Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS …OGÞÚVELURLENGRI LEIÐINAHEIM. HENTAR MJÖG VEL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ÞAR SEM „MICRO“ FJAÐRANDI STELLIÐ ÉTUR Í SIG GRÓFA MALBIKIÐ OG GERIR HJÓLAFERÐINA ENN ÞÆGILEGRI ÞÚ NÝTUR ÞESS AÐ MOKA INN KÍLÓMETRUNUM Á CANNONDALE SYNAPSE. 229.900.- Nemandi spurði um gagnsemi z-unnar gömlu sem var aflögð árið1974 (þó sumir noti hana enn). Svar mitt: Lítum á eftirfarandisetningar: Þú ást matinn; hér hafa ást við tveir hatursmenn;þetta er sönn ást. Á dögum z-unnar var gerður greinarmunur á þessu þrennu: Þú ázt matinn; hér hafa átzt við tveir hatursmenn; þetta er sönn ást. Framburðurinn er að vísu alltaf sá sami, en uppruninn misjafn, og rithátturinn átti að sýna það. Svo bæti ég við: Þetta var ekki fyrirhafnarinnar virði. Það var enginn sögulegur missir að z-unni. Stundum gerir kennarinn sig vinsælan með dæmum um tvíræðni: „Svanir skilja ekki.“ „Bæjarstjórinn hjálpar Aldrei“ (undanskilið í fyrirsögninni: fór ég suður). „Ríkisstjórnin greiðir fyrir gerð kjarasamninga.“ „Þetta er ónýtt tækifæri.“ „Barnið er smekklaust.“ Lærdómsmaðurinn Stef- án Karlsson skrifaði grein í Samvinnuna árið 1971 (4. tbl.). Það var nýr tónn í texta Stefáns; hann benti m.a. á hvað málfræðingar hefðu oft verið sjálfum sér ósamkvæmir: þeir útrýmdu t.d. áður algengri eignarfalls- mynd sérnafnsins Hjörtur (Hjörts varð að vera Hjartar) en eignarfalls- myndin Björns fékk að standa óáreitt við hlið Bjarnar. Stefán Karlsson notaði í sömu grein orðið hreintynglar um þá sem vildu hreinsa tunguna af útlendum orðum; hann sagði að alls ekki væri viturlegt að útrýma gömlum eða nýjum tökuorðum sem hafa aðlagast beygingum í mál- inu. Hann vildi leyfa þeim að dafna við hlið hinna íslensku; slíkt gæfi stílnum kraft og tilbreytingu. Þannig er bæði talað um að bremsa og hemla; við segjum traffík og um- ferð; sjokk og áfall; batterí og rafhlaða; túristi og ferðamaður, gardínur og gluggatjöld, pása og hlé. Túristi finnst mér reyndar vera ljótt orð, að ég ekki tali um hin hráu orð gæd og trend – og mörg fleiri! Látum smekkinn ráða. Ofnotkun orða og orðasambanda er hvimleið. Eru ekki fleiri en ég orðnir leiðir á: ég er meðvitaður/ ég er opin fyrir (Edinborg)/ þegar til lengri tíma er litið/ á þessum tímapunkti/ gekk vel fyrir sig/ er vel staðsettur/ hvað er í gangi? Ég bæti svo við því sem ég heyrði í potti: „Pabbi var ekki að trúa mér.“ Við erum enn í íslenskutíma. Nemandi: Hvernig á eiginlega að beygja sér- nafnið Gnarr? Svar: Gnarr tengist nafninu Gunnar og má því beygjast eins og í vísu kunningja míns sem nú dvelur utanlendis: Dugandi maður Dagur B. – dvel ég ættjörð fjarri – en einhvern veginn samt ég sé soldið eftir Gnarri. Nemandi skaut þá inn málshætti: Þar sem tveir framsóknarmenn koma saman, þar er spegill. Í sögu Hallgríms Helgasonar, Höfundur Íslands, er undurfalleg lýsing á ís- lenskri sumarnótt (311-312). Mig langar að fá leyfi til að taka hana í sýnisbók. Vel á minnst: Mér hefur dottið í hug að umtalaðar senur í verðlaunamynd- inni Hross í oss (önnur þeirra lenti á veggspjaldi) eigi rætur að rekja til bls. 242-244 í bók Hallgríms. Málið El ín Es th erÞannig að það er í raun hægt að færa rök fyrir því að yfsilon ætti að hverfa úr íslensku, á sama hátt og z-an? Já. Við grínumst ekkert með svoleiðis? Nei nei, engin ástæða til þess. Tveir framsóknarmenn Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Hver er staða verkalýðshreyfingarinnar í sam-félagi okkar í dag? Hvert er hlutverk henn-ar? Þessar spurningar sækja á í framhaldiaf 1. maí hátíðahöldunum í fyrradag. Sú var tíðin að hlutverk hennar var mjög skýrt. Hún var sverð og skjöldur fátæka fólksins á Íslandi. Staða hennar og hlutverk er flóknara í dag. Í ávarpsorðum Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í tímaritinu Vinnunni, sem ASÍ hefur gefið út í meira en 60 ár, segir: „Nú þegar misskipting fer aftur vaxandi í þjóðfélag- inu verður hreyfingin að spyrna við fótum.“ Þetta er rétt hjá forseta ASÍ. Það eru ýmis teikn á lofti um að hrunið hafi ekki leitt af sér hugarfarsbreyt- ingu eins og vænta hefði mátt heldur sæki nú í sama farið og síðustu árin fyrir hrun. Þetta gerðist ótrúlega fljótt. Það var ekki langt um liðið frá hruni, þegar það sjónarmið heyrðist að laun æðstu stjórnenda banka yrðu að taka mið af því, að þau væru samkeppnisfær við launagreiðslur banka í öðrum löndum. Þá höfðu ekki borizt fréttir af því að eftirspurn væri eftir ís- lenzkum bankamönnum í öðrum löndum enda ekki við því að búast eftir hrun bankanna hér. Nú er sömu röksemdum beitt í London. Þar er sagt að þótt bankar tapi eða hagnaður þeirra minnki verði að borga æðstu starfsmönnum þeirra bónusa vegna þess að annars verði boðið í þá frá Bandaríkjunum. Og í London er spurt: Er það ekki allt í lagi úr því að þeir ná ekki betri árangri?! Sömu þróunar og sjá má í bönkunum gætir einnig í öðrum stærri fyrirtækjum og væntanlega á Gylfi við þá þróun að einhverju leyti. En nú háttar svo til að verkalýðshreyfingin er í annarri stöðu en áður til að spyrna við fótum. Nú eru það ekki lengur stórar við- skiptasamsteypur, fjármagnaðar af bönkum, sem ráða ferðinni í íslenzku atvinnulífi og stærstu fyrirtækjum. Nú eru það lífeyrissjóðirnir, sem eru stærstu hluthaf- arnir í stærstu fyrirtækjunum, sem skráð eru á mark- aði. Og hverjir eiga lífeyrissjóðina? Það er fólkið í landinu. Stjórnir lífeyrissjóðanna eru hins vegar ekki kosnar af félagsmönnum þeirra, sem þó ætti að vera sjálfsagt, þegar hér er komið sögu. Það eru stjórnir einstakra verkalýðsfélaga og vinnuveitendasamtaka, sem skipa fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóðanna. Aðild samtaka í at- vinnulífi að stjórn sjóðanna er auðvitað fortíðarfyr- irbæri. Þeir peningar sem vinnuveitandi borgar í líf- eyrissjóð vegna starfsmanns eru hluti af kjörum þess starfsmanns og þar með eign hans. Það eru engin rök fyrir því að vinnuveitandinn sé á þeim forsendum fulltrúi starfsmannsins í stjórn lífeyrissjóðsins. En burtséð frá því er ljóst að fulltrúar lífeyrissjóða í stjórnum fyrirtækja, sem lífeyrissjóðirnir eru stundum með ráðandi hlut í, þegar hlutir þeirra eru lagðir sam- an, geta haft mikil áhrif á að sú misskipting, sem for- seti ASÍ talar um í ávarpsorðum sínum í Vinnunni, verði ekki til staðar. Beita fulltrúar lífeyrissjóðanna í stjórnum fyrirtækj- anna sér gegn því að slík misskipting verði til í fyrir- tækjunum? Sjálfsagt hefur forseti ASÍ betri upplýsingar um það en flestir aðrir og gæti verið gagnlegt ef hann tjáði sig um þau málefni. En ekki fer á milli mála að fáir eru í betri aðstöðu nú á dögum til þess að koma í veg fyrir þá þróun í átt til vaxandi misskiptingar, sem Gylfi Arn- björnsson gerir réttilega að umtalsefni. en einmitt verkalýðsforingjarnir sjálfir. Það eru því hæg heima- tökin hjá þeim að spyrna við fótum. Getur verið að þeir séu ekki að gera það? Í sömu grein segir forseti ASÍ: „Við sjáum þessa þróun í vaxandi gjaldtöku vegna lyfja og læknisþjónustu þar sem fjöldi fólks þarf að neita sér um nauðsynleg lyf og læknis- þjónustu vegna kostnaðar.“ Þetta er líka rétt hjá Gylfa Arnbjörnssyni og í þessu tilviki er ekki hægt að krefja hann sjálfan um úrbætur. Gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu er komin að yztu mörk- um og jafnvel of langt. Að auki er greiðslukerfi vegna lyfjakaupa ekki hannað með hagsmuni hinna efna- minnstu í huga, sem í upphafi hvers tímabils þurfa að reiða fram umtalsvert fé, fyrir lyf, sem þeir í mörgum tilvikum eiga ekki. Hvers vegna gengur enginn þing- maður fram fyrir skjöldu og tekur upp baráttu gegn þessari þróun? Sú misskipting sem forseti Alþýðusambandsins gerir að umtalsefni er ekki einskorðuð við Ísland. Hún er að verða eitt helzta umræðuefni fólks um allan heim og hefur m.a. kallað fram athyglisverðar hugmyndir um gjörbreytingu á skattakerfum, þar sem megináherzlan verði á aðra skattstofna en tekjur fólks. En einmitt þess vegna er sú áherzla sem Alþýðusamband Íslands leggur á aðild Íslands að Evrópusambandinu óskilj- anleg. Og þá áherzlu ítrekar forseti ASÍ enn og aftur í tilvitnaðri grein í Vinnunni. Í sumum aðildarríkjum Evrópusambandsins er gíf- urlegt atvinnuleysi. Það hefur verið mest í Grikklandi, Ítalíu, Portúgal og Spáni en það er vaxandi á norðlæg- ari slóðum. Varla líður t.d. svo dagur að ekki sé sagt frá uppsögnum í finnskum fjölmiðlum. Í sumum fyrr- nefndra ríkja er meira en helmingur ungs fólks án at- vinnu og hefur verið hin síðari ár. Telur forseti ASÍ evruna skipta meira máli en að fólk hafi atvinnu? Sjálfsagt geta fræðimenn í hagvísindum fært rök fyrir því. En ætli félagsmenn í verkalýðsfélögunum mundu taka undir slík sjónarmið? Verkalýðsfélögin og baráttan gegn misskiptingu Er evran mikilvæg- ari en atvinna? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Fjölmargir lesendur Fróðleiks-molanna hafa haft samband og bent á margt, sem ýmist mátti betur fara eða hafa mætti í huga, og kann ég þeim hinar bestu þakkir. Hér ætla ég að leggja út af einni at- hugasemdinni, eftir Unu Margréti Jónsdóttur. Hún er dóttir Jóns Ósk- ars, sem fór í fræga boðsferð til Ráð- stjórnarríkjanna 1956 ásamt þeim Steini Steinari og Agnari Þórð- arsyni. Benti Una Margrét á, að fað- ir sinn hefði gagnrýnt stjórnarfar þar eystra í bók sinni, Páfinn situr enn í Róm. Jón Óskar gerði það svo sann- arlega. Hann gaf bókina út hjá Al- menna bókafélaginu vorið 1964. Svo vildi til, að hann fékk 18 þúsund króna listamannalaun, um svipað leyti og bókin kom út. Orti þá Þor- steinn frá Hamri háðkvæði í Þjóð- viljann: Sem ég á blíðum beði bílífis vaknaðe úthlutun einnig léði átján þúsund í té Jóni þeim sama, sama, er svalt um árabil. Heita þeir honum frama —? Hví er nú rokið til —? Þorsteinn taldi svarið við spurn- ingu sinni liggja í augum uppi. Það væri „sérlegt ferðastjá“ Jóns Ósk- ars. Eflaust hefur þetta kvæði Þor- steins ekki spillt fyrir því, að hann var sjálfur boðinn til Ráðstjórn- arríkjanna ári síðar og þáði boðið. Skylt er þó að geta þess, að Þor- steinn iðraðist síðar kvæðisins. Einn rithöfundur sósíalista, Frið- jón Stefánsson, kvaddi sér hljóðs á fundi í Rithöfundafélagi Íslands um þær mundir, kvartaði undan út- hlutun listamannalauna og vék að Jóni Óskari: „En nú hafði komið út ferðabók eftir hann, þar sem í er að finna nokkuð af óhróðri um sósíölsk ríki, Sovétríkin, í Morgunblaðsstíl. Og eins og við manninn mælt: Hann skal upp í 18 þúsund króna flokk.“ Jón úr Vör hélt að vísu uppi vörnum fyrir skáldbróður sinn á fundinum, en í endurminningum sínum sagði Jón Óskar, að eftir þetta hefði Þjóð- viljinn snúist gegn sér og sósíalistar hætt að heilsa sér á förnum vegi. Íslenskir sósíalistar sáu til þess, að það kostaði að ganga úr liði og neita að bera lof á ráðstjórnina rúss- nesku. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Jón Óskar og sósíalisminn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.