Morgunblaðið - 03.05.2014, Síða 23

Morgunblaðið - 03.05.2014, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið og dæmi um prófspurningar sem finna má á heimasíðu Læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Inntökupróf í Læknadeild HÍ Læknisfræði og sjúkraþjálfun Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. júní 2014. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin til og með 20. maí 2014. Skráning fer fram á netinu, www.laeknadeild.hi.is Próftökugjald er 20.000 kr. Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sam- bærilegu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Umsóknin telst því ekki gild fyrr en staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini eða rafrænt stúdentsprófsskírteini úr Innu hefur borist skrifstofu Nemendaskrár Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík. Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en þá skal skila staðfestingu til Nemendaskrár Háskóla Íslands um að stúdentsprófi verði lokið áður en inntökupróf hefst. Staðfesting þarf að berast eigi síðar en 20. maí 2014. Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2014 fá 48 nemendur í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun rétt til náms í Læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í Læknadeild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningar- gjalds skv. reglum Háskóla Íslands. Birkir Fanndal Mývatnssveit Aðalfundur Sparisjóðs Suður- Þingeyinga var haldinn í Skjól- brekku. Fram kom í skýrslu Ara Teitssonar stjórnarformanns að rekstur hefði verið vel viðunandi 2013. Hagnaður eftir skatta var 35 milljónir króna sem er 9% af eigin fé. „Það hlýtur að vera okkur hvatn- ing að geta sýnt fram á sama hagnað hlutfallslega og stóru bankarnir í Reykjavík,“ sagði Ari. Nýr spari- sjóðsstjóri hóf störf um sl. áramót, Anna Karen Arnarsdóttir, og bauð Ari hana velkomna. Ari sagði ennfremur að vilji stæði til aukins samstarfs við nágranna- sparisjóði og sagðist binda vonir við að slíkt samstarf gæti styrkt spari- sjóðinn í útlánagetu og dregið úr áhættu í rekstri. Standi áfram uppréttir Varðandi sameiningar sagði Ari fjórar leiðir í stöðunni án þess að stjórnin legði fram tillögu fyrir fund- inn. Indriði Ketilsson á Ytra-Fjalli lýsti eflaust skoðun margra fund- armanna er hann sagði að „best færi á að við reyndum að standa áfram uppréttir og sjálfstæðir – þó vil ég engan veginn mæla á móti ef góðir kostir bjóðast til samstarfs“. Í lok ræðu sinnar sagði Ari rekstr- arhorfur síst lakari en undanfarin ár. Hann þakkaði starfsfólki vel unnin störf og þá sérstaklega Önnu Dóru Snæbjörnsdóttur sem gekk í starf sparisjóðsstjóra, jafnframt sínu eig- in, um tveggja ára skeið. Anna Karen Arnarsdóttir spari- sjóðsstjóri skýrði því næst reikninga sjóðsins: Eignir eru samtals 6.588 milljónir króna, skuldir 6.159 mkr og eigið fé 428,7 mkr. Farið var vel yfir starfsmanna- stefnu sjóðsins og kom þar fram meðal annars að engar árangurs- tengdar greiðslur skulu greiddar einstökum starfsmönnum spari- sjóðsins og þeir skulu ekki njóta sér- kjara við kaup eða sölu stofnfjár- bréfa sjóðsins. Sú hefð hefur skapast að sjóðurinn styrki einn aðila í héraði á hverjum aðalfundi. Ari Teitsson tilkynnti þá ákvörðun sparisjóðsstjórnar að Hér- aðssamband Þingeyinga fengi nú eina milljón króna í styrk fyrir mik- ilvægt starf við „ræktun lýðs og lands“. Formaður HSÞ, Jóhanna Kristjánsdóttir, tók við viðurkenn- ingunni. Við stjórnarkjör voru allir sem gáfu kost á sér endurkjörnir en áður hafði funarstjóri, Margrét Hólm Valsdóttir, beðist undan endurkjöri í stjórn. Í stjórn Sparisjóðs SÞ eru nú: Ari Teitsson, Dagbjört Jónsdóttir, Reinhard Reynisson, Baldur Daní- elsson og Þórhallur Hermannsson. Fundurinn var vel sóttur úr nær- sveitum og mikill einhugur var á fundinum. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Í Skjólbrekku Anna Karen Arnarsdóttir sparisjóðsstjóri, Margrét Hólm Valsdóttir fundarstjóri og Ari Teitsson stjórnarformaður á aðalfundinum. Sama hlutfall og hjá þeim stóru  Hagnaður Sparisjóðs SÞ var 9% af eigin fé  Engir bónusar greiddir Kristinn Ingi Jónsson Stefán Gunnar Sveinsson Kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að blaðamanni, sem var vitni í hinu svokallaða lekamáli, yrði gert að svara spurningum um tilurð fréttar var hafnað af Hæstarétti í gær og staðfesti rétturinn þar með úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur í sama máli. Í frétt blaðamannsins, sem birtist á mbl.is hinn 20. nóvember síðastliðinn, var vísað til trúnaðar- gagna sem bárust fjölmiðlum um málefni tveggja hælisleitenda. Jafnframt var fjallað um málið í Fréttablaðinu og á fréttasíðunni Vísi.is. Lögreglustjórinn óskaði eftir því við héraðsdóm að vitnið yrði látið svara því hver hefði skrifað frétt vefsins, mbl.is, um mál tveggja hælisleitenda. Héraðsdómur hafnaði kröfu hans. Kærði lögreglu- stjóri úrskurðinn til Hæstaréttar 10. apríl sl. Leitaði ekki allra leiða til að upplýsa málið Í hinum kærða úrskurði héraðsdóms var talið að lögreglustjórinn hefði ekki leitað allra leiða sem færar væru til að upplýsa málið en farið var fram á að vitnið svaraði spurningum lögreglu. Af þeim sökum hefði lögreglustjórinn ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að nauðsyn bæri til þess að grípa til úrræðis 3. mgr. 119. gr laga nr. 88/2008 um með- ferð sakamála, en samkvæmt þeirri grein getur dómari ákveðið, ef hann telur að vitnisburður geti ráðið úrslitum um niðurstöðu máls, að vitni skuli svara spurningum um tiltekin atriði, þó að trún- aður ætti annars að ríkja. Hefði átt að leggja fram beiðni öðru sinni Eftir að héraðsdómur kvað upp úrskurð sinn aflaði lögreglan frekari gagna í tengslum við rann- sókn málsins og fékk fleiri aðila í skýrslutökur. Taldi lögreglustjórinn að við svo búið væru úr vegi þær hindranir sem héraðsdómur taldi vera við því að lagt yrði mat á hvort skilyrði 3. mgr., sbr. a. lið 2.mgr. 119. gr. laga nr. 88/2008. Hæstiréttur taldi á hinn bóginn að eftir öflun fyrrgreindra gagna hefði lögreglustjórinn átt að leggja beiðni sína um skýrslutöku vitnisins fyrir dómi öðru sinni fyrir héraðsdóm, en ekki að kæra úrskurð héraðsdóms til að fá leyst úr kröfunni. Það væri hlutverk Hæstaréttar að endurskoða úr- lausn héraðsdóms, en ekki að leysa úr máli á fyrsta dómstigi. Staðfesti Hæstiréttur því hinn kærða úrskurð og dæmdi varnaraðila málskostnað sem greiðast skuli úr ríkissjóði. Blaðamanni ekki gert að svara spurningum lögreglu  Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í svonefndu lekamáli Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæstiréttur Blaðamanni mbl.is verður ekki gert að svara spurningum lögreglu um lekamálið. Erlend gönguskíðakona datt og slasaðist á Seljalandsdal eftir há- degið í gær. Björgunarfélag Ísa- fjarðar var kallað til aðstoðar og fór á staðinn með vélsleða og sleða- vagn. Þegar sveitin kom á slysstað voru þar sjúkraflutningamenn er höfðu verið fluttir upp á snjótroð- ara skíðasvæðisins. Björg- unarmenn fluttu konuna niður að sjúkrabíl sem beið við skíðaskál- ann, um 2,5 km frá slysstað. Ekki er vitað nánar um ástand konunnar en hún var ekki talin í lífshættu, að því er fram kemur á vef Landsbjargar. Datt og slasaðist á Seljalandsdal Brot 18 ökumanna voru mynduð á Austurbrún í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Austurbrún í suðurátt, á milli Dragavegar og Hólsvegar. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 58 ökutæki þessa akstursleið og því ók næstum þriðjungur ökumanna, eða 31%, of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 48 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sjö óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 64. Þriðjungur öku- manna ók of hratt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.