðubergs. Í tilefni af frímerkjasýn- ingunni Merkileg merki er börnum og foreldrum boðið að koma og útbúa eigið sendibréf, setja á það merkilegt frímerki og setja í póstkassa sem komið hefur verið fyrir í Gerðubergi. Pósturinn kemur sendibréfunum til skila. Listasmiðjan er á dagskrá Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Á staðnum gefst ungum sem öldnum tækifæri til að læra sitt lítið af hverju um frímerki, sögu þeirra og hönnun og hvernig best er að standa að frí- merkjasöfnun. Endilega ... ... njótið list- smiðjunnar Ljósmynd/Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Listsmiðja Allir fá að útbúa sendi- bréf í listsmiðjunni í Gerðubergi í dag. spilsins að liðin leysi eina þraut í öll- um fimm flokkum og komist svo inn í miðjuna þar sem lokaþrautin er leyst. Þrautirnar eru sem fyrr segir með ýmsu móti en um hverja þeirra gildir það sama: Að liðin leysi þrautina á 30 sekúndum í mesta lagi. Hér reyn- ir á liðsheildina og hversu snöggir leikmenn eru að átta sig. Eðli máls- ins samkvæmt getur mönnum hitn- að í hamsi og töluvert líf færst í leikinn þegar liðin keppa um að ráða þrautirnar á svo knöppum tíma! Aldur: 14 + Verð: Frá 5.995 kr. Sölustaðir: Hagkaup, Elko, Spila- vinir og helstu bókaverslanir. Fyrir tuttugu árum síðan kom fyrsta Party & Co spilið út hjá Jumbo. Síð- an þá hefur það komið í ýmsum út- gáfum og fyrir ýmsa aldurshópa. Í tilefni tuttugu ára afmælisins kom spilið nýverið út í sérstakri viðhafn- arútgáfu og því ekki úr vegi að taka það til nánari skoðunar og rifja upp út á hvað það gengur. Leikmenn geta verið frá fjórum til tuttugu en leikmönnum er skipt í lið og geta tveir til fimm verið í hverju liði. Party & Co er teningaspil og geta liðin lent á reitum merktum einum af fimm flokkum spilsins: Vöru- merki, Látbragð og hljóð, spurning, teikna og bannorð. Þar rata liðin í ýmiss konar þrautir og er markmið Spil vikunnar: Party & Co Rífandi stemning og kátína Endurútgáfa Spilið Party & Co er tuttugu ára á þessu ári. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á morgun, sunnudaginn 4. maí, er al- þjóðlega hláturdeginum fagnað í meira en 70 löndum og þar er Ísland ekki undanskilið. Hláturganga verður farin í Laugardalnum og verður geng- ið frá gömlu þvottalaugunum klukk- an 13. Hláturjógakennarinn Ásta Valdimarsdóttir og fleiri hlátur- jógaleiðbeinendur leiða hópinn og kenna hláturæfingar. Markmið hlát- urjóga, sem gjarnan er kennt við dr. Madan Kataria, er að efla frið í heim- inum með því að senda jákvæða og glaðlega strauma út í samfélagið. Hláturdagurinn er á morgun Ljósmynd/Laughter Yoga International Gleði Kátur hópur í hláturjógatíma. Hláturganga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.