Morgunblaðið - 03.05.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.05.2014, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Kerfisáætlun Landsnets2014-2023ogumhverfisskýrsla Landsnet boðar til almenns kynningarfundar um kerfisáætlun 2014-2023 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunarinnar þriðjudaginn 6. maí kl. 9-10 í höfuðstöðvum Landsnets að Gylfaflöt 9 í Reykjavík. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum kerfisáætlunar Landsnets en henni er ætlað að spá fyrir um nauðsynlega uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Einnig verður fjallað um drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023 en þetta er í fyrsta sinn sem kerfisáætlun Landsnets fylgir slíku ferli. Gerð verður grein fyrir forsendum og nálgun matsvinnu, samanburði á umhverfisáhrifum valkosta, mótvægisaðgerðum og niðurstöðum matsins. Það er von Landsnets að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn en einnig verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá honum á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Kerfisáætlunin og drög að umhverfisskýrslunni verða aðgengileg á heimasíðu Landsnets og á vef Skipulagsstofnunar þriðjudaginn 6. maí 2014. síðan. Hann gengur óvenjuseint í kynþroska, er óvenjustórvaxinn og langlífur. Elstu urriðarnir undanfar- in ár hafa verið 16 ára gamlir, en al- gengt er að urriðar verði um 14 ára.“ Hann segir urriðann hrygna árum saman, fiskur sem veiddur sé í dag gæti því hafa átt eftir að hrygna í mörg ár til viðbótar. „Þannig að hver og einn skiptir verulegu máli.“ Magnveiði ekki við hæfi Spurður um hvaða álit hann hafi á áðurnefndri kæru þjóðgarðsvarðar Þingvallaþjóðgarðs á hendur veiði- manninum segir Jóhannes að mikil- vægt sé að forðast það að persónu- gera umræðuna um Þingvalla- urriðann og málefnin sem honum tengjast. Mestu skipti að það skili sér að markmið veiðireglnanna sé liður í því að standa vörð um urr- iðann. „Eitt af því jákvæða við um- ræðuna þessa dagana er það að nú ættu allir veiðimenn að vita hvaða reglur gilda um urriðaveiði í Þing- vallavatni. Um leið er sett undir þann leka að menn landi urriða við stang- veiði í vatninu vegna þess að þeir þekki ekki til þeirra reglna sem þar hafa verið settar. Það hefur orðið mikil vitundarvakning á þessu sviði og menn lært að magnveiði á Þing- vallaurriða er ekki við hæfi í dag.“ Reglur, þegar tilmæli dugðu ekki  Líffræðingur segir Þingvallaurriðann hafa tilfinningalega og líffræðilega sérstöðu  Telur að nýjar veiðireglur ættu að gilda í öllu vatninu  Urriðinn er óvenjustórvaxinn og inniheldur kvikasilfur 11 kílóa urriði Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur með stórvaxinn urriða í fanginu. Hann segir Þingvallaurriðann hafa menningarlega og líffræðilega sérstöðu og telur að sama fyrirkomulag eigi að gilda við veiðar í vatninu öllu. Mikið kvikasilfur » Rannsóknir, sem Jóhannes vann að, sýna að töluverðar lík- ur eru á því að Þingvallaurriðar sem eru lengri en 60 cm inni- haldi kvikasilfur í meira magni en leyfilegt er samkvæmt reglugerðum. » Það er ekki vegna kvikasilf- ursmengunar í vatninu, heldur vegna stærðar fiskanna. » Urriðinn getur því verið var- hugaverður til neyslu þegar hann hefur náð ákveðinni stærð. SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nokkur styr hefur staðið um urriða- veiðar í Þingvallavatni, en þjóðgarðs- vörðurinn á Þingvöllum kærði nýver- ið mann fyrir að hafa veitt þar urriða án veiðileyfis og utan leyfilegs veiði- tíma. Rannsóknir sýna að urriðinn í vatninu inniheldur mikið magn kvikasilfurs. Líffræðingur sem rann- sakað hefur vatnið segir að nýjar reglur um urriðaveiði hafi verið sett- ar eftir að tilmæli til veiðimanna báru ekki tilskilinn árangur. Jóhannes Sturlaugsson, líffræð- ingur hjá Laxfiskum, hefur unnið að rannsóknum á Þingvallaurriðanum í um 15 ár. Hann segir að fiskurinn hafi styrkt stöðu sína undanfarin ár eftir áratugalangt hnignunarskeið og nýjum veiðireglum sé ætlað að stuðla að því að það ástand vari áfram. Þessar nýju veiðireglur gilda í lög- sögu Þjóðgarðsins á Þingvöllum og fyrir land Orkuveitu Reykjavíkur, OR. Reglur Þjóðgarðsins kveða á um að veiði megi stunda frá 20. apríl til 15. september en fram til 1. júní má eingöngu veiða á flugu og á þeim tíma þarf að sleppa öllum urriða. Í lögsögu OR gildir fyrir allt veiðitíma- bilið að veiðar á urriða eru bundnar við „veiða og sleppa“ fyrirkomulagið. „Ég tel eðlilegt að samskonar veiðifyrirkomulag sem byggist á því að sleppa stangveiddum urriða verði tekin upp á vatninu öllu,“ segir Jó- hannes. „Við höfum biðlað til manna um að hlífa urriðanum, en á síðasta ári varð ljóst að það eitt og sér dygði ekki til að koma í veg fyrir magnveiði og í kjölfarið var ákveðið að setja reglur um veiðina.“ Nam land sem sjóbirtingur Hann segir Þingvallaurriðann hafa nokkra sérstöðu. „Hann nam land í Þingvallavatni sem sjóbirting- ur í kjölfar síðustu ísaldar en lokaðist síðan af þar og þá varð til landluktur stofn sem hefur varðveist allar götur Kæran sem Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, lagði fram snýr að meintum ólöglegum urriðaveiðum manns í Þingvalla- vatni. Ólögmætið er m.a. sagt felast í því að hann hafi ekki haft veiðileyfi. Veiðimaðurinn keypti veiðileyfi hjá ábúendum á jörðinni Kárastöð- um, sem liggur að vatninu. Í yfirlýs- ingu frá Ólafi Erni segir að veiðirétt- indi ábúenda þar takmarkist við ákvarðanir Þingvallanefndar. „Mér finnst þetta sárt vegna mannsins sem keypti veiðileyfi í góðri trú. Að vera kærður fyrir eitt- hvað sem hann hélt að væri lög- mætt,“ segir Þóra Einarsdóttir, ábú- andi á Kárastöðum. „Ég hef selt veiðileyfi í yfir 30 ár, ég vissi af þessum nýju veiðireglum en ekki að þær giltu hérna hjá mér. Enginn hafði fyrir því að tilkynna mér það,“ segir Þóra sem segist verða fyrir miklum tekjumissi. Spurð hvort hún hyggist leita réttar síns segist hún vera að skoða málið. „Mér finnst þetta sárt vegna mannsins“ ÁBÚENDUR Á KÁRASTÖÐUM HAFA SELT VEIÐILEYFI Í YFIR 30 ÁR Þingvallavatn Ábúendur á Kárastöðum segjast hafa selt veiðileyfi í góðri trú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.