Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 REDKENONLY SALON SALONVEH HÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI S. 568 7305 • SALONVEH.IS TÍMAPANTANIR HJÁ SALON VEH Í SÍMA 568-7305 Velkomin til SALON VEH VERTU VINUR OKKAR Á FACEBOOK Simbi Hildur Róbert Alda Sigurveig Bjarki StefánSalóme TILBOÐ EX20 skrifstofustóll ALMENNT VERÐ 95.026 kr. TILBOÐSVERÐ 66.518 kr. Hæðarstillanlegt bak Armar hæða- og dýptarstillanlegir Dýptarstilling á setu Hallastilling á baki, fylgir hreyfingu notanda Hæðarstilling setu Mótstöðustilling fyrir mismunandi þyngd notanda Sjálfstæð „fljótandi“ hallastilling setu fylgir hreyfingu notandans Mjúk hjól STOFNAÐ 1956 Íslensk hönnun & handverk Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is „Aðalatriðið er að hjálpa fólki að þekkja algengar fuglategundir í sundur. Sérstaklega er horft eftir fuglum sem notfæra sér fjöruna sem fæðukistu,“ segir Gunnar Þór Hall- grímsson, dósent í dýrafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, en hann mun leiða fugla- skoðunarferð við fjöruna í Grafar- vogi í dag. Ferðin er farin í samvinnu við Háskóla Íslands, Ferðafélag Ís- lands (FÍ) og Ferðafélag barnanna, sem er angi innan FÍ. Mælst er til þess að fólk mæti með sjónauka með sér og gott væri að hafa bók við höndina til að skrá niður fuglana. Lagt verður af stað kl. 11 frá bíla- stæðinu við Grafarvogskirkju. Fuglalífið í fjörunni, við leirurnar, er mjög fjölskrúðugt. Þar kemur hópur fugla sem nota Ísland sem stoppistöð til að éta. Þeir eiga langa ferð fyrir höndum áfram til Kanada og Grænlands til varpstöðva sinna. Töluvert er af vaðfuglum á þessum stað og einnig fuglar sem sækja í leirurnar eins og sandlóur, lóuþræl- ar, ýmsar andategundir og mávar. Leirur eru sérstakt búsvæði, sem passa þarf vel upp á og eru ekki víða, segir Gunnar Þór. „Hvaða fuglar sem er geta birst á þessum slóðum og um að gera að vera með augun opin. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að sjá.“ Gunnar segir fuglaáhuga almennt mikinn hjá Íslendingum og flestir þekkja einhverjar tegundir. „Það er eins og það sé innbyggt í okkur að vera opinn fyrir fuglum og vilja for- vitnast meira um þá.“ Þetta er í annað sinn sem Gunnar Þór fer fyrir fuglaskoðun á þessum slóðum. „Það er mjög gaman að sýna fólki fugla og alveg einstakt þegar maður sér einskæran áhuga kvikna á fuglalífinu,“ segir Gunnar Þór en hann hefur haft brennandi áhuga á fuglum frá barnsaldri. Hann er með doktorspróf í fuglafræði og ekki hægt að segja annað en hann starfi við áhugamál sitt. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fuglar Fróðlegt verður að fylgjast með fjölskrúðugu fuglalífi. Almennt mikill áhugi á fuglum  Fuglaskoðun í Grafarvogi í dag Jarðgöng til Vestmannaeyja eru hagkvæmari en að halda úti ferju á milli lands og Eyja þegar til lengri tíma er litið. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Árna Johnsen á opn- um borgarafundi um stöðu Vest- mannaeyja í gærkvöldi. Á fundinum hélt Árni tölu þar sem hann fjallaði um samgöngumál, ferðaþjónustu, útgerðarmál og ný- sköpun og atvinnulíf í Vestmanna- eyjum og nágrenni. „Samgöngustofa hefur gefið það út að Landeyjahöfn verði ekki betri en hún er og að hún sé háð annmörkum sem ekki var reiknað með. Forsendurnar voru rangar og hún hentar ekki eins og til stóð. Hún hentar sem sumarhöfn en ekki heilsárshöfn,“ segir Árni og bendir á að á síðasta ári hafi kostað hálfan milljarð að sandhreinsa höfn- ina og kostnaður við hana sé kominn á annan tug milljarða. Hann segir að samkvæmt áætlunum kosti jarðgöng til Vestmannaeyja á bilinu 20-25 milljarða króna og að rekstarkostn- aður þeirra sé 2-300 milljónir á ári. „Nú er verið að hanna nýjan Herjólf, sem áætlað er að kosti 5-6 milljarða. Ég ætla að leggja það til að hætt verði við þessa smíði. Þess í stað ein- hendi menn sér í að byggja jarðgöng til Eyja á fjórum árum,“ segir Árni. Hann bendir á að skipta þurfi um skip á 15 ára fresti. „Það er ljóst að þegar búið er að smíða þetta nýja skip, með þeim kostnaði sem þegar er búið að leggja í Landeyjahöfn, er kostnaðurinn svipaður og ný göng munu kosta. Göng eru miklu ódýrari þegar horft er til lengri tíma og geta borgað sig upp á 25 árum,“ segir Árni. vidar@mbl.is Jarðgöng hag- kvæmari en höfn  Mikill kostnaður við Landeyjahöfn og nýjan Herjólf Morgunblaðið/Árni Sæberg Landeyjahöfn Árni segir kostnað við höfnina á annan tug milljarða. Alls voru gefin út 4.711 íslensk vegabréf í mars síðastliðnum. Er þetta töluverð fækkun miðað við sama mánuð á seinasta ári en í mars á árinu 2013 voru 5.536 vega- bréf gefin út samkvæmt upplýs- ingum Þjóðskrár. Fækkar því útgefnum vegabréf- um um 14,9% milli ára. Þjóðskrá Íslands annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skilríkja og vekur stofnunin athygli á því í frétt á vefsíðu sinni að frá 1. mars á seinasta ári var gildistími vegabréfa lengdur úr fimm árum í tíu ár. Fækkun í útgáfu vegabréfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.