Morgunblaðið - 03.05.2014, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.05.2014, Qupperneq 33
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Hugræn teygjuleikfimi ásamt heilsumeðferð Hópa- og einkatímar • opnar orkuflæði • slökun • losar um spennu og kvíða • dregur úr verkjum • styrkir líkamann • jafnvægi fyrir líkama og sál • o.fl. Leiðbeinandi: Qing Heilsu QiGong Tai chi innifalið Mánaðarkort 2 fyrir 1 UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Markmið og skilgreiningar laga um málefni aldraðra. nr. 125. 1999 1. gr.: Markmið þessara laga er að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlileg- ast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Einnig er markmið lag- anna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsyn- leg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélags- þegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur. Aðferðaformúla Vistunarmats- nefndar hjúkrunarheimila Formaður sjómannadagsráðs, Guð- mundur Hallvarðsson, spurði Vist- unarmatsnefnd: Hve margir sjó- menn hafa óskað eftir að njóta hjúkrunarþjónustu Hrafnistu við vistunarbeiðni? Svar: Sæll aftur, Guðmundur. Nefndin hefur fjallað um erindi þitt og hér er svarið. Þegar fólk fær samþykkt færni- og heilsumat er það beðið um tilnefna sem flesta staði og helst ekki minna en fjóra staði. Það er gert, þar sem líkur á því að varanleg dvöl bjóðist vaxa með fjölda staða, eins og trompmiði í happdrætti eykur líkur á vinningi umfram einn miða. Með þessu er ekki verið að biðja um forgangsröðun frá nr. 1 og niður, þar sem nefndin fer jafn- an ekki eftir því sérstaklega. Óhjá- kvæmilega þarf fólk að nefna stað- ina í einhverri röð en gengið er út frá því að fólk þiggi rými á þeim stöðum sem það nefnir, óháð röð. Þegar rými opnast er farið eftir öðrum þáttum, svo sem því hverjar lífshorfur eru á kvarðanum 0-10 (reiknilíkan sem tekur inn stiga- fjölda, aldur og kyn og byggist á 10 ára uppgjöri vistunarmatsins), sér- stakri neyð og því hvort viðkom- andi sé svo veikur að hann þurfi að bíða á sjúkrahúsi. Loks er reynt að horfa til tíma- lengdar biðar, ef varanleg dvöl dregst á langinn. Ef fólk hafnar rými á stað sem býðst er litið svo á að fólk treysti sér til þess að bíða lengur eftir varanlegri dvöl. Þeir sem velja einn stað ein- göngu þurfa að jafnaði að bíða lengst. Þetta eru sjónarmið FHM nefndar almennt talað. Þar að auki heldur nefndin ekki sérstaklega ut- an um röð staðanna heldur birtist biðlisti hverrar stofnunar í Stika kerfinu. Þá má benda á það, að val- listar (fólk breytir og víxlar oft og tíðum vali sínu á hjúkrunarheim- ilum) og biðlistar taka stöðugum breytingum. Með kveðju, fyrir hönd færni- og heilsumatsnefndar. Álfhildur Hallgrímsdóttir. (Birt með heimild Guðmundar Hallvarðs- sonar forstjóra DAS sem er skammstöfun á Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna.) Nefndin svarar spurningunni ekki, en ljóst er að sjálfsákvörð- unarréttur þeirra sem óska vist- unar er ekki virtur. Kýrskýrt er í svari að dauði eins gefur rými fyrir annan í Reykjavík eða á Rauf- arhöfn. Svona rugl með líf annarra er til skammar fyrir Alþingi. Guð hjálpi Íslandi í þessari kreppu, því það virtist sem Guð gerði það í síð- ustu. Amen. Mottó: Með lögum skal land byggja, svo lengi sem þægilegt þykir fyrir embættismenn og Alþingi situr í sínum þæg- indaramma. ERLING GARÐAR JÓNASSON, formaður Samtaka aldraðra. Svona rugl með líf annarra er til skammar Frá Erlingi Garðari Jónassyni Erling Garðar Jónasson Bréf til blaðsins arskálarnar. Kórarnir, kvenfélagið, Félag aldraðra og skógrækt- arfélagið eru bara nokkur dæmi um félög sem byggjast á slíku starfi. Sjálfboðið starf fer þó ekki aðeins fram í formlegum félögum. Mosfell- ingar leggjast víðar á árarnar. Sum- ardagurinn fyrsti var virkilega fal- legur dagur þetta árið hérna í Mosfellsbænum. Hann verður lengi í minnum hafður hér í Mosfellsbæ vegna fólks sem er ekki sama, fólks sem er tilbúið að gefa af tíma sínum og skilur hvernig hægt er að ná ár- angri með því að vera samtaka í að ná settu marki. Þarna lögðust á eitt skipuleggjendur, íþróttafólk og listamenn til þess að styrkja ungan Mosfelling sem var að greinast með krabbamein enn einu sinni. Sjálf- boðið starf er víða lagt fram sam- félaginu til heilla. Framtakið sum- ardaginn fyrsta sýndi samhug. Höfundur er bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12. 2013 2012 Samtryggingardeildir S-deild Samtals Samtals Iðgjöld 8.027 88 8.114 6.845 Lífeyrir -1.817 -50 -1.867 -1.039 Fjárfestingartekjur 6.502 81 6.583 5.639 Fjárfestingargjöld -208 -3 -211 -132 Rekstrarkostnaður -106 -1 -107 -97 Gjald í ríkissjóð 0 0 0 -1 Hækkun á hreinni eign á árinu 12.399 114 12.513 11.216 Hrein eign frá fyrra ári 68.433 1.251 69.683 58.467 Hrein eign sameinaðra sjóða 01.07.13 4.361 0 4.361 0 Hrein eign til greiðslu lífeyris 85.192 1.365 86.557 69.683 Efnahagsreikningur Fasteign, rekstrarfjármunir og aðrar eignir 117 0 117 121 Verðbréf með breytilegum tekjum 27.222 480 27.702 21.142 Verðbréf með föstum tekjum 48.382 596 48.977 38.903 Veðlán 6.464 0 6464 5.857 Bankainnistæður 1.064 247 1.311 2.123 Aðrar fjárfestingar 339 0 339 334 Kröfur 1.185 2 1.187 717 Aðrar eignir 602 44 646 570 Skuldir -182 -4 -186 -86 Hrein eign til greiðslu lífeyris 85.192 1.365 86.557 69.683 Kennitölur ársins 2013 A-deild V-deild B-deild* S-deild I S-deild II S-deild III Nafnávöxtun 8,5% 8,5% 3,0% 6,6% 4,9% 5,5% Hrein raunávöxtun 4,7% 4,7% 1,6% 2,8% 1,2% 1,8% Hrein raunávöxtun – 5 ára meðaltal 3,0% 3,0% 5,2% 5,4% 3,3% Fjöldi sjóðfélaga 10.460 4.128 213 199 78 53 Fjöldi lífeyrisþega 2.486 559 910 40 5 7 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,1% 0,1% 0,1% 0,1% 0,1% 0,1% *Frá 1. júlí til 31. desember 2013 Fjárhæðir í milljónum króna Birt með fyrirvara um prentvillur Starfsemi LSS á árinu 2013 Lífeyrissjóður starfsmanna sveitafélaga Ársfundur 2014 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 20. maí kl. 16.00, í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga að Borgartúni 30, Reykjavík. Dagskrá 1.Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Breyting á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál löglega upp borin Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 2. maí 2014 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga Ársreikning LSS 2013 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Garðar Hilmarsson stjórnarformaður, Elín Björg Jónsdóttir, Karl Björnsson, Gerður Guðjónsdóttir, Kristbjörg Stephensen og Salóme E. Þórisdóttir. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 5 400 700 lss@lss.is - www.lss.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.