Morgunblaðið - 03.05.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 03.05.2014, Síða 11
Morgunblaðið/Eggert Umhverfismeðvituð Viktoría „Ég hjóla allan ársins hring og get ekki hugsað mér lífið án þess. Þar með tak- marka ég notkun mína á eldsneyti eins og kostur er og fæ að auki mjög mikla og góða hreyfingu.“ að halda náttúrunni í sína besta formi. Ég fæ mikið út úr því að nýta allt til hins ýtrasta og mér leiðist ekkert meira en sóun. Ég leitast við að kaupa lífrænan mat og vörur þar sem framleiðslan er rekjanleg og sanngirnisvottuð, Fair Trade. Það er þó ekki alltaf í boði; ég á til dæmis erfitt með að finna góðan útivistar- fatnað í hjólreiðarnar sem samræm- ist þessari hugmyndafræði. Ég á tvo ketti, Mána sex ára og Depil tæplega eins árs, og þeir eru að hluta til á líf- rænu hráfæði sem ég útbý handa þeim. Öll bætiefnin í fóðrinu eru líf- ræn en kjötið er það ekki alltaf. Þessi breyting á mataræði kisustrákanna minna hefur haft mjög jákvæð áhrif á þá. Þeir fara nú lítið sem ekkert úr hárum og ég hef einnig tekið eftir bættri hegðun. Máni var farinn að þyngjast en eftir breytinguna hefur hann haldist í kjörþyngd.“ Stíf klósettþjálfun Viktoría kveðst lengi hafa velt því fyrir sér að kenna köttunum að nota salernið og lét svo verða af því um síðustu jól. Hún las sér til á net- inu og pantaði sérstakan kennslu- búnað frá Bandaríkjunum. „Þjálf- unin gekk ágætlega en hún tók lengri tíma en ég bjóst við. Núna eru báðir kettir duglegir að nota salernið og láta mig vita að því loknu, enda er ég enn að verðlauna þá. Þetta er sáraeinfalt, ég skil setuna alltaf eftir uppi og þeir fara þegar þeim er mál. Ég er mjög ánægð með að hafa drifið í þessu því kostirnir eru miklir, bæði í fjárhagslegu tilliti og út frá umhverfisverndarsjónarmiðum. Ég er hætt að eyða peningum í dýran kattasand, sem inniheldur alls kyns kemísk efni og er að auki innfluttur, það er ekki lengur sandur út um allt á baðherberginu þar sem kattakló- settið var áður, engin lykt og meira pláss.“ Hugum að mannréttindum Viktóría er þeirrar skoðunar að við séum ekki nógu langt komin á Ís- landi í umhverfisvernd, borið saman við nágrannaþjóðir okkar. „Við mættum standa mun framar en ég er bjartsýn á að við munum taka okkur tak í þessum efnum. Ef við ætlum að reyna að lifa í sátt við umhverfið þá þurfum við ekki aðeins að leggja höf- uðáherslu á að draga úr mengun og vernda lífríki jarðar, heldur þurfum við jafnframt að gera mannrétt- indum hærra undir höfði. Mér finnst við verða að hugsa út í framleiðslu þeirrar vöru sem við höfum áhuga á að kaupa. Spyrja okkur mikilvægra spurninga, til dæmis hvort vinnsla vörunnar sé umhverfisvæn, hvort hægt sé að rekja sögu hennar, hvernig vinnuafl hafi verið notað við framleiðsluna og þar fram eftir göt- unum.“ Sjálfbær ræktun „Mér finnst gaman að ræða við erlenda vini og heyra hversu meðvit- aðir þeir eru um umhverfismál. Þeir eru mun nýtnari en við Íslendingar og miklu sparsamari á vatnið til dæmis, við látum kranavatnið renna án þess að velta því fyrir okkur hvað- an það kemur eða hvert það fer. Get- um við endalaust litið á vatnið sem sjálfsagðan hlut? Vegna smæðar okkar, staðsetningar og tækifæra sem náttúran býður upp á gætum við orðið fyrirmynd í heiminum í sjálf- bærri þróun og lífsstíl. Við ættum að láta af öllum hugmyndum um olíu- vinnslu og eyðingu náttúruperlna vegna stóriðju og einblína frekar á umhverfisvænar lausnir, þar liggja tækifærin. Gott dæmi þar um er ný og skemmtileg hugmynd sem verið er að kynna, Edengarðar, þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni í ræktun á grænmeti og ávöxtum. Mér finnst ég verða vör við aukna umhverfisvit- und á Íslandi en þó má alltaf gera betur, við stöndum okkur til dæmis ekki nógu vel í landvernd. Við þurf- um að breyta hugsunarhættinum. Hætta að líta á Ísland sem orkuauð- lind sem eigi að tæma og horfa frek- ar á landið sem dýrmæta auðlind sem beri að hlúa að og vernda. Við ættum hvert og eitt okkar að bera meiri virðingu fyrir okkur sjálfum og vera vakandi fyrir því hvað við setj- um ofan í okkur og á. Okkur er alltof oft sagt hvað við „viljum“ með skýr- um skilaboðum í auglýsingum, tón- listarmyndböndum, kvikmyndum og öðrum miðlum. Það er í lagi að spyrna við fótum og vera gagnrýn- inn.“Kisustrákar Máni og Depill eru ljúflingar sem una hag sínum vel úti í garði. Við látum kranavatnið renna án þess að velta því fyrir okkur hvaðan það kemur eða hvert það fer. Getum við enda- laust litið á vatnið sem sjálfsagðan hlut? DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | fi@fi.is | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Morgungöngur Ferðafélags Íslands og VÍS 5. – 9. maí Árlegar morgungöngur FÍ og VÍS eru nú haldnar 10. árið í röð. Fátt er betra en að byrja góðan dag með fjallgöngu og fylla lungun af fjallalofti fyrir verkefni dagsins. Ýmis fróðleikur og skemmtun í hverri göngu, auk morgunleikfimi. Göngurnar taka 2-3 klst. Mánudagur 5. maí: Helgafell við Hafnarfjörð. Gangan hefst við Kaldársel. Þriðjudagur 6. maí: Mosfell í Mosfellsdal. Gangan hefst við kirkjuna á Mosfelli. Miðvikudagur 7. maí: Helgafell, Mosfellsdal. Frá bílastæði við gatnamótin í Mosfellsdal. Fimmtudagur 8. maí: Vífilsfell við Sandskeið. Gangan hefst í malarnámi við rætur fjallsins. Föstudagur 9. maí: Úlfarsfell. Frá bílastæði sunnan fellsins, við veg sem liggur upp á það. Brottför: Kl. 6 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Hægt er að mæta beint á upphafsstað göngu. Þátttaka ókeypis – allir velkomnir Fararstjórar: Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir. Á fjöll við fyrsta hanagal Upplifðu náttúru Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.