Morgunblaðið - 03.05.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.05.2014, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Klár í logsuðuna Kalli er hygginn hundur og veit að það borgar sig að verja augun með hlífðargleraugum þegar eigandi hans mundar logsuðutæki til að sjóða saman rör á Hverfisgötunni. Golli Vert er að velta fyrir sér þeirri spurningu hvers vegna íslensk stjórnvöld skipa Íslandi í flokk með þeim fáu ríkjum heims sem skattleggja lyfseð- ilsskyld lyf í hæsta þrep þegar kemur að álagn- ingu virðisaukaskatts, sbr. meðfylgjandi töflu. Af 33 Evrópulöndum leggja aðeins sjö ríki hæsta þrep virðisaukaskatts á þessi lyf, Ísland þar á meðal. Langflest ríkjanna leggja á vsk. í neðri þrepum, á bilinu 1,5% til 15%, og lönd eins og Bretland, Svíþjóð og Malta leggja alls engan virðisaukaskatt á lyfin. Á þetta hafa Frumtök, samtök framleiðenda frumlyfja á Íslandi, áður bent. Það er því ástæða til að fagna þeirri víðtæku áætlun sem fjármálaráðherra hefur kynnt um endurskoðun virð- isaukaskattskerfisins, sem m.a. hefur það að markmiði að minnka bilið milli efri skattþrepanna, og þá væntanlega með því að lækka efsta þrepið og fækka undanþágum í kerfinu. Lífsnauðsyn og munaður Virðisaukaskatt- skerfið á Íslandi er í raun þrískipt, hæsta þrepið er 25,5%, síðan höfum við 14 prósenta þrep og loks 0% og í þann flokk fellur m.a. sú vara og þjónusta sem undanþegin er virðisaukaskatti. Heil- brigðisþjónusta á Ís- landi er í dag að mestu undanþegin virðisaukaskatti og er almenn sátt um þá tilhögun. Á hinn bóginn má spyrja hvers vegna stjórnvöld skattleggja lyfseðilsskyld lyf eins og munaðarvöru, lyf sem fólk þarf nauðsynlega á að halda til að halda heilsu eða jafnvel lífi. Lyf eru ekki munaðarvara. Að sama skapi er með nokkrum ólíkindum hvað er und- anþegið virðisaukaskatti, t.d. ým- islegt tengt ferðaþjónustu eins og hvalaskoðun og laxveiði, sem seint flokkast sem lífsnauðsynjar. Úr og í ríkissjóð aftur Af þeim fimmtán milljörðum króna sem ríkið ver til lyfjakaupa á þessu ári, sbr. fjárlög ársins í ár, má með nokk- urri einföldun leiða að því líkur að allt að tveir milljarðar króna fari í hring, það er úr ríkissjóði og aftur til baka í ríkissjóð þar sem bæði Landspítali og Sjúktratryggingar Íslands kaupa lyf með 25,5% vsk. Af framlögum hins op- inbera til reksturs Landspítala fara því háar upphæðir aftur til baka til rík- issjóðs í formi virðisaukaskatts af lífs- nauðsynlegum lyfjum. Tímabær endurskoðun Það er brýnt að endurskoða virð- isaukaskattskerfið frá grunni og gera það í senn einfaldara, gegnsærra og réttlátara. Við þá vinnu hlýtur að koma til endurskoðunar skattlagning lyfseðilsskyldra lyfja sem eins og áður segir er sú hæsta í Evrópu, ef ekki heiminum. Einnig væri við hæfi að hafa í huga raunverulega þýðingu orðanna munaður og lífsnauðsyn og skattleggja vöru og þjónustu í sam- ræmi við það. Eftir Jakob Fal Garðarsson » Það væri við hæfi að hafa í huga raun- verulega þýðingu orðanna munaður og lífsnauðsyn og skatt- leggja vöru og þjónustu í samræmi við það. Jakob Falur Garðarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka. Við erum Evrópumeistarar í skattlagningu á lyf Álagning virðisaukaskatts á lyfseðilsskyld lyf í Evrópuríkjum 1. janúar 2013 Heimild: efpia.eu Vsk á lyfseðilsskyld Almennur Land lyf (%) vsk (%) Ísland 25,5 25,5 Danmörk 25,0 25,0 Noregur 25,0 25,0 Írland 0-23,0 23,0 Litáen 5,0-21,0 21,0 Búlgaría 20,0 20,0 Þýskaland 19,0 19,0 Tékkland 15,0 21,0 Lettland 12,0 21,0 Austurríki 10,0 20,0 Slóvakía 10,0 20,0 Ítalía 10,0 21,0 Finnland 10,0 24,0 Eistland 9,0 20,0 Rúmenía 9,0 24,0 Slóvenía 8,5 20,0 Tyrkland 8,0 18,0 Vsk á lyfseðilsskyld Almennur Land lyf (%) vsk (%) Serbía 8,0 20,0 Pólland 8,0 23,0 Grikkland 6,5 23,0 Belgía 6,0 21,0 Holland 6,0 21,0 Portúgal 6,0 23,0 Kýpur 5,0 18,0 Króatía 5,0 25,0 Ungverjaland 5,0 27,0 Spánn 4,0 21,0 Lúxemborg 3,0 15,0 Sviss 2,5 8,0 Frakkland 2,1 19,6 Malta 0,0 18,0 Bretland 0,0 20,0 Svíþjóð 0,0 25,0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.