Morgunblaðið - 03.05.2014, Page 28

Morgunblaðið - 03.05.2014, Page 28
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is R úm 50% íslenskra grunnskólabarna og litlu lægra hlutfall leikskólabarna ganga nú í svokallaða Skóla á grænni grein, sem eru þeir skólar sem hafa áunnið sér rétt til að draga grænfána Landverndar að húni. Um er að ræða alþjóðlegt umhverf- isverkefni og þessa dagana er unnið að mati á fjárhagslegum ávinningi þess, sem talinn er vera umtals- verður. Mikil breyting hefur orðið á umræðu um umhverfismál und- anfarin ár og fleiri finna til ábyrgð- ar á þessu sviði að mati verkefn- isstjóra. Grænfáninn er tákn um um- hverfisstefnu og umhverfismennt í skólum. Í því felst m.a. minni raf- magns- og orkunotkun og flokkun sorps. Fyrstu grænfánarnir voru dregnir að húni vorið 2002 og nú geta 215 skólar á öllum skólastigum kallað sig Skóla á grænni grein. Hér á landi heldur Landvernd utan um framkvæmd verkefnisins, en sam- tökin eru aðili að samtökunum Foundation for Environmental Education (FEE). Grænfánaverk- efnið er styrkt af mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu og um- hverfisráðuneytinu. Eins og eftirlitsmenn „Verkefnið hóf göngu sína í Evrópu árið 1994 og er núna í 58 löndum í öllum heimsálfum,“ segir Gerður Magnúsdóttir, verkefn- isstjóri grænfánans hjá Landvernd. „Markmiðið er menntun til sjálf- bærni og umhverfismennt. Skól- arnir hafa frelsi til að nálgast þetta markmið með mismunandi leiðum, t.d. eftir aldri nemendanna, stærð skólanna eða staðsetningu þeirra. En tilgangurinn er alltaf sá sami; að hver og einn bæti sjálfan sig.“ Mörg þúsund íslenskir grunn- skólanemendur hafa gengið í bæði leik- og grunnskóla sem vinna að verkefninu og Gerður segir að nú sé upp vaxin kynslóð með talsvert meiri þekkingu og skilning á um- hverfismálum en þær fyrri. „Núna eru meira en 50% grunnskólanema og 45-50% leikskólanema í verkefn- inu. Mörg þeirra eru eins og eft- irlitsmenn heima hjá sér og fræða foreldra sína um umhverfisvernd.“ Spurð hvort árangurinn af grænfánaverk- efninu hafi verið metinn segir Gerður að nú sé verið að meta annars vegar við- horf og hins veg- ar fjárhagslegan ávinning þess og að niðurstöður mats á síðarnefnda atriðinu muni væntanlega liggja fyrir fljótlega. „En við vitum að sparnaðurinn er margvíslegur. Til dæmis minni kaup skólanna á pappír og öðru efni. Þá er fjárhagslegur ávinningur af því að flokka sorp, því almennt sorp er alltaf dýrast. Margir hafa náð fram sparnaði í ræstingum og svo tala margir skólastjórar um mikla hug- arfarsbreytingu hjá starfsfólki. Fólk hugsi sig t.d. tvisvar um áður en það pantar föndurefni.“ Flestir foreldrar ánægðir Gerður segir að foreldrar séu almennt ánægðir með þátttöku barna sinna í verkefninu og þann ár- angur sem þeir sjái af fræðslunni. „Til okkar hringja fjölmargir for- eldrar sem lýsa yfir ánægju sinni. Einn og einn er ósáttur við einstök atriði framkvæmdarinnar, eins og t.d. að börnin taki einnota umbúðir með sér heim úr skólanum. En það eru einstök tilvik.“ Um 50% grunnskóla- barna á grænni grein Morgunblaðið/Valdís Thor Grænfáni 215 skólar víða um land flagga grænfánanum, einn þeirra er leikskólinn Álfaheiði í Kópavogi sem fékk hann fyrir nokkrum árum. Gerður Magnúsdóttir 28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Talið er aðminnst sjöhafi látið lífið í árás úkraínska hersins á bæinn Slaviansk í austur- hluta Úkraínu. Bærinn hefur verið á valdi uppreisnarmanna, sem vilja ýmist aðskilnað frá Úkraínu eða að landinu verði breytt í sambandsríki, svo vikum skiptir. Þeir skutu niður tvær þyrlur í gær. Úkraínuher lét til skarar skríða til að ná bænum aftur úr höndum uppreisnarmanna. Rússnesk stjórnvöld hafa brugðist hart við og segja að árásin „leiði Úkraínu í átt að hörmungum“. Dmítrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, skoraði á leiðtoga Úkraínu að „hætta að drepa eigin borgara“ og sagði að árásin væri „merki um glæpsamlegt bjargarleysi“. Hafa Rússar farið fram á neyð- arfund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna atburðanna. Viðbrögð Rússa koma ekki á óvart. Þau eru í anda linnulauss áróðurs rússneskra ráðamanna og fjölmiðla gegn stjórnvöldum í Úkraínu. Hamrað er á því að mikil hætta steðji að rússnesku- mælandi íbúum landsins. Þegar Úkraínuher undirbjó aðgerðir til að ná borginni Slaviansk sagði rússneskur herforingi að verið væri að undirbúa að þurrka út borgina og íbúa hennar. Hann hefur kannski haft aðfarir Rússa í Grosní í huga. Í Slaviansk er nú sjálfskipaður borgarstjóri, Vjatsjeslav Ponom- arov, sem áður rak sápuverk- smiðju og var þar áður í rússneska hernum. Sjálfur segist hann hafa verið í Norðurflot- anum, en íbúar í bænum kalla hann „afganjes“. Það er notað um menn, sem börð- ust í Afganistan og kunna ekkert annað en að handfjatla vopn. Ponomarjov krefst þess að Rússar láti honum í té vopn og stuðning. Hann ætlar að breyta bænum í annað Stalíngrad og kveðst hafa komið sprengjum fyrir út um allt. Hann segist ekki ætla að semja við stjórnvöld í Kænugarði og þaðan af síður rýma eina einustu af stjórnar- byggingunum, sem kveðið var á um að ætti að láta af hendi í sátt- málanum, sem gerður var í Genf. Hvernig átti Oleksander Túrtsjínov, skipaður forseti Úkraínu, að bregðast við Pomor- anov? Hvernig hefði Vladimír Pútín brugðist við ef uppreisn- armenn hefðu lagt undir sig stjórnarbyggingar í Tétsníu? Boðið hinn vangann? Rússar reyna leynt og ljóst að ýta undir glundroðann í austur- hluta Úkraínu og virðist aðeins spurning um hversu langt þeir hafa gengið að senda flugumenn yfir landamærin. Þeir skella allri skuld á stjórnvöld í Kænugarði og þreytast ekki á að segja þau ólögmæt. Í málflutningi þeirra örlar ekki á sanngirni og ljóst að þeir munu ekki linna látum verði ekkert að gert fyrr en Úkraína liðast í sundur. Nær væri að segja að Rússar væru að „leiða Úkraínu í átt að hörmungum“. Rússar reyna leynt og ljóst að ýta undir glundroðann} Atlagan að Úkraínu Rannsókn hefurleitt í ljós að ákveðin tegund méla eykur hættu á áverkum á kjálka- beini hesta sjötíuog- fimmfalt. Í rann- sókn Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem greint var frá í Morgunblaðinu á miðviku- dag kemur fram að stangamél með tunguboga valda áverka á kjálkabeini, sem finnast nánast ekki hjá hrossum sem riðið er við aðrar gerðir méla. Tengslin á milli mélanna og áverkanna eru sögð „sterk“ og „hámarktæk“ og er hætta á að ekki grói um heilt. Sigurborg Daðadóttir yfir- dýralæknir telur að notkun stangaméla með tunguboga stangist á við ný lög um velferð dýra. Hún biður hestamenn að virða lögin. Sigríður Björnsdóttir er af- dráttarlaus: „Það er bara eitt ráð til: að hætta að nota þennan bún- að.“ Málið virðist því einfalt. Ætla mætti að sjálfhætt væri með notkun þessa búnaðar þar sem ekki hvarfli að hestamönnum að valda hestum sínum áverkum, sem jafnvel aldrei gróa um heilt, en svo er ekki. Í tölti ræður þessi tegund méla úrslit- um. Sigríður bendir á að erfitt sé fyrir knapa að komast í úrslit nema nota þennan búnað. Á fundi þar sem málið var kynnt í vikunni voru skoðanir skiptar. Efasemdir komu fram um niðurstöðurnar og vildu sum- ir ekki ganga svo langt að banna búnaðinn. Svo sé keppn- istímabilið hafið og málið þess vegna snúið. Þess utan sé keppni og sýningar eitt og reiðar al- mennings annað. Humm og ha. Haraldur Þórarinsson, for- maður Landssambands hesta- manna, áttar sig hins vegar á al- vöru málsins í viðtali í Morgun- blaðinu í gær þegar hann segir að hestamenn verði að axla ábyrgð: „Það er heldur snautlegt að láta ríkið grípa inn í og setja regl- urnar og bendir til að okkur sé ekki treystandi til að fara þannig með hestinn að sómi sé að.“ Hestamenn geta ekki bara sagt að þeir séu ekki sammála þegar lög um velferð dýra eru brotin. Hvað gera hesta- menn þegar lög um dýravelferð eru brotin? } „Það er bara eitt ráð til“ F yrir tilkomu snjalltækja þurftu for- eldrar að nota ímyndunaraflið til að hafa ofan af fyrir börnunum sínum á langferðum. Þannig varð leikurinn frúin í Hamborg til. Hamborgarfrúin virtist eiga óendanlega mikið af peningum og ímyndunaraflið náði hæstu hæðum þegar spyrillinn yfirheyrði gjafþegann um hvort hann hefði ekki örugglega keypt framandi skepnur á borð við sebrahest eða risapöndu fyrir peningana. Ríkisfjármál minna stundum á útgáfu af frúnni í Hamborg á amfetamínsterum. Frúin er ekki frú heldur forsætisráðherra, og pen- ingagjafirnar nægja til kaupa á heilu sebra- hestastóðunum. Skilyrðin fyrir fjárgjöfinni eru álíka handahófskennd og hjá Hamborg- arfrúnni, og útiloka flesta undir þrítugu og svo til alla leigjendur. Ólíkt því sem var í aftursætum gamalla Landkrúsera þá er peningagjöf ráðherrans ekki ímyndun, heldur endurúthlutun á 80 milljörðum á fjögurra ára tíma- bili, 20 milljörðum á ári, til ákveðins hóps fólks, sem varð annaðhvort fyrir svokölluðum forsendubresti eða nátt- úruhamförum á árunum eftir hið svokallaða bankahrun. Peningarnir verða heldur ekki til upp úr þurru eins og djúpir vasar Hamborgarfrúarinnar, því hið opinbera skap- ar ekki verðmæti, það endurúthlutar verðmætum annarra. Helsti ókostur við peninga er að það er erfitt að eyða þeim oftar en einu sinni. Þessir 80 milljarðar verða því ekki nýtt- ir til tækjakaupa á Landspítalanum, hækkun námslána, aukinna framlaga til menntakerfisins eða til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Peningarnir sem herrann í stjórnarráðinu ætlar að gefa sumum verða heldur ekki notaðir til þess sem fjármálaráðherra sagði okkur ekki enn hafa séð neitt af, skattalækkana. Skattalækkanir eru þeim töfrum gæddar að þær nýtast öllum launþegum. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu mætti lækka skatta mjög mikið frekar en að gefa sumum 20 milljarða á ári, en öðrum ekki krónu. Fyrir 20 milljarða mætti hækka persónu- afslátt um 8.000 krónur á mánuði. Þannig fengju allir skattgreiðendur nettólaunahækk- un um 96.000 krónur næstu fjögur árin. Fyrir 20 milljarða mætti lækka skatta í lægsta tekjuskattþrepinu um 4 prósentustig næstu fjögur árin. Fyrir 20 milljarða mætti lækka skatta í miðjuskattþrep- inu um 2 prósentustig næstu fjögur árin. Fyrir 20 milljarða mætti því hækka persónuafslátt um 2.000 krónur á mánuði og lækka skattprósentuna í neðsta og miðskattþrepinu um 1 prósentustig í hvoru fyrir sig. Þegar horft er til þess hvað hin svokallaða leiðrétting mun kosta skattgreiðendur þá verður að teljast ólíklegt að samviskusamir hægrimenn á Alþingi geti með nokkru móti stutt þá vitleysu sem birtist í umræddum hluta leið- réttingarinnar. Frúin í Hamborg er nefnilega ekki til. Þetta er Gunnar D. Ólafsson sem skrifar frá Vínarborg. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Frúin í stjórnarráðinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Nú, þegar 13 ár eru frá því að verk- efnið hófst, hafa 215 skólar flagg- að grænfán- anum;104 leikskólar, 92 grunn- skólar, tíu framhalds- skólar, fjórir háskólar og fimm aðrir skólar. Markmið grænfánaverkefn- isins eru í sjö þáttum: Að bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku, efla samfélags- kennd innan skólans, auka umhverfisvitund, styrkja lýð- ræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans, veita nem- endum færni til að takast á við umhverfismál, efla al- þjóðlega samkennd og tungu- málakunnáttu og tengja skól- ann við samfélag sitt. Flaggað í 215 skólum Á ÖLLUM SKÓLASTIGUM Verkefnin eru fjölbreytileg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.